Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ FRONSKU félagarnir létu slæma vegi ekki aftra för sinni um hálendið. Frá vinstri: Clermont og Duguit-bræðurnir. PARIÐ frá Tékklandi, Kudli- acka og Bustova, fer um allt á vélhjóli. / A ferð um Herðubreiðarfriðland og Hvannalindir HERÐUBREIÐ, drottning allra fjalla á Islandi, eins og sumir segja, í allri sinni dýrð. Morgunblaðið/Árni Sæberg ' | ; SVO virðist sem vaxandi um- ræða um fyrirhugaðar virkjanir á miðhálendi ís- lands hafi orðið mörgum landanum hvatning til þess að ferð- ast um landið og líta nátt- úruperlurnar eigin augum. Þetta staðfestir alltjént Róbert Þór Har- aldsson, landvörður í Herðubreið- arlindum, en hann kveðst verða var við mun fleiri íslendinga á hálend- inu nú í sumar samanborið við sum- arið í fyrra. Þar af séu mjög margir að koma í fyrsta sinn. Hann telur þessa þróun mjög ánægjulega og bendir m.a. á máli sínu til stuðnings að landverðir í Herðubreiðarlindum séu mjög oft spurðir út í aðgengi að fyrirhuguðum virkjanasvæðum há- lendisins. Menn munu þó ekki ein- göngu komnir til að virða fyrir sér svæði sem hugsanlega verða virkj- unum að bráð heldur vekja aðrar náttúruperlur einnig áhuga og for- vitni ferðalanga. Herðubreiðarlind- ir eru þar engin undantekning sem og Dyngjufjöll, Hvannalindir og Kverkfjöll eða aðrir staðir á Norð- urlandi eystra sem rómaðir eru fyr- ir náttúrufegurð. Ljósmyndari og blaðamaður Morgunblaðsins fóru heldur ekki varhluta af vinsældum svæðisins, þegar þeir áttu leið þar um sl. föstu- dag, enda veðrið eins og best verður á kosið; heiðskýrt og rjómablíða. Allmargir ferðamenn, íslendingar og útlendingar, voru búnir að koma sér fyrir á tjaldstæðinu í Herðu- breiðarlindum og á hlykkjóttum vegarslóða tii Hvannalinda og Kverkfjalla var þónokkur umferð ferðalanga sem ýmist ferðuðust um á fjallahjólum, jeppum, langferða- bílum eða vélhjólum. íslendingarnir virtust aðallega nýta sér jeppana en hinir erlendu ferðamenn voru margir hverjir á hjólum, tveir eða þrír saman i hóp. Sumir sáust reyndar leiða reiðhjólið á grýttum vegai-köflum en aðrir létu sig greinilega hafa það og hjóluðu fim- lega milli hraunsteinanna. Þeirra á meðal voru þrír franskir náms- menn, búsettir í París, bræðurnir Duguit og félagi þeirra Clermont. „Ekki mörg þorp á Islandi“ Frönsku vinirnir virtust ekki vit- und þreyttir þegar Morgunblaðs- menn stöðvuðu þá skammt frá Herðubreiðarlindum þrátt fyrir að hafa verið á hjólaferðalagi um land- Sífellt fleiri íslend- ingar skoða náttúruperlurnar Margar af þekktustu náttúruperlum ---7-------------------------------------- Islands er að fínna á hálendinu norðan Vatnajökuls. Má þar nefna Kverkfjöll, Snæfell, Oskju, Hvannalindir og Herðu- breiðarlindir. Arna Schram blaðamaður og Árni Sæberg ljósmyndari áttu leið um svæðið á dögunum og hittu þar fyrir fjölda ferðamanna, bæði erlendra og innlendra, sem margir hverjir voru að fara þar um í fyrsta sinn. ISLENSKI hópurinn stillti sér upp í Hvannalindum fyrir ljósmyndara Morgunhlaðsins. ið norðanvert í fimm eða sex daga. „Við erum vanir hjólreiðum og fjallaklifri ýmiss konar,“ segja þeir brosmildir en bæta því þó við að mun betra sé að hjóla á malbikuð- um vegum en vegarslóðum sem þessum. Þegar þremenningarnir eru spurðir að því hvers vegna þeir hafi ákveðið að verja sumarfríinu sínu á Islandi segjast þeir einfald- lega vera hrifnir af villtri og óspilltri náttúranni en taka