Morgunblaðið - 11.08.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.08.1999, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ FRONSKU félagarnir létu slæma vegi ekki aftra för sinni um hálendið. Frá vinstri: Clermont og Duguit-bræðurnir. PARIÐ frá Tékklandi, Kudli- acka og Bustova, fer um allt á vélhjóli. / A ferð um Herðubreiðarfriðland og Hvannalindir HERÐUBREIÐ, drottning allra fjalla á Islandi, eins og sumir segja, í allri sinni dýrð. Morgunblaðið/Árni Sæberg ' | ; SVO virðist sem vaxandi um- ræða um fyrirhugaðar virkjanir á miðhálendi ís- lands hafi orðið mörgum landanum hvatning til þess að ferð- ast um landið og líta nátt- úruperlurnar eigin augum. Þetta staðfestir alltjént Róbert Þór Har- aldsson, landvörður í Herðubreið- arlindum, en hann kveðst verða var við mun fleiri íslendinga á hálend- inu nú í sumar samanborið við sum- arið í fyrra. Þar af séu mjög margir að koma í fyrsta sinn. Hann telur þessa þróun mjög ánægjulega og bendir m.a. á máli sínu til stuðnings að landverðir í Herðubreiðarlindum séu mjög oft spurðir út í aðgengi að fyrirhuguðum virkjanasvæðum há- lendisins. Menn munu þó ekki ein- göngu komnir til að virða fyrir sér svæði sem hugsanlega verða virkj- unum að bráð heldur vekja aðrar náttúruperlur einnig áhuga og for- vitni ferðalanga. Herðubreiðarlind- ir eru þar engin undantekning sem og Dyngjufjöll, Hvannalindir og Kverkfjöll eða aðrir staðir á Norð- urlandi eystra sem rómaðir eru fyr- ir náttúrufegurð. Ljósmyndari og blaðamaður Morgunblaðsins fóru heldur ekki varhluta af vinsældum svæðisins, þegar þeir áttu leið þar um sl. föstu- dag, enda veðrið eins og best verður á kosið; heiðskýrt og rjómablíða. Allmargir ferðamenn, íslendingar og útlendingar, voru búnir að koma sér fyrir á tjaldstæðinu í Herðu- breiðarlindum og á hlykkjóttum vegarslóða tii Hvannalinda og Kverkfjalla var þónokkur umferð ferðalanga sem ýmist ferðuðust um á fjallahjólum, jeppum, langferða- bílum eða vélhjólum. íslendingarnir virtust aðallega nýta sér jeppana en hinir erlendu ferðamenn voru margir hverjir á hjólum, tveir eða þrír saman i hóp. Sumir sáust reyndar leiða reiðhjólið á grýttum vegai-köflum en aðrir létu sig greinilega hafa það og hjóluðu fim- lega milli hraunsteinanna. Þeirra á meðal voru þrír franskir náms- menn, búsettir í París, bræðurnir Duguit og félagi þeirra Clermont. „Ekki mörg þorp á Islandi“ Frönsku vinirnir virtust ekki vit- und þreyttir þegar Morgunblaðs- menn stöðvuðu þá skammt frá Herðubreiðarlindum þrátt fyrir að hafa verið á hjólaferðalagi um land- Sífellt fleiri íslend- ingar skoða náttúruperlurnar Margar af þekktustu náttúruperlum ---7-------------------------------------- Islands er að fínna á hálendinu norðan Vatnajökuls. Má þar nefna Kverkfjöll, Snæfell, Oskju, Hvannalindir og Herðu- breiðarlindir. Arna Schram blaðamaður og Árni Sæberg ljósmyndari áttu leið um svæðið á dögunum og hittu þar fyrir fjölda ferðamanna, bæði erlendra og innlendra, sem margir hverjir voru að fara þar um í fyrsta sinn. ISLENSKI hópurinn stillti sér upp í Hvannalindum fyrir ljósmyndara Morgunhlaðsins. ið norðanvert í fimm eða sex daga. „Við erum vanir hjólreiðum og fjallaklifri ýmiss konar,“ segja þeir brosmildir en bæta því þó við að mun betra sé að hjóla á malbikuð- um vegum en vegarslóðum sem þessum. Þegar þremenningarnir eru spurðir að því hvers vegna þeir hafi ákveðið að verja sumarfríinu sínu á Islandi segjast þeir einfald- lega vera hrifnir