Morgunblaðið - 18.08.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 18.08.1999, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Biskup íslands messaði í Botnatóft í Suðurárbotnum Anægjuleg upplifun BISKUP íslands, herra Karl Sigur- björnsson, hóf þriggja vikna vísi- tasíuferð sína um Austurland, með viðkomu í Suðurárbotnum þar sem hann messaði úti undir beru lofti í Botnatóft við Ódáðahraun um há- degisbil í gær. Við athöfnina þjónuðu með biskupi sr. Ingimar Ingimars- son, prestur á Þórshöfn og prófastur í Þingeyjarsýslum, sr. Arnaldur Bárðarson, prestur á Hálsi, og sr. Örnólfur Jóhannes Ólafsson, prestur á Skútustöðum. Um 150 manns sóttu messuna og komu flestir akandi á stórum jeppum enda leiðin torfarin, bæði úr Mývatnssveit og frá bænum Svartárkoti í Bárðardal. Þá beið 14 manna hópur gangandi fólks á veg- um Ferðafélags Akureyrar við Botnatóft og tók þátt í messunni en göngufólkið var á sínum fjórða degi á göngu um Öskjuveg. Áð lokinni messu bauð Kvenfélag Mývatns- sveitar gestum upp á kaffi og með- læti. „Þetta var ákaílega ánægjuleg upp- lifun og fór fram úr björtustu vonum,“ sagði herra Karl Sigurbjömsson, biskup Islands, að lokinni messu. „Veðrið hélst þurrt þó ekki hafi verið eins fjallbjart og maður hafði vonað. Þá fannst mér stórkostlegt að sjá all- an þennan mannfjölda sem dreif hér að, bæði úr Mývatnssveit, Bárðardal og svo göngumenn úr Öskju, sem stóðu hér og biðu okkar. Og ég fann ekki annað en að góður hugur hefði verið á meðal fólksins sem safnaðist saman í tóftinni til guðsþjónustunnar, svo ég tali ekki um yndislegt messukaffi þeirra kvenna úr Mývatnssveit á eftir. Þetta er því ákaflega ánægjuleg byrjun á vísitasíunni og það sem mér finnst skemmtilegt líka er að hér voru með okkur Jón Sigurgeirsson frá Helluvaði og Jón Gauti sonur hans, sem hafa verið að leita uppi þessar gömlu leiðir og finnst gott ef þetta verður til að vekja enn meiri athygli á því merkilega starfi, því þessar leiðir um óbyggðirnar eru svo merkilegur þáttur í okkar sögu og minningu þjóðarinnar," sagði biskup. Minningar hrannast upp Sr. Ingimar Ingimarsson, prestur á Þórshöfn og prófastur í Þingeyjar- sýslum, tók undir með biskupi og sagði að þetta hefði verið yndislegur dagur. „Athöfnin var einstök undir berum himni og veðrið þokkalegt, þótt svolítið hafi blásið köldu af norðri. En það hafa hrannast upp minningar, hér er fjöldi fólks, dagur- inn hefur verið dásamlegur og við erum þakklát fyi'ir að hafa verið hér viðstödd." Tryggvi Harðarson, bóndi í Svart- árkoti, og kona hans Elín Baldurs- dóttir ferjuðu biskupshjónin á jeppa sínum í Suðurárbotna. Tryggvi sagði þetta mjög skemmtilega uppákomu og að mun fleiri gestir hefðu mætt til messu en hann hafði gert ráð fyrir, ekki síst þar sem veðurútlit var ekki upp á það besta. Hann var þess jafn- framt fullviss að hefði þessi athöfn farið fram um helgi hefði mun fleira fólk mætt til messu á þessum stað. Tryggvi sagði að vel gæti verið að þetta yrði árlegur viðburður. I predikun sinni í Botnatóft sagði biskup að viðstaddir ættu þar helga stund á fornum áningarstað Skál- holtsbiskupa er þeir voru á leið til að vitja kirkna og safnaða á Austur- landi. „Hér lá þjóðleiðin um, yfír há- lendið, hraun og sanda, jökulvötn, eyðisanda og Ódáðahraun. Auðvelt er að gera sér í hugarlund hvílíkur léttir það hefur verið að ná hingað að þessari ljúfu vin í auðninni, með upp- sprettum lifandi vatns. Leiðin um óbyggðirnar lagðist af og hvarf í gleymskunnar djúp og gi'ámóðu þjóðsagnanna. Ástæðan? Hagleysi umfram allt. Gróðurinn lét undan, landið eyddist, kjarrið hvarf og rof mynduðust í svörfinn, jarðvegurinn fauk burt. Eyðingaröflin náðu yfir- höndinni. Og þetta land varð tákn- mynd þess, ógnar og ódáða.“ Landinu okkar ógnað Biskup bað gesti að minnast þess að hér í óbyggðinni væri landinu okkar ógnað. Ognaröfl eyðileggingar væru í nánd, við byggjum á mörkum hins byggilega. Eldur geisi undir, skelfing og dauði. Stormarnir feyki jarðveginum á brott, sandurinn sæki fram, gróðurvinjar þoki fyrir ásæk- inni eyðimörk. Biskup sagði að aldrei hefðu möguleikar mannsins verið meiri en nú. Afl og undur tækni og vísinda geri okkuy kleift að vinna stórvirki, beisla ofurkrafta tilverunnar okkur til framdrattar. „Það er undursam- legt en ægilegt. Og því megum við ekki gleyma, að orkuþörf okkar kyn- slóðar, neysluþörf okkai- kynslóðar, græðgi okkar kýnslóðar, stefnir framtíð jarðar í voða. Gróðureyðing er