Morgunblaðið - 13.08.1999, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 29
Skipulagsslys á Hveravöllum
og verndun hálendisins
EINS og flesta rekur
efalaust minni til, hófst
atlaga forsvarsmanna
Svínavatnshrepps gegn
Ferðafélagi Islands og
hinni hófsamlegu ferða-
mannaaðstöðu félagsins
á Hveravöllum fyrir
nokkrum misserum.
Um er að ræða harka-
lega árás sveitarfélags,
sem telur nokkra tugi
fastra íbúa, gegn fjöl-
mennum almannasam-
tökum, sem' rekin eru á
grundvelli hugsjóna og
jafnframt sjálfboða-
starfs að verulegu leyti,
auk þess sem fyrirhug-
aðar stórframkvæmdir
Svínvetninga á þessum fagra en við-
kvæma stað samræmast ekki viður-
kenndum kröfum um náttúruvernd.
Á ferli sínum í meir en sjö tugi ára
hefur Ferðafélagið, sem er öllum op-
ið og á sér þúsundir félagsmanna
um land allt, beitt sér fyrir hollri úti-
vist, landkynningu og ferðalögum
fyrir almenning og verið brautryðj-
andi á ýmsum sviðum ferðamála
hérlendis. Er það framlag félagsins
til almannaheilla reyndar kunnara
en frá þurfí að segja.
Hæstiréttur Islands hefur skorið
úr því, að Auðkúluheiði öll, ásamt
Hveravöllum, sé ekki undirorpin
eignarrétti þeirra hreppa, þ.m.t.
Svínavatnshrepps, sem nytja þetta
landsvæði sem afrétt fyrir sauðfén-
að sinn, og er því tvímælalaust um
þjóðlendu að ræða í skilningi þeirra
laga, sem þar um gilda. Hveravellir
eru þannig réttmæt sameign alþjóð-
ar eins og vera ber um landsvæði
inni á miðju hálendinu. Illu heilli
urðu þau mistök við nýlega laga-
setningu á Alþingi, eins og mörgum
er minnisstætt, að óbyggðunum var
skipt í tugi „tertusneiða" og hrepp-
um þeim, sem land eiga að hálend-
inu, áskilinn skipulagsréttur á þess-
um furðulegu skákum.
Var þetta gert enda
þótt fullljóst sé, að
Hæstiréttur hafi mark-
að þá stefnu að mestöll
öræfin lúti ekki eignar-
rétti hreppanna. Virð-
ast ímyndaðar beitar-
þarfir fyrir búsmala
bænda einkum hafa
ráðið ferðinni við þessa
lagasetningu - eins þar
sem ekkert er undir
annað en sandur, hraun
og jöklar!
Þetta hraklega fyrir-
komulag býður að
sjálfsögðu upp á
hörmuleg slys í skipu-
lagsmálum. Fyrstu
dæma þess er ekki langt að leita.
Verkin tala: Forsvarsmenn Svína-
vatnshrepps nýttu sér skipulagsvald
sitt á Hveravöllum til að leitast við
að ónýta og afmá aðstöðu Ferðafé-
lags Islands þar, sem staðið hefur í
meir en sex tugi ára, en úthlutuðu
hreppnum sjálfum þess í stað afar-
stórum byggingarreit í námunda við
hverasvæðið, sem bersýnilega er
ætlað að rúma tröllaukna þjónustu-
starfsemi, á þann mælikvarða sem
tíðkanlegur hefur verið við manna-
ferðir á hálendinu. Rangar hug-
myndir Svínvetninga um þarfir
ferðamanna á öræfum uppi, óraun-
hæfar ætlanir þeirra um óskir há-
lendisfara og misskilningur á því
hvað leyfist í umgengni við landið
réðu þar ferðinni. Hafa forsvars-
menn hreppsins síðan fylgt fyrirætl-
unum sínum afar fast eftir þrátt fyr-
ir harða andstöðu Ferðafélagsins og
jafnframt einörð og rökstudd mót-
mæli allra annarra samtaka útivist-
ar- og umhverfísverndarmanna í
landinu sem og náttúruvemdaryfir-
valda. Allt er þetta knúið fram í
skjóli illa fengins eða a.m.k. illa
gmndaðs skipulagsréttar, og jafn-
gilda þessi róttæku byggingaráform
Páll
Sigurðsson
Ekki láta undan!
AÐ undanförnu hafa
lesendur Morgun-
blaðsins barið augum
greinar eftir harða
stuðningsmenn Jónas-
ar Þórs Guðmundsson-
ar, sem býður sig fram
til formanns SUS, þar
sem látið er í það skína
að stjóm Heimdallar
muni láta ómálefnaleg
sjónarmið ráða vali
stjómarinnar á fulltrú-
um félagsins. Þeir sem
til þekkja sjá vitaskuld
í gegnum þennan
ósmekklega áróður.
