Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ
36 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999
Kynbótadómar á Heimsmeistaramóti
, Meiri sátt
um dómana
en fyrr
_______Hestar___________
(> ii 1 Matheshof
f hýskalanili
KYNBÓTADÓMARÁ
HEIMSMEISTARAMÓTI
DEILDAR meiningar hafa verið
um ágæti þess að vera með kyn-
bótahross og dóma á þeim á heims-
meistaramótunum en eftir ágæt-
lega heppnaðan þátt kynbótahrossa
á nýafstöðnu móti í Þýskalandi
virðist sem staða þeirra í þessum
mótum sé nú sterkari en áður.
Þjóðverjar voru eftir mótið í Nor-
egi fyrir tveimur árum mjög ósáttir
við þá dóma sem hross þeirra fengu
^og voru háværar raddir um að þeir
sendu ekki hross á mótið nú. Það
þótti hinsvegar ekki við hæfí að
gestgjafarnir hunsuðu einn þátt
mótsins og sendu þeir prýðileg
hross til leiks og virðist nú ríkja
góð sátt um dómana. Að vísu voru
Þjóðverjar ekki allskostar sáttir
þegar ein hryssan af þremur sem
þeir tefldu fram, Hrönn frá
Godemoor, sem Jóhann G. Jóhann-
esson sýndi, var dæmd úr leik.
Ástæðan var sú að hófhlífarnar
fuku af í dómnum og voru settar
aðrar hlífar á sem ekki voru
vigtaðar.
Fjögur gull af sex
Útkoma hrossanna frá Islandi
var prýðileg, fjögur gull af sex
verður að teljast vel viðunandi. Að
vísu verður að taka með í reikning-
inn að Hrönn frá Godemoor var
efst í 5 vetra flokknum áður en hún
var dæmd úr leik. Hæst dæmda
hross mótsins var Hylling frá
Korpúlfsstöðum, sem Tómas Ragn-
arsson sýndi, hlaut 8,55 í aðalein-
kunn. Hún var sýnd í flokki
hryssna sjö vetra og eldri og hlaut
hún þrjár níur í einkunn dómar-
anna fyrir hæfileika, fyrir fet, vilja
og fegurð í reið. Hún hlaut sömu-
leiðis þrjár níur fyrir sköpulag, fyr-
ir höfuð, háls og herðar og sam-
ræmi. Hún hækkaði heldur fyrir
sköpulag frá því dómum hér heima
og bætti verulega við sig í hæfíleik-
um, bæði frá dómum heima og eins
hækkaði hún í yfirlitssýningu á
laugardeginum. Hylling var góður
fulltrúi íslenskrar ræktunar á mót-
inu en næst henni kom Svört frá
Aldenghoor, sem var fulltrúi
Hollands í flokki hryssna sjö vetra
MÚRFLEX
Á SVALIR 06 ÞÖK
SVEIGJANLEGT VATNSÞÉTTIEFNI
Sl steinprýði
Stangarhyl 7, sími 567 2777, fax 567 2718.
FRÁ Heimsmeistaramótinu í hestaíþróttum.
Valdimar Kristinsson
og eldri. Knapi á henni var annar
tvegg)a eigenda, Ralf Wohllaib, en
hann á einnig stóðhestinn Reyk frá
Hoftúni, sem Sveinn Ragnarsson
hefur keppt mikið á undanfarin ár
við góðan orðstír. Svört er með
nokkuð jafnar einkunnir, eina níu
fyrir skeið en flestar einkunnir á
bilinu 8,0 til 8,5.
Fönn varð að Funn
í þriðja sæti varð svo hryssa sem
skrifuð er Funn en átti víst að heita
Fönn og er sú fædd í Þýskalandi en
ekki kennd við neina ræktun. Þórð-
ur Jónsson sýndi hryssuna og
fannst mörgum hún heldur
vandæmd, hlaut 8,17 fyrir tölt, sem
segir að ekki hafi verið fulkomin
eining meðal dómaranna um hvort
hún hlyti 8 eða 8,5. Þá hlaut hún að-
eins 8 fyrir skeið, sem mörgum
þótti naumt skammtað. Fönn hlaut
eina níu, fyrir vilja. Fjórða hryssan
í þessum flokki fór einnig yfir 8 í
einkunn en það var fulltrúi frænda
vorra Dana. Það var hryssan Fluga
frá Strö, sem Sören Witt sýndi.
Hún hlaut 9,0 fyrir vilja og skeið en
var lág fyrir sköpulag.
Jörp frá Schnorrenberg bar af
sex vetra hryssunum og átti full-
trúi íslands, Eygló frá Hólum,
enga möguleika á að skáka henni.
Jörp hlaut þrjár níur, fyrir tölt og
fegurð í reið og sömuleiðis fyrir
háls, herðar og bóga og samtals
með 8,51 fyrir hæfileika. Andreas
Trappe sýndi Jörp en hann er
einnig eigandi hennar. Eygló kom
næst en hana sýndi Anton Páll Ní-
elsson. Hún hlaut enga níur en
býsna oft með 8,5 og með 8,08 í að-
aleinkunn.
