Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.08.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR TJtlit fyrir viðgerð á Litla-Bæ í Skötufirði ALDAGÖMUL fjárborg við Litla-Bæ. Að sögn Hjörlcifs Stefánssonar, minjastjóra Þjóðminjasafnsins, er gott hleðslugrjót við Isafjarðardjúp. LITTLI-BÆR í Skötufírði sem stendur til að varðveita. Hægra megin við tröðina eru tóftir hjails og mókofa. fást í sportvöruverslunum um allt iand DREIFINGARAÐILI I .GUÐMUNDSSON ehf. Síml: 533-1999, Fax: 533-1995 Yrði að- gengilegt verk LITLI-BÆR í Skötufirði við ísa- fjarðardjúp er eitt þeirra húsa sem húsasafn Þjóðminjasafnsins telur æskilegt að bjarga, samkvæmt Hjörleifi Stefánssyni minjastjóra Þjóðminjasafnsins. Vonir standa til að Þjóðmiiyaráð geti tekið ákvörðun um málið í haust og mun Kristján Kristjáns- son bóndi á Hvítanesi og eigandi Litla-Bæjar vera hlynntur varð- veislu hússins. „Kristján vill greiða götu okkar í þessu verki og hefur gert um það munnlegt samkomu- lag við okkur,“ segir Hjörleifur. Ástæða þess að húsasafn Þjóð- minjasafnsins vill ráðast í verkið er að ástand Litla-Bæjar er betra en annarra húsa frá sama tíma við Isafjarðardjúp. „Fyrr á öldum voru hús í Isafjarðardjúpi hlaðin úr gijóti að stærri hluta en annars staðar á landinu," segir Hjörleifur. „Litli-Bær var hlaðinn með þessum hætti og honum fylgja einnig mörg önnur mannvirki einsog hesthús, hænsnahús, túngarðar og ekki síst er þarna margra alda gömul hringlaga fjárborg." Hann bendir á að ekki hafi hús af þessu tagi verið tekið til varðveislu á Islandi. Litli-Bær var upphaflega tvíbýli og þar bjuggu tvær fjölskyldur um aldamótin, hvor í sínum hluta. Þær höfðu sitt hvort útieldhúsið, sem að hans sögn var nokkuð sérstakt á þeim tíma. Búið var á Litla-Bæ til ársins 1969. „Það eru síðustu forvöð að bjarga bænum og mannvirkjunum í kring,“ segir Hjörleifur. „Eg held að þetta sé tiltölulega aðgengilegt verkefni og ætti að taka í mesta lagi tvö sumur að koma Litla-Bæ í nothæft ástand. Fullsnemmt er að segja um notagildi þess, en í mörg- um tilvikum reynir Þjóðminjasafn- ið að tengja slíkar minjar ferða- þjónustu með einhveijum hætti,“ segir hann. Sigmund í sumarleyfí TEIKNARINN Sigmund er í sumarleyfí þessa dagana. Myndir hans birtast næst í blaðinu í byrjun september. Bindur kransa og blandar te Fasteignablaðið gott í vefnað Kristín Ellen Bjarnadóttir UM SÍÐUSTU helgi var mikið að gera hjá Kristínu Ellen Bjamadóttur, sem rekur handverks- og list- munagalleríið Grænu smiðjuna í Hveragerði. Sl. laugardag kenndi hún fólki að binda kransa úr íslenskum blómum og á sunnudag var hún með kynningu á villijurtatei í Árbæjarsafni. Kristín var spurð hvaða blóm hún notaði helst til þess að binda kransa úr? „Við vomm á námskeið- inu með fjórar aðaljurtir til þess að búa til kransa úr. I fyrsta lagi maríu- stakk, svo loðvíði, þá mjaðurt og loks alls kyns berjalyng." -Er hægt að nota hvaða blóm sem er til þess að binda kransa úr? „Ég vil meina það. Þau mega þó ekki vera mjög lítil, það er gott að það sé stilkur á flestum þeim blómum sem notuð eru í kransagerð, það þarf að vera hægt að binda þau niður en það er raunar líka hægt með öðru móti. Undirstöður í kransa er hægt að búa til sjálfur með því t.d. að vefja saman strá og/eða nota greinar af trjám. Jur- takransar era notaðir sem skraut t.d. á hurðir og borð. Best er að úða lakki yfir kransinn að lokum, þannig helst ferskleikinn lengur." - Hvaða jurt hefur þú mestar mætur á? „Fífan er mjög skemmtileg jurt, ég nota hana bæði í kransa og vefnað. Ég nota líka mikið vallhumal og maríustakk í kransa. Vallhumallinn er svo fal- legur. Nú standa þessar jurtir í fullum blóma. Maríustakkurinn, þessi sem ræktaður er í görðum, er svo stórvaxinn og fyllir því vel í kransa. Sá villti og smágerðari, hann er góður í te.