Morgunblaðið - 13.08.1999, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ
44
{—
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999
MINNINGAR
KIRKJUSTARF
AGNAR WILHELM
AGNARSSON
Agnar Wilhelm Agnars-
son fæddist í Reykjavík
10. september 1951.
Hann lést á heimili sínu 14. júlí
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Fossvogskirkju 26.
júlí. Jarðsett var í grafreit ása-
trúarmanna í Gufunesi.
Ef einhver var skilgetið afkvæmi
kalda stríðsins, þá var það Agnar
Agnarsson. Móðir hans, Betty, kom
til íslands í kjölfar seinni heimsstyrj-
' aldarinnar til að flýja atvinnuleysi
Þýskalands eftirstríðsáranna. Faðir
hans, Agnar Hreinsson frá Hofs-
stöðum í Garðahreppi, var einn
stofnfélaga Kommúnistaflokks ís-
lands og það nægði honum til að
komast á mála hjá bandaríska hern-
um sem vildi hafa veður af bylting-
arbrölti verkalýðssinnanna. Betty
hafði eyðilagt annað lungað í vinnu-
slysi á stríðsárunum í þegnskyldu-
vinnu við framleiðslu á eitruðu gasi.
Eftir það fékk hún vinnu við njósnir
í Noregi og Frakklandi. Bandaríska
hernámsliðið sendi Agnar Hreins-
son á vettvang til að hafa auga með
Betty sem vann sem vinnukona á
bóndabæ eftir komuna til íslands.
í Þau felldu hugi saman og Agnar
yngri Agnarsson var ávöxtur ástar
þeirra.
Hann var augasteinn foreldra
sinna enda margt til lista lagt. Mynd-
listarhæfileikar hans komu snemma
fram sem og glöggt auga fyrir við-
skiptum.
Að loknu námi við Verslunarskól-
ann starfaði hann við fjármáladeild
Reykjavíkur sem og við heildsölu
fóður síns. Hann var ávallt reiðubú-
inn að gefa vinum og kunningjum
holl ráð í viðskiptum og ófáum stund-
um eyddi hann í að liggja yfir skatta-
skýrslum þeirra. Það var æði oft
gestkvæmt á Leifsgötunni og nutu
gestir og gangandi góðs af eðlislægri
gestrisni Agnars og foreldra hans.
Endalok Agnars voru snögg og
óvænt líkt og margar uppákomur í
hans lífi. Þegar Bakkus blandast inn í
ágreiningsmál gamalla félaga þarf
ekki að spytja að leikslokum. Niður-
staðan verður oftar en ekki óskiljan-
legur harmleikur. Agnars verður
sárt saknað af þeim mikla fjölda fólks
sem leitaði ráða hans þegar öll sund
virtust hafa lokast. Honum var lagið
að hressa upp á sálartetrið með sam-
blandi af lífsspeki og gálgahúmor.
Hvíl í friði, gamli félagi, þín verður
minnst á góðra vina fundum.
Gísli Þór Gunnarsson.
Safnaðarstarf
Utiguðsþjón-
usta og fjöl-
skylduhátíð í
Laugardalnum
ÚTIGUÐSÞJÓNUSTA verður
haldin á Laugardalsvelli sunnudag-
inn 15. ágúst næstkomandi. Við at-
höfnina syngur 1.000 manna kór
undir stjóm Jóns Stefánssonar og
60 manna lúðrasveit leikur undir.
Kristinn Sigmundsson syngur ein-
söng og biskup Islands, sr. Karl
Sigurbjörnsson prédikar. Að úti-
guðsþjónustunni á Laugardalsvelli
standa allir kristnir söfnuðir í
Reykjavíkurprófastsdæmi.
I framhaldi af útiguðsþjónust-
unni verður fjölbreytt fjölskyldu-
hátíð í Laugardal. Slegið verður
upp tjöldum víðs vegar um dalinn
þar sem kristin trúfélög, söfnuðir
og ýmis félagasamtök innan þjóð-
kirkjunnar kynna starfsemi sína. I
sölutjöldum verða veitingar á
boðstólum og minni samkomur.
