Morgunblaðið - 13.08.1999, Page 28

Morgunblaðið - 13.08.1999, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 13. ÁGIJST 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sögulegar mínútur Er deilan um íslensku handritin var útkljáð Bók Sigrúnar Davíðsdóttur blaðamanns um deiluna um íslensku handritin kemur út hjá háskólaútgáfunni í Óðinsvéum í dag en ekki hefur áður verið fiallað um þetta fiókna mál í heild sinni. í greininni segir einn af þátttakendum í atburðarásinni, Bent A. Koch, frá einum degi í þessari löngu sögu. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon BENT A. Koch heldur því fram í grein sinni að raunveruiega hafi ver- ið gert út um handritamálið síðla dags 21. aprfl 1961, á fundi í mennta- málaráðuneytinu í Kaupmannahöfn milli þáverandi menntamálaráð- herra, Jargens Jorgensens, og íslenska handritasérfræðingsins Sig- urðar Nordal prófessors. Á myndinni afhendir Helge Larsen mennta- málaráðherra Danmerkur Gylfa Þ. Gíslasyni Flateyjarbók í Háskóla- bíói árið 1971 með orðunum: „Vær sá god, Flatobogen." DEILAN um íslensku hand- ritin stóð yfir alla þá öld sem nú er senn á enda. ís- lendingar settu fram sína fyrstu kröfu um að fá til baka hinar fomu skinnbækur í Konunglega bókasafninu og handritin á Árna- stofnun í Danmörku árið 1904. Danir afhentu svo síðasta handritið sem samið var um árið 1997, og þá fyrst var einni beiskustu stjórnmáladeilu aldarinnar lokið. Sumir vilja þó meina að deilan hafi þegar verið útkljáð á sjötta áratugn- um, enda var málið þá formlega til lykta leitt. En allt þar til afhendingu handritanna var lokið deildu danskir og íslenskir fræðimenn um hvemig túlka skyldi lögin og þar með um það hve mörg handrit skyldu afhent. Þessi átök áttu sér stað að tjalda- baki, ólíkt deiiunum á sjötta og átt- unda áratugnum sem voru háværar og áberandi. En hvenær var raunverulega gert út um málið? Um það em deildar meiningar. Ymsir telja að það hafi verið þegar menntamálaráðherrann Julius Bomholt fann sitt svokallaða kólumbusaregg árið 1954: Handrit- unum skyldi ekki skipt upp og ekki skyldi skilgreina eignarrétt á þeim, þau ættu að vera sameign. Aðrir telja að það hafi verið þegar mikill meirihluti á tveimur þingum greiddi atkvæði með frumvarpi Jorgens •Jorgensens, eða þegar tveir hæsta- réttardómar staðfestu að lögin væru í samræmi við dönsku stjórnar- skrána. Danskur söng- og látbragðs- leikur Tálknafirði. Morgunblaðið. Á DÖGUNUM kom hópur danskra ungmenna til Tálknafjarðar og setti upp söngleikinn Völven. Hópurinn kallar sig Ragnarock. Sýningin er 50 mínútur að lengd og fjallar um danska menningu og helstu ein- kenni Danmerkur. Verkið byggist mikið á söng og látbragði, þannig að flestir gátu notið hennar hvort sem dönskukunnátta var fyrir hendi eða ekki. Sýningargestir kunnu vel að meta framlag dönsku ungmennanna og fögnuðu þeim með miklu lófataki í lok sýningarinnar. Eftir sýninguna færðu leikaram- ir Heiðari Jóhannssyni, formanni Leiklistardeildar UMFT, bol merktan leikhópnum, en Heiðar var þeim innan handar við undirbúning á sýningunni og útvegun gistirýmis o.fl. Það kom fram hjá Joachim Clausen, aðstoðarleikstjóra sýning- Ég tel sjálfur, sem einn af þátttak- endunum í þessari hörðu deilu, að raunverulega hafi verið gert út um málið síðla dags 21. apríl 1961, á fundi í menntamálaráðuneytinu milli þáverandi menntamálaráðherra, Jorgens Jorgensens, og