“ - Hvaða jurtir aðrar notar þú í te? „Ég blanda sex mismunandi teblöndur. Það er fjallkonute, konute, morgunte, kvöldte, hversdagste og kvefte. í þessar blöndur nota ég meðal annars blóðberg, fjallagrös, ijúpnalauf (sem era litlu blöðin á holtasól- ey), eltingu, birkilauf, ljónslappa og sigurskúf.“ -Hvers þarf fólk einkum að gæta þegar það tínirjurtirí te? „Það er mismunandi á hvaða tíma á að tína jurtir, allt eftir tegundum. Margar á að taka fyrir blómgun, þá era bara notuð blöðin, en aðrar er hægt að nota að fullu. Það sem þarf að passa er að klippa jurtimar, en ekki rífa upp með rótum, og grisja þannig að ekki verði skallar eftir í náttúr- unni. Ekki taka allt á einum stað. Það er bæði kurteisi við nátt- úruna og hyggindi sem í hag koma, ef fólk ætlar að leita á sama staðinn aftur.“ - Eru þessar teblöndur ætl- aðar við einhverjum sjúkdóm- um? „Nei, ekki beint sjúkdómum, en t.d. kvefte er búið til úr slím- losandi jurtum sem hreinsa önd- unarveginn og hjálpa því til að losna við kvef. Það er líka hægt að nota það te í fyrirbyggjandi skyni. Kvöldteið er þægilegt og róandi fyrir svefninn og er vin- sælt. Margir hafa hlegið að nafn- ►Kristín Ellen Bjarnadóttir fæddist árið 1961 í Reykjavik. Hún stundaði nám í fjölbrauta- skóla á listasviði og fór síðan til Danmerkur í listnám. Hún lauk prófi sem textíl-hönnuður frá Kunsthaandverkerskolen í Kolding í Danmörku 1987. Hún hefur starfað við listgrein sína og árið 1993 opnaði hún ásamt sjö konum Grænu smiðjuna í Hveragerði, sem er handverks- og listmunagallerí en einnig opin vinnustofa. Síðustu þrjú ár hefur Kristín rekið Grænu smiðjuna ein. inu konute, en það er samsett úr bólgu - og bjúgeyðandi jurtum og þær koma reglu á kvenlega starfsemi líkamans og hjálpa því bæði konum á breytingaaldri og þeim sem eiga við tiðaóreglu að stríða. Morgunte er frískandi blanda en um leið vatnslosandi. Það er úr birki og eltingu og sú blanda er góð til að losa lík- amann við aukavatn. Eltingin myndar líka kalk í beinunum." - Hvar lærðir þú svona mikið um íslenskar jurtir? „Það vora tveir grasafræðing- ar með í starfsemi Grænu smiðj- unnar í upphafi. Þeir byggðu sínar teblöndur á gömlum ís- lenskum hefðum og ég er að halda því á lofti. Einnig hef ég lesið mér tO um jurtafræði." -Ertu alveg hætt að sinna textíI -fræðunum sem þú lærðir í Danmörku ? „Nei, en á sumrin fer tíminn mest í að tína jurtir í te og skreytingar. Ég nota skamm- degistímann í listiðnaðinn. Markmið Grænu smiðjunnar er að taka eingöngu inn íslenskt handverk sem er þá unnið úr náttúrlegum efnum. Ég reyni í minni vinnu að endurnýta efni, ég vef til dæmis úr dagblöðum, þar á meðal úr Morgunblaðinu - Fasteignablaðið er mjög gott tfl þessara nota, það er svo lit- glatt. Úr blöðunum bý ég tfl diskamottur og dúka. Ég var að hanna bókamerki úr þessum efnivið núna um daginn. Einnig nota ég efni sem era afgangs í skinnaiðnaði og hjá prjónastof- um. Ég bý til pappír úr sjúkra- skýrslum sem búið er að kurla og koma frá Heflsuhælinu í Hveragerði og í þessa blöndu set ég svo ýmislegt, svo sem te- jurtir og fleira. Eg bý líka til skálar og körfur úr pappaköss- um, ég sker þá niður í ræmur og flétta úr þeim. Þannig verður mér margt að efniviði." Verður margt að efniviði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.