Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 45 ________ _________________________ C FRÉTTIR Kvöldferð út í óvissuna FERÐAFÉLAG íslands efnir í kvöld, miðvikudagskvöldið 11. ágúst, til fróðlegrar og spennandi kvöldgöngu út í óvissuna. Heim- sóttur verður forn aftökustaður í nágrenni Reykjavíkur undir leið- sögn Páls Sigurðssonar lagapró- fessors. Brottför frá BSÍ, austan megin, og Mörkinni 6. Verð er 1.000 kr. og frítt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. -------------- Gengið á milli fjarða HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur íyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, frá Hafnarhús- inu að vestanverðu kl. 20. Farið verður upp Grófina, Ingólfstorg og Víkurgarð, með Tjörninni, um Hljómskálagarðinn og eftir Njarð- argötunni suður í Litla-Skerja- fjörð. Til baka með Sundskálavík í Skerjafirði, um Grímstaðaholtið og Melana og Suðurgötu niður á höfn. Allir velkomnir. Stofnfundur „Verndum Laugardalinn“ STOFNFUNDUR samtakanna „Verndum Laugardalinn“ verður haldinn í Ásgarði, Glæsibæ, mið- vikudaginn 11. ágúst kl. 18. Á fundinum verður kosið í stjórn, lög samtakanna samþykkt og hugmyndir að aðgerðum kynntar. Nánari upplýsingar um fund- inn má fá á heimasíðu samtak- anna, www.laugardalurinn.is, og með tölvupósti, verndum@laug- ardalurlnn.is. Lýst eftir bifreið RAUÐU Suzuki Baleno GL fólksbifreiðinni OU-307 var stolið af Smiðjuvegi 56, Kópa- vogi, annaðhvort 6. eða 7. ágúst sl. Þeir sem verða bif- reiðarinnar varir eru beðnir um að hafa samband við lög- regluna í Kópavogi. # _ Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Tveir fyrir emn SEM kunnugt er bjóða veitingastaðir stundum upp ferðamannapar, sem var á göngu í rigningunni í á svonefnd tveir-fyrir-einn-tilboð, tveir matargestir Reyjavík, virðist hafa rekist á svipað tilboð í úti- greiða aðeins verð einnar máltíðar. Þetta samrýnda vistarverslun. Skólastjórnendur áhyggjufullir veg'na menntunar barna FJÓRÐA þing ICP, alþjóðasam- taka skólastjórnenda, var haldið í Helsinki, höfuðborg Finnlands, 12,- 15. júlí síðastliðinn. Þingið sátu yfir 900 skólameistarar, skólastjórar, aðstoðarskólameistarar, aðstoðar- skólastjórar, aðstoðarstjórnendur, yfirkennarar frá 40 löndum víðs- vegar um heiminn - Evrópu, Amer- íku, Afríku, Eyjaálfu og Ásíu, þar á meðal sex fulltrúar frá Islandi. Á þinginu voru rædd ýmis mál er snerta menntun, skólastarf og áhrif þess á mannkynið um víða veröld. Af því tilefni var gerð eftirfarandi samþykkt á lokadegi þingsins: „Þingfulltrúar ICP hafa þungai- áhyggjur af þeim áhrifum sem stríð, borgaraleg óeirð, fordómar og óréttlæti hafa á menntun millj- óna barna um allan heim. Nefna má þjóðernishreinsanir á Balkanskaga, aflimanir og aðrar líkamsmeiðingar í Sierra Leone, tilviljanakenndar skotárásir ökuþóra í Los Angeles, vinnuáþján barna og þrúgandi fá- tækt í Suður-Asíu, flóttamannabúð- ir um víða veröld svo nokkuð sé nefnt. Börn eru rifin frá heimilum sínum, foreldrum, menningu og þannig komið í veg fyrir að þau geti sótt skóla, nám, - komið í veg fyi-ir að þau geti lagt grunn að betri framtíð sér til handa og samfélaga sinna. ICP skorar því á Sameinuðu þjóðirnar að þrýsta á þátttökuþjóð- ir sínar að sjá tO þess að innan námskrár viðkomandi ríkja og í námsefni því sem þar er notað frá lægstu þrepum náms til hinna efstu, séu þættir sem blása æsk- unni í brjóst anda friðsamlegrar sambúðar, löngun til að læra um og virða aðra menningarhópa, án til- lits til þjóðernis, kynþáttar, litar- hafts, trúarbragða, sögulegs bak- sviðs, eða annars sem gerir mann- kynið jafn fjölbreytt og raun ber vitni. Ef einungis broti þess fjár- magns, sem nú er varið í styrjaldir og hatur, yrði varið til þess að reisa skóla, útbúa námsgögn og til þess að kenna börnum um fegurð og afl mannlegrar fjölbreytni myndu fleiri börn eiga sér bjartari fram- tíð. Það er því von þingfulltrúa ICP, að stigin verði skref til þess að ýta undir slíka þróun og opna þannig huga barna til þess að virkja þá miklu möguleika sem í þeim búa. Við verðum að mennta, ekki einungis með staðreyndum og tölum heldur einnig til að efla þol- inmæði. Án þessa mun mannkynið dæmt til að eyðileggja einu ómet- anlegu auðlindina sem það sannar- lega á, - börn sín og þar með fram- tíð sína.“ Vinstri hreyfingin - grænt framboð Sumarferð að Eyjabökkum og Dimmu- gljúfrum VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð efnir til tveggja daga ferð- ar um hálendið norðan Vatnajökuls helgina 14.-15. ágúst nk. Lagt verður upp frá Egilsstöð- um að morgni laugardags, farið að Hafrahvömmum og Kárahnjúkum og þaðan í Snæfellsskála þar sem hópurinn gistir yfir nóttina. Að morgni sunnudags verður svo far- ið í gönguferð um Eyjabakka- svæðið. Nú þegar hafa á milli 50 og 60 manns skráð sig í ferðina og gisti- rými í skálanum er þrotið. Þeim sem vilja slást í hópinn er bent á að taka með sér tjöld og tilkynna þátt- töku. Þessi ferð er samvinnuverk- efni framkvæmdastjórnar flokks- ins og kjördæmisfélagsins á Aust- urlandi. í tengslum við ferðina mun þingflokkur Vg funda á Egils- stöðum nk. föstudag. Verð frá 8.995,- stærðir 36-42 STEINAR WAAGE DOMUS MEDICA við Snorrabraut - Reykjavík Sími 551 8519 KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Simi 568 9212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR pirrmi kaisi:k HAUST- OG VETRARLlNAN inrii Bankastræti 9 • Sími 551 1088 HÉR & NÚ / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.