Morgunblaðið - 13.08.1999, Síða 34

Morgunblaðið - 13.08.1999, Síða 34
s34 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 UMRÆÐA MORGUNBLAÐIÐ Ovænt endalok Og víst er það satt að lífið tekur enda, en endirinn er sjaldnast undirbyggður eins og í skáldsögum og kvikmyndum. í lífinu hljómar ekki stígandi lokatónlist í bakgrunninum... S Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur Aröskri göngu sinni um söguna hefur mannkynið lagt að baki næstum öll árin sem hefjast á nítján- hundruð og stendur nú and- spænis hinu spánnýja ári 2000. Tímamótunum fylgir ákveðinn órói og óvissa og það er senni- lega af slíkri taugaveiklun sem menn hafa kastað sér út í rök- ræður um hvort aldamótin séu um þessi áramót eða hin næstu. Niðurstaðan breytir þó litlu um bjarmann sem hvílir yfir ártalinu 2000. Það sem er einna athygliverð- ast við hegðun fólks á hengiflugi wiau^DE aldarinnar VIUnUKI- er óþreytandi tal um endalok. Innan tíðar lýkur í senn heilli öld og heilu árþúsundi og fólk flykkist til þess að fylgjast með „síðasta sólmyrkva/síðustu þjóðhátíð/síð- ustu tónleikaferð aldarinnar11. Jafnframt er keppst við að gera liðið tímabil upp með vali á bók aidarinnar, uppfinningu árþús- undsins o.s.frv. I vændum eru einhver yfirþyrmandi tímamót og um leið endalok, þar sem það er eðli fyrirfram ákveðinna tíma- bOa að hörfa fyrir nýjum tímum. Hins vegar er hollt að hafa í huga að tímaeiningar á borð við ár og aldir eru uppfinning mann- skepnunnar sem í öryggisleysi sínu reynir hafa stjóm á óendan- legu streymi tímans. Það er maðurinn sjálfur sem hefur hannað flest þau tímamót sem setja svip sinn á mannlífið (og það var líka hann sem hannaði bombuna sem getur fyrirvara- laust bundið enda á þetta sama líf). Kvartmilljón mannkyns á norðurslóð hefur jafnvel skráð það í dagatal sitt að veturinn skuli enda á ákveðnum miðviku- degi í apríl án þess að veðurguð- irnir séu því enddega sammála... Lok árþúsundsins bera sem sagt í sér fullvissu um einhverjar lyktir. Sjálft ártalið 2000 hefur jafnvel verið spyrt við orð sem boðar hrun og vandræði; „2000- vandinn" er orðið að tungutömu hugtaki sem varpar skugga á af- stöðu fólks td komandi árs. Handan við liggur jafnvel ein- hvers konar heimsendakvíði, ótti við endalok veraldarinnar eins og við þekkjum hana. Það er reyndar ekkert nýtt að mannfólkið sé upptekið af enda- lokum. Lyktir hafa alltaf haft fullan þegnrétt í menningunni og um upphaf og endi hafa jafnvel skapast ákveðnar siðareglur á ýmsum mannlífssviðum. Hringt er út úr kennslustundum með þar tO gerðri bjöllu, endi er bundinn á vikuna með þjóð- söngnum í ríkissjónvarpinu, og hávaðasömu samningaþjarki lýk- ur með því að skrifað er undir samninga í andaktugri þögn. Það er alltaf eitthvað sem markar niðurlag, einhver siður, einhver hátíðleiki. Kannski á þessi tilhneiging til tímamóta rætur í þeirri vissu að tilveran muni einn daginn taka enda, ef ekki með heimsslitum þá í það minnsta með dauða ein- staklingsins. Þetta er í raun það eina sem við vitum um jarðlífið og gegnumsneitt gengur þetta sama líf út á að spegla endalokin og sætta okkur við þau. Fyrir ut- an flugeldasýningar um áramót má nefna sem dæmi kröfuna um upphaf, framvindu og ótvíræðan endi skáldverka og annarra sköpunarverka mannsins. Það eru jafnvel til föst orðasambönd til þess að hefja og enda sögur (Einu sinni var ... úti er ævin- týri). Frank Kermode orðar það þannig í bók sinni, The Sense of an Ending (1973), að mennimir þurfi á því að halda að skálda samhengi mOli upphafs og enda til þess að ljá merkingu því and- artaki sem þeir lifa í miðri mannkynssögunni. Skáldsögur eru ekki lífið, en þær eiga að- dráttarafl sitt að þakka þeirri staðreynd að þær eru á einhvem hátt eins og lífið, segir Kermode. Og víst er það satt að lífið tek- ur enda, en endirinn er hins veg- ar sjaldnast undirbyggður eins og í skáldsögum og kvikmynd- um. I lífinu hljómar ekki stígandi lokatónlist í bakgranninum og nöfn leikaranna renna ekki hljóðlega yfir skjáinn. Það er ómögulegt að sjá hversu margar blaðsíður era eftir af söguþræði mannsævinnar. Lífinu getur lok- ið fyrirvaralaust og á þessu hafa listamenn áttað sig. Hetjur kvik- myndanna era fyrir nokkru hættar að ríða til móts við sólar- lagið - hefðbundinn og hátíðleg- ur endir hefur verið endurmet- inn og enduranninn. I öllum list- greinum hafa farið fram formtil- raunir á síðustu áratugum með endurtekningum, viðsnúningi og óvæntum endalokum. Stundum með skorti á endalokum. Úr dæmahópnum má grípa leikrit Samuels Beckett, Endatafl, þar sem leikið er með hugtakið enda- lok í gegnum allt leikritið án þess að það endi sjálft með skýrri niðurstöðu eða lausn. Einnig má nefna skáldsöguna Ameríku eftir Frans Kafka sem höfundurinn lauk aldrei við en hefur samt verið gefin út og nær spjaldanna á milli í bandinu. Sagan sú endar ekki, hún er bókstaflega endalaus. Til viðbót- ar má nefna bók ítalska rithöf- undarins Italo Calvino, Ef ferða- langur á vetramóttu, þar sem tíu sögur hefjast en hætta allar í miðjum klíðum. Þannig hafa endaslepp og endalaus verk hrist upp í viðtakendum ogjafnvel ljóðin hefjast ekki lengur á stór- um staf og enda á punkti. Að- dragandinn að endinum er ekki jafn augljós og hann hefur lengst af verið - listaverk geta endað fyrirvaralaust eins og veröldin sjálf. En við leitum samt ennþá að niðurlagi - af gömlum vana. Við þörfnumst þess enn að bækur og kvikmyndir endi. Sem þær og gera flestar. Geri þær það ekki höfum við hins vegar skdning á því hvers vegna slíkt gerist og hvað það táknar. Lífinu getur lokið fyrirvaralaust og skáld- skapurinn speglar ekki lífið al- mennOega nema hann bjóði af og til upp á óvænt eða ófullkomin endalok. Er Island að verða ekkert nema urð og grjót? ÞAÐ er snörp áminn- ing og áskoran, sem ræktunarkonan Herdís Þorvaldsdóttir leikkona sendir okkur lands- mönnum í pistli hér í blaðinu 9. júlí sl. Hvað skrifar hún? ,jlldrei hefur gróðureyðing og moldfok verið meira en í dag, þrátt fyrir alla baráttuna í land- græðslu og skógrækt. Þegar þið farið í flugvél yfir landið getið þið séð með eigin augum hvað þessir gróðurreitir eru örsmáir í landinu á móts við alla þá víð- áttu, þar sem þarf að stöðva frekari eyðileggingu. Það ætti að vera for- gangsverkefni að koma í veg fyrir að fleiri náttúruleg gróðursvæði fari undh- sand, en það gerist á hverju ári, þar fyrir utan fýkur gróður- moldin burt og er töpuð að eOífu. Náttúran er „bara“ 7.000 ár að mynda 20 cm lag af gróðurmold og þennan fjársjóð horfum við á fjúka í burt.