Morgunblaðið - 13.08.1999, Side 52

Morgunblaðið - 13.08.1999, Side 52
>52 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ BORGARLEIKHÚSIÐ * Stóra svið kl. 20.00: Litta knjllúufítúðui eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. I kvöld fös. 13/8, fáein sæti laus lau. 14/8, fáein sæti laus fös. 20/8, nokkur sæti laus lau. 21/8, nokkur sæti laus fös. 27/8, laus sæti lau. 28/8, nokkur sæti laus fös. 3/9, laus sæti lau. 4/9, laus sæti fös. 10/9, laus sæti iau. 11/9, laus sæti. Ósóttar pantanir seldar daglega. Miöasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýn- ingu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. 5 30 30 30 M&sab q*i H 12-18 og Iram að sýnngu OpBlráll tyrt'h HÁDEGISLEIKHÚS - kl. 1200 Fös. 13/8, Mið. 18/8, Rm. 19/8. Fös 13/8 kl. 23.00, örfá sæti laus. Fös 20/8 kl. 23.00. Ath! Allra siðustu sýningar TJARNARDANSLBKUR laugardag 14.8. Magga Stína og Hr.lngi.R leika fyrir dansi. TBLBOÐ TIL LEIKHUSGESTA! 20% atsláttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðnó. Bonðaparitanir i síma 562 9700. FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur teklð til sýninga nýjustu mynd spænska leikstjórans Pedros Almodóvars, Allt um móður mína, með Ceciliu Roth og Marisu Parades í aðalhlutverkum. Frumsýning GRÍSKT orðatiltæki segir að aðeins konur sem hafa laugað augu sín tárum geti séð skýrt. Það á ekki við um Manúelu (Marisa Parades), aðalpersón- una í nýjustu mynd spænska leikstjórans Pedros Álmodó- vars, Allt um móður mína. Hún missir son sinn, Esteban, í bílslysi og í stað þess að sjá skýrar verða nútíð og framtíð að þvoglukenndu myrkri. Hún kemst að því að sonur hennar þráði að hitta föður sinn en Manúela hafði logið að honum að faðirinn hefði látist áður en drengurinn fæddist. I minn- ingu sonarins heldur hún frá Madríd til Barcelónu í leit að föðumum en það verður ekki auðveld leit fyrir hana. Pedro Almodóvar er án efa þekktasti núlifandi spænski kvikmyndaleikstjórinn og er Allt um móður mína hans nýjasta mynd. Myndir hans hin seinni árin hafa flestar ef ekki allar verið sýndar hér á landi og nægir að nefna Konur á barmi taugaáfalls, Haltu mér, slepptu mér og Kiku en enginn hefur fjallað af eins miklu innsæi um spænskar konur og Almdóvar. Hann heldur áfram á þeirri braut í nýju myndinni. Almodóvar segir að heiti hennar sé vísun í heiti hinnar fomfrægu bandarísku myndar Allt um Evu eða „AU Ábout Eve“ eftir Joseph. L. Manki- ewicz. „Hún fjallar meðal ann- ars um konur og leikkonur," skrifar leikstjórinn spænski. „Þrjár eða fjórar konur á tali saman táknar fyrir mig upp- rana lífsins en einnig uppruna Almodóvar og konurnar PENELOPE Cruz er í hlutverki nunnu í mynd Almódovars, Allt um móður mína. MARISA Parades er móðirin sem allt snýst um. skáldskaparins og frásagnar- listarinnar.“ Hann segir Allt um móður mína ekki aðeins fjalla um konur og leikkonur heldur hreinlega vera tileinkaða þeim, og sérstaklega þeim leikkonum sem hafa einhvem- tíma þurft að leika leikkonur. Almodóvar segist alltaf hafa haft áhuga á myndum sem fjölluðu á einhvern hátt um heim kvikmyndanna, um leik- stjóra og leikara og handrits- höfunda og framleiðendur en sérstaklega segist hann vera áhugasamur um bíómyndir sem fjalla um leikkonur og nefnir þrjár sem haft hafa áhrif á hann: „Opening Night“ með Gena Rowlands, Allt um Evu með Bette Davis og „L’important c’est d’amier" með Romy Schneider. Pedro Almodóvar er fædd- ur í Calzada de Calatrava í La Mancha og hóf að gera stutt- myndir á