Morgunblaðið - 18.08.1999, Page 10

Morgunblaðið - 18.08.1999, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Umhverfísáhrif álvers í Reyðarfirði rædd Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Málin voru ákaft rædd þegar gert var kaffihlé á fundinum. Magni Kristjánsson, bæjarfulltrúi og fundarstjóri, Magnús Ásgeirsson, verkefnisstjdri STAR, og Valgeir Kjartansson, ritstjóri matsskýrslunnar. HVH-ráðgj afahópurinn vinnur nú að gerð matsskýrslu um um- hverfísáhrif fyrirhug- aðs álvers í Reyðar- fírði. Erla Skúladóttir sat opinn kynningar- fund um umhverfísmat- ið á mánudag og komst að því að áhugi heima- manna á álverinu er áhyggjum blandinn. STAR, starfshópur um álver í Reyðarfirði, og HVH, hóp- ur ráðgjafa frá verkfræði- stofunum Hönnun og ráð- gjöf ehf., VST hf. og Hönnun hf., stóðu fyrir kynningarfundi um mat á umhverfisáhrifum álvers í Reyð- arfirði á mánudag. Eingöngu voru til umræðu á fundinum áhrif álversins sjálfs og starfsemi þar á umhverfið en ekki orkuöflun til álversins sem mikið hefur verið til umræðu að undan- fömu. Fundurinn var liður í gerð matsskýrslu HVH-ráðgjafahópsins um téð efni. Um svokallað frummat er að ræða sem unnið er að tilstuðl- an framkvæmdaraðila og er undan- fari athugunar skipulagsstjóra á umhverfisáhrifunum. Fyrirhugað er að skila skýrslunni varðandi álverið í Reyðarfirði til skipulagsstjóra í september. Fjórar framsögur voru fluttar á fundinum. Að framsögum loknum sátu skýrsluhöfundar og rannsókn- araðiiar fyrir svörum. Fyrsti áfangi álvers í Reyðarfirði, ef af byggingu þess verður, mun að öllum líkindum hafa 120.000 tonna afkastagetu á ári. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan geti þá veitt 240 manns vinnu. Möguleiki er á að stækka álverið í tveimur áföngum. Landsbyggðin öðlast nýtt vægi Guðmundur Bjamason, bæjar- stjóri Fjarðabyggðar, setti fundinn og notaði tækifærið til að ræða væntingar sínar til hins fyrirhugaða álvers. Hann sagði trú þeirra sem sæti eiga í bæjarstjóminni að álver- ið rísi. „Við munum leggja okkar af mörkum til að vinna þessu máli brautargengi," sagði Guðmundur. Hann telur að bygging fyrsta áfanga álvers í Reyðarfirði muni snúa íbúaþróun á Austurlandi við. Bæjarstjórinn sagði að gera mætti ráð fyrir að um 800 manns, starfsmenn og fjölskyldur þeirra, flytji til Austurlands vegna hinna nýju starfa sem skapast við álverið og tengda þjónustu. Jafnframt muni bygging álversins hafa jákvæð áhrif á aðra atvinnustarfsemi í sveitarfé- laginu. „Bygging fyrsta áfanga ál- versins gæfi landsbyggðinni nýtt vægi í íslensku samfélagi," sagði Guðmundur. Að hans mati mun efl- ing Austurlands í efnahagslegu til- liti auka einkaneyslu og eftirpum eftir menningarefni, afþreyingu og þjónustu og gera svæðið búsældar- legra og eftirsóknarverðara fyrir ferðamenn jafnt sem nýja íbúa en nú er. Bæjarstjórinn telur ljóst að gerðar verði ýtmstu kröfur til væntanlegs álvers varðandi meng- unarvarnir og umhverfismál al- mennt. Þátttaka almennings í mati mikilvæg Tilgangur laga um mat á um- hverfisáhrifum er að tryggja að metin séu þau áhrif sem tilteknar framkvæmdir geta haft á umhverf- ið. Leiði matið í ljós umtalsverð áhrif á umhverfið ber að gera ráð- stafanir sem koma í veg fyrir eða draga úr þeim áhrifum eins og kost- ur er. Ef mats er þörf vinna fram- kvæmdaraðilar eða ráðgjafar þeirra matsskýrslu. Gerður Stefánsdóttir, sérfræðingur í mati á umhverfisá- hrifum hjá Skipulagsstofnun, lagði á það ríka áherslu í framsögu sinni að almenningur komi athugasemd- um sínum við mat á umhverfisáhrif- um á framfæri, ekki síst við fram- kvæmdaraðila eða ráðgjafa sem standa að gerð matsskýrslu því hún sé aðalferlið í raun og veru. Gerður segir afar mikilvægt að tryggja að- gang almennings að upplýsingum og gögnum um framkvæmdir áður en þær hefjast. „Aðkoma almenn- ings að matsferlinu er meðal annars á kynningarfundum sem þessum," sagði hún. Matsskýrslan kemur til athugun- ar Skipulagsstofnunar, þá er hægt að