Leikfélagið Sýnir flytur leikritið
Nýir tímar eftir Böðvar Guð-
mundsson. Það var sýnt víða um
land við frábærar undirtektir.
Jón Ólafsson stjórnar gospeltón-
leikum í Laugardalshöll kl. 16. Þar
koma fram listamenn eins og
Kangakvartettinn, Páll Rósin-
krans, Sigríður Guðnadóttir, Stef-
án Hilmarsson og Margrét Eir.
Léttsveitin frá Kvennakór Reykja-
víkur mun stíga á svið auk Gospel-
systra. Gospeltónleikarnir verða
eini atburðurinn sem selt er inn á.
Ágóðinn af tónleikunum rennur til
málefna geðfatlaðra barna í sam-
ráði við foreldrafélag þeirra. Tón-
leikunum lýkur um kl. 18. Hátíð-
inni lýkur um kvöldið með sameig-
inlegri æskulýðssamkomu allra
kristinna safnaða í Skautahöllinni.
Hátíðin í Laugaralnum er liður í
hátíðarhöldum í tilefni af þúsund
ára afmæli kristnitöku á Islandi.
Þau eru sameiginleg á vegum
Reykjavíkurprófastsdæmis eystra
og vestra og þriggja sveitarfélaga,
Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæj-
ar og Seltjarnarneskaupstaðar.
/
Arrisul og
vakandi kirkja
ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda
morgunbænir í Laugarneskirkju
hvern virkan dag kl. 6.45-7.05.
Morgunstund gefur gull í mund,
segir máltækið og það er reynsla
kristinna manna að þegar henni er
varið í bæn til Jesú gefur það lífínu
öllu ferskari blæ.
I tilefni af Kristnitökuhátíð
Reykjavíkurprófastsdæmanna sem
haldin verður í Laugardalnum á
sunnudaginn kemur, 15. ágúst,
hefjum við morgunbænirnar þann
sunnudag og biðjum fyrir kristn-
inni í borginni og hátíðinni sem
framundan er, en annars verða
þær alltaf bundnar virkum dögum.
Er það vissa okkur að hér sé um
nýjan þátt í lífi Laugarnessafnaðar
að ræða sem veita muni blessun og
birtu inn í mannlífið. Hvetjum við
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
sem allra flesta til að vera með og
njóta morgunbæna í Laugarnes-
kirkju.
Morgunhópurinn.
Laugarneskirkja. Mömmumorg-
unn kl. 10-12.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í
Strandbergi laugardagsmorgna.
Trú og mannlíf, biblíulestur og
kyrrðarstund.
Hofskirkja. Kirkjuskóli kl. 13.30.
Sjöunda dags aðventistar á ís-
landi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bi-
blíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta
kl. 11.15. Ræðumaður Björgvin
Snorrason.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl.
10.15. Biblíufræðsla eftir guðsþjón-
ustu. Ræðumaður Sigríður Krist-
jándóttir.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað-
ur Eric Guðmundsson.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17,
Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla
kl. 10.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn-
arfírði: Samkoma kl. 11. Einar
Valgeir Arason.
Fermingar
Grafarvogskirkja. Fermingar-
guðsþjónusta á morgun laugardag
kl. 13.30. Fermdir verða Andri
Egilsson og Högni Egilsson.
Heimilisfang þeirra á íslandi er:
Ofanleiti 9, Reykjavík. Prestur sr.
Anna Sigríður Pálsdóttir. Kór
Grafarvogskirkju syngur.
Organisti Hörður Bragason.
Prestarnir.
Víltll CþXUGiA í Kluistlll’?
