Morgunblaðið - 13.08.1999, Side 4

Morgunblaðið - 13.08.1999, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hreinsun á Kjarvalsmálverkinu lokið Sett á sölu eftir helgi MÁLVERKIÐ eftir Kjarval, sem keypt var á flóamarkaði í Svíþjóð fyrir 500 krónur í haust verður sett á sölu í Galleríi Fold eftir helgi, að sögn Tryggva P. Friðrikssonar, annars eiganda gallerísins. Málverkið, sem er 41 cm x 57 cm á stærð og af landslagi með fossi, hefur verið í hreinsun og viðgerð hjá Ólafi Inga Jónssyni í Morkin- skinnu í rúman mánuð, en hann skilaði verkinu af sér í gær. Ólafur Ingi sagði að verkið hefði verið í mjög góðu ástandi. Hann sagði það hafa verið nokkuð skítugt en lítið skemmt. Ólafur Ingi sagðist þó hafa tekið eftir einu ankannalegu þegar hann fór að skoða verkið því niðri við jað- arinn á því hefði verið fjögurra stafa númer, sem hann taldi líklegt að hefði verið símanúmer hjá fyrrver- andi eiganda verksins, en hann þorði þó ekkert að fullyrða um það. Hann sagði að þótt verkið væri dauður hlutur ætti það sér e.t.v. mjög litríka sögu, sem fróðlegt væri að fræðast um og bætti hann því við að sérstaklega væri gaman að vita hvernig það hefði endað á flóamark- aði í Gautaborg. Að sögn Tryggva verður verkið sett á sölu um leið og búið verður að ramma það inn og taldi hann líklegt að það myndi gerast efth- helgi. Hann sagði að verkið kæmi til með að kosta um 400 þúsund krónur, en ef það seldist ekki í almennri sölu yrði það sett á uppboð í seinni hluta september.Það er Svíinn Karl And- erson sem á verkið en hann keypti það á flóamarkaði í Gautaborg eins og áður sagði. Hann bauð verkið upp hjá Bukowskis-uppboðshúsinu í Stokkhólmi í byrjun maí og þá barst tilboð upp á um 150 þúsund krónur en því var ekki tekið. I framhaldi af því var haft samband við Gallerí F old um að koma verkinu í verð hér á landi. Morgunblaðið/Bukowskis: Christer Carlsson KJARVALSMÁLVERKIÐ eins og það var þegar það var keypt á flóamarkaðinum í Gautaborg FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli DANIRNIR Sander Viscor og Marius Mathiesen frá fyrirtækinu Th. Frobenius & Sonner, sem smi'ðaði orgelið í Kristskirkju fyrir tæpum fimmtíu árum, taka það nú í sundur og flytja til Danmerkur til viðhalds og endurbóta. Orgel Landakotskirkju í viðgerð til Danmerkur TVEIR danskir orgelsmiðir vinna nú að þvi að taka í sundur orgelið í Kristskirkju í Landa- koti. Stór hluti þess verður síðan fluttur til Danmerkur til við- gerða hjá fyrirtækinu Th. Fro- benius & Sonner, sem snn'ðaði orgelið fyrir tæpum fimmtíu ár- um. Viðgerðinni og samsetningu orgelsins á að vera lokið fyrir jól. Agúst George, prestur í Landakotskirkju, segir að söfn- unarnefnd, sem starfað hefur vegna viðgerðanna, hafi þegar aflað tæplega ijögurra milljóna króna hjá fyrirtækjum, einstak- lingum og opinberum aðilum, en ennþá vanti rúma eina milljón króna. Meðal annars hafa verið haldn- ir styrktartónleikar þar sem listamenn hafa gefíð vinnu sína, haldnar hafa verið bflskúrssölur, skemmtanir í Hlaðvarpanum fyr- ir jól og gíróseðlar hafa verið sendir út til velunnara kirkjunn- ar. Þá er einnig hægt að nálgast í kirkjunni. Auk viðgerðanna verða gerðar nokkrar endurbætur á orgelinu. Marius Mathiesen orgelsmiður segir að meðal annars verði skipt um mótor í blásara, en gamli mótorinn er nokkuð hávær. Mathiesen segir að töluvert muni um þessa breytingu vegna þess hversu hljómburðurinn er góður í kirkjunni. Mathiesen áætlar að orgel af því tagi sem er í kirkj- unni myndi nú kosta um 50-60 milljónir íslenskra króna. Má af því sjá hvflíkt þrekvirki það hef- ur verið hjá fámennum söfnuði kaþólskra á íslandi árið 1950 að láta smíða orgelið. Morgunblaðið/Golli MÁLVERKIÐ eftir að búið er að hreinsa það. þín ávöxtun ¥ BUNAÐARBANKljvIN VERÐBRÉF - byggir á trausti Uppskerutíminn í kartöflurækt nær hámarki í september Horfur eru ólíkar eftir landshlutum ÞAÐ verður í mesta lagi þokkaleg kartöfluuppskera í Þykkvabænum í haust, en útlitið á Fljótsdalshéraði og í Eyjafirði er hinsvegar gott. Þetta kom fram í samtölum við kartöflubændur í gær. „Það eru ennþá ansi mörg „ef ‘ í gangi en góðir dagar undanfarið hafa breytt miklu og ef ágúst helst góður þá gæti orðið svona þokkaleg uppskera," sagði Sigurbjartur Páls- son, kartöflubóndi á Skarði í Þykkvabæ. „Þetta fór allt svo hægt af stað, kuldar miklir í júní og reyndar einnig í júlí og mikil væta. Þetta verður mun lakara ár en í fyrra, enda var það mjög gott ár.“ Hagstæð veðrátta á Austurlandi Sigurbjartur sagði að fyrstu kart- öflumar frá honum hefðu komið í verslanir vikuna fyi’ir verslunai'- mannahelgina og framboðið væri eitthvað að aukast. „Það hefur nú komið í ljós, eins og ég hélt fram, að neytendur taka ekki síður gömlu kartöflurnar en þær nýju, enda eru þær ódýrari og gæðin mjög góð.“ Á Fljótsdalshéraði er útlitið gott, að sögn Braga Gunnlaugssonar á Setbergi. „Hér hefur verið Flórída- veður í sumai', fyrir utan nokkra daga í júlí, og sólin og hitinn gera það að verkum að kartaflan vex vel og núna þegar tekur að dimma fer undirvöxturinn í gang,“ sagði Bragi. Hann sagði að á Austurlandi væri sáð seinna en á Suðurlandi og því reiknaði hann ekki með því að senda fyrstu kartöflurnar í búðir fyrr en um mánaðamótin. Hann sagði að um miðjan september næði uppskeran síðan hámarki. Horfumar á Eyjafjarðarsvæðinu eru mjög góðar, að sögn Bergvins Jóhannssonar á Ashóli, en fyrstu kartöflurnar frá honum fóru í versl- anir síðustu vikuna í júlí. „Það er gott hljóðið í kartöflu- bændum hér, þó maður viti náttúr- lega aldrei hver endirinn verður," sagði Bergvin. Hann sagðist búast við því að uppskeran nú yrði á svip- uðu róli og síðustu ár, þó aðeins vænni en í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.