Morgunblaðið - 13.08.1999, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 51,
I DAG
Árnað heilla
(\/\ÁRA afmæli. í dag,
í/V/föstudaginn 13.
ágúst, verður níræð Kristín
Jónsdóttir, Dalbraut 27,
Reykjavík. Eiginmaður
hennar var Helgi
Kristjánsson, vélstjóri, sem
lést 1976. Kristín er að
heiman í dag.
BRIDS
llmsjón (iuðmundur
I'áll Arnarson
heimsmeistaramót
ungamenna (25 ára og
yngri) stendur nú yfir í Fort
Lauderdale í Flórída. Sext-
án þjóðir hafa unnið sér
þátttökurétt og spila fyrst
innbyrðis 20 spila leiki, en
síðan taka við útsláttarleikir
hjá átta efstu sveitunum.
Evrópa á rétt á íj'órum þjóð-
um og í þeim hópi eru
frændur okkar Danir og
Norðmenn. Israelsmenn og
Italir eru hinar Evrópuþjóð-
irnar, og þegar þetta er
skrifað (eftir fjórar umferð-
ir) eru Italir langefstir með
87 stig, en bandaríska A-
sveitin rekur lestina með 43
stig. Lítum á spil úr fyrstu
umferðinni:
Norður gefur; allir á
hættu:
Norður
♦ G9
V Á542
♦ ÁD10862
*G
Vcstur
* K8743
VG
♦ -
+ ÁD107632
Austur
* 52
V D10963
♦ KG9543
+ _
Suður
+ ÁD106
VK87
♦ 7
+ K9854
í leik bandarísku sveit-
anna voru spiluð þrjú grönd
í suður á öðru borðinu, einn
niður; en þrír tíglar dobiaðir
í norður hinum megin, sem
fóru þrjá niður. Eftir opnun
norðurs á tígli er ósköp eðli-
legt að fara í þrjú grönd, en
samningurinn virðist harla
vonlítill. Egyptinn Hishmat
fann þó leið að níu slögum
eftir þessar sagnir:
Norður Austur Suður
1 tígull Pass 1 spaði
Pass Pass Dobl
2 hjörtu Pass 2 grönd
3 tíglar Dobl 3 grönd
Pass Dobl Pass
Pass
Pass
Vestur kom út með smátt
lauf og gosinn í blindum átti
slaginn. Hishmat svínaði í
spaðanum og vestur drap
strax og spilaði spaða um
hæl. Hishmat tók alla
spaðaslagina og austur
henti tígli og hjarta. Þá tók
Hishmat tvo efstu í hjarta
og sendi austur inn á þriðja
hjartað. Austur gat tekið
tvo slagi á litinn, en varð svo
að spila tígli upp í margfald-
an gaffal. Þar kom áttundi
slagurinn, og sá níundi
skömmu síðar þegar Hish-
mat spilaði litlum tígli og
neyddi austur til að spila sér
aftur í óhag. Vel gert.
I7PÁRA afmæli. í dag,
I Oföstudaginn 13.
ágúst, verður sjötíu og fimm
ára Þórunn Gunnarsdóttir,
húsmóðir, Hjallabraut 33,
Hafnarfirði. Þórunn og eig-
inmaður hennar, Matthfas
Björnsson, munu taka á
móti gestum í dag í sam-
komusal á Hjallabraut 33,
Hafnarfirði, eftir kl. 19.30.
^fTÁRA afmæli. í dag,
I t/föstudaginn 13.
ágúst, verður sjötíu og fimm
ára Guðmundur Benedikts-
son, fyrrverandi ráðuneyt-
issljóri f forsætisráðuneyt-
inu, Reynistað við Skild-
inganes í Reykjavík.
^/"|ÁRA afmæli. í gær,
I VJfimmtudaginn 12.
ágúst, varð sjötugur Pálmi
Guðmundsson, Hringbraut
52, Keflavík. Af því tilefni
tekur hann og eiginkona
hans, Jófríður Jóna Jóns-
dóttir, á móti ættingjum og
vinum í sal Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavíkur,
Víkinni, Hafnargötu 80, kl.
16.
/?/\ÁRA afmæli. í dag,
OV/föstudaginn 13.
ágúst, verður sextug
Renata Vilhjálmsdóttir,
kennari og leiðsögumaður f
Brekkugerði í Biskups-
tungum. Hún og maður
hennar, Gunnlaugur Skúla-
son, dýralæknir f Laugar-
ási, taka á móti gestum á
heimili sínu frá kl. 17 á af-
mælisdaginn.
SKAK
limsjón Margeir
Pótursson
Staðan kom upp
á heimsmeistara-
mótinu í Las Vegas
sem nú stendur yf-
ir. Rússinn
Fedorov (2.655)
hafði hvítt og átti
leik gegn Boris
Gulko (2.615),
Bandaríkjunum
sem lék síðast 28. -
Ha8-g8 og tvöfald-
aði hrókana á g-lín-
unni.
29. Bxe5! - Hxg5
30. Hh7+ - Ke6 31. Bh2+ -
Re5 32. Bf7+ - Kf6 33.
Hfl+ - Ke7 34. Bxg8+ og
Gulko gafst upp og var þar
með úr leik á mótinu.
HVÍTUR leikur og vinnur
LJOÐABROT
DRAUMUR HJARÐSVEINSINS
í birkilaut hvfldi ég bakkanum á,
þar bunaði smálækjar spræna.