íslenska handritasérfræðingsins Sigurðar Nordal prófessors, sem var sendi- herra Islands í Danmörku frá 1951 til 1957. Þá urðu alger þáttaskil því Islendingar samþykktu þá í íyrsta sinn að skipta handritunum, gegn því að fá ákveðnar bækur úr Kon- unglega bókasafninu, það er að segja Flateyjarbók og Konungsbók eddu- kvæða. Eftir að Bomholt kom fram með kólumbusaregg sitt árið 1954 hafði íslendingum skilist að handritunum yrði að skipta upp ef unnt ætti að verða að ná lausn sem Danir gætu sætt sig við. Svo sem kunnugt er brotnaði eggið er Hans Hedtoft lak áformunum í Johs. Lindskov Hansen hjá Politiken, sem birti vitaskuld fréttina á forsíðu daginn eftir. Al- menningur á íslandi var ekki búinn undir þetta og brást illa við, svo að ís- lenska ríkisstjórnin sagði undir eins frá, af hræðslu við að vera talin svíkja þjóðina. Bomholt hefði aldrei dreymt um að ekki aðeins yrði stór hluti af Amastofnun í Danmörku sendur til Reykjavíkur, heldur yrðu einnig mik- ilvægustu skinnbækurnar úr Kon- unglega bókasafninu afhentar. Vegna utanaðkomandi þrýstings, meðal annars frá nefnd er ég var í forsvari fyrir, tók danska ríkisstjóm- Morgunblaðið/Finnur LEIKUR dönsku ungmennanna Qallar um danska menningu og helstu einkenni Danmerkur. arinnar, að þau era mjög ánægð með þær móttökur sem þau hafa fengið á Islandi og þær undirtektir sem sýningin hefur fengið. Frá Tálknafirði átti að halda til Laugar- vatns, Hafnar í Homafirði og síð- asta sýningin á svo að verða á Seyð- isfirði 4. ágúst. in málið upp aftur, fyrst undir for- ystu H.C. Hansens og síðan Viggos Kampmanns og J.O. Krags, og árið 1961 náðist niðurstaða. Jörgen Jorg- ensen hafði samið lagafrumvarp þar sem ekki var gert ráð fyrir sameign á handritunum, heldur kveðið á um að þau væra „íslenskur menningar- arfur“ en það var hugtak sem pró- fessor Alf Ross samdi af þessu til- efni. íslendingar áttu sem sagt að fá þá muni sem vora þeirra menningararf- ur en ekki var nákvæmlega tilgreint hversu mörg handrit ættu að falla þeim í skaut. Það skyldu sérfróðir menn frá báðum löndunum ákvarða síðar og um það var deilt þar til end- anleg niðurstaða náðist árið 1993. Ríkisstjómum Iandanna var ekki fyrst og fremst í mun að komast að samkomulagi um nákvæma tölu handrita sem afhent skyldu. Hins vegar skiptu tvær skinnbækur í Konunglega bókasafninu þær höfuð- máli. Þær höfðu verið færðar Frið- riki III að gjöf og skyldu færðar til baka sem gjöf og tilgreindar sér- staklega í lögum, þar sem þær féllu utan viðmiða um afhendingu hand- rita. Bækurnar voru Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók sem hvert mannsbarn á íslandi þekkir og þykir vænt um. Enginn íslenskur stjórnmálamaður gæti því hafa sam- þykkt samning sem fæli ekki í sér af- hendingu þessara bóka. En þær vora dönskum fræðimönnum þó ekki síð- ur hjartfólgnar og því voru það ekki bara Islendingar heldur líka Danir sem vora ófúsir að láta undan. Fyrir almenning í Danmörku var þetta þó ekkert stórmál og líklega vissu fæstir um tilvera þessara rita. Það voru hópar manna í kringum há- skólana, einkum hugvísindadeildirn- ar vitanlega, auk þjóðernissinna á hægri væng, á borð við Palle Lauring, sem höfðu forystu í málinu. Það er þó umhugsunarvert að vafi leikur á að handritin hefðu verið af- hent ef fram hefði farið þjóðarat- Skagaleik- flokkurinn 25 ára í TILEFNI 25 ára afmælis Skagaleikflokksins verður opn- uð sýning í Listasetrinu Kirkju- hvoli, Akranesi, laugardaginn 14. ágúst kl. 15. Sýnd verða veggspjöld, leik- skrár, leikmunir, búningar, handrit, ljósmyndir o.fl. Á myndbandi verða sýndir hlutar úr ýmsum verkum, úr ferðalög- um og af öðra starfi. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. Sýningunni lýkur 29. ágúst. kvæðagreiðsla um málið, eins og Poul Möller lagði til og var naumlega fellt á danska þinginu. Svo sterk vora öflin er beittu sér í deilunni. Það er ekki að undra að Islending- ai' hafi lagt allt kapp á að fá bækurn- ar tvær heim. Þær eru þeim jafn mikilvægar og Grátmúrinn er gyð- ingum og Jellingesteinninn og dóm- kirkjan í Hróarskeldu era okkur, nokkurs konar einingartákn þjóðar- innar. Deilan stóð sem sagt fyrst og fremst um þessar tvær bækur. Hefði íslendingum ekki tekist að semja um afhendingu þeirra hefði málið fallið niður og ólíklegt hefði verið að það yrði tekið upp að nýju, að minnsta kosti á þessari öld. Því var mikil spenna í loftinu þeg- ar tveir íslendingar, Gunnai' Thoroddsen dómsmálaráðherra og Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra, auk íslenska sendiherrans í Kaupmannahöfn, Stefáns Jóhanns Stefánssonar, mættu til fundar við Viggo Kampmann forsætisráðheiTa, .Jorgen Jorgensen menntamálaráð- herra og Julius Bomholt félagsmála- ráðherra í danska menntamálaráðu- neytinu. Kampmann gerði sér grein fyrir því að baráttan snerist um þessar tvær skinnbækur og hann sagði mér skömmu fyrir fundinn að hann væri reiðubúinn að ganga til samn- inga um afhendingu þeirra. En Bomholt var því algerlega andvíg- ur, að hluta til vegna þess að hann var í vinfengi við danska fræðimenn og deildi þeirri skoðun þeirra að af- hending þessara dýrgripa væri hreint svikræði, og að hluta til vegna þess að hann vildi ljúka við það sem hann hafði hafið árið 1954. Afstaða Jargens Jorgensens var óljós. Hann var fylgjandi því að handritin yrðu afhent íslendingum og vissi að farsælar lyktir málsins yrðu til að kóróna langan stjórn- málaferil hans. En hann var heldur ekki ósnortinn af málflutningi danskra fræðimanna og honum hugnaðist ekki að Danir afsöluðu sér Flateyjarbók, að minnsta kosti ekki mótþróalaust. Fyrsti fundurinn hófst klukkan 9.30 að morgni 21. apríl 1961 í menntamálaráðuneytinu. í upphafi fundarins lögðu Danir fram tilboð sem fól í sér að af þrettán skinnbók- um í Konunglega bókasafninu fengju íslendingar átta, en meðal þeirra voru hvorki Flateyjarbók né Kon- ungsbók eddukvæða. Andrúmsloftið var magnað. Eftir að Jorgen Jorgeu- sen hafði flutt skýrslu sína um há- degisbil lýsti hann því yfir fyrir hönd dönsku ráðherranna að ekki þýddi að ræða málið á öðram grandvelli, Islendingar hefðu misst af sínu tæki- færi. Bomholt stóð fast á sínu og Is- lendingar vildu ekki fallast á neitt samkomulag sem fæli ekki í sér af- hendingu Flateyjarbókar. Islenski rithöfundurinn og blaða- maðurinn Sigrún Davíðsdóttir cand. mag. segir frá þessu í 400 blaðsíðna riti sínu, „Hándskriftsagens Saga“, sem kemur út hjá háskólaútgáfunni í Óðinsvéum í dag. Að baki ritinu liggja margra ára rannsóknir og fékk hún meðal annars tækifæri til að skoða óbirtan kafla um handrita- málið úr minningum Jorgens Jorg- ensens sem geymdur er í skjalasafni hans. Ég get staðfest að báðir aðilar létu stór orð falla og að andrúmsloftið var afar drungalegt. Eftir að fundin- um lauk um hádegi bað íslenska