Morgunblaðið - 13.08.1999, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Kmverski herinn með viðbunað við Taívansund
„Atök gætu blossað
upp hvenær sem er“
Peking, Taipei. Reuters, AFP.
KÍNVERSKI kommúnistaflokkur-
inn herti í gær þrýsting sinn á Taí-
vana vegna meintrar aðskilnaðar-
stefnu þeirra og eitt af blöðum hans
varaði við því að átök gætu blossað
upp hvenær sem væri. Taívan
óskaði aftur eftir aðild að Samein-
uðu þjóðunum en Kínverjar sögðu
að beiðninni yrði hafnað og sökuðu
Taívana um að hafa mútað ríkjum
til að styðja hana.
„Sverðin og bogamir hafa verið
teknir upp,“ sagði kínverska blaðið
Global Times, sem málgagn kín-
verska kommúnistaflokksins, Dag-
blað alþýðunnar, gefur út. „Hemað-
arátök milli þessara tveggja aðila
gætu blossað upp hvenær sem er.“
Kommúnistaflokkurinn hefur oft
notað Global Times til að koma á
framfæri skilaboðum og viðhorfum
sem era ekki leyfð í Dagblaði alþýð-
unnar.
Mikil spenna hefur verið í sam-
skiptum Taívana og Kínverja frá
því Lee Teng-hui, forseti Taívans,
lýsti því yfir fyrir mánuði að líta
bæri á Kína og Taívan sem tvö ríki.
Kínverjar hafa hins vegar lagt
áherslu á að Taívan sé aðeins hérað
í Kina og hafa hótað að senda þang-
að hersveitir lýsi Taívanar yfir sjálf-
stæði.
Global Times sagði að hersveitir í
Fujian-héraði við Taívansund væru
í viðbragðsstöðu og kínverski flug-
herinn hefði hafið æfingar. Miklar
matvælabirgðir hefðu einnig verið
sendar í herstöðvar í héraðinu.
Blaðið birti einnig mynd af loft-
bardaga sem sett var saman úr
myndum af kínverskum og taí-
vönskum orrustuflugvélum.
Daginn áður hafði annað kín-
verskt dagblað sagt að ef stríð
blossaði upp yrðu Taívanar knúðir
til uppgjafar innan fimm daga.
Sakaðir um mútur
Kínverska utanrQdsráðuneytið
sagði í gær að tilraun Taívana til að fá
aðild að Sameinuðu þjóðunum myndi
mistakast. „Eins og allir vita eru
Sameinuðu þjóðimar alþjóðleg sam-
tök ríkisstjóma sjálfstæðra ríkja,“
sagði í yfirlýsingu frá ráðuneytinu.
„Taívan er hérað í Kína og hefiir alls
engan rétt til að ganga í SÞ.“
Ráðuneytið bætti við að utanrík-
isráðherra Taívans hefði farið til
Mið-Ameríku í því skyni að múta
ríkjum til að styðja aðildarbeiðnina.
David Lee, aðstoðaratanríkisráð-
herra Taívans, sagði í gær að tólf
ríki hefðu lagt fram tillögu um að
stofnuð yrði nefnd til að fjalla um
aðildarbeiðnina. Þessi ríki era:
Gambía, Svasfland, Líbería, Búr-
kína Fasó, Senegal, Sankti Vinsent
og Grenadíneyjar, Grenada, Mars-
halleyjar, Salómonseyjar, Níkarag-
va, E1 Salyador og Hondúras.
Taívanar hafa sex sinnum áður
óskað eftir aðild að Sameinuðu
þjóðunum en þetta er í fyrsta sinn
sem þeir byggja beiðnina á því að
„Taívan hefur verið undir stjóm
sérstakrar ríkisstjómar frá 1949“.
Reuters
BLAÐASALI í Peking selur eintak af dagblaðinu Global Times þar sem varað var við því að átök gætu bloss-
að upp milli Kína og Taívans. Með fréttinni var birt samsett mynd af loftbardaga.
George W. Bush neitar enn að
sverja af sér meinta eiturlyfjaneyslu
Asakanir fær-
ast í aukana
GEORGE W. Bush, ríkisstjóri í
Texas og sonur fyrrverandi for-
seta Bandaríkjanna, sem nú sæk-
ist eftir útnefningu Repúblikana-
flokksins fyrir forsetakosningarn-
ar á næsta ári, þarf að láta sér
lynda sífellt fleiri ásakanir um
meinta notkun kókaíns. Hann neit-
ar enn sem fyrr að svara spurning-
um þess efnis, sem gæti orðið hon-
um dýrkeyptara en að svipta hul-
unni af fortíðinni.
Bush á nú á brattann að sækja í
kosningarbaráttunni um útnefn-
ingu forsetaframbjóðanda repúbl-
ikana, en hann hefur talist lfldeg-
astur til sigurs enn sem komið er.
Samkvæmt grein The Washington
Post er hann eini frambjóðandinn
sem neitar að svara staðlaðri
spurningu dagblaðsins The New
York Daily News um hvort hann
hafi á áram áður neytt kókaíns.
Málið, sem í byrjun taldist smá-
atriði, virðist ætla að verða eitt að-
al hitamál kosningabaráttunnar og
er það nú eitt vinsælasta efni um-
ræðuþátta bandarískra sjónvarps-
stöðva. Fram til þessa hefur Bush
neitað að svara spurningum um
æsku sína sem hann kýs að kalla
ábyrgðarlausu árin í lífi sínu.
Hann hefur þó viðurkennt að hafa
George W. Bush
orðið á mistök
og segir að
drykkjuvenjur
sínar hafi verið
óviðunandi og
hann hafi þess
vegna hætt að
snerta áfengi um
fertugt.
„Ég kann ekki
við slúður í
stjómmálum. Ef ég svara slíkri
vitleysu gef ég mig á vald slúðurs-
ins og gef þeim er halda því á lofti
byr undir báða vængi,“ var haft
eftir Bush í dagblaðinu The Times
á dögunum.
Þögnin gæti
reynst dýrkeypt
Að öllum líkindum mun Bush
þurfa að þola vangaveltur í fjöl-
miðlum um kókaínneyslu sína þar
til hann leysir frá skjóðunni. A1
Gore, sigurstranglegasti frambjóð-
andi Demókrataflokksins, hefur
viðurkennt hassreykingar á náms-
árunun. Hafði uppljóstranin engin
áhrif á gengi hans í skoðanakönn-
unum. Neysla kókaíns er þó litin
alvarlegri augum og auk þess gæti
laumingur í kringum málið orðið
Bush dýrkeyptur.
Warren Beatty
kveðst íhuga
forsetaframboð
Washington. AFP.
BANDARÍSKI leikarinn og leik-
stjórinn Warren Beatty sagðist í
samtali við The New York Times í
vikunni íhuga að bjóða sig fram tál
forseta í kosningunum árið 2000.
Beatty, sem verið hefur virkur
meðlimur Demókrataflokksins í
fjöldamörg ár, sagðist óánægður
með frambjóðendur í forkosning-
um flokksins, þá A1 Gore, varafor-
seta Bandaríkjanna, og Bill Braley,
Warrcn Bcatty
Flensufar-
aldrar frá
kjúklingum?
Sydney. Reuters.
HÆTTA er á, að gífurlegt
kjúklingaeldi í Asíu geti orðið
uppspretta nýrra inflúensufar-
aldra á borð við þann, sem lagði
tugi þúsunda manna í gröfina
1968. Kom þetta fram hjá vís-
indamönnum Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar, WHO, á ráð-
stefnu veirafræðinga í Sydney í
Ástralíu.
Bandaríski vísindamaðurinn
Robert Webster sagði, að það
væri einkum tvennt, sem gæti
komið af stað nýjum faraldri. í
fyrsta lagi mikil kjúklinganeysla í
Ásíu og í öðru lagi, að fleiri veirar
tækju sér bólfestu í kjúklingun-
um. Sagði hann, að í Asíu væri
kjúklingurinn næstum því í guða-
tölu og þegar saman kæmu allir
kjúklingamir og manngrúinn,
væri faraldur óhjákvæmilegur.
„Fuglaílensa" kom upp í Hong
Kong fyrir tveimur áram og varð
sex manns að bana. Talið er, að
hún hafi komið úr kjúklingum en
yfirleitt berst flensuveiran í
menn úr svínum. Bragðust yfir-
völd við með því að láta slátra 1,4
milljónum fugla og er ekki vitað
tfl, að „fuglaflensunnar" hafi orð-
ið vart síðan. Vísindamenn telja
þó, að hún geti skotið upp kollin-
um hvenær sem er.