Mig dreymdi, að í sólskini sæti ég þá
hjá smámey við kotbæinn græna.
Og hóglega í draumnum með höfuð ég lá
í hnjám hinnar fríðustu vinu,
og ástfanginn mændi ég í augun hin blá,
sem yfir mér Ijómandi skinu.
Úr fíflum og sóleyjum festar hún batt,
þær fléttur hún yfir mig lagði.
Þá barðist mér hjartað í brjóstinu glatt,
en bundin var tungan og þagði.
Loks hneigir hún andlitið ofan að mér,
svo ilmblæ af vörum ég kenni.
Ó, fagnaðar yndi, hve farsæll ég er,
nú fæ ég víst kossinn hjá henni.
Steíngrímur
Thorstelnsson
(1831/1913)
Ljóðið
Draumur
hjarðsveins-
ins
En rétt þegar nálgaðist munnur að munn,
að meynni var faðmur minn snúinn,
þá flaug hjá mér þröstur, svo þaut við í runn,
og þar með var draumurinn búinn.
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Itrake
Afmælisbarn dagsins: Þú
ert rómantískur og byggir
mikið á sterkum sambönd-
um við aðra. Reyndu að
halda þig á jörðinni.
Hrútur
(21. mars - 19. aprfl) "3F*
Það getur verið ósköp nota-
legt að rifja upp bemskuna
og ótrúlegt hvað margt má af
atvikum hennar læra.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Láttu ekki dagdraumana ná
tökum á þér. Þeir em
skemmtilegir þegar við á en
geta eyðilagt fyrir manni á
öðmm sviðum.
Tvíburar __
(21. maí -20. júní) M
Þú hefur úr fjölmörgum tæki-
færam að velja og þarft
hvergi að óttast það að þú
ráðir ekki við hlutina. Vand-
inn er bara að velja.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) (fWZ
Það er með ólíkindum hvað
nýir hlutir era í raun gamal-
dags ef við bara kunnum að
nýta okkur þá reynslu sem
lífið hefur fært okkur.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ákveðið eftii hefur lengi
blundað með þér og nú er
rétti tíminn til að festa það á
blað fyrir sjálfan þig og svo
aðra ef þú kýst að deila því
með þeim.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) <D&>
Það er alltaf gott að gleðjast
við þegar vel gengur en
mundu að allur árangur verð-
ur ekki metinn í krónum og
auram.
(23. sept. - 22. október) W
Þú hefúr staðið á beit að und-
anfömu og nú er komið að því
að halda í við sig og ná aftur
íyrri þyngd. Settu þér samt
ekki of stíf mörk.
Sporðdreki „
(23. okt. - 21. nóvember)
Þótt heima sé best geturðu
nú alveg látið það eftir þér að
bregða undir þig betri fætin-
um og njóta náttúrafegurðar
landsins.
Bogmaður % ^
(22. nóv. - 21. desember) ft-r
Áður en sumri lýkur skaltu
skoða hvort markmið þín hafa
staðist og leggja svo niður
fyrir sér áætlanir fram að
áramótum. Hafðu forgangs-
röðina í lagi.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Það þýðir ekkert að liggja
með hendur í skauti og barma
sér heldur hertu upp hugann,
brettu upp ermamar og farðu
að takast á við verkefnin.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar) CSil
Láttu þér ekki bregða þótt
eitthvað komi á óvart heldur
taktu bara þátt og hafðu gam-
an af öllu saman því svona
lagað er ekki daglegt brauð.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þeir era margir sem vilja ná
athygli þinni en þú veist vel
að ekki er hægt að gera svo
öllum líki. Hugsaðu því fyrst
og fremst um sjálfan þig.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar é traustum
grunni visindalegra staðreynda.
Ég er kominn aftur heim eftir árs dvöl
í útlöndum. Hef hafið störf aftur á
HÁRGREIÐSL USTOFUNNI
GREIFANUM og býð gamla og nýja
viðskiptavini velkomna.
‘ftyhtKcci 'pftecffi SteýóK&UM,.
Þakkir
Hjartans þakkir sendi ég öllum vinum og
vandamönnum mínum sem minntust mín með
gjöfum, blómum og skeytum d áttrœðisafmœli
mínu hinn 23. júlí síðastliðinn.
Sérstakar þakkir til barna, tengdabarna og
barnabarna sem gerðu okkur hjónunum
þennan dag ógleymanlegan.
Lifið heil!
Friðbjörn Þórhallsson.
STEINAR WAAGE
Breiðir, vandnðir og fallegir Jip-skór.
Góðir fyrir laus innlegg og styðja vel við hæl.
Domus Medica 551 8519
Kringlunni 568 9212
Toppskórinn 552 1212
Verð fró: 3.995,-
Tegund: Jip 21901
Brúnt, rautt, svart og vínrautt
leður í stærðum 21-40
Kátasta kráim í búenuino
Heitip o £ -Sætir
um nel^ina
Sá brúni frá Newcastle noóetir
• • >
ísúmt Olmundli Astralsk^
fnarstraeti 4
Útsölulok
í Kringlunni
20% afsláttur af öllum vörum
Skemmtiíegt prúttborð
föstudag og laugardag
Kringlunni 8-12 - Sími 5682221