sendinefndin mig um að koma til fundai' við sig á Hotel d’Angleterre, þar sem íslensku ráðherrarnii' bjuggu, en þangað höfðu einnig tveir íslenskir sérfræðingar, prófessor- arnir Einar Ólafur Sveinsson og Sig- urður Nordal, verið kallaðir á laun. Við mér blasti niðurdreginn og ráðalaus hópur Islendinga. Þeir vora einna líkastir stóði íslenskra hesta sem sjá má standa lúpulega úti á túni í rigningu. Þeir spurðu mig ráða en hvað var hægt að gera? Eftir nokkrar umræður hringdi ég í Jorgen Jorgensen úr símaklefa í anddyri hótelsins til að gera loka- tilraun til að fá hann til að taka upp þráðinn á ný. Ég vildi í það minnsta fá hann til að eiga óformlegan fund með Sigurði Nordal sem hann þekkti vel síðan Sigurður gegndi sendiherraembætti í Kaupmanna- höfn og var sérlega geðþekkur maður. Við vorum sammála um að ekki þýddi að koma tómhentir til fundarins og íslensku prófessorarn- ir bentu á tvö handrit sem Nordal gæti boðið Dönum í skiptum. Ég náði í Jprgensen sem var í ráðu- neytinu og lýsti því strax yfir að ekkert væri hægt að gera. Hann talaði hátt, svo hátt að mér fannst eins og allir í anddyrinu gætu heyrt hans sérstöku, örlítið hvössu sjá- lensku rödd: „Honum verður að skiljast að hann fær ekki hvað sem hann vill.“ Hann féllst þó á að eiga stuttan fund með Nordal. Á fundinum, sem aðeins þeir tveir sátu, lagði Nordal til að í skiptum fyrir Flateyjarbók og Konungsbók eddukvæða fengju Danir að halda handriti að Njálssögu í tveimur bind- um, sem geymt var á Árnastofnun, og Codex Wormianus, skinnhandriti á Árnastofnun sem nefnt var eftir Ole Worm. Jorgen Jorgensen féllst á þessi skipti. Þegar dönsku og íslensku ráðherr- arnir héldu fundi sínum áfram síð- degis var að minnsta kosti Bomholt ekki kunnugt um þetta samkomulag og hin hörðu skoðanaskipti frá fund- inum um morguninn héldu áfram. Loks lýsti Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra yfir því að hann skildi mætavel að Danir þyrftu að fá eitt- hvað í staðinn fyrir þær tvær bækur sem deilan stóð um, og hann dró upp úr vasa sínum tillöguna sem Jorgen Jörgensen og Sigurður Nordal höfðu orðið ásáttir um. Jprgen Jorgensen minnist at- burðarásarinnar öðravísi. Bæði í hin- um óbirta hluta æviminninga hans og í endursögn sem hann afhenti mér daginn eftir segir að það hafi verið Kampmann sem leysti hnútinn með því að koma fram með tillöguna sem Jörgen Jorgensen og Sigurður Nordal höfðu nokkrum klukkustund- um áður komið sér saman um. En hvað um Bomholt? Hann var algerlega mótfallinn samningnum en þegar forsætisráðherrann og leiðtogi hins stjórnarflokksins vora á önd- verðum meiði átti hann einskis úr- kosti. Ég átti fund með Jorgen Jprgen- sen 22. apríl, einni stundu eftir að ríkisstjórninni hafði verið kynnt samkomulagið. Jorgensen sagði mér að Bomholt hefði hringt í sig rétt fyrir fundinn, eingöngu til að til- kynna sér að hann hefði látið af and- stöðu sinni. Á ríkisstjórnarfundinum hafði hann viðurkennt ósigur sinn og samþykkt að lagt yrði fram frum- varp til laga um afhendingu handrit- anna. Nokkrum dögum síðar skrifaði hinn óbilandi Jorgen Bukdahl, minn andlegi mótor, bréf til Jorgens Jorg- ensens og óskaði honum til hamingju með niðurstöðuna sem náðist 21. apríl. Hann kallaði þar hinn stutta fund milli ráðherrans og sendiherr- ans „sögulegar mínútur". Það var ekki út í bláinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.