Morgunblaðið - 13.08.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 13.08.1999, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU Verðmæti fiskafians í maí 1998 og 1999 4.450 milljónir kr. Botnfiskafli 3.286 Uppsjávarafli 778 Skel, krabbi og annaö 666 362 1998 1999 1998 1999 1998 1999 Verðmæti aflans 5 milljörðum meira HEILDARVERÐMÆTI fiskafla okkar í rnaí 1999 var rétt rúmir 5 milljarðar króna. Pað er aukning um tæpar 300 milljónir króna miðað við sama mánuð í fyrra. Þá var heildai-verðmætið rúmlega 4,7 millj- ai'ðar króna. Heildarverðmæti fisk- aflans fyrstu 5 mánuði ársins var 27,5 milljarðar króna, sem er aukn- ing um 5 milljarða miðað við sama tíma í fyrra. Verðmæti botnfiskaflans í maí- mánuði var tæpir 4,5 milljarðar króna, en það var 3,3 milljarðar í sama mánuði í fyrra. Verðmæti þorskafla jókst úr tæpum 2 millj- örðum króna í rúmlega 2,4. Skýr- ingin á aukningunni er aukinn afli, aukið vinnsluvirði og hærra afurða- verð almennt, sem skilar sér í hærra verði upp úr sjó. Verðmæti afla uppsjávarfiska, loðnu, síldar og kolmunna, dróst verulega saman. Það varð nú aðeins 275 milljónir króna, en var í maí í fyrra 778 milljónir. Þar ræður mestu minni afli og veruleg lækkun afurðaverðs, sem leiddi til lækkunar á verði upp úr sjó. Verðmæti skel- fiskaflans lækkaði úr 666 milljónum króna í maímánuði í fyrra í 326 milljónir nú. Þar veldur mestu mik- ill aflasamdráttur. Verðmæti þorskafla hefur aukizt úr tæplega 10,7 milljörðum í 16,1 milljarð. Verðmæti uppsjávarfisk- aflans er nú rúmlega 3,3 milljarðar en var fyrstu 5 mánuði síðasta árs um 4 milljarðar. Verðmæti skelfisk- afla hefur dregizt saman um millj- arð og er nú tæplega 1,8 milljarðar króna. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson FRÁ hluthafafundi Básafells. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Hinrik Kristjánsson, Einar Oddur Kristjánsson, Sigurbjörn Magnússon, Hjálmar Kristjánsson og Guðmundur Kristjánsson. Ný stjórn kjörin hjá Básafelli hf. FJÖRIR nýir stjórnarmenn voru kosnir á hluthafafundi Básafells hf. sem haldinn var í gær. Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður frá Rifi, náði þá meirihluta í stjórninni í kjölfar þess að hann hefur keypt um það bil 40% hiut í fyrirtækinu. Ljóst var að breytingar myndu verða á stjórn félagsins í ljósi hluta- fjárkaupa Guðmundar á hlutabréfum Arnars Kristinssonar og Olíufélags- ins hf. Guðmundur á nú rúmlega 40% hlut í Básafelli og það dugði honum til þess að tryggja sér meiri- hluta í stjórn félagsins. Hann fékk kjörna þrjá af fimm stjórnarmönn- um í krafti eignarhlutans. Ásamt Guðmundi sjálfum sitja Hjálmar Þór Kristjánsson, bróðir Guðmundar, og Sigurbjörn Magnússon, lögfræðing- ur, í stjórninni. Gunnar Hjaltalín, löggiltur endurskoðandi í Hafnar- firði, situr í krafti hlutafjáreigenda á Flateyri, þeirra á meðal eru þeir Hinrik Kristjánsson og Einar Oddur Kristjánsson, og Pétur Sigurðsson situr í stjórn fyrir hönd verkalýðsfé- lagsins Baldurs og Lífeyrissjóðs Vestfjarða. Athygli vekur að Isafjarðarbær á ekki lengur mann í stjórn. Andri Árnason, lögfræðingur í Reykjavík, er varamaður í stjórninni fyrir hönd bæjarfélagsins. Eftir hluthafafundinn hélt hin ný- kjörna stjórn fund. Á honum var Guðmundur kosinn formaður stjórn- ar og Sigurbjöm varaformaður. Þarf aö endurnýja rafíögnina? Gerum verðtilboð Smáverkaþjónusta RAFLAGNIR ISUNDS ehf Skipholti 29« 105 Reykjavík Þjónustudeild sími 511 1122 ERLENT ± Reuters HVIRFILBYLURINN gengur yfir miðborg Salt Lake City. Bylurinn er sá versti sem komið hefur í Utah-ríki. Miðborgin líkust vígstöðvum Salt Lake City. AFP. MIÐBORG Salt Lake City líktist helst vígstöðvum í gær í kjölfar þess að hvirfilbylur gekk yfir borg- ina skömmu eftir hádegi að staðar- tíma í fyrradag. Einn lést og 79 slösuðust, þar af fjórir lífshættu- lega. Bylurinn er sá versti sem komið hefur í Utah-ríki, þar sem hvirfilbyljir eru fátíðir, og þetta er í fyrsta sinn sem dauðsfall verður þar af þessum völdum. I gærmorgun var enn rafmagns-, gas- og símasambandslaust í mið- borginni þar sem bílar sátu grafnir undir brotnum trjám og braki úr húsum. Lögregla lokaði helstu leiðum til miðborgarinnar til þess að koma í veg fyrir að óprúttnir menn létu greipar sópa þar. Þrjátíu og fimm hús eyðilögðust í veðrinu og skemmdir urðu á hátt í níutíu öðrum. Borgarstjórinn, Dedee Corradini, benti á að þrátt fyrir allt hefðu hamfarirnar haft jákvæða hlið. „Þetta var, að mörgu leyti, ki'afta- verki líkast,“ sagði hann á miðviku- dagskvöld. „Þetta hefði getað farið miklu verr.