Markmiðið er að gera
Heimdall tortryggileg-
an og þvinga stjórnina til þess að
velja stuðningsmenn Jónasar sem
sus
Markmið skrifanna,
segir Arnar Þór Ragn-
arsson, er að þvinga
stjóm Heimdallar til að
velja stuðningsmenn
Jónsar Þórs sem full-
trúa á SUS-þingi, hvað
sem líður þátttöku
þeirra í starfí félagsins.
þingfulltrúa, hvað sem líður þátt-
töku þeirra í starfi félagsins. Hót-
unin sem að baki býr er sú að full-
trúavalinu fylgi hol-
skefla árása og svívirð-
inga, verði hún ekki
Jónasi og stuðnings-
mönnum hans þóknan-
leg.
Staðreyndin er sú
að öll félög ungra sjálf-
stæðismanna lúta
sams konar reglum og
fulltrúavalið fer fram
með sama hætti í þeim
öllum. Þar hefur
Heimdallur enga sér-
stöðu. Stuðningsmenn
Jónasar beina spjótum
að Heimdalli vegna
þess að hann er
íangstærsta aðildarfé-
lag SUS og öllum er kunnugt að
þar nýtur framboð Jónasar Þórs
takmarkaðs stuðnings. Ef stór
hópur virkra félagsmanna hefði
haft raunverulegar áhyggjur af því
að stjórn Heimdallar beitti félags-
menn „skoðanakúgun“, eins og
einn stuðningsmaður Jónasar kall-
aði það, hefðu þeir auðvitað boðað
almennan félagsfund sem er æðsta
vald í félaginu milli aðalfunda og
þar hefði verið hægt að ganga frá
valinu. Fundurinn var ekki boðað-
ur, enda vita stuðningsmenn
Jónasar Þórs að stjórnin nýtur
trausts félagsmanna.
Ég hvet stjóm Heimdallar til
þess að láta ekki undan hótunum
og þrýstingi stuðningsmanna
Jónasar, kaupi sér ekki frið heldur
vinni af sanngirni og heilindum.
Höfundur situr i stjórn SUS og er
fyrrv. stjórimrnmöur { Heimdnlli.
Arnar Þór
Ragnarsson
Hálendið
Þetta hraklega fyrir-
komulag, segir Páll
Sigurðsson, býður að
sjálfsögðu upp á
hörmuleg slys í
skipulagsmálum.
hreppsins með þeim landspjöllum,
er þeim fylgja, grimmdarverkum
gegn mönnum og náttúru ef þau
komast til framkvæmda - eins og
því miður virðast allar horfur á að
verði. Munu þess vissulega fá sem
engin dæmi hérlendis, að fyrirtæki
hefji starfsemi sína í óþökk jafn
margra manna eins og verða mun í
þessu tilviki, því að vitað er að mikill
meiri hluti þjóðarinnar hefur óhug á
og er fullkomlega andvígur þessu
tiltæki hreppsins eins og berlega
kom fram fyrir fáum misserum þeg-
ar umræðan um málið var hvað heit-
ust í fjölmiðlum.
Eins og vænta má hefur Ferðafé-
lag íslands reynt að fá skipulagstil-
lögum hreppsins hnekkt með til-
styrk æðstu skipulagsyfirvalda og
unnið þar nokkra áfangasigra eins
og efni stóðu til, nú síðast fyrir fáum
vikum þegar úrskurðarnefnd skipu-
lagsmála ógilti enn einu sinni tillögu
Svínvetninga að deiliskipulagi fyrir
Hveravelli. Það eitt hrekkur þó
skammt því að Svínvetningar munu
nú herðast í sókn sinni og nýta sér
vald sitt af alefli. Ný tillaga að
deiliskipulagi, þar sem flest verður
þó við það sama, mun brátt líta
dagsins ljós. Við blind öfl er þar að
eiga, sem ekki verður unnið á nema
með samstilltu átaki fjöldans. Aldrei
hefur verið meiri þörf en nú á al-
mennum og kröftugum mótmælum
gegn yfirvofandi skipulagsslysi á
Hveravöllum. Vonandi munu Ferða-
félagsmenn heldur ekki hvika í
nauðvörn sinni. Þeir eru að sjálf-
sögðu friðsamir eins og góðum
mönnum sæmir, en friði á þessum
vettvangi verður þó ekki náð eða
honum haldið uppi á röngum for-
sendum. Verður að taka mið af
þeirri staðreynd í öllum samskiptum
við forsvarsmenn Svínvetninga.
Fyrirhugað stórhýsi á Hveravöll-
um (með „sjoppu" og öðru tilheyr-
andi) hefur í máli manna réttilega
verið nefnt „Svínvetningabúð" - og
er orðið „búð“ þá væntanlega notað í
fornri merkingu, þ.e. „aðsetur",
fremur en það vísi sérstaklega til
sölubúðarinnar miklu þar á staðn-
um. Meðal sumra umhverfisvemd-
armanna hefur þó komið fram til-
laga um heitið „Stóra hryllingsbúð-
in“ en hér skal ekki tekin afstaða til
þeirrar nafngiftar. Tíminn einn mun
leiða í ljós, hvaða heiti almenningur
telur best hæfa hinum miklu mann-
virkjum Svínvetninga í hjarta öræf-
anna, ef eða þegar reist verða.