senda inn athugasemdir. Stofn- unin leitar umsagna sérfræðistofn- ana og hlutaðeigendi sveitarstjóma auk þess sem hún kynnir skýrsluna almenningi. Að loknum kynningar- tíma fer skipulagsstjóri yfir þær at- hugasemdir og umsagnir sem borist hafa og úrskurðar í framhaldi af því. Úrskurðurinn getur sætt kæru til umhverfisráðherra. Framkvæmdir og framleiðsla Sigurður Arnalds lýsti hinni fyr- irhuguðu framkvæmd stuttlega fyr- ir fundarmönnum í máli og mynd- um. Hann sagði gert ráð fyrir 120.000 tonna ársframleiðslu af áli í fyrsta áfanga álversins samanborið við 160.000 tonna ársframleiðslu ál- versins í Straumsvík. „Menn vilja ekki fara af stað með svona verk- smiðju nema þeir hafi möguleika á stækkun vegna þess að það eykur þagkvæmni,11 sagði Sigurður. Hann segir spádóma um hvort af stækkun verður eða hvenær ekki endanlega á þessu stigi, það ráðist af ýmsum aðstæðum. Stærsta mögulega verk- smiðja með 480.000 tonna ársfram- leiðslu hefði 650 manns í vinnu. „Það er gríðarlega stór verksmiðja á heimsvísu,“ sagði Sigurður. Sigurður greindi lauslega frá framleiðsluferlinu í hinni fyrirhug- uðu verksmiðju. „Nú til dags eru svona verksmiðjur afar hreinlegar. Starfsemin fer fram í lokuðum ker- um sem ekki eru opnuð nema þegar þarf að skipta um skaut,“ sagði Sig- urður. Sigurður opnaði fyrir umræðu um útblástur úr álverinu, þurr- hreinsibúnað og vothreinsibúnað. „Þegar fjallað er um umhverfisáhrif af álverksmiðjum ber útblástur oft- ast hæst í umræðunni," sagði hann. „I öllum álverum nú til dags er setL ur upp þurrhreinsibúnaður. I Skandinaívu er af ýmsum ástæðum gengið einu skrefi lengra og bætt við svonefndum vothreinsibúnaði. Tilgangurinn með honum er fyrst og fremst að ná burtu brennisteins- samböndum," sagði Sigurður. Það veltur á kröfum Hollustuverndar hvort koma þurfi upp vothreinsi- búnaði í fyrirhuguðu álveri í Reyð- arfirði eða þurrhreinsibúnaður lát- inn nægja. Skýrslan langt komin Valgeir Kjartansson, ritstjóri matsskýrslunnar, sagði frá því að skýrslan væri langt komin og gerði grein fyrir gerð hennar. Hann vakti athygli á því að aðrir aðilar stæðu að gerð skýrslna um orkuöflun og hafnarmannvirki vegna álversins. 480.000 tonna álver byggt í þrem- ur áföngum liggur til grundvallar matinu nú. Valgeir greindi frá því að STAR stæði að gerð skýrslunn- ar, sá hópur samanstendur af full- trúum Fjarðabyggðar, orku- og stóriðjunefndar samtaka sveitarfé- laga á Austurlandi og Fjárfesting- arstofunnar - Orkusviðs. Hann seg- ir að leitað hafi verið álits fjölda að- ila við gerð skýrslunnar. I skýrslunni er meðal annars fjaliað um áliðnaðinn, hvemig fram- leiðsluferli í fyrirhuguðu álveri mun eiga sér stað, tilgang framkvæmd- araðila með framkvæmdinni, út- blástur og fyrirhugaðan mengunar: varnabúnað, að sögn Valgeirs. I skýrslunni eru færð rök fyrir stað- ai’vali fyrir álverið. Valgeir ítrekaði að kynningar- fundurinn væri liður í gerð skýrsl- unnar, spurningar og svör á fundin- um komi inn í skýrsluna. Staðhættir, skipulag og atvinnu- mál eru tekin til umfjöllunar í skýrslunni auk annars. I lok skýrslunnar er tekið saman mat á umhverfisáhrifum á einstaka þætti, að sögn Valgeirs. Þar verður gerð grein fyrir því hvort mótvæg- isaðgerðir til að takmarka viðkom- andi umhverfisáhrif séu fyrirhugað- ar eða hvort áhrifin teljist innan við- unandi marka. Jákvæðar niðurstöður rannsókna Magnús Ásgeirsson, verkefnis- stjóri STAR, greindi frá rannsókn- um sem farið hafa fram vegna um- hverfismatsins og helstu niðurstöð- um þeirra. Fjölmargir aðilar hafa staðið að sérrannsóknum á svæðinu sem nú eru orðnar ríflega 20, að sögn Magnúsar. Veðurmælingar hafa farið fram á Hrauni frá því í aprfl á síðasta ári og munu standa hið minnsta fram í apríl á næsta ári. Til dæmis um rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið má nefna að gerð hefur verið loftdreifingarspá, gróðurfar hefur verið kannað svo og dýralíf. Gerðar hafa verið rannsóknir á náttúruvá á svæðinu, lífríki sjávar