Morgunblaðið - 13.08.1999, Side 60

Morgunblaðið - 13.08.1999, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5091100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Leikskólar á höfuðborgarsvæðinu Arnarvarp heppnaðist vel annað árið í röð Jiúmlega 3.000 ~börn á biðlista UM 3.100 börn eru á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík, Hafnar- firði, Kópavogi og Garðabæ. Langflest eru þau fædd 1997 eða síðar. Börn fædd árið 1997 á biðlista eru um 1.170 talsins, um 600 í Reykjavík, 220 í Hafnarfirði, um 230 í Kópavogi og um 70 í Garðabæ. Börn fædd 1998 og 1999 á biðlistum eru um 1.790, en Garðabær er ekki með í þess- ari tölu þar sem ekki er tekið við umsóknum um vistun svo ungra barna þar. Þetta er svipuð staða og undanfarin ár, segja leikskólafulltrúar bæj- anna og Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur. Skýring á biðlistum er einkum tvenns konar, annars vegar fjölgun innan sveitarfélagsins, eins og t.d. á Éið í Kópavogi. Sesselja Hauksdótt- ir, leikskólafulltrúi í Kópavogi, seg- ir að þrátt fyrir mikla uppbyggingu hafi ekki tekist að stytta biðlista, en rúmlega 500 börn bíða eftir leik- skólaplássi þar. Hin meginskýring- in á biðlistunum er stóraukin ásókn í heilsdagsvistun, sem virðist nokk- uð hafa komið á óvart. Fjölgun plássa í Reykjavík hefur t.d. mikið farið í að lengja dvöl bama í leik- skólanum, úr hálfum í heilan dag. Bergur Felixson segir þær áætl- U^jiir sem gerðar hafi verið um upp- byggingu leikskóla í Reykjavík hafa gert ráð fyrir hálfsdagspláss- um, en raunin sé sú að eftirspum eftir þeim hafi minnkað en stórauk- ist eftir heilsdagsplássum. Þetta hafi riðlað þeim áætlunum að koma öllum tveggja ára börnum fyrir á leikskóla. ■ Langir biðlistar/30 Skipstjóri Österbris dæmdur til sektargreiðslu “Utgerðin sýknuð 26 ungar úr 19 hreiðrum ARNARVARP gekk vel í sumar, annað árið í röð, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar fugla- fræðings, en alls komu 19 am- arpör 26 ungum á legg. 34 pör urpu svo vitað sé, en varpið mis- fórst hjá 15 pörum, auk þess sem ekki er vitað hvort sjö önnur pör urpu eða ekki, aðeins að þau komu ekki ungum upp. „Þetta er í fyrsta skipti í 12-15 ár sem við fáum tvö góð ár í röð. Helst þyrftum við að fá tíu slík ár, en allt um það, útlitið verður að teljast þokkalegt," sagði Kristinn. Ástæður þess að varp misfórst í fimmtán tilvikum sagði Kristinn Haukur vera af ýmsum toga. I sumum tilvikum væru ófijó eða ung pör að þreifa fyrir sér, og í öðrum tilvikum væri bæði um ómeðvitaða og meðvitaða tmflun af mannavöldum að ræða. „Það em yfirleitt sömu svæðin þar sem eminum gengur vel og illa. Faxa- flóinn var góður í sumar, þar komust níu ungar úr sjö hreiðmm og hefur aldrei verið betra sfðan fyrir aldamót. Á sínum tíma hurfú emir úr Faxaflóa, en komu aftur fyrir um 25 ámm og hafa náð þessari fótfestu. Það gengur einnig yfirleitt vel við sunnan- verðan Breiðafjörðinn, en í hon- um norðanverðum og á VestQörð- um fer ástandið versnandi," sagði Kristinn. Hann sagði að í fyrsta skipti í áratugi væri útlit fyrir amarvarp við Húnaflóa. Amarpar er sest upp, en varp ekki í vor. „Þetta er ungt par. Stundum rennur alit út í sandinn, en þetta par gæti tekið upp á því að verpa þarna á næstu ámm,“ sagði Kristinn. ■ sm,: ■ HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra dæmdi í gær skipstjóra norska nótaskipsins Österbris til að greiða 600 þúsund króna sekt fyrir að hafa notað ólöglegt veiðarfæri við loðnuveiðar innan