Morgunblaðið - 18.08.1999, Page 14

Morgunblaðið - 18.08.1999, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kvennamiðstöð opnuð í Sarajevo í Bosníu Stofnuð að frumkvæði ís- lenskra kvenna íslensk stjórnvöld og íslensk kvenfélög eru meðal fjölmargra sem leggja lið uppbygg- ingu kvennamiðstöðvar í Sarajevo. Dr. Vil- borg ísleifsdóttir hefur haft forgöngu um að útvega miðstöðinni eigið húsnæði, en hún hefur víða leitað stuðnings fyrir verkefnið. VILBORG Isleifsdóttir-Bickel, doktor í sagnfræði, er búsett í Þýskalandi en þar er hún gjald- keri Þýskalandsdeild- ar BISER. I samvinnu við BISER í Sarajevo stendur félagið um þessar mundir að því að lagfæra hús í Ilidza sem er úthverfi Sarajevo en þar verð- ur opnuð kvennamið- stöð í næsta mánuði. „Opnun kvenna- miðstöðvar í Sarajevo hefur verið okkar baráttumál síðan 1997,“ segir Vilborg sem er einn stofn- enda BISER í Þýska- landi. „Þegar við keyptum húsið var það illa farið af skotárásum og búið að stela úr því öllu steini léttara - meira að segja höfðu rafmagnsleiðslurnar verið dregnar úr,“ segir Vilborg og bætir við að mikil vinna liggi að baki lagfæringum á húsinu. Húsið keypti BISER á fjórar miiljónir og hefur safnað fé til þess að gera það nothæft undir starfsemi. Á því voru gerðar gagngerar breyting- ar, það stækkað um- talsvert og keyptar innréttingar og hús- gögn. „Þetta er kannski enginn lúxus en þarna er allt nýtt og snyrtilegt," segir hún. Stofnað fyrir flóttakonur Félagið BISER er upphaflega bosnískt kvenfélag sem stofn- að var árið 1992 í kringum kvennamiðstöð í Króatíu fyrir bosnískar flóttakonur sem flúðu til Zagreb. Fljótlega eftir það Vilborg Ísleifsdóttir-Bickel Alþjóðleg Má.Dl„Ulá:f:r.D Nú sem fyrr er Ferðamálaskóli íslands leiðandi skóli fyrir þá, sem vilja auka menntun sína í ferðaþjónustu. Ferðamálaskóli íslands var fyrstur skóla til að byrja með alþjóðlegt IATA/UFTAA (Alþjóðasamband flugfélaga) nám, sem er viðurkennt um allan heim og hlotið hefur miklar vinsældir hér á landi. Ferðamálaskóli íslands hefur nú fyrstur skóla fengið samþykki IATA/UFTAA til að bjóða uppá nýtt námsefni, sem IATA/UFTAA hefur hleypt af stokkunum og á örugglega eftir að verða hagnýtt og eftirsótt nám. Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði Söluráðar Verðlagning Markaðsrannsóknir Markaðsumhverfið Markaðshlutun Arðsemi Árstíðarsveiflur Dreifing Auglýsingar Samkeppni Markaðsáæltanir Markaðsvirkni Sölustjórnun Sölutækni Markmið Stefnumótun Ferðaþjónusta á íslandi Námið er alls 300 stundir og kennt verður þrisvar í viku frá kl. 18.15-22.00. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekið er próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vílja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. Ferðamálaskóli Islands Bfldshöfða 18 567 1466 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Húsið var illa útleikið eftir skotárásir og því hefur mikil vinna verið lögð í lagfæringar. Aukið var um eina hæð og er húsið nú 420 fermetr- ar en var áður 260 fermetrar. skutu stuðningsfélög upp kollin- um í Þýskalandi, Sviss og Chicago. „Eftir átökin sem átt hafa sér stað á Balkanskaganum frá 1992, hafa konur átt mjög erfitt með að fóta sig í hversdaglegu amstri. Meðal bosnískra kvenna er mikið ólæsi og það gefúr augaleið að slikar konur eiga minnsta mögleika á atvinnu- markaðnum," segir Vilborg. „Konur á Balkanskaganum hafa verið mjög háðar fjölskyldum sínum, en nú þegar svo stór hluti karlmanna á góðum aldri er fall- inn er nauðsynlegt að þær taki til hendinni." BISER í Þýskalandi vinnur að áætlun sem hefur að markmiði að opna kvennamiðstöðvar og skóla fyrir bosnískar konur. Þijár kvennamiðstöðvar hafa lit- ið dagsins Ijós síðan 1993, í Tuzla, Travnik og Sarajevo. Vil- borg kveður Þýskalandsdeildina hafa þá sérstöðu að geta sótt um rekstrarstyrk til Evrópusam- bandsins, en fjárveitingar þaðan til félagsins hafa skipt mil|jónum. I Sarajevo hefur starfsemi ver- ið á vegum BISER í allan vetur en mun nú flytja í eigið húsnæði. „Félagið hefur tekið þá stefnu að reka kvennamiðstöðvarnar í eig- in húsnæði. Mikil spilling er á leigumarkaðnum og stundum eru leigusamningarnir ekki pappