Morgunblaðið - 13.08.1999, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999
Mermmgardagskrá
í Listesafni Islands
í tiLefni 5 ára afmælis Símans GSM verður sérstök
menningar- og tónlistarhátíð í Listasafni ísLands
í dag. Lifandi jasstónlist mun óma um safnið
meðan þú nýtur listarinnar. Einnig koma fram
nokkrir af fremstu listamönnum landsins á sviði
klassískrar tónlistar og Ljóðlistar.
í tilefni dagsins verður safnið opið tiL kL. 19.00
og er aðgangur ókeypis fyrir viðskiptavini
Símans GSM.
Degskrá
16:00 Jazztríóið SvartfugL: Siguróur Rosason, saxófónn, Bjöm Thoroddsen, gítar og Gunnar Hrafnsson, kontrabassi.
17:00 Sigurbjörg Þrastardóttir, LjóðaLestur
17:15 Einar Jóhannesson, klarinettuLeikari Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó
17:30 Jazztríóið SvartfugL
17:45 Sardas kvartettinn: Martin Frewer, fiðla, Kristján Mattíasson, fiðla, Mark Reedman, víóla og Amþór Jónsson, selló.
18:15 Sindri Freysson, LjóðaLestur
18:30 ÁshiLdur HaraLdsdóttir, þverfLauta Iwona Yagla, píanó
18:45 Kristján Þórður Hrafnsson, LjóóaLestur
SÍMINN GSM WWW.GSM.IS
______________________MQRGUNBLABIÐ
LISTIR
Ur vinnustofum
þriggja listamanna
„KRÍSUVÍK", málverk eftir Oliver Comerford.
HLUTI af verki Áslaugar „Úr vinnustofu listamannsins“.
MYMILIST
Nýlislasalnid
ÁSLAUG THORLACIUS
Opið alla daga nema mánudaga frá
14-18. Til 22. ágúst.
HLUTI af aðdráttarafli listaverks
er ekki aðeins hvað listamaðurinn
sýnir með því, heldur ekki síður hvað
listaverkið sýnir um listamanninn.
Það hefur lengi tíðkast að líta á lista-
verkið sem afhjúpun á tilvist og per-
sónu listamannsins. Sömuleiðis má
segja, að sköpun listaverks felist
öðrum þræði í því að setja sig í hlut-
verk listamannsins, hvernig sem það
nú er. Hvort sem þetta er gert á
meðvitaðan eða ómeðvitaðan hátt
verður varla hjá því komist að lista-
maðurinn „sýni sig“ í verkum sínum,
með einum eða öðrum hætti. Og
áhorfendur hafa gaman af því að
koma upp um listamanninn með því
að spá í verkin og sálgreina hann í
gegnum þau.
Eg held það megi skilja sýningu
Áslaugar Thorlacius sem tilraun til
að storka þessum sjálfsánægða
„lestri“ áhorfandans á verki lista-
mannsins, með því að leggja spilin á
borðið, ef svo má segja. Sýningin ber
yfirskriftina „Úr vinnustofu lista-
mannsins“ og neðanmáls stendur
skrifað manifestó listamannsins: „Ég
er listamaður, ég vinn heima, ég set
mér hagfræðileg, heimspekileg og
fagurfræðileg markmið og stefni að
þeim af einurð og staðfestu, er ham-
ingjusöm, hlutverkið frelsar mig.“
Á myndunum er hins vegar hvergi
að sjá neitt sem minnir á vinnustofu
listamanns. Teikningarnar eru gerð-
ar með blýanti á glerfíberstriga og
sýna útlínur af umhverfi listamanns-
ins, sem er „varpað" á efni sem líkist
einna helst veggfóðri. Á teikningam-
ar eru límdar myndir af hlutum,
klipptum út úr ljósmyndum, sem
teknar voru á myndbandsvél og
prentaðar út. Hlutirnir, sem standa
stakir á hvítu veggfóðrinu, eru t.d.
hekluð motta í gluggakistu, óhreint
leirtau í vaski, prjónadót og augnhár
og varir á kvenmannsfígúru.
Manni getur ekki fundist annað en
að það sé óbrúanleg gjá milli „hag-
fræðilegra, heimspekilegra og fagur-
fræðilegra markmiða listamannsins"
og heklaðrar blómapottamottu. Við
getum ekki séð fyrir okkur hvernig
hið fyrra getur verið tákn um hið síð-
ara, eða öfugt. Allir þeir hlutir sem
Áslaug stillir upp sem augljósum vís-
bendingum í myndunum, era allt
saman hlutir sem eni á „spássíunni“
í lífí listamannsins, smáatriði sem
sjaldnast er tekið eftir. Sem þýðir
annað hvort, að við vitum ekki neitt
um listamanninn og erum á algjöram
villigötum í leit okkar að vísbending-
um, eða að listamaðurinn er algjör-
lega týndur í umhverfi sínu. En það
er kannski þannig sem hagfræðileg,
heimspekileg og fagurfræðileg
markmið Áslaugar sýna sig.
PAPPÍR í SIGTINU
KRISTVEIG HALLDÓRSDÓTTIR
I Bjarta og Svarta sal er sýning
sem er allt annars eðlis en þær sem
eru á hæðunum fyrir ofan og neðan.
Bakgrannur Kristveigar Halldórs-
dóttur er i handverki og hönnun og
hún hefur numið við textfldeild MHI
og þar til pýlega við listiðnaðarhá-
skólann í Ósló. Sýningin verður þó
að teljast á mörkum textfllistar og
skúlptúrlistar.
Verkin eru gerð úr hörtrefjum og
bývaxi. Hör er notað bæði í tau og í
pappír, en í þessu tilviki er efnið ekki
ofíð, heldur er bývaxið notað til að
binda hörinn og mynda þunnar ark-
ir, alsettar reglulegum götum. Ark-
irnar era mjög léttar að sjá, gegn-
sæjar og brothættar, eins og gata-
sigti. Samt líkist efnið ekki pappír,
því vaxið gerir að verkum að það
verður eins og lífræn himna, sem er
uppþornuð og storknuð.
Kosturinn við sýninguna er ótví-
rætt hin óvenjuleg meðferð á efninu.
Þau form og þær útfærslur, sem hún
kýs að vinna með, eru hins vegar
ekki eins spennandi. Manni fínnst
stundum brenna við að listamenn,
sem era mjög uppteknir af efni og
áferð, lendi í frekar klisjukenndum
formstúdíum, sem skilja lítið eftir
sig. En ég hef í sjálfu sér litlar
áhyggjur af því hvað Kristveigu
varðar, því það á eftir að reyna á það
hvernig hún kemur til með að vinna
úr hlutunum. Aftur á móti tekst
henni á skemmtilegan hátt að not-
færa sér andstæðurnar milli birtu
Bjarta salarins og myrkurs Svarta
salarins, með því að spila á andstæð-
ur í formi og uppsetningu verkanna.
MÁLAÐ ÚT UM BÍLGLUGGANN
OLIVER COMERFORD
Það er hægt að nálgast ljós-
myndaraunsæi í málverki á tvennan
ólíkan hátt. Sumir reyna að komast
svo nærri Ijósmyndinni að málverkið
hverfur, málarinn blekkir augað
þannig að það heldur að það sé að
horfa á ljósmynd en ekki málverk.
Þetta hefur verið kallað hyper-real-
ismi (og vafalaust fleiri nöfnum).
Aðrir spenna í sundur málverkið og
ímyndina, þannig að það er augljóst
að myndin er máluð, en ímyndin
heldur Ijósmyndalegum eiginleikum
sínum. Dæmi um þetta er ljós-
myndaraunsæi Gerhards Richters.
Comerford velur seinni kostinn, sem
mér finnst einnig áhugaverðari. Það
er yfírleitt lítið fengið með fyrri
nálguninni, annað en aðdáun á
tæknilegri snilld (sem maður skyldi
þó ekki vanmeta).
Comerford málar eftir ljósmynd-
um sem teknar eru á ferðalagi hans
um þjóðvegi og út um bílgluggann á
fleygiferð. Sumar ljósmyndirnar sem
hann hefur málað eftir era teknar
hér á landi á fjögurra daga ferð
hans, eins og sést t.d. af málverkinu
„Krísuvík“. Hringur Jóhannesson
málaði eftirminnilegar myndir af út-
sýni út um bílglugga, en bíllinn var
ávallt kyrrstæður (eða leit út fyrir að
vera kyrrstæður). Sú athöfn að mála
krefst kyrrstöðu en hér er allt á
hreyfingu. Tré og girðingarstaurar í
forgrunni eru hreyfð eins og þau séu
að þjóta hjá á miklum hraða. í mál-
verkum Comerfords verða ákveðnir
eiginleikar ljósmyndarinnar, tækni-
leg atriði varðandi ljósmyndatöku,
eins og hraði, ljósop og fókus, að
neðanmálsgrein við málverkið.
Myndirnar eru málaðar á spjald,
ekki striga, og yfirborðið sem hann
málar á, ásamt hlutföllum og stærð-
um flatarins auka enn frekar á
tengslin við ljósmyndaformið.
Ljósmyndatæknin gróf undan
raunsæi málverksins, en það
skemmtilega við þessa tilraun
Comerfords er að hér er málverkið
notað til að grafa undan raunsæi
ljósmyndarinnar. Þau atriði sem
verða ósýnileg í ljósmyndinni, vegna
þess að raunveraleikinn er svo
ágengur í þeim, verða að sýnilegum
og ágengum eiginleikum í málverki
Comerfords. Raunsæi í málverki á
líklega ýmislegt eftir.
Gunnar J. Árnason
Morgunbla3ið/Jón Sigurðsson
EITT af verkum Kristine
Elfride á sýningu sem nú stend-
ur yfir í kaffihúsinu Við ár-
bakkann á Blönduósi.
Sýningu
Kristine að ljúka
Blönduósi. Morgunblaðið.
SÝNINGU Kristine Elfride frá
Blönduósi á svokölluðum þrívíðum
amerískum klippimyndum sem verið
hefur í kaffíhúsinu Við árbakkann á
Blönduósi lýkur þriðjudaginn 17.
ágúst.
Kristine, sem heldur sína aðra
einkasýningu, sýnir þarna tuttugu
og sex klippimyndir. Kristine kynnt-
ist þessari listgrein í Kanada og fór
sjálf að vinna myndir árið 1995.