Morgunblaðið - 13.08.1999, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 11
FRÉTTIR
Hólahátíð á sunnudag
HÓLAHÁTÍÐIN 1999 verður á
sunnudaginn kemur, 15. ágúst, og
hefst með guðsþjónustu í dóm-
kirkjunni kl. 14. Herra Sigurbjörn
Einarsson biskup prédikar.
Vígslubiskup og prestar úr stiftinu
þjóna fyrir altari. Organisti er
Rögnvaldur Valbergsson. Jóhann
Már Jóhannsson og Gerður Bolla-
dóttir leiða almennan safnaðar-
söng.
Að lokinni guðsþjónustu verður
veitt kaffi í Bændaskólanum.
Hátíðarsamkoma hefst í dóm-
kirkjunni kl. 16.30. Forsætisráð-
herra, Davíð Oddsson, flytur hátíð-
arræðu. Gestir frá Noregi, Reidun
Horvei söngkona og Einar Mjols-
nes fiðluleikari, flytja tónlist frá
heimalandi sínu.
Allir eru velkomnir heim að Hól-
um þennan dag.
Andlát
KRISTJAN GISLASON
KRISTJÁN Gíslason,
fyrrverandi verðlags-
stjóri, er látinn í
Reykjavík, 77 ára að
aldri.
Kristján fæddist 1.
september 1921 að Sel-
látrum í Tálknafirði,
sonur hjónanna Gísla
Guðbjartssonar sjó-
manns og konu hans,
Jónínu Kristjánsdóttur.
Hann lauk prófi frá
Héraðsskólanum á
Laugarvatni árið 1941
og prófi frá Samvinnu-
skólanum árið 1944.
Starfaði við ýmislegt á Tálknafirði
og Patreksfirði til ársins 1944, en
gerðist þá starfsmaður Skömmtun-
arskrifstofu ríkisins 1945-46. Starf-
aði á endurskoðunarskrifstofu Ár-
elíusar Ólafssonar 1946-47 og á um-
ferðarmálaskrifstofu
póststjórnarinnar
1947-50. Þá fór hann
til starfa hjá verð-
gæslustjóra til ársins
1953 og var síðan hjá
Landssmiðjunni 1953-
56.
Kristján varð verð-
lagsstjóri 1. janúar
1957 og gegndi því
starfi til ársloka 1974.
Eftir það starfaði hann
við gerð laxaflugna,
sem hann var þekktur
fyrir, auk þess sem út
komu þrjár bækur eft-
ir hann um stangveiði.
Kona Kristjáns var Sólrún Elsa
Stefánsdóttir frá Illugastöðum í
Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu,
en hún lést árið 1994. Þeim varð
fjögurra bama auðið.
Morgunblaðið/Golli
S
Atak gegn
ofbeldi
REGNIÐ draup á þátttakendur í
athöfn Rauða kross íslands á
Ingólfstorgi í gær, en þar var 50
ára afmælis Genfarsamninganna
minnst með táknrænum hætti.
Undir tónlist frá Nýju-Gfneu
vitnuðu sjálfboðaliðar Rauða
krossins í Genfarsamningana og
fóru með tilvitnanir í fólk sem
upplifað hefur stríðsátök á und-
anförnum árum. Þátttakendur
mynduðu tvo hópa sem tákn um
þær 40 milljónir manna sem lát-
ist hafa af völdum átaka eftir
siðari heimsstyrjöldina. Annar
hópurinn táknaði hermenn en
hinn óbreytta borgara. í þeim
síðarnefnda voru mun fleiri og
hann mynduðu bæði börn og
fullorðnir en samkvæmt upplýs-
ingum Onnu Þrúðar Þorkels-
dóttur, formanns Rauða kross
íslands, var það gert til að
minna á að stríðsátök hafa
breyst á síðastliðnum áratugum.
„Áður voru það fremur her-
RAUÐI kross íslands hélt táknræna athöfn á Ingólfstorgi í gær í til-
efni 50 ára afmælis Genfarsamninganna. Anna Þrúður Þorkelsdöttir
ávarpaði hópinn að henni lokinni og bauð fólki að setja lófafar á lér-
eftsdúk í baráttunni gegn ofbeldi.
menn og stríðandi aðilar sem
létu lífið í átökum, en nú eru það
óbreyttir borgarar.“ Hún kvaðst
einnig mjög ánægð með þátttök-
una á Ingólfstorgi.
Eftir athöfnina, sem tók um
stundarfjórðung, tók Anna
Þrúður Þorkelsdóttir til máls og
bauð almenningi að taka afstöðu
gegn ofbeldi með því að þrykkja
Iófafar sitt á Iéreftsdúk. Rauði
krossinn stendur á þessu ári fyr-
ir átaki „Gegn ofbeldi“, og í þrjá
daga mun ungmennahreyfing
Rauða krossins verða á Ingólfs-
torgi og gefa fólki kost á að
taka þátt í baráttunni gegn of-
beldi með þessum hætti.
iHovjjunblnííiti -
úr VERINU
$0
SERBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG
lenska sjávarútvegssýningin
I Smáranum í Kópavogi
f.- a. septemhBr
Sýnendur athugið!
í tilefni af íslensku sjávarútvegssýningunni verður sérblaðið
Úr verinu sérprentað 1. september nk. og aukaupplagi dreift
á sýningunni sjálfri.
( þessari sérútgáfu verður sýningin kynnt í máli og myndum, greint frá
helstu nýjungum og birt kort af sýningarsvæðinu. Þá verða ýmis fyrirtæki
kynnt og viðtöl birt við fjölmarga aðila sem að sýningunni standa. Jafn-
framt mun Morgunblaðið greina daglega frá helstu viðburðum á meðan
á sýningunni stendur.
Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12
þriðjudaginn 24. áaúst.
Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar
á auglýsingadeild í síma 569 1111.
AUGLÝSINGADEILD
Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
Handklæði
Amerísk
gæðahandklæði
frá CANNON
645 kr.
I lamlkla'Ai 4()\’7() sm
895 kr.
I landklu'öi ()7\130 sm
HÚSASMIÐJA_
Sími 525 3000 • www.husa.is
:........