“ Og áfram heldur hún með hrollvekjandi upplýsingar og bendir á að eina ráðið til að stöðva gróður- eyðinguna sé, að „alþingismenn vakni af svefndoðanum í þessum málum og fari af alvöru og framsýni að stemma stigu við að landið bók- staflega blási upp undan fótunum á okkur og auðnin ein verði eftir handa afkomendum okkar“. Hún bendh' á að heOdaráætlun þurfi „um hvernig landið verði grætt upp. Fyrsta skOyrði og númer eitt er að girða af búpening, sem ráfar um landið og étur upp allan þann ný- græðing og blóm, sem hann nær til. Síðan þarf að vinna skipulega að þaulhugsaðri áætlun, sem ber ein- hvern sýnOegan árangur". Síðan bætir Herdís við: „Góðir ráðamenn og aðrir Islendingar, getum við kinnroðalaust legið undir ámæli annarra þjóða, að við búum á skemmdasta landi Evrópu af bú- setu? Það þurfi að leita til Norður- Afríku tO að finna aðrar eins eyði- merkur? Það er ekki seinna vænna fyiir okkur að snúa þessari öfug- þróun við, það átti auðvitað að ger- ast fyrir löngu...!“ Hún minnir á ýmsa gáfaða og framsýna menn á þessari öld, sem sáu hvert stefndi og reyndu að vara aðra við. Hún minnir einnig á Bólu-Hjálmar, sem á fyrri öld orti og lagði Fjallkonunni í munn: „Sjá nú hvað ég er beina- ber, brjóstin visin og fölar kinnar“. Þessi skelegga kona og gróðurvin- ur, hrópar síðan - eins og hrópandi í eyðimörkinni - „Hvenær ætlum við að hætta stríðinu gegn landinu?" Hvernig ætla ráðamenn og við aðrir landsmenn að bregðast við þessari hvatningu ... herhvöt? Ætlum við að láta hana sem vind um eyru þjóta... allt tO hafs, eins og gróður- moldina? Og þegar ekkert verður eftir af landinu nema urð og grjót - sem Tómas kvað um - þá gætum við athugað hvort enn stendur til boða, eins og forðum var rætt um, aðstaða á heiðum Jótlands eða kontorvinna í Brussel hjá Ný-ríkinu mikla? Hinn kosturinn er að hefjast handa nú þegar, eins og græna her- deOdin ágæta, og láta verkin tala. í spjalli sem ég átti við blaðamann fyrir 2-3 árum, nefndi hann hug- mynd um þegnskyldu hinna ungu, sem fram hefði komið á alþingi fyrh’ mörgum árum og hvatti hann mig tO að hugleiða þann möguleika í sam- bandi við alvöru-aðgerð gegn upp- blæstri landsins, sem við ræddum. Þá komust eftirfai’andi hugrenning- ar á blað hjá mér, en fóru þá ekki lengra, en nú finnst mér lag. Teflum þegnskyldu fram gegn landauðn í þann tíma, er íslenzka þjóðin var að endurheimta fullt frelsi eftir nær sjö hundruð ára erlend yfirráð, þá sat á Alþingi meðal margra góðra, eldhugi nokkur, sem á langri ævi reyndist eirðarlaus um- bótasinni. Eftir hinar mörgu aldir kyrrstöðu og stöðnunar hið ytra, sá hann manna best allt það sem þyrfti og ætti að gera tO að koma landi okkar og þjóð inn í þann nútíma, sem hann hafði séð og kynnst á námsferli sín- um víða um Evrópu- lönd. Til að flýta já- kvæðri þróun sem mest og til að brýna og móta hina ungu kynslóð sem best, þá lagði hann tO á alþingi að kannaðir yrðu möguleikar á að innleiða þegn- skyldu hinna ungu í landinu - þegn- skyldu en ekki herskyldu sem tíðk- aðist í flestum löndum og við höfð- um séð og kynnst hér á stríðsárun- um hjá bresku og amerísku her- sveitunum, sem hér höfðu aðsetur. Þar mátti sjá hversu agaðir hinir ungu, erlendu hermenn vora og þjálfaðir í að sinna sjálfir sínum daglegu þörfum m.a. hvað fatnað og fæði varðaði og alla líkamlega umhirðu. Þetta minnti okkur á rétt- mæti orða Ritningarinnar: Haltu fast í agann, slepptu honum ekki, varðveittu hann, því hann er líf þitt. (Orðsk. 