Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Mikið Ijdn þegar frystitogarinn Ýmir lagðist á hliðina í Hafnarfjarðarhöfn NOKKRIR kranar voru fengnir til að halda við Ými en engu að síður flæddi sjórinn inn í skipið. Morgunblaðið/Júlíus „Lagðist á hliðina á nokkrum sekúndum“ „SJÓR flæddi inn á millidekkið og það lagðist á hliðina á nokkrum sek- úndum,“ segir Oddur Andrésson annar vélstjóri frystitogarans Ymis HF-343, sem lagðist á hliðina við Suðurbakkann í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 10.30 í gærmorgun. Skipið, sem er 541 brúttótonn, sökk í höfninni á örfáum klukkustundum en efsti hluti þess stóð upp úr og héldu þrír kranar því í skorðum í gærkvöldi. Talið er að sjór hafí flætt inn um slorlúgur skipsins þegar verið var að dæla olíu um borð. Botntankar skipsins voru tómir sem hafði áhrif á jafnvægi skipsins. Sjórinn braut sér leið um stóran hluta Ymis, þar á meðal káetur skipverja, og eru skemmdir taldar miklar. Um tíu manns voru við vinnu í borð í skipinu þegar það lagðist á hliðina, en verið var að yf- irfara vélabúnað þess, skipta um fiskvinnsluvélar á millidekkjum o.fl. Ekki urðu umtalsverð meiðsli á mönnum. „Við skulum forða okkur“ Magnús Erlingsson og Sigurður Pétursson, vélvirkjar hjá Tækni- stáli í Garðabæ, voru að vinna við að hreinsa upp túrbínur í vélarúmi skipsins þegar það tók að hallast laust eftir klukkan tíu í gærmorgun. Sigurður kveðst fljótt hafa gert sér grein fyrir að ekki væri allt með felldu. „Skipið fór að halla allt í einu. Við héldum að verið væri að hífa eitt- hvað þungt um borð og héldum áfram að vinna. En síðan hélt það áfram að hallast og þá sagði ég við Magnús, „við skulum forða okkur héðan, það er eitthvað miklu meira að en verið sé að hífa einhvern þungan hlut“. Þetta var ekki eðli- legt,“ segir Sigurður. Þeir segja að um tíu manns hafi verið við vinnu í skipinu þegar það lagðist á hliðina. Þeir flýttu sér frá borði. „Við vissum að eitthvað væri að gerast og þorðum ekki að fara stjómborðsmegin og fórum þess í stað upp bakborðsmegin. Við príl- uðum upp á gálgann og stukkum niður á bryggjuna, og þá var skipið svo að segja alveg lagst. Það datt á augnabliki og allt hefur þetta tekið innan við mínútu. Okkur gekk vel að klifra upp á bryggjuna, skipið var ekki alveg stoppað en það var lítil hreyfing á því,“ segir Magnús. Hafsteinn Stefánsson, skipstjóri Ýmis, segir að skipið hafi verið við bryggju í vikutíma meðan á viðhaldi stóð. „Það var búið að opna síðuna á honum til að lagfæra slorstokk og svo virðist sem sjór hafl farið inn um lúgumar,“ segir hann. Eftir að meta skemmdir Eftir að Ýmir lagðist á hliðina hófust menn handa við að koma taugum í skipið til að skorða það af og í kjölfarið var reynt að þétta hliðina þannig að hægt væri að dæla vatninu úr því, til að það rétti sig af af sjálfsdáðum. „Skemmdimar verða fyrst metnar af einhverri ná- kvæmni þegar búið er að rétta skip- ið og losa það af sjó, en það er þó ljóst að sjór hefur komist í vélar- rúmið og annars staðar neðan þilja. Það má búast við að tjónið sé tals- vert mikið,“ segir Hafsteinn. Skipið hélt áfram að sökkva síð- degis og voru tilraunir til að lyfta því upp árangurslausar. Ágúst Sig- urðsson, útgerðarmaður hjá Stál- skipum ehf. sem gerir út Ými, segir að ákveðið hafí verið í kjölfarið að reyna að bjarga verðmætum úr brúnni, tölvukosti, stýritækjum og öðram búnaði, og bíða þess síðan að skipið fylltist. „Skipið sat á viðlegukantinum í fyrstu en rétti sig ekkert og hélt áfram að fyllast. Við tókum því ákvörðun um að bíða þar til fjaraði út og höfum gert ráðstafanir til að lyfta því upp í kvöld [gærkvöldi] eða nótt. Á meðan verðum við að sitja aðgerðarlaus og horfa á það sökkva,“ segir Ágúst. Hann segir of snemmt að segja til um fjárhagslegan skaða, en