þó fram að það hafi komið þeim á óvart hve „fáir bæh- eða þorp væra á íslandi“. Áðspurðir um ferðaplönin segjast þeir hafa komið með áætlunarflugi til Akureyrar og upplýsa að þaðan hafi þeir hjólað og muni hjóla þvert yfir hálendið í tæpar þrjár vikur og enda að lokum í höfuðborginni Reykjavík. Eftir að hafa dásamað fegurð landsins halda þeir áfram för sinni lengra inn til miðhálendis- ins, lengra burt frá öllum manna- byggðum. I Hvannalindum hefur hópur Is- lendinga, á nokkrum jeppum, tekið sér hvíld frá akstri og fáein börn leika sér á grónum bökkum lind- anna sem spretta undan hraunjaðr- inum. í ljós kemur að sumir í hópn- um hafa verið á ferð um hálendið í meira en tvær vikur en aðrir bætt- ust í hópinn fyrir nokkrum dögum. „Við höfum verið svo heppin að hit- inn hefur ekki farið undir tuttugu stig þessa daga sem við erum búin að vera á ferðinni," segir Guðmund- ur Eiríksson, sem fer fyrir hópnum. Og aðrir í hópnum sem ferðast hafa um hálendið í meira en tvær vikur hafa sömu sögu að segja. Veðrið hefur verið með eindæmum gott. Guðmundur rekur ferðasögu hópsins en flestir í honum ætla að halda ferðalaginu áfram a.m.k. nokkra daga til viðbótar. „Við höf- um m.a. farið niður í Víti,“ segir hann, „þar fengum við mjög gott veður og sumir fóru í sund.“ Hann bætir því reyndar við að þar hafi ýmsir verið hræddir um „ákveðna aðila“ og haft af því „áhyggur" að þeim yrði kippt niður. „En þeir voru greinilega í náðinni og fóru ekki niður í þetta sinn,“ segir hann kíminn. Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður, sem einnig er með í för, segir að ferðin hafi verið frá- bær. Á daginn sé keyrt um og farið í göngutúra en á kvöldin sé borðað- ur góður mat og sagðar sögur. „Við föram þó yfirleitt snemma í koju og reynum að vera lögð af stað ekki seinna en tíu á morgnana," bætir Guðmundur við og Rannveig tekur fram að það sé „unaðslegt“ að eiga eftir að verja nokkram dögum til viðbótar í þessum fallega hluta landsins. Ferðast um á vélhjóli Að sögn Róberts landvarðar í Herðubreiðarlindum koma erlendu ferðamennirnir, sem ferðast á þess- um slóðum, flestir frá Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi og öðrum löndum Vestur-Evrópu en sjald- gæfara er, segir hann, að hitta Skandínava þarna á ferð. Blaða- maður og ljósmyndari rákust hins vegar á par, Petr Kudliacka og Jana Bustova, frá Tékklandi, sem sagðist hafa ákveðið að ferðast um ísland eftir að hafa séð fallega mynd af landinu í tékknesku blaði. Þau komu hingað til lands með Nor- rænu og hyggjast hjóla um landið á vélhjóli næstu tvær vikurnar. En af hverju á vélhjóli? „Jú, vegna þess að við förum um allt á slíku farai’- tæki,“ segja þau, svolítið hissa á því að lenda í blaðaviðtali svona í miðj- um óbyggðum landsins. Þau segjast hrifin af landinu og nefna það sérstaklega hve veðrið sé gott. „En mér skilst reyndar að gott veður sé undantekning fremur en regla hér á landi,“ segir Kudliacka og blaðamaður reynir að komast hjá því að svara svo „óþægilegri" spurningu, en bendir á að veðrið sé yfirleitt gott á hálendinu. Tékk- neska parið segist hafa tekið allar nauðsynjar, svo sem mat og lyf, með sér hingað til lands, þar sem þau hafi frétt að „allt væri mjög dýrt á íslandi". Það eina sem þau þurfa að kaupa hér er „bensín og brauð“. Við þökkum fyrir viðtalið og þau halda áfram för sinni um landið. I i !' » i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.