4:13.) Hugmyndin var sem sagt með þegnskyldunni að aga og þjálfa Unga ísland með myndugum og jákvæðum hætti og að fella í vel mótaðan farveg starfsorku ungu kynslóðarinnar m.a. við að flýta sem mest gerð þró- aðs og vandaðs samgöngukerfis um landið allt. Með þessu skyldi byggja upp sterka, stolta og staðfasta þjóð, sem hefði góða bm’ði til að takast á við hin fjölmörgu viðfangsefni kom- andi tíma. Því miður var þessi hugmynd og fyrirætlan um framtíðina eyðilögð - hefur mér verið tjáð - af hinum misvitru kommum þátímans á þingi. Ekki að tala um að gefa nokkurn skapaðan hlut, því allt skyldi greiðast skv. gjaldskrá eða uppmælingu. Það væri nú annað hvort. Rektor Menntaskólans á Akur- eyri kvaddi eitt sinn nýstúdenta sína með eldlegri ræðu þar sem hann hvatti hina brautskráðu til að gefa jafnan nokkuð af tíma sínum og kröftum ... Sá sem þetta ritar hefur góða reynslu af því að hafa áratugum saman unnið sem ólaunaður sjálf- boðaliði að verðugum viðfangsefn- um sem snerta þjóðina alla, jafn- framt fullu starfi í viðskiptalífinu. Líklegt er að það taki tíma að móta og ná samstöðu í landinu um hugsanlega þegnskyldu ungu kyn- slóðarinnar. Á meðan mætti byrja á að virkja þá, sem sitja inni í fang- Landgæði Skera ber upp herör, safna liði og leggja til atlögu við öflin, segir _____Hermann________ Þorsteinsson, sem markvisst vinna að því að umbreyta landinu okkar kæra í urð og grjót. elsum og stofnunum margvíslegum, sem nú annast afvegaleidda menn, yngri og eldri. Eg er þessa dagana að lesa öðra sinni merka bók um lífsstarf braut- ryðjanda, sem stjórnaði vanheilum og erfiðum unglingum. Þetta er bók Jónínu Michaelsdóttur um Sesselju á Sólheimum. Þar segir m.a.: „Sjálfur er hann feiminn við hana, finnst hún góð og hlý, en yfir aðra hafin. Hún setur reglur sem farið er eftir og stjórnar af há- vaðalausri röggsemi, er brosandi, en ákveðin. Þess vegna gengur allt eins og í sögu.“(bls. 78) „Þótt Sesselja sé raunsæ og um- burðarlynd gagnvart mannlegum brestum, líður hún ekki óreglu eða ósiðsemi þar sem hún ræður hús- um. Hún hefur jafnan vald á að- stæðum og taumhald á skapi sínu ...“ (bls. 78) „Sesselja kennir sjálf... þykir með ólíkindum hvað forstöðukonan er fjölhæf og atorkusöm. Hún leik- ur á orgelið, eldar mat, vinnur í garðinum, málar húsið að innan, kennir og stjórnar öllu úti og inni án nokkurs asa eða hávaða.“ (bls. 84) Sendum slíka stjórnendur með hina nú innilokuðu inn á auðnirnar í landinu til að byi-ja átökin við eyð- ingaröflin. í Kína segja þeir: „Tíu þúsund mílna ferð hefst með einu skrefi." Með þessu væri hugsanlegt að byrja hina löngu tímabæru land- vörn og í leiðinni að breyta niður- brotnum og kjarklausum og ógæfusömum í nýja menn, sem lærðu að meta gildi alvöru, líkam- legrar vinnu. Það er ekki eftir neinu að bíða og þess vegna: „Áfram nú með dug og dáð.“ Fyrir Westan segja þeir: „Just do it“. Stuðmenn eru í stuði og hafa komið af stað græna hernum á þessu sumri. Þeir hafa gengið rösklega fram í að mála grænt landið okkar. En mikið verk bíður. Legg til að ríkisstjórnin kalli þessa frísku menn á sinn fund og feli þeim að skera upp herör, safna liði og leggja til atlögu við öflin, sem markvisst vinna að því að um- breyta landinu okkar kæra í urð og grjót og ekkert nema urð og grjót. Höfundur er fv. framkvæmdastjóri. Hermann Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.