árunum 1974 til 1979. Hann gerði sína fyrstu mynd í fullri lengd árið 1980, “Pepi, Luci, Bom yotras chicas del montón“ og vakti sívaxandi athygli landa sinna með myndum sem fyigdu í kjölfarið fram undir miðjan níunda áratuginn. Fyrsta myndin hans sem sýnd var á íslandi hét „Matador" en hún varð fyrsta Almodóvar-mynd- in til að vekja athygli á leik- stjóranum utan Spánar. Hann öðlaðist heimsfrægð með Konum á barmi taugaáfalls árið 1987 og hefur haldið á lofti spænskri kvikmyndagerð æ síðan. Með aðalhlutverkin í Allt um móður mína fara Cecilia Roth, Marisa Paredes og Penélope Craz. mbl.is auua EYJALÖGIN vinsælust eftir versl- unarmannahelgina. Tónlist minning- anna Nr. var vikur Diskur Flytjandi Otgefandi 1. Nýtt Nýtt í dalnum: Eyjalögin sivinsæl Ýmsir íslenskir tónar 2. Nýtt Nýtt Verslunarmannahelgin Ýmsir Skífan 3. 4 4 88/99 SSSól íslenskir tónar 4. 2 3 Poftþétt Sumar ýmsir Pottþétt 5. 2 10 Best of Smokie Disky 6. Nýtt Nýtt Greece, Traditional Songs Ýmsir MCI 7. 12 8 lcelandic Folk Favourites Ýmsir (slenskir Tónar 8. 8 10 Boyzone By Request (Greatest hits] Universal 9. 11 45 Gling Gló Björk Smekkleysa 10. 13 5 Gold Abba Universal 11. 7 15 Classical Piano Moods Ýmsir tóusic Collection 12. 3 8 Best ever dassics Ýmsir Disky Intemot. 13. 16 4 Appetite for destruction Guns and Roses Universal 14. 17 20 Acoustic Moods Ýmsir MCI 15. Nýtt Nýtt Songs of Irelond The Evergreens MCI 16. My Iron Lung Radiohead EMI 17. íslandsklukkur Ýmsir M&R Records 18. 9 4 Allt sem þú ert Ari Jónsson Tónaflóð 19. Sings Bocharach & Dovid Dionne Warvick Music Collection 20. Dýrin í Hólsaskógi Ýmsir Spor Unnið of PricewaterhouseCoopers í somstorfi við Sombond hljómplötuframleiðendo og Morgunblaðið. VINSÆLASTA plataná Tónlistan- um Gamalt og gott er í dalnum: Eyjalögin sívinsælu og má gera því skóna að nýafstaðin verslunar- mannahelgi eigi stóran þátt í að koma henni á toppinn, enda margir sem fóru til Eyja og eiga kannski góðar minningar við mörg lögin. í kjölfar hennar kemur safnplatan Verslunarmannahelgin svo Ijóst er að nú ylja landsmenn sér við minn- ingar frá þessari stærstu ferðahelgi sumarsins. SSSól eru í þriðja sæti með plöt- una 88/99 og safnplatan Pottþétt sumar í því íjórða. Bestu lög sveit- arinnar Smokie verma 5. sætið en í því 6. eru þjóðlög frá Grikklandi en verið getur að Grikklandsfarar hafi á sama hátt og þeir sem sóttu Þjóð- hátíð Eyjamanna heim hafi þyrpst í verslanir til að ná sér í tónlist til að vekja upp minningar úr ferðalag- inu. Ferðalangar á íslandi hafa einnig verið duglegir að versla síð- ustu tvær vikur því vinsæl íslensk þjóðlög upp á ensku eru í 7. sæti. Besta mynd Hitchcocks? ALÞJÓÐLEGT ráð kvik- myndaleikstjóra úr fremstu röð hefur valið spennu- myndina „Psycho" sem meistaraverk Alfreds Hitchcocks. Leikstjórarnir, sem era m.a. Martin Scor- sese frá Hollywood og Baz Lurhmann frá Ástralíu, voru beðnir um að velja helstu mynd Hitchcocks af tímaritinu Sight and Sound í tilefni af því að 100 ár era liðin frá fæðingarári hans. Hin blóði drifna „Psycho", sem fjallar um Norman Bates og móður hans á skuggalegu hóteli, varð hlutskarpari en „Vertigo" og „Notorious". Ritstjóri Sight and Spund, Nick James, sagði: „Á sjö- unda og áttunda áratugnum var „Psycho“ flokkuð sem áleitin hrollvekja en á und- anfömum árum hefur hún skipað mun meiri virðingar- sess. Hver myndarammi er stórkostlegur og líklega hef- ur engin mynd haft viðlíka áhrif síðan „Citizen Kane“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.