Kæmi upp skæð flensa myndi
hún berast um heim allan á
skömmum tíma vegna þess
hvernig samgöngum er háttað
nú á dögum. Segja vísindamenn,
að jafnvel þótt bóluefni fyndist
við henni, tæki það að minnsta
kosti hálft ár að framleiða nóg af
því til að stemma stigu við far-
aldrinum.
Stóraukin ítök rússnesku mafíunnar
á svissneskum fjármálamarkaði
Varað við hrinu
ofbeldisverka
Genf, Reuters.
SVISSNESK yfirvöld telja að um
300 fyrirtæki á innlendum fjármála-
markaði séu tengd skipulagðri
glæpastarfsemi rússnesku mafíunn-
ar. Yfirmaður dómsmálaráðuneytis-
ins, Carla del Ponte, óttast að pen-
ingaþvætti mafíunnar innan banka-
kerfisins veiki stoðir svissnesks
efnahagslífs og varar jafnframt við
ofbeldishrinu í kjölfar aukinna um-
svifa hennar.
Carla del Ponte, Iöngum erkiand-
stæðingur svissnesku einkabank-
anna, sagði aðspurð að goðsögnin
um svissnesku bankaleyndina væri
aðalástæða þess að rússneska mafí-
an veldi þá undir peningaþvætti.
Sviss er stærsta miðstöð fjár-
málaviðskipta í skattaparadísum
heimsins, en um hana fer um j)riðj-
ungur auðs alls markaðarins. I aprfl
síðastliðnum samþykkti þingið ný
lög sem draga áttu úr svokölluðum
þvotti illa fengins auðs og bæta
orðstír svissneska bankakerfisins.
Þrátt fyrir lögin hefur svissnesk-
um yfirvöldum ekki tekist að draga
úr peningaþvætti og umsvifum
rússnesku mafíunnar á þarlendum
fjái-málamarkaði. En rússneskir
glæpamenn era taldir hafa falið um
40 milljarða bandaríkjadala á sviss-
neskum bankareikningum. Á síð-
ustu misserum hefur margsinnis
verið haft eftir Del Ponte að rúss-
neska mafían sé ein helsta ógn er
steðji að landinu. Hún segist með-
vituð um að mafían hafi engan
áhuga á að draga að sér athygli með
ofbeldisverkum svo lengi sem millj-
arðamir séu óhultir, en sú staða
gæti breyst fljótlega.
íyrrverandi öld-
ungadefldarþing-
mann.
„Það er ekki
ofsögum sagt að
ég sé frjálslynd-
ur demókrati,11
sagði Beatty í
símaviðtali fi"á
íbúð sinni í Los
Angeles. „Ég hef
mjög sterkar skoðanir þar sem um-
bætur á þeim reglum sem gilda um
fjármögnun framboða vega ekki
síst þungt, því þær hafa áhrif á öll
önnur málefni. Ég óttast að við sé-
um að nálgast auðvaldsstjórn í
meiri mæli en við viljum og ég tel
að innst inni vilji fólk gera eitthvað
til að koma í veg fyrir það.“
Beatty gaf í skyn að hann myndi
bjóða sig fram sem frjálslyndur
demókrati eða jafnvel óháður. Þá
hefur hann átt í viðræðum við
frjálslynda stjómmálamenn eins
og Steve Cobble, sem vann að for-
setaframboði Jesse Jacksons. El-
len Miller, yfirmaður Public
Campaign-samtakanna sem hvatt
hafa til breytinga á fjármögnun
framboða, er einnig meðal þeirra
sem Beatty hefur átt í viðræðum
við. „Hann er að íhuga það mjög al-
varlega," sagði Miller um framboð
Beattys.
Beatty sagði marga hafa lagt til
við hann að hann byði sig fram og
sagði hann að enginn ætti að efast
urn skilning hans á stjómmálum né
áhuga. „Ég hef tekið virkan þátt í
stjómmálum í 35 ár,“ sagði Beatty,
sem nú síðast lék skeleggan öld-
ungadeildarþingmann í kvikmynd-
inni Bulworth, er ræddi bandarísk
stjómmál án þess að draga nokkuð
undan.