alheimsvandamál, eyðimerkur veraldar stækka óðfluga en óvíða hraðar en á íslandi. Það er geigvæn- leg tilhugsun. Ef svo fer fram sem horfir munu enn blómleg gróðurlönd breytast í ódáðahraun og ógnar- 9,5% OKKAR SÉRFRÆÐINGAR þín ávöxtun BÚNAÐARBANKl NN VERÐBRÉF - byggir i trausti Morgunblaðið/Kristján Biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, messar í Botnatóft í Suðurárbotnum upp af Bárðardal, í útjaðri Ódáðahrauns. Með honum þjónuðu sr. Ingimar Ingimarsson á Þórshöfn, Arnaldur Bárðarson á Hálsi og Örn ólfur Jóhannes Ólafsson á Skútustöðum. . Biskup íslands ræðir við Jón Sigurgeirsson frá Helluvaði, sem hefur af miklum dugnaði og atorku lagt sitt af mörkum við vörðuleit og uppgötvun fornra gönguleiða á hálendinu. Fyrir aftan þá stendur kona biskups, frú Kristín Guðjónsdóttir. Hjónin í Svartárkoti fluttu biskupshjónin á jeppa sinum upp í Suðurár- botna og lét biskup sig ekki muna um að stökkva reglulega út úr bfln- um og opna hliðin sem urðu á vegi ferðalanganna. sanda. Hér verðum við að halda vöku okkar og gera það sem í okkar valdi stendur til að hamla á móti. Verðum að ná sátt Guði sé lof fyrir alla vökumenn og konur í okkar fagra landi sem er ekki sama um hvert stefnir. Vissu- lega er vandinn mikill sem við er að etja í okkar landi hvað varðar nýt- ingu lands- og orkulinda. Við verðum að ná sátt um það hvernig staðið verður að, hvern kostnað við viljum gjalda, hverju við viljum fóma. Og það verður að gerast í fullri ábyrgð, gagnvart landinu, gagnvart niðjum okkar, gagnvart skaparanum. Biðj- um fyrir og vinnum að slíkri sátt,“ sagði biskup í predikun sinni. Jón Gauti Jónsson landfræðingm- flutti stutta tölu að lokinni messu en hann er einn þeirra manna sem unn- ið hafa að því að leita gamalla leiðar- merkja í Ódáðahrauni. Jón Gauti sagði að ásýnd þessa lands hefði breyst geysilega mikið og það hefði blásið mikið upp. Allt Suðurárhraun hefði verið meira og minna gróið og auðnin austur að Bláfjalli hefði verið ein gróðurflesja. Var Botnatóft sæluhús? I sjöundu lesörk Náttúruverndar- ráðs ritar Jón Gauti um fornar leiðir yfir Ódáðahraun og kemur m.a. inn á ýmislegt annað sem fundist hefur og komið hefur vörðuleitarfólki á óvart. Nefnir hann þar m.a. Botnatóft, sem er um 10x16 m að flatarmáli og er þykkt veggja um 1,30 m. Jón Gauti ritar að ýmsar getgátur séu uppi um það hvaða tilgangi svona stórt mann- virki hafi þjónað. „Ein skýringin er sú að hér hafi verið um sel að ræða frá Svartárkoti. En til er önnur skýr- ing sem vörðuleitarfólk hallast að. Hún er sú að hér sé um sæluhús að ræða. Rúst þess er við hina vörðuðu leið og er það stór að varla mun það hafa verið á færi annarra en höfð- ingja að reisa slíkt hús.“ Andaði að sér klórmeng- uðu lofti KONA féll í yfírlið er hún andaði að sér klórmenguðu lofti í efnalaug í Hraunbænum í Reykjavík í gær- morgun. Konan, sem er starfsmað- ur í efnalauginni, var ein á vakt þegar loftið mengaðist og lá hjálp- arlaus er viðskiptavin bar að garði, en hann flutti hana út, að sögn Slökkviliðsins í Reykjavík. Konan var flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og sam- kvæmt upplýsingum frá sjúkrahús- inu fékk hún að fara heim að lok- inni læknisskoðun. Að sögn slökkviliðsins mengaðist loftið vegna þess að klór ofhitnaði, en ekki er vitað hvað olli ofhitnun- inni, þ.e. hvort eitthvað bilaði eða hvort efnið var meðhöndlað á rang- an máta. Rauði krossinn sendir 2 milljónir til Tyrklands RAUÐI kross íslands hefur ákveðið að senda tvær milljónir króna til aðstoðar fórnarlömbum jarðskjálftans sem varð í Tyrk- landi í nótt. Féð kemur út hjálpar- sjóði Rauða krossins. Jarðskjálftinn var nálægt 7,8 stig á Richter og voru upptök hans um 100 kílómetra austur af Istanbul. Þegar er vitað að á ann- að þúsund menn létu lífið og 4.000 slösuðust en óttast er að þessar tölur muni hækka. „Við svona aðstæður er yfirleitt mikilvægast að útvega hreint drykkjarvatn, teppi og tjöld,“ seg- ir John Watt, neyðarvarnafulltrúi Alþjóða Rauða krossins í Genf. Tyrkneski Rauði hálfmáninn hef- ur mikla reynslu í að bregðast við jarðskjálftum. Björgunarsveitir tyrkneska Rauða hálfmánans eru á vett- vangi og Alþjóða Rauði krossinn hefur sent fólk á staðinn til að meta hjálparþörfina. Margir hinna látnu grófust inni þegar fjölbýlishús hrundu. Alþjóða Rauði krossinn hefur sent út hjálparbeiðni að upphæð 500 milljónir króna til að fjár- magna björgunarstarf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.