og fjöru, dreifingu mengunarefna í sjó, hljóð- og sjónmengun. Þá hafa félagsleg og efnahagsleg áhrif álvers í Reyð- arfirði verið könnuð. Niðurstaða þeirrar könnunar er í grófum drátt- um sú að álver hefði jákvæð áhrif á efnahag og íbúaþróun á Mið-Aust- urlandi, að sögn Magnúsar. Magnús segir ekkert hafa komið fram í rannsóknunum sem hrein- lega komi í veg fyrir byggingu ál- vers á staðnum, til að mynda séu engar sjaldgæfar plöntur eða dýr í hættu. Mengunarvarnir mikilvægar Margir gripu tækifærið til spurn- inga að framsöguræðunum loknum. Mengunarvarnir virtust ofarlega í huga fundarmanna sem sýndu því mikinn áhuga að vothreinsibúnaði yrði komið upp í hinu fyrii'hugaða álveri. Þeir sem standa að matinu svöruðu því til að kröfur Hollustu- vemdar réðu því hvort búnaðurinn yrði í álverinu. Þeir telja líkur til hans verði ekki þörf við fyrsta áfanga álversins og sjá ekki ástæðu til að ganga lengra í mengunarvöm- um en yfirvöld telja nægjanlegt. Líklegt er að krafa verði gerð til uppsetningar vothreinsibúnaðar í ál- verinu ef til stækkunar þess kemur. Framkvæmdaraðilar héldu því fram að notast yrði við nýjustu tækni í hinu nýja álveri sem hefði litla mengun i för með sér. Þeir vora spurðir að því hvort þeir vissu til að sjúkdómar á borð við astma væm algengari meðal starfsmanna álvera og íbúa í grennd við þau en almenrtt gerðist. Fulltrúi Norsk Hydro svaraði því til að með þeirri tækni sem ný álver búa við í dag merki menn ekki mun á fjölda ast- matilfella meðal starfsmanna álvera og íbúa í grenndinni og því sem al- mennt gengur og gerist. Sú var hins vegar raunin áður fyrr þegar notast var við eldri tækni. Verður álverið reist? Menn virtust misjafnlega hrifnir af hugmyndinni um álver í Reyðar- firði. Einn fundarmanna spurði hvað þyrfti til að hætt yrði við áform um byggingu þess og lét í ljósi þungar áhyggjur af mengun í tengslum við álverið. Annar fundar- gestur hafði áhuga á að vita hvað heimurinn „hagnaðist" mikið á því að reisa álver á íslandi miðað við þá mengun sem sambærileg álverk- smiðja hefði í för með sér í landi þar sem kynda þarf með kolum. Fundargestur vakti athygli á því að hugmyndir um byggingu álvers í Reyðarfirði hefðu lengi verið í um- ræðunni en aldrei hefði orðið úr framkvæmdum. Hann sagðist hafa horft á eftir börnum sínum úr byggðarlaginu og lék forvitni á að vita hve miklar líkur væm á að verksmiðjan risi nú. Hann fékk þau svör að ómögulegt væri að segja til um hve líkurnar væm miklar en þær væra þónokkrar, þróun mála hefði aldrei fyrr verið jafn langt komin og nú. Mörgum lék forvitni á að vita hver borgaði gerð skýrslunnar sem HVH vinnur að. Garðar Ingvarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingar- stofunnar - Orkusviðs og formaður STAR svaraði því til að byggður hefði verið upp gagnabanki á löng- um tíma sem gagnist við matið nú. Ymsir aðilar hafa kostað þær rann- sóknir sem þar liggi að baki. Fyrir þær rannsóknir sem unnar hafa verið á vegum STAR að undanfömu greiði hins vegar framkvæmdaraðil- ar, Hydro Aluminium er einn þeirra. Áhrif á íbúaþróun og efnahag Sigfús Jónsson hjá Nýsi hf. varð fyrir svömm um áhrif álversins á íbúaþróun og efnahag á Austur- landi. Nýsir rannsakaði þann þátt og fékk kanadíska aðila til liðs við sig. Sigfús sagði rannsóknina meðal annars hafa leitt í Ijós að áþreifan- lega skorti atvinnutækifæri fyrir ungar konur á svæðinu og þær flytj- ist á brott fyrr en karlamir. Sigfús segir að talið sé að 1 starf í álverinu leiði af sér 2,3 til 2,5 störf í öðmm greinum. Lfldega muni þó ekki öll þessi störf koma fram á Austurlandi. Að mati Sigfúsar mun 1 starf í álveri í Reyðarfirði leiða af sér 1 starf í annarri grein á svæð- inu. Hann telur að álverið myndi hafa þau áhrif að fólk verði eftir á Austurlandi sem annars hefði flutt á brott. ,Álverið skapar fjölmörg tækifæri. Ég get samt ekki lofað ykkur að það bæti úr kvenmanns- skorti hér,“ sagði Sigfús að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.