kveðst óttast að fjárhagstjón hlaupi á tug- um milljónum króna. Fyrirtækið sé hins vegar með traustar tryggingar. Á móti komi fjárhagstjón fyrirtæk- isins vegna sjálfsábyrgðar. „Þetta er mikið áfall fyrir okkur en fyrir- tækið er auðvitað tryggt. Við eram hins vegar með ákveðna eiginá- hættu, þannig að um eitthvert fjár- hagstjón verður að ræða, auk taps vegna hlés frá veiðum,“ segir Ágúst. Tveir tugir í björgunarliði Um klukkan 19 í gærkvöldi var hafist handa við að dæla úr véla- rúmi skipsins, en þá vora slökkvi- liðsmenn og kafarar enn í brúnni að reyna að bjarga verðmætum, að sögn Steindórs Ögmundssonar hafnarvarðar í Hafnarfírði. Lág- fjara var klukkan 23 í gærkvöldi. „Við vitum ekki hvort lúgurnar muni koma upp úr á lágfjöra, þannig að öll áform um að lyfta skipinu geta verið háð miklum breytingum," segir hann. Að sögn Steindórs unnu um eða yfír tuttugu manns við að reyna að rétta skipið í gærkvöldi, undir eftirliti trygginga- félags skipsins. / ♦ j^r/INNLENT Konur á miðjum aldri handteknar í Borgarnesi Fóru um bæinn rænandi og ruplandi TVÆR konur á miðjum aldri voru handteknar í Borgarnesi eftir að þær höfðu farið ráns- hendi um bæinn og stolið vær- mæti úr sundlaug staðarins, verslunum, heimahúsi og bíl. Að sögn lögreglu höfðu kon- urnar stolið fatnaði úr búnings- herbergjum sundlaugarinnar, úr heimahúsi stálu þær t.d. myndbandstæki, skartgripum og Visa-korti, þá stálu þær verkfæram og símtæki úr bfl og úr verslununum stálu þær einu og öðra. Upp komst um konumar þegar komið var að annarri þeirra í heimahúsi, stelandi, en að sögn lögreglu sagði hún við íbúa hússins þegar hann kom að henni að hún væri frá heimil- ishjálpinni. Eftir þessa uppá- komu leiddi eitt af öðra og í ljós kom að konurnar höfðu farið um bæinn rænandi og ruplandi. Konurnar vora ölvaðar þegar lögreglan handtók þær og grunur leikur á að þær hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefna. Konurnar, sem höfðu aðsetur í hjólhýsi í sumarbústaðahverf- inu í Eskiholti, eru úr Reykja- vík og hafa báðar komið við sögu lögreglu áður. Málið telst upplýst. Erfíðleikar hjá Strætisvögnum Reykjavíkur Ekki tókst að ráða í afleys- ingastörf ERFIÐLEGA hefur gengið að ráða vagnstjóra til Strætisvagna Reykjavíkur og segir Þórir Jón Hall, trúnaðarmaður starfs- manna SVR, að ferðir hafi fallið niður í sumar vegna manneklu. Þessu vísar staðgengill forstjóra SVR á bug. Þórir Jón segir að það sé fyrst og fremst vegna lágra launa sem vagnstjóram bjóðast sem svo illa gangi að manna vaktir. Þórir Jón segir að ekki hafi tekist að ráða í afleysingastöður fyrir sumarið með þeim afleið- ingum að álag hafi aukist á þeim sem fyrir eru. Hörður Gíslason, staðgengill forstjóra SVR, segir það rétt að erfíðlega hafí gengið að ráða í afleysingastöður og ekki sé full- mannað. Hins vegar hafí engin ferð fallið niður enn. 160 vagn- stjórar eru í starfí hjá SVR. Það fari mikið eftir atvinnuástandi hvernig gangi að ráða í afleys- ingastöður. Þegar næga vinnu er að hafa, eins og nú hátti til, sé það í járnum að það takist að manna allar stöður. Málin séu leyst með aukavinnu þegar svo standi á. Hörður segir að dæmið snúist við á veturna og þá sé meira framboð af vagnstjóram en SVR getur ráðið. Þú hefur aldrei kynnst öðru eins: íMafasía - (BýLLI - Sinjjapore TÖFRAR 1001 NÆTUR Á DEGISEM NÓTTU 5 stjörnu gæði allt í gegn og fararstjórn Ingólfs. Örfá viðbótarsæti á GJAFVERÐI17. okt. 18 d. ef staðfest er núna! UNDUR MALASÍU - SUMARAUKINN 29. ág. 6 sæti TÖFRAR THAILANDS - SUMARAUK. 2. sept.- UPPSELT! STÓRA THAILANDSFERÐIN 16. sept.-upplifun! 8 sæti - w m m m m FCRDASKRIfSTOfAN _ Þu gerir ekki jU$%Mp PRJMA" s,mi betri kaup! HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS 562 0400 Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.