af villtri og óspilltri náttúranni en taka þó fram að það hafi komið þeim á óvart hve „fáir bæh- eða þorp væra á íslandi“. Áðspurðir um ferðaplönin segjast þeir hafa komið með áætlunarflugi til Akureyrar og upplýsa að þaðan hafi þeir hjólað og muni hjóla þvert yfir hálendið í tæpar þrjár vikur og enda að lokum í höfuðborginni Reykjavík. Eftir að hafa dásamað fegurð landsins halda þeir áfram för sinni lengra inn til miðhálendis- ins, lengra burt frá öllum manna- byggðum. I Hvannalindum hefur hópur Is- lendinga, á nokkrum jeppum, tekið sér hvíld frá akstri og fáein börn leika sér á grónum bökkum lind- anna sem spretta undan hraunjaðr- inum. í ljós kemur að sumir í hópn- um hafa verið á ferð um hálendið í meira en tvær vikur en aðrir bætt- ust í hópinn fyrir nokkrum dögum. „Við höfum verið svo heppin að hit- inn hefur ekki farið undir tuttugu stig þessa daga sem við erum búin að vera á ferðinni," segir Guðmund- ur Eiríksson, sem fer fyrir hópnum. Og aðrir í hópnum sem ferðast hafa um hálendið í meira en tvær vikur hafa sömu sögu að segja. Veðrið hefur verið með eindæmum gott. Guðmundur rekur ferðasögu hópsins en flestir í honum ætla að halda ferðalaginu áfram a.m.k. nokkra daga til viðbótar. „Við höf- um m.a. farið niður í Víti,“ segir hann, „þar fengum við mjög gott veður og sumir fóru í sund.“ Hann bætir því reyndar við að þar hafi ýmsir verið hræddir um „ákveðna aðila“ og haft af því „áhyggur" að þeim yrði kippt niður. „En þeir voru greinilega í náðinni og fóru ekki niður í þetta sinn,“ segir hann kíminn. Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður, sem einnig er með í för, segir að ferðin hafi verið frá- bær. Á daginn sé keyrt um og farið í göngutúra en á kvöldin sé borðað- ur góður mat og sagðar sögur. „Við föram þó yfirleitt snemma í koju og reynum að vera lögð af stað ekki seinna en tíu á morgnana," bætir Guðmundur við og Rannveig tekur fram að það sé „unaðslegt“ að eiga eftir að verja nokkram dögum til viðbótar í þessum fallega hluta landsins. Ferðast um á vélhjóli Að sögn Róberts landvarðar í Herðubreiðarlindum koma erlendu ferðamennirnir, sem ferðast á þess- um slóðum, flestir frá Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi og öðrum löndum Vestur-Evrópu en sjald- gæfara er, segir hann, að hitta Skandínava þarna á ferð. Blaða- maður og ljósmyndari rákust hins vegar á par, Petr Kudliacka og Jana Bustova, frá Tékklandi, sem sagðist hafa ákveðið að ferðast um ísland eftir að hafa séð fallega mynd af landinu í tékknesku blaði. Þau komu hingað til lands með Nor- rænu og hyggjast hjóla um landið á vélhjóli næstu tvær vikurnar. En af hverju á vélhjóli? „Jú, vegna þess að við förum um allt á slíku farai’- tæki,“ segja þau, svolítið hissa á því að lenda í blaðaviðtali svona í miðj- um óbyggðum landsins. Þau segjast hrifin af landinu og nefna það sérstaklega hve veðrið sé gott. „En mér skilst reyndar að gott veður sé undantekning fremur en regla hér á landi,“ segir Kudliacka og blaðamaður reynir að komast hjá því að svara svo „óþægilegri" spurningu, en bendir á að veðrið sé yfirleitt gott á hálendinu. Tékk- neska parið segist hafa tekið allar nauðsynjar, svo sem mat og lyf, með sér hingað til lands, þar sem þau hafi frétt að „allt væri mjög dýrt á íslandi". Það eina sem þau þurfa að kaupa hér er „bensín og brauð“. Við þökkum fyrir viðtalið og þau halda áfram för sinni um landið. I i !' » i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.