Morgunblaðið - 13.08.1999, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 13.08.1999, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ >54 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 og Sport Músik og Sport ehf. - Reykjavíkurvegi 60 - Símar 555 2887 og 555 4487 FOLK I FRETTUM KVIKMYNDIR/Stjörnustríð: Fyrsti hluti eftir George Lucas hefur verið frumsýnd í Regnboganum, Bíóhöllinni, Kringlubíói, Laugarásbíói, Nýja bíói Akureyri og Nýja bíói Keflavík en með aðalhlutverkin í henni fara Liam Neeson, Ewan McGregor og Natalie Portman. JAR Jar og drottningin Amidala. Upphaf geim- óperunnar GEORGE Lueas hafði ætíð í hyggju að gera fleiri en þrjár Stjömustríðsmyndir en segja má að hann hafí byrjað á miðhluta sagnabálksins fyrir rúm- um tveimur áratugum. Hann leik- stýrði sjálfur fyrstu myndinni, Stjörnustríði, árið 1977, sem hann sagði að væri fjórði kafli sögunnar og hélt áfram með „The Empire Strikes Back“ árið 1980, sem var þá fimmti kafli, og lauk trílógíunni með Jedinn snýr aftur árið 1983. Eftir hana kom sextán ára hlé, sem Lucas notaði til undirbúnings fyrir áfram- haldið. Hann segist hafa beðið í öll þessi ár vegna þess að kvikmyndatæknin bauð ekki upp á það sem hann vildi gera fyrr en með tilkomu tölvu- teikninganna. Hann og fyrirtæki hans, Industrial Light & Magic, eiga stóran þátt í þeirri þróunar- vinnu sem liggur að baki töluvu- brellum slíkum sem við sáum t.d. í Júragarðinum. Og loks var það fyr- ir tveimur árum sem Lucas til- kynnti að tæknin væri orðin svo viðráanleg að hann treysti sér í áframhald geimóperunnar. Stjörnustríð Fyrsti hluti: Ógn- valdurinn er sumsé fyi-sti kaflinn í nýrri ti-ílógiu og gerist um þrjátíu árum fyrir atburði fyrri myndanna þriggja. Hún segir af tveimur Jedi- riddurum, sem Liam Neeson og Ewan McGregor leika, og friðar- ferð þeirra til plánetunnar Naboo en hún á í vanda því Verslunarsam- bandið hefur stöðvað allar leiðir til og frá henni. Þeir bjarga hinni ungu drottningu, Amidala (Natalie Portman), úr höndum illvirkjanna og koma við á annarri plánetu, Tatooine. Þar hitta þeir fyrir ung- an dreng, Anakin geimgengil (Jake ifvjuVý tekf* á víVj n Lloyd), sem virðist gæddur sér- stökum hæfileikum og er þar kom- inn maðurinn sem á eftir að verða hinn ógurlegi Svarthöfði er gekk hinu Illa heimsveldi á hönd. Lucas segir að myndirnar verði ekki fleiri en sex (áður var talað um að þær yrðu níu) og segist ætla sjálfur að leikstýra næstu mynd, mynd númer tvö. Hann segir að þriðja myndin verði myrkust af þeim þremur en í henni verður lík- legast sagt frá því þegar Svart- höfði gengur hinu illa á hönd. Stjömustríðsbálkurinn með öll- um sínum söluvarningi hefur frá árinu 1977 gefið eigendum sínum 4,5 milljarða dollara í aðra hönd. Mikill hluti gróðans fer í vasa Lucasar og með honum hefur hann byggt sitt eigið kvikmyndaveldi en það er á honum að heyra að pen- ingar séu ekki allt. „Það varðar mig miklu meira hvernig allar sex myndirnar koma til með að virka saman en hvernig hverri og einni þeirra vegnar í miðasölunni," segir hann. „Það tala allir um aðsóknar- metin sem maður á eftir að slá og peningana sem eiga eftir að streyma í kassann. Þeir halda að góð mynd sé mynd sem slái að- sóknarmet. Hvað kemur það mál- inu við? Hvern varðar um það, í al- vöru?“ Vegna vegaframkvæmda Fjögurra króna afsláttur af hverjum eldsneytislítra við sjálfsafgreiðslu á Gagnveginum! +80 aurar á hvern lítra á Safnkortið Frumsýning %[œturgatinn Smiðjuvegi 14, ‘Kópavojji, sími587 6080 \ kvölcl og laugardags- kvöld leikur danssveitin Cantabile frá Akureyri Opið frá kl. 22—3 Næturgalinn þar sem sfudió er og alltaf lifandi tónlist í Hver vill ekki hafa 200.000 á mánuði? 56-1-HERB )

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.