Að sjálfsögu má öllum ljóst vera,
að þau málefni Hveravalla, sem hér
hefur verið vikið að, fela ekki í sér
einangrað úrlausnarefni heldur
verður að líta á þetta tilvonandi
skipulagsslys í ljósi þeirrar almennu
umræðu, sem nú er uppi um vernd-
un hálendis Islands. Slysfarimar á
Hveravöllum, sem við munu blasa
innan tíðar að öllu óbreyttu, em
skýrt dæmi þess hvað orðið getur og
verða mun víðar - í flestum eða e.t.v.
öllum þeim tugum hreppa, sem nú
teljast hafa skipulagsvald yfir
óbyggðunum. Eina úrræðið til varn-
ar er að almenningur haldi vöku
sinni og þoli ekki yfirgang og nátt-
úruspjöll, sem einvörðungu ráðast af
hagsmunum (oft reyndar ímynduð-
um hagsmunum) mjög fárra en
valdamikilla manna í hálfeyddum
byggðum, er liggja að öræfunum. Sá
mikli áhugi og sldlningur, sem allur
almenningur í landinu hefur nú öðl-
ast á verndarþörf hálendisins og
náttúru landsins alls, ber góðan vott
um vaxandi menningarþroska ís-
lendinga. Alþjóð skilur einnig, að
umræðan um framtíð Hveravalla
tengist þeirri merku þjóðfélagsum-
ræðu, sem nú fer fram um þau
ómælanlegu verðmæti, er felast í
stórbrotinni náttúru landsins, og
gegnir meginhlutverki í baráttunni
gegn skammsýnisákvörðunum mis-
viturra ráðamanna.
Höfundur er prófessor í lögfræði
við Háskóla Islands.
Reynir
Hjálmarsson
Þóra
Sverrisdóttir
Agnar
Sveinsson
Sigurður Þór
Guðmundsson
Styðjum Jónas Þór
sem formann SUS
EINS OG fram hefur komið í
nokkrum greinum hér í Morgun-
blaðinu líður senn að þingi Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna þar
sem ungir hægrimenn alls staðar
af landinu hittast til að móta stefnu
félagsins og velja fólk til áhrifa-
starfa innan þess. Ungir sjálfstæð-
ismenn eru stoltir af félagi sínu
enda eru alls tæplega 10.000 ein-
staklingar á aldrinum 16-35 ára í
félaginu. Það er að mörgu að vinna
á þinginu, sem haldið verður í
Vestmannaeyjum dagana 20.-22.
ágúst, og ekki síst því að velja for-
mann SUS næstu tvö árin.
Jónas öflugur
Fyrir okkur sem höfum starfað í
félögum á Norðurlandi vestra um
nokkurt skeið skiptir höfuðmáli að
einstaklingur veljist til formennsku
í samtökunum sem gjörþekkir
starf þeirra og er reiðubúinn að
sinna starfmu af elju og dugnaði.
Jónas Þór Guðmundsson hefur
undanfarin tvö ár gegnt starfi 1.
varaformanns SUS. Höfum við
kynnst áhuga Jónasar á starfinu og
hefur hann sérstaklega beitt sér
fyrir því að tengja starf lítilla fé-
laga á landsbyggðinni við starfið á
höfuðborgarsvæðinu. Jónas hefur
Formannskosningar
Við skorum á fulltrúa á
þinginu, segja Reynir
Hjálmarsson, Þóra
Sverrisdóttir, Agnar
Sveinsson og Sigurður
Þór Guðmundsson, að
veita Jónasi brautar-
gengi til að leiða sam-
tökin inn í nýja öld.
komið í þrjár til fjórar heimsóknir í
félög í kjördæminu en fáir gera sér
grein fyrir því hversu mikilvægt
það er fyrir ungt fólk á lands-
byggðinni að fá stjórnendur félags-
ins í heimsókn.
Styrkjum landsbyggðina
Með það að leiðarljósi að Jónas
hefur sinnt félögum á landsbyggð-
inni eins vel og raun ber vitni hefur
aldrei annað komið til greina en að
kjósa Jónas til formennsku. Þar er
á ferð duglegur einstaklingur,
áhugasamur og reynslumikill. Ein-
staklingur sem hefur hagsmuni
samtakanna ávallt að leiðarljósi á
sama hátt og hann hlúir vel að
þeirri mikilvægu hugsjón sem
samtökin standa fyrir. Við skorum
á fulltrúa á þinginu að veita Jónasi
brautargengi til að leiða samtökin
inn í nýja öld og vinna enn betur
að því starfi sem samtökin standa
fyrir.
Ileynir er formaður Víkings, f.u.s.
Sauðárkróki,
Þóra er formaður Jörundar,
f.u.s. A-Húnavatnssýslu,
Agnar er formaður Njarðar,
f.u.s. Siglufirði, og
Sigurður Þór er formaður Bersa,
V-Húnavatnssýslu.
ERTU
FITUB0LLA?
Viltu snúa við blaðinu?
Hjálp fæst!
S. 426 7426 f. hádegi. Díana.