Morgunblaðið - 13.08.1999, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
GRÆNAKINN 2 og 4.
;ú':ú-ú
JÓFRÍÐARSTAÐAVEGUR er stjörnugata bæjarins.
Viðurkenningar fyr-
ir fallegt umhverfi
Hafnarfjörður
VEITTAR voru viðurkenn-
ingar fyrir fallega garða,
snyrtimennsku og fagurt
umhverfi í Hafnarfirði í gær.
Fegrunarnefnd bæjarins
verðlaunaði nokkra garða,
gamla og nýja og mismun-
andi að gerð og uppbygg-
ingu. Jófríðarstaðavegur er
stjörnugata Hafnarfjarðar í
ár.
Asthildur Ragnarsdóttir
og Jón Rúnar Halldórsson
fengu viðurkenningu íyrir
fallegan og hlýlegan garð í
Birkibergi 8.
Garðurinn í Fjóluhvammi
6 þykir fjölskylduvænn og
fallegur. Eigendur hans eru
Helga Sigurðardóttir og
Ólafur Sverrisson.
Húsin í Grænukinn 2 og 4
eru ný í grónu hverfi. Sigrún
Einarsdóttir og Páll B. Guð-
mundsson búa i Grænukinn
2 og Hallfríður Reynisdóttir
og Guðjón Sigurðsson í hús-
inu í Grænukinn 4. Þau hlutu
viðurkenningu fyrir fallega
aðkomu og garð.
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
HÚSIÐ á Suðurgötu 15.
f garðinum á Hringbraut
39 fær náttúran að njóta sín.
Eigendur hans, Valgerður
Jónsdóttir og Pétur Ólafs-
son, fengu viðurkenningu
fyrir frumlegan og fallegan
garð.
Elín Ó. Hafberg og Ey-
NÁTTÚRAN fær að njóta sín í garðinum á Hringbraut 39.
steinn Hafberg búa við
Kelduhvamm 12a. Garður
þeirra þykir fallega útfærð-
ur við erfiðar aðstæður.
Guðlaug Karlsdóttir fékk
viðurkenningu fyrir garð
sinn á Merkurgötu 3 sem er
gamalgróinn og hefur verið
fallegur í áraraðir.
Eigendur garðsins við
Sævang 25, Sigurrós Skarp-
héðinsdóttir og Hrafn G.
Johnsen, fengu viðurkenn-
ingu fyrir fallega útfærslu á
garði í hrauninu.
Inga Dís Guðjónsdóttir,
Steinar Steinarsson, Júlíana
Símonardóttir og Bjarni E.
Bjarnason voru verðlaunuð
fyrir fallegan endurgerðan
garð við tvíbýlishús.
íbúar við Furuhlíð 7-11,
Guðmundur Karl Björnsson,
Ebba Ásgeirsdóttir, Stein-
grímur Arnason, Eygló Sig-
urliðadóttir og Birgir Páls-
son hlutu viðurkenningu
íyrir fallega aðkomu, garða
og samvinnu við umhverfis-
fegrun.
Fegrunarnefnd Hafnar-
fjarðar ákvað að húsið á
Suðurötu 15 sem byggt var
árið 1905 yrði merkt með
nafni og byggingarári.
Eigendur Fjörukrárinnar
fengu einnig viðurkenningu
fyrir fallegt umhverfi í
hjarta Hafnarfjarðarbæjar.
Bflastæðin við Laugardalsvöll malbikuð
Langþráð
framkvæmd
Laugardalur
FRAMKVÆMDIR standa
nú yfir við malbikun
bílastæðanna við Laugardals-
völl. Frá upphafi hafa bflaeig-
endur orðið að leggja á
óskipulögðu malarsvæði við
völlinn. Það hefur haft ýmis
vandkvæði í for með sér
ásamt óþrifnaði vegna ryk- og
sandfoks af stæðunum. Að
sögn Jóhanns S. Kristinsson-
ar vallarstjóra er þetta
langþráð framkvæmd og
gleðiefni að loksins hilli undii-
að hægt verði að bjóða vallar-
gestum upp á viðunandi
aðkomu að Laugardagsvelli.