landhelgi ís- lands í síðasta mánuði. Utgerð skipsins var hins vegar sýknuð. Greiði skipstjórinn ekki sektina innan fjögurra vikna ber honum að Iftæta 60 daga fangelsisvist sem vararefsingu. Með dóminum var jafnframt andvirði nótapoka skips- ins, sem er 3,5 m. kr. virði, og 600 þúsund króna aflaverðmæti gert upptækt í Landhelgissjóð íslands. / # # # iviorgunDiaoio/gg HALLGRIMUR Gunnarsson fuglaáhugamaður merkir arnamnga í hreiðri við Faxaflóa. Stjórnarfundur Scandinavian Holding sem haldinn var í gær Sala á hlutabréfum félagsins í FBA samþykkt Deilt um aðferð, ekki niðurstöður í niðurstöðum Ásgeirs Péturs Ás- geirssonar héraðsdómara segir að ekki sé deilt um niðurstöðu mæling- ar Landhelgisgæslunnar á nót norska skipsins, heldur eingöngu l^fn mæliaðferðina, þ.e. að mæla inn- anmál möskvans í stað þess að mæla frá miðjum hnút í miðjan hnút. Ósannað sé að útgerð skipsins hafi hagnast á veiðum þess þrátt fyrir stærð möskvans í poka nótar- innar. Því var útgerðarfélagið sýkn- að af refsikröfum. Sekt skipstjórans hins vegar talin sönnuð. ■ Skipstjóri/16 FUNDUR stjórnar Scandinavian Holding, fé- lags í eigu Sparisjóðanna, Kaupþings og Spari- sjóðabankans, var haldinn í gær. Félagið seldi nýverið dótturfélag sitt ásamt 22,5% hlut þess í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins til eignar- haldsfélagsins Orca S.A. í Lúxemborg. Á stjóm- arfundinum var salan samþykkt, að sögn Guð- mundar Haukssonar, stjórnarformanns Scandi- navian Holding. Stjóraarfundur hjá Kaupþingi var einnig haldinn í gær. Guðmundur staðfesti að sum ákvæði samn- ingsins sem Scandinavian Holding og Orea S.A. gerðu með sér krefðust samþykkis stjórnarfund- ar félagsins. Hins vegar vildi hann ekki greina nánar frá hvaða ákvæði um væri að ræða. „Aðalmál fundarins var salan á hlutabréfaeign- inni í FBA. Við tókum fýrir þá samninga sem fyr- ir lágu og ákveðin atriði í þeim lúta að stjórn til yfirferðar. Allt það sem að stjórninni sneri var samþykkt og afgreitt. Samningar af þessum toga eru flóknir og snerta mjög marga aðila og því ekki hægt að greina frá einstökum atriðum. Við fórum yfir samningana eins ítarlega og hægt var og samþykktum þá,“ segir Guðmundur. Málið skoðað ítarlega Fundurinn dróst nokkuð á langinn og var Guðmundur spurður hvort stjórnarmenn hefðu verið ósammála. „Nei, það er ekki ástæðan, mörg mál voru til skoðunar á fundinum og stjórnarmenn gáfu sér tíma til að skoða þau mjög ítarlega en þetta tiltekna mál var fyrirferð- armest. Sala hlutabréfanna í FBA var samþykkt af yfirgnæfandi meirihluta stjórnannanna." Áð sögn Guðmundar hefur stjórn Scandinavi- an Holding ekki ályktað um það hvort æskilegt væri að hluthafar í Orea S.A. gæfu sig fram. „Það er ekki hlutverk stjórnar Scandinavian Holding en ég get auðvitað sagt það að við erum almennt fylgjandi því að sem mestar og bestar upplýsingar liggi fyrir um fyrirtæki sem skráð eru á markaði. Þar hljóta að fara saman hags- munir hluthafa og félaga.“ Guðmundur segir dágóðan hagnað af sölunni og með henni styi’kist staða Sparisjóðanna enn frekar. „Með sameiningu Kaupþings og FBA mætti að vísu ná fram mikilli hagræðingu og við erum vissulega fjær því marki nú. Hlutverk Kaupþings er að kaupa og selja verðbréf og þeir eru alltaf að skoða nýja fjárfestingarmöguleika og gætu allt eins fjárfest í FBA.“ Guðmundur segir fjárfestingarstefnu Scandi- navian Holding ekki ákveðna en hlutverk félags- ins muni skýrast á næstu mánuðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.