Morgunblaðið - 13.08.1999, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 21
VIÐSKIPTI
Stofnun einkahlutafélags um jarðgufuvirkjun í Grensdal við Hveragerði
Kostnaður um 2,5
milljarðar
SIGURÐUR Þráinsson, stjórnarmaður í eignarhaldsfólagi Hveragerðis og Ölfuss, Gísli Páll Pálsson, for-
seti bæjarstjómar Hveragerðis, og Kristján Jónsson, forstjóri RARIK, við stofnun Sunnlenskrar orku ehf.
RARIK, Hveragerðisbær og Ölfuss
hafa undirritað samning um stofn-
un einkahlutafélags um jarðgufu-
virkjun í Grensdal skammt frá
Hveragerði og hefur félagið hlotið
nafnið Sunnlensk Orka ehf. RARIK
mun eiga um 90% í hinu nýja félagi
en sveitarfélögin samanlagt 10%
hlut, með möguleika á að auka hlut
sinn í 25% síðar, samkvæmt hlut-
hafasamningi.
Áætlanir félagsins miða við að
unnið verði að rannsóknum og um-
hverfismati í Grensdal og er gert
ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið
árið 2001. Vonast er tO að þá verði
unnt að hefjast handa um byggingu
30 MW gufuaflsvirkjunar og mun
framkvæmdum við hana verða lokið
árið 2004, gangi áætlanir eftir.
Heildarkostnaður við framkvæmdir
er áætlaður um 2,5 milljarðar ís-
lenskra króna. I framtíðinni er
stefnt að því að hægt verði að
stækka virkjunina, þannig að hún
muni geta framleitt allt að 200
GWh.
Vilja auka eigin orkuöflun
„Rafmagnsveitur ríkisins hafa á
undanfömum árum verið að skoða
virkjunarmöguleika víða um land,
aðallega með virkjanir af stærðinni
20-50 MW í huga, sem hæfa okkar
markaði," segir Kristján Jónsson,
forstjóri RARIK. „Ástæðan er sú
að viljum auka okkar eigin orkuöfl-
un og þannig búa okkur undir boð-
aðar breytingar á raforkulögum."
Iðnaðarráðherra mun á næstunni
leggja fram nýtt frumvarp til raf-
orkulaga þar sem gerðar verða
breytingar á markaðsumhverfi raf-
orkuiðnaðar í landinu. „Við viljum
með aukinni eigin orkuvinnslu búa
okkur undir aukna samkeppni í
greininni. Hingað til höfum við
keypt um 85% af þeirri orku sem
við seljum af Landsvirkjun en ein-
ungis framleitt um 15% sjálf. Til
nánari skýringar má nefna að
mesta álag sem RARIK þarf að
anna er um 200 MW, meðan okkar
eigin framleiðsla er einungis 20
MW. Þetta er auðvitað liður í við-
leitni okkar að leita hagkvæmra
kosta í orkuöflun fyrir okkar við-
skiptavini. Við höfum í þessu skyni
hafist handa um að kanna mögu-
leikum á virkjun í Villinganesi í
Skagafirði í samstarfi við heima-
menn, sem yrði 30—40 MW vatns-
aflsvirkjun."
Fyrir réttu ári gerðu RARIK og
sveitarfélögin Hveragerðisbær og
Ölfus með sér samstarfssamning
með það að markmiði að vinna sam-
eiginlega að því að fá yfirráð yfir
jarðhitaréttindum í þeim hluta
Hengilssvæðisins sem er innan
marka Ölfuss og Hveragerðisbæj-
ar. Grensdalur hggur skammt
norður af Ölfusdal en þar voru á ár-
unum 1958-1961 boraðar 8 djúpar
holur og er afl þeirra með því
mesta sem þekkist hér á landi.
Yegna nálægðar við efstu holur í
Ölfusdal er jarðhitasvæðið í Grens-
dal flokkað sem þekktur virkjunar-
staður og eru vinnslueiginleikar
jarðhitans þar taldir góðir til raf-
orkuvinnslu.
„Það sem gerir þátttöku RARIK
mögulega er sú breyting sem gerð
var á orkulögum í vetur. Með þeim
hefur RARIK fengið heimild til að
stofna og eiga í hlutafélögum á
orkusviði. Við komum á fót sam-
starfsnefnd fyrir réttu ári og var
henni falið að vinna að undirbúningi
virkjunar, afla tilskilinna heimilda
og stofna hlutafélag um fram-
kvæmdir. Leyfi til rannsókna
fékkst hjá ráðherra í júní og með
því fylgir fyrirheit um forgang að
nýtingarleyfi. Gangi áætlanir okkar
eftir munu niðurstöður rannsókn-
anna liggja fyrir haustið 2000. Á
grundvelli þeirra verður svo ákveð-
ið um framhaldið, með tilliti til
markaðsaðstæðna o.s.frv.,“ segir
Kristján.
Umframmagn nýtist í iðnaði
Gísli Páll Pálsson, forseti bæjar-
stjórnar í Hveragerði, segist binda
vonir við að ef til virkjunar kemur
verði hluti af framkvæmdunum í
höndum heimamanna. „I raun má
segja að jarðhitinn hér sé það sem
útgerðin er fyrir mörg önnur sveit-
arfélög á landinu, þetta er okkar
auðlind og hefur lítið sem ekkert
verið nýtt. Við bindum vonir við að
fyrirtækið verði arðbært fyrir
sveitarfélögin og sjáum einnig fyrir
okkur að byggja megi upp ferða-
þjónustu í kringum hugsanlega
virkjun. Grensdalur er mjög falleg-
ur og hægt væri að blanda saman
fræðsluheimsóknum í virkjunina og
náttúruskoðun á svæðinu."
Gísli segir að mikið umframmagn
af heitu vatni verði til við virkjun-
ina og á bilinu 70-80% af orkunni
verði eftir þegar búið er að fram-
leiða rafmagn. „Þetta umframmagn
munum við reyna að nýta í einhvers
konar iðnað en ekki hefur nánar
verið ákveðið hvað í því felst, þótt
margar góðar tillögur séu til skoð-
unar,“ segir Gísli.
HAGKAUP
Meira úwal - betrikaup
í Krsnglu og Smáratorgi