, Af fimm vetra hryssum stóð efst
Ásrún frá Ey sem Erlingur Erl-
ingsson sýndi og vakti hún mikla
athygli. Hágeng og sköruleg í fram-
göngu en hlaut þó enga níu en þess
oftar 8,5. Ásrún er hágeng klár-
SÉRVERSLUN
HESTAMANNSINS
Háaleitisbraut 68 . . Austurver
Sími 568 4240
hryssa með háa sköpulagseinkunn,
8,20, sem vafalaust á eftir að skila
hærri tölum verði hún sýnd á nýjan
leik.
Góður með aukavigt
að framan
Glaður frá Hólabak, sem nú er
sýndur öðru sinni fyrir Islandshönd
á HM, hlaut hæstu einkunn stóð-
hesta, 8,41. Hinrik Bragason sýni
hestinn að þessu sinni en hann og
Angantýr Þórðarson eiga hestinn
saman. Hann fær feiknahátt fyrir
sköpulag, 8,33, og þar af er hann
með 9,5 fyrir réttleika og 9 fyrir
bak og lend. Þá fær hann 9,0 fyrir
stökk vilja og fegurð í reið og sam-
tals 8,46. Glaður var ekki sannfær-
andi á yfirlitssýningu né við verð-
launaafhendingu og stóð engan
veginn undir þessari hæfileikaein-
kunn þar. Það vekur athygli með
þennan hest hversu mikil breyting
verður á honum þegar hann fær
aukavigt á framfætur en það vita
þeir sem séð hafa hestinn á þeim
vettvangi þar sem það er leyft. Þá
er hesturinn stórbrotinn í allri
framgöngu.
Næstur var fulltrúi Þýskalands í
flokki sjö vetra stóðhesta og eldri,
Kátur frá Störtal, sem hefur unnið
sér það tii frægðar að vera fyrsti
hesturinn sem fæddur er erlendis
og keppir fyri hönd Islands á al-
þjóðlegu móti en knapinn á honum,
Sigurður Óskarsson, keppti á hon-
um á Norðurlandamótinu í fyn-a.
Hann hlaut 9 fyrii- tölt og vilja, af-
skaplega taktfastur og lyftingar-
góður töltari. Ekki spillir liturinn
því hann er leirljós með mjög ljóst
tagl og fax.
Hestarnir frá Wetsinhe
Næstur kemur Kongur frá Wets-
inge en hann er hálfbróðir Káts,
báðir undan Kolskeggi frá Ás-
mundarstöðum, en hann var fulltrúi
Hollands í þessum flokki. Kóngur
fær afar lágt fyrir sköpulag, 7,58,
en hæfileikarnir í góðu lagi þótt
hvergi slái hann í 9,0. Fær alls 8,29
fyrir hæfileika og vakti hann at-
hygli fyrir skemmtilega fram-
göngu. Nicle Kempf sýndi Kóng en
hún er annar tveggja eigenda.
Annar hestur frá Wetsinghe
vakti ekki síður mikla athygli en
þar var á ferðinni Trúr, sem er
undan þeim fræga hesti Tý frá
Rappenhof, og vildu margir halda
því fram að þarna færi föðurbetr-
ungur og í það minnsta jafningi.
Ósagt skal það látið en nóg fékk
hann af níunum. Til dæmis fékk
hann 9,5 fyrir stökk, 9,17 fyrir feg-
urð í reið og 9,0 fyrir tölt, brokk, fet
og vilja. Engar smátölur og hæfi-
leikarnir fóru í 8,48, sem verður að
teljast gott hjá skeiðlausum hesti
enda meistaralega sýndur af Karly
Zingsheim. Mjög athyglisverður
hestur þaraa á ferð enda átti Ögri
frá Háholti enga möguleika á að
skáka þeim hollenska úr fyrsta sæt-
inu þegar ofan á bættist að hann
var ekki með sjálfum sér, hvorki í
yfirliti, verðlaunaafhendingu né
dómunum í upphafi. Ögri hækkaði í
sköpulagi frá því í dómum hér
heima, hlaut tvær níur fyrir höfuð
og bak og lend. Var hann mjög
ósannfærandi og ekkert líkur því
sem hann hefur verið að sýna best
heima á Fróni. Fulltrúi Þjóðverja,
Alsvinur frá Osterberg, kom næst-
ur og náði yfir 8,0 í aðaleinkunn,
sýndur af Tönju Gundlach. Fékk
engar níur en ágætt fyrir hæfileika,
8,29, og 8,04 í aðaleinkunn.
Létt hjá Hrafni
Hrafn frá Garðabæ fór létt í
fyrsta sæti í flokki fimm vetra
hesta með 8,24 í einkunn. Hann
hlaut fjórar níur, hæst 9,17 fyrir
brokk og 9,0 fyrir tölt, stökk og feg-
urð í reið og 8,33 fyrir hæfileika.
Sigrún Brynjarsdóttir sýndi Hrafn
með sóma en hann er sem kunnugt
er í eigu nýbakaðs heimsmeistara í
slaktaumatölti, Will Covert, og á
leið til nýiTa heimkynna í vestri.
Kristall frá Sagstaðir í Dan-
mörku náði einkunn yfir 8,0 og varð
annar fimm vetra hesta með 8,02 og
yfir 8,0 fyrir bæði hæfileika og
sköpulag. Jafn hestur, hvergi lægri
en 7,5 og ekki spillir liturinn,
sótrauðskjóttur. Nýbakaður heims-
í
Hver vill ekki hafa 200.000 á mánuði?
56-1-HERB
}
<=* Upplýsingamiðstöðin
c_m - þar sem íslenska er líka töluð
ertu nokkuð að