Morgunblaðið - 13.08.1999, Side 16

Morgunblaðið - 13.08.1999, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Héraðsddmur í máli norska nótaskipsins Österbris Skipstjóri dæmdur til að greiða sekt við Noreg, ísland og Færeyjar. í máli skipstjórans kom jafnframt fram að nótin hafi verið alveg ný og alvanalegt sé að ný nót sé aðeins þrengri en gömul nót. I niðurstöðu dómsins kemur fram að ekki sé deilt um niðurstöðu mæl- ingar Landhelgisgæslunnar á nót norska skipsins, heldur eingöngu um mæliaðferðina, þ.e. að mæla innan- mál möskvans í stað heilmöskvans, frá miðjum hnút í miðjan hnút. Einnig kemur fram að alls sé ósann- að að útgerðarmaður skipsins hafi hagnast á veiðum skipsins þrátt fyrir stærð möskvans í poka nótarinnar og er því félagið sýknað af refsikröfu ákæruvaldsins. Að því er varðar sök skipstjórans verður að telja að hún sé fullsönnuð og rétt færð til refsiákvæða í ákæru- skjölunum. Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Aukin vinna - fólksfjölgun SKIPST.JÓRI norska nótasldpsins Österbris, John Harald Östervold, var í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær dæmdur til að greiða 600.000 krónur í sekt til Landhelgissjóðs ís- lands, fyrii- loðnuveiðibrot innan land- helgi Islands í síðasta mánuði. Útgerð skipsins, Havbraut A/S, var hins vegar sýknuð af refsikröfu. Skipstjóranum er gert að greiða sektina innan fjögurra vikna frá birt- ingu dómsins, ella sæti hann fangelsi í 60 daga. Þá var verðmæti nótapoka skipsins, að fjárhæð 3,5 milljónir króna, gert upptækt í Landhelgissjóð Islands svo og verðmæti loðnuafla að fjárhæð um 600.000 kr. Skipstjóran- um vai- jafnframt gert að greiða sak- arkostnað að undanskildum kostnaði við mat veiðarfæra og skipuðum verjanda sínum 200.000 kr. í málsvarnarlaun. Málskostnaður út- gerðar fellur hins vegar á ríkissjóð. Sýslumaðurinn á Akureyri höfðaði mál gegn skipstjóra og útgerð skips- ins, með tveimur ákæruskjölum, þar sem ákærðu er gefið að sök að hafa framið loðnuveiðibrot í íslenskri landhelgi sunnudaginn 18. júlí sl. og frá fimmtudeginum 22. júlí til laug- ardagsins 24. júlí sl. og notað við veiðarnar loðnunót með möskva und- ir lágmarksstærð, samkvæmt mæl- ingum skipveija á varðskipunum Óðni og Ægi. I báðum tilvikum var norska skipinu fylgt til Akureyrar af varðskipunum. Skipstjórinn neitaði sök Á dómþingi hinn 20. júlí neitaði skipstjóri norska skipsins sök og upplýsti að sér væri kunnugt um þær reglur sem giltu um loðnuveiðar í íslenskri landhelgi. Keypt hafi verið lögleg nót á alþjóðlegan mælikvarða sem var leyfileg á Grænlandsmiðum, Að sögn Gylfa eru að jafnaði um 10-15 manns í vinnu hjá Sigurbimi ehf., eftir því hversu vel veiðist, en þó mest á sumrin. „Unglingamir hafa fengið vinnu á sumrin á milli bekkja og er það mikilvægt að hafa unga fókið hér í eyjunni, en við höf- um einnig ráðið til okkar aðkomu- fólk sem hefur reynst okkur mjög vel. Að vísu er staðan núna sú að okkur vantar fólk vegna mikillar veiði. Það sem er svo jákvætt fyrir samfélagið er að nokkur af bömum okkar, sem hafa flutt í burtu, em komin hingað aftur til frambúðar. Vinna hér í Grímsey hefur aukist og okkur er að fjölga. Ég giska á að fólksfjölgunin síðastliðið ár sé um 8-10%,“ sagði Gylfi. Messa á Grenivík Morgunblaðið/Kristj án Buslað í Leirutjörninni Morgunblaðið/Margit Elva GYLFI Þ. Gunnarsson, útgerðarmaður og einn eigenda Sigurbjarnar ehf., með hluta bátaflota Grímseyinga í baksýn og má þar sjá tvo af nýju bátunum, sem eru Víkingabátar. Bátum Grímsey- inga fjölgar Grímsey. Morgunblaðið. ÁTTÁ nýir bátar bættust í flota Grímseyinga í sumar og einn er í smíðum sem von er á um miðjan næsta mánuð. Bátunum hefur fjölg- að um sex en þrír bátar hafa farið. Eigendur Sigurbjamar ehf. eiga hlut í fjóram af nýju bátunum. „Með kaupunum á bátunum era Grímseyingar að bæta kvótastöðu sína og við í leiðinni að efla fyrir- tækið okkar,“ sagði Gylfi Þ. Gunn- arsson, útgerðarmaður og eigandi Sigurbjarnar ehf. Aðrir eigendur fyrirtækisins era Sigrún Þorláks- dóttir, eiginkona Gylfa, Garðar Óla- son útgerðarmaður og kona hans, Áslaug Alfreðsdóttir. Á síðasta ári