Malbikun bílastæðanna er
framhald af frágangi stæð-
anna við norðurenda vallar-
ins, en þar var búið að mal-
bika og merkja 250 stæði í
þremur hólfum. Nú er ætlun-
in að malbika allt svæðið að
hringtorginu við Reykjaveg
og eins nálægt Engjavegi og
hallinn þar leyfir. Gengið
verður frá svæðinu að núver-
andi miðasöluskúrum, en eftir
er að skipuleggja svæðið það-
an að nýreistu félagsheimili
Þróttar við gervigrasvöllinn.
Áætlað er að ljúka malbikun í
byrjun september. Við þessa
breytingu fjölgar malbikuð-
um og merktum bílastæðum
um 400, sem verða í sams
konar hólfum og fyrir eru.
Á milli hólfa verða gang-
brautir og grassvæði og mun
gróður setja talsverðan svip á
svæðið. Það mun einnig bjarg
eitt mikið gera sem verið hef-
ur á stæðunum um langan
tíma. Að sögn Jóhanns var
strax ljóst að vilji væri til að
halda steininum mikla og er
búið að teikna hann inn á
svæðið. Ekki sagðist Jóhann
vita til þess að hulduverur
ættu bústað í bjarginu, en
sagðist vonast til að góðar
vættir fylgdu honum, ef ein-
hverjar væru.
Ánægðir fbúar
og vallargestir
Með tilkomu skipulagðra
stæða verður aðkoma og
brottför vallargesta með mun
betra móti en áður. Hingað til
hafa menn iagt þvers og
kruss og oft komið upp á að
bflar hafi verið lokaðir af
vegna þess hvernig aðrir
lögðu. Þetta verður nú úr sög-
unni og sagði Jóhann að bíl-
um, sem ekki yrði lagt í
merkt stæði, yrði kippt burt
af svæðinu hið snarasta. Auk
betra skipuiags verður
svæðið allt snyrtilegra en áð-
ur.
„Þegar þú komst inn á völl-
inn var það eins og að stíga út
úr bfl uppi á öræfum.
Annaðhvort steigstu ofan í
drullupoll, hátt gras eða möl,“
sagði Jóhann. Hann sagði
einnig allan þrifnað stórlag-
ast með malbikun stæðanna.
Þegar vindur blési væri oft
mikið starf að þrífa stúkuna
sem er opin á móti stæðun-
um. Þá sagðist Jóhann reikna
með að íbúarnir nálægt vell-
inum yrðu fegnir þessum
framkvæmdum og að vera
lausir við rykið sem fallið hef-
ur á þvottinn á snúrunum.
Miðar seldir
á Netinu
Svæðið frá núverandi
miðasöluskúrum að Þróttar-
húsinu bíður seinni tíma
skipulagningar. Jóhann segir
að stefnt sé að því að fjar-
lægja skúrana með tilkomu
nýrrar tækni í miðasölu. Ætl-
unin er að bjóða fólki upp á
að panta sér miða á Netinu.
Þar mun fólki birtast mynd af
Morgunblaðið/Eiríkur P.
UNNIÐ er að því að setja nýtt undirlag á bílastæðin, en reiknað er með að malbikun
ljúki í byrjun september.
vellinum á skjánum, þar sem
stúkunum er skipt í merkt
hólf og sætin eru númeruð.
Sjást mun hvaða sæti er búið
að kaupa og getur fólk pantað
sér einhver þeirra sæta sem
laus eru. Að því loknu er
hægt að fara á ákveðna staði
til að sækja miðana.
Jóhann segir að þetta feli í
sér verulega hagræðingu,
jafnt fyrir vallargesti sem
starfsmenn. Nú standa yfir
viðræður við íslenskar get-
raunir og annað fyrirtæki um
írágang og framkvæmd
miðasölunnar á Netinu og
stefnt er að því að hægt verði
að bjóða upp á þessa söluað-
ferð fyrir næsta stórleik á
Laugardalsvellinum.
JÓHANN S. Kristinsson vallarstjóri styður hendi á
bjargið góða.