Rýr DdtingA- og skcmmtisUÚir, KUustriðscm opnaíur ucrCur í lok mÁUAðstrins, óslur ejtir
Ábyrgum, jÁkoAÍum, þjónustuliprum og rcglusömum einsuktingum til stArfv. Vi5konunöi
þurfa AðbafA ÁbugA Á þuí AÖbyggjA upp lifAnði og skcmmtilcgAn oinnusuðscm befur
þAðAðmArkmið sínu AðociU fyrstA flokks þjónustu.
♦ A&to&ufólk í elðbús ~ fúllt stArf ♦ piötusnúðar ~ pclgAruinnA
♦ A&toðnfólk í saIí og Á bAri ~ fullt stArf ♦ SUrfsfólk í fÁubengi ~ belgAruinnA
♦ Aðsto&rfólk í saU og Á bAri ~ kuölð og belgAmnnA ♦ Sutfsfólk í uppuAsk ~ betgArmnnA
♦ DyrAucrðr ~ belgAminnA ______
KLAUSTRID
UpplýsingAr í símum $64 4022 og 552 6022
frÁ kl. 14 -1$ aIIa ÓAgA mkumur
Grunnskólinn í Grindavík
Lausar kennarastöður
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður:
Bekkjarkennsla yngri nemenda
og myndmennt.
Grindavík er blómlegt bæjarfélag með 2200 íbúa í aðeins 50 km
fjarlægð frá höfuðborginni. Nemendur eru um 380 í 1,—10. bekk.
I skólanum er unnið framsækið starf af áhugasömu starfsliði. Yfir-
standandi eru miklar byggingaframkvæmdir við skólann og verður
hann einsetinn að þeim loknum. Grindavíkurbær greiðir álag á föst
laun kennara auk þess sem sérstök fyrirgreiðsla er í boði fyrir nýja
kennara.
Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðar-
skólastjóri í vs. 426 8555, hs. 426 8504 og
;426 8363. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst.
Skólastjóri
Amma óskast
Ung hjón með 2 börn á skólaaldri óska eftir
barngóðri konu til að vera heima frá kl. 9—15
mánudaga—fimmtudaga.
Upplýsingar í síma 586 1366 eftir kl. 19.
Vilt þú slást
í hópinn?
Erum að leita að hressu og ábyggilegu
fólki til vinnu á líflegum veitingastöðum
okkar í Rvk., Kóp. og Hafnarf.
Eftirtalin störf eru í boði:
• Vaktstjórar í grill og sal.
• Starfsmenn í grill.
• Starfsmenn í sal.
Góð laun í boði.
Lögð er áhersla á góðan starfsanda og
samrýmdan hóp.
Umsóknareyðublöð liggja fyrir á
veitingastöðunum og upplýsingar
gefnar í síma 568 7122.
Bessastaðahreppur
Grunnskólakennarar
Álftanesskóli óskar eftir áhugasömum og
hugmyndaríkum kennurum til starfa.
Við óskum eftir kennara í almenna bekkjar-
kennslu 70-100% starf og í tækni-textílmennt
(hönnun/smíði) 50-100% starf.
Álftanesskóli er einsetinn grunnskóli frá 1.-7. bekk. Fjöldi nemenda
er 215.1 skólanum er unnið öflugt og metnaðarfullt skólastarf sem
gerir kröfurtil starfsmanna með áherslu á náttúru og umhverfi.
Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og HÍK
vid Launanefnd sveitafélaga. Auk þess
var gerður samningur við kennara um við-
bótargreiðslur sem gildir til 31. des 2000.
Umsóknarfrestur er til 23. ágúst nk.
Umsóknir beristtil skólastjóra. Upplýsingar
um störfin veita Sveinbjörn Markús Njálsson,
skólastjóri síma 565 3662 eða 565 3685 og
Ingveldur Karlsdóttiraðstoðarskólastjóri síma
565 3662 eða 565 2657.
Blaðbera
vantar í Flatir, Garðabæ.
Upplýsingar gefnar í síma 569 1122.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir
300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa i Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.