Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 17 LANPIÐ Litlu munaði að illa færi þegar eldur kom upp í húsi í Siglufírði Faðir og tveir syn- ir sluppu ómeiddir Morgunblaðið/Sigríður Ingvadóttir HREFNA Guðmundsdóttir inni í ibúðinni sem er illa farin af sóti og reyk. Siglufirði - Heppni má teljast að ekki fór verr er eldur braust út í íbúðarhúsi á Túngötu 20B á Siglufirði að- faranótt sunnudagsins 8. ágúst sl. Tvö börn, tveggja og fjögurra ára, voru sofandi í húsinu ásamt föður sínum og björguðust þau öll úr húsinu. Slökkvilið staðarins var kallað út um kl. 2 og tókst því fljótlega að ráða niðurlög- um eldsins en húsið er talsvert skemmt af reyk og sóti. íbúarnir höfðu nýlega flutt til Siglufjarðar og tekið húsið á leigu er óhappið átti sér stað. Börnin, Ludwig Leó, 4 ára og Tómas Muller, 2 ára, voru gengin til náða þetta afdrifaríka kvöld ásamt föður sínum Ludwig Al- fredssyni en húsmóðirin Hrefna Guðmunsdóttir skrapp út. Gangandi vegfarendur tóku eftir að reyk lagði út um glugga hússins og vöktu þau íbúana og gerðu síðan slökkviliðinu viðvart. Greiðlega gekk að ráða niðurlög- um eldsins, en húsið, sem er tveggja hæða steinhús, er talsvert skemmt, sérstaklega efri hæðin. Orsök brunans er ekki fullkönnuð, en talið er að kviknað hafi í út frá kerti sem staðsett var ofan á hljóm- flutningstækjum í stofunni. Innbúið óvátryggt Að sögn Hrefnu Guðmundsdóttur er þetta gríðarlegt áfall þar sem innbúið var ótryggt og þau voru nýbúin að ílytjast búferlum frá Reykjavík og koma sér fyrir í nýj- um húsakynnum. „En það má þakka Guði fyrir að allir sluppu ómeiddir, ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvað hefði gerst ef þessir vegfarendur hefðu ekki átt leið þama hjá og náð að vekja fólkið mitt því að sögn slökkviliðsmanna þarna á staðnum voru rúðurnar við það að springa og gífurlegur hiti var orðinn inni í íbúðinni. Það er ljóst að mest allt úr eldhúsinu og stofunni er ónýtt af sóti og hita þó að þessir dauðu hlutir skipti að sjálfsögðu minna máli, en dísargaukur sem við áttum dó en tveggja mán- aða hvolpur bjargaðist. Um næstu skref er ég lítið farin að hugsa en ég ætla þó að reyna að koma okkur aftur fyrir í þessu húsnæði er það hefur verið lagað,“ sagði Hrefna. Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði Nú sem fyrr er Ferðamálaskóli (slands leiðandi skóli fyrir þá, sem vilja auka menntun sína í ferðaþjónustu. Ferðamálaskóli íslands var fyrstur skóla til að þyrja með alþjóðlegt IATA/UFTAA (Alþjóðasamband flugfélaga) nám, sem er viðurkennt um allan heim og hlotið hefur miklar vinsældir hér á landi. Ferðamálaskóli íslands hefur nú fyrstur skóla fengið samþykki IATA/UFTAA til að bjóða uppá nýtt námsefni, sem IATA/UFTAA hefur hleypt af stokkunum og á örugglega eftir að verða hagnýtt og eftirsótt nám. Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði Söluráðar Verðlagning Markaðsrannsóknir Markaðsumhverfið Markaðshlutun Arðsemi Árstíðarsveiflur Dreifing Auglýsingar Samkeppni Markaðsáæltanir Markaðsvirkni Sölustjórnun Sölutækni Markmið Stefnumótun Ferðaþjónusta á Islandi Námið er alls 300 stundir og kennt verður þrisvar í viku frá kl. 18.15-22.00. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekið er próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka _ _ „ . + , þekkingu sína á ferðaþjónustu. úerðamalaskoll Islands Bfldshöfða 18 © 567 1466 vg)mbUs LLTAf= e/TTH\SA£J f\JÝT7 Komdu og sjáðu Landsvirkjun í réttu Ijósi Ratar þú? Ekið er eftir þjóðvegi nr. 1 í gegnum Selfoss og beygt til norðurs upp veg nr. 30 í átt að Flúðum. Þá er farið veg nr. 32, Árnes, upp í Þjórsárdal og áfram inn á hálendið Sprengisandsleið. Opið hús í Hrauneyjafossstöð iaugardag og sunnudag, 14. og 15. ágúst, ki. 12 -18 Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri, og Edvard G. Guðnason, deildarstjóri, ræða við gesti um virkjanir og umhverfismál. Björn Sverrisson, yfirvéifræðingur, og hans fólk sýnir stöðina. Hefur þú komið inn á hálendi íslands? Hrauneyjafossstöð stendur á fallegum stað í jaðri hálendisins og er annað stærsta orkuver landsins. Nú er komið bundið slitlag alla leið frá Reykjavík í Hrauneyjar og þangað er einungis um tveggja tíma akstur. Við mælum með fjölskylduferð um helgina þar sem mætti skoða sig um í Þjórsárdal, t.d. Stöng, Sögualdarbæinn eða Hjálparfoss og aka áfram að Hrauneyjafossstöð framhjá framkvæmdasvæðinu við Sultartanga. Þá er kjörið að heimsækja fjölskylduhátíðina Töðugjöld við Hellu. C Landsvirkjun www.lv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.