velti Sigurbjörn ehf. tæpum 200 milljónum króna sem telst góð afkoma. Gylfi segist vera ánægður með það sem af er árinu og er fullur bjartsýni á fram- tíðina. Bikarmót í hesta- íþróttum BIKARMÓT Norðurlands í hestaíþróttum verður haldið á vellinum við Hringsholt í Svarf- aðardal um næstu helgi, dag- ana 14. og 15. ágúst. Þátttöku- rétt á mótinu hafa hestaíþrótta- deildir úr Þingeyjar-, Eyja- fjarðar-, Skagafjarðar- og einnig Húnavatnssýslum. Á mótinu verður keppt í öllum hefðbundnum greinum hestaí- þrótta, auk 150 m skeiðs. Mótið hefst á laugardag kl. 9 með fjórgangi fullorðinna og fjórgangi unglinga. Að þvi loknu verður keppt í fimm- gangi, tölti fullorðinna og tölti unglinga. Þá verður keppt í 150 m skeiði, hlýðnikeppni og hindranarstökki. Um kvöldið verður síðan haldin grillveisla. Á sunnudag hefst keppni kl. 10:30 með úrslitum í fjórgangi fullorðinna og unglinga. Úrslit í fimmgangi verða kl. 13 og þá verða einnig úrslit í tölti. Mót- inu lýkur svo með gæðinga- skeiði og verðlaunaafhending. Aðgangur að mótinu er ókeypis. Engin þensla á lands- byggðinni STJÓRN Verkalýðsfélags Húsavíkur hefur sent frá sér eftirfarandi samþykkt vegna frétta í fjölmiðlum um að stjórnvöld hyggist slá á þensl- una í þjóðfélaginu með því m.a. að fresta framkvæmdum við Húsavíkurhöfn. í fréttatilkynn- ingunni segir að þensla sé eitt- hvað sem hafi farið fram hjá landsbyggðarfólki og því komi hugmyndin veralega á óvart. Samþykktin hljóðar svo: „Stjórn Verkalýðsfélags Húsa- víkur tekur heilshugar undir ályktun og meðfylgjandi grein- argerð Hafnarnefndar Húsa- víkur þar sem skorað er á stjórnvöld og alþingismenn Norðurlandskjördæmis eystra að falla frá öllum hugmyndum sem uppi kunna að vera um frestun hafnarframkvæmda á Húsavík, og að ríkið stuðli frek- ar að uppbyggingu atvinnulífs í bænum með því að flýta þeim framkvæmdum eins og frekast er unnt.“ GUÐSÞJÓNUSTA verður í Greni- lundi, Grenivík, sunnudaginn 15. ágúst kl. 16. og era allir velkomnir. ÞAÐ var heldur betur líf og ijör við Leirutjörnina á Akur- eyri í gærmorgun er þangað - RAÐGJOF - Feng-Shui er forn kínversk aðferð sem jafnar „Chi" í um- hverfi okkar og hefur óhrif ó heilsu, samskipti og farsæld. Athena lærði Feng-Shui í American Feng-Shui Institute undir leiðsögn Larry Sang, heimsþekkts Feng-Shui meistara. Hún hefur einnig verið í einkakennslu hjó Kartar Diamond sem er mjög þekktur ráðgjafi fræga fólksins í Los Angeles. Athena tekur að sér að koma í heimahús og fyrirtæki til ráðgjafar um allt land. Vft RAÐGJOF Athena Spiegelberg, sími 862 4477, fax 461 5130. E-mail: arnia@est.is kom hópur barna og starfsfólk á leikskólanum Pálmholti. Börnin komu til að prófa þessa líka flottu báta sem þau höfðu smíðað og skreytt í leikskólan- um og einnig til að busla ofur- lítið. Börnin byrjuðu frekar ró- lega og fóru út í ijörnina í stíg- vélum og pollabuxum og léku sér þannig þar til þau voru flest komin upp fyrir stígvélin og orðin blaut í fæturna. Þau létu það ekki á sig fá og drifu sig bara úr stígvélunum og blautu fötunum og busluðu ber- fætt. Voru sum þeirra komin á brókina en það skipti ekki máli enda veðrið gott. Portrait of Iceland Jónas Viðar sýnir í Ósló JÓNAS Viðar myndlistarmaður opnar málverkasýningu í IsKunst Gallery í Ósló laugardaginn 14. ágúst. Þar sýnir hann málverk úr myndröðinni Portrait of Iceland. Þetta er 14. einkasýning hans en Jónas hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga hér heima og erlendis. í myndröðinni Portrait of Iceland nálgast Jónas Viðar náttúra Islands á sérstæðan hátt, þar sem þekktir staðir sem óþekktir eru skoðaðir í nærmynd. Sýningin stendur yfir frá 14. ágúst tO 2. september og eru Is- lendingar sem leið eiga um Ósló hvattir tO að skoða hana, einnig er hægt að skoða verkin á heimasíðu Stone art and Paintings og er slóð- in: http:www.islandia.is/~jvs. Flóamarkaður HJÁLPRÆÐISHERINN á Akur- eyri heldur í dag flóamarkað í hús- næði sínu að HvannavöUum 10. Flóamarkaðurinn er opinn kl. 10-18 og segir í fréttatUkynningu að þar sé að finna mikið úrval af alls konar vamingi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.