“ Ríkisstjórinn í Utah, Michael Leavitt, lýsti yfir neyðará- standi í borginni. Vindhraðinn var um 180 km á klukkustund, að sögn veðurfræð- inga, og skall fárviðrið á rétt fyrir klukkan 13 að staðartíma, eða 19 að íslenskum tíma. Hvirfilbyljir koma að meðaltali einu sinni til tvisvar á ári í Utah og margir borgarbúa trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu bylinn skella á. Corradini sagði að ekki hefði gefist nokkur tími til að vara fólk við yfirvofandi hættu. Áfengissýki algeng í Rússlandi Moskvu. AFP. UM fjörutíu prósent allra rúss- neskra karlmanna og sautján prósent kvenna þjást af áfengis- sýki, að því er dagblaðið Segodnia greindi frá í gær, en heimildir þess ku vera fengnar úr rússneska heilbrigðisráðu- neytinu. Að sögn blaðsins eru hins vegar einungis sjö prósent áfengissjúklinga tilbúin að við- urkenna að þau eigi við vanda að stríða og að þau þurfi á áfengismeðferð að halda. Rannsóknii- þykja sýna að áfengisneysla Rússa nemur að jafnaði fjórtán og hálfum lítra af sterku víni á hverju ári, og er vodkinn enn vinsælastur meðal þeirra. Um 24 þúsund manns deyja á ári hverju af neyslu illa bruggaðs áfengis. Eftirmál „díoxínfársins“ í Belgíu Fallizt á kröfu ESB um gæðaprófun matvæla Brussel. AP. BELGÍSK stjómvöld hafa fallist á að hlíta kröfu Evrópusambandsins (ESB) um að matvæli sem flytja á út frá Belgíu skuli undirgangast ströng gæðapróf til að gengið sé úr skugga um að þau séu ekki menguð af díoxíni, sem talið er vera krabba- meinsvaldandi. Magda Aelvoet, heilbrigðisráð- herra Belgíu, sagði belgísk stjóm- völd munu fara að samþykkt ESB frá því í byrjun þessa mánaðar um að matvæli sem ætluð eru til út- flutnings og innihalda meira en 2% fitu skuli sæta gæðaprófun, en það kostar bæði fé og tíma sem útflytj- endum er óljúft að missa. Um helgina hafði Aelvoet tjáð fréttamönnum að skilyrðið um að allur matur með yfir 2% fituinnihald - þar á meðal em vöflur, majones, sem og nærri allar kjötafurðir - skuli falla undir hinar nýju ESB- reglur væri allt of strangt. Sagði hún Belgíustjóm munu hafa þessi ýr * ^ ^ Á, EVROPA^ tilmæli ESB að engu og skylda að- eins þau útflutningsmatvæli í „dí- oxínpróf‘ sem hafa yfir 20% fitu- innihald. Þessi orð hennar stungu í stúf við fyrri yfirlýsingar Belgíustjómar þess efnis, að hún myndi hlíta ósk- um ESB um þetta efni; virtist því sem yfirlýsing heilbrigðisráðherr- ans kæmi Belgíu upp á kant við ESB. Eftir að belgískir embættis- menn áttu viðræður á mánudag við fulltrúa matvælaiðnaðarmála hjá framkvæmdastjórn ESB í Brassel varð hins vegar niðurstaðan sú að Aelvoet sagði að Belgíustjórn myndi fara að ESB-tilmælunum. „Þau skilaboð sem matvælaiðnaðin- um era send, eru skýr: Við horfum fram á algjört útflutningsbann hlít- um við ekki reglum ESB,“ sagði Aelvoet á blaðamannafundi. Kröfur um útflutningsbann Frá því í maímánuði hafa frá- sagnir gengið í Belgíu af díoxín- mengun í eggjum, kjúklingum, kjöti og mjólkurafurðum. „Díoxínfárið" leiddi til þess að innan sem utan Belgíu komu upp kröfur um að allar vörur sem ástæða þætti til að óttast að væri díoxínmengaðar yrðu tekn- ar af markaðnum og útflutningur þeirra bannaður. En eftir að belgísk stjómvöld greindu frá því fyrir nokkmm vikum að verið gæti að dreifing díoxínmengaðs dýrafóðurs hefði verið meiri en fyrri rannsóknir hefðu leitt í Ijós komu upp kröfur um strangt eftirlit með matvömm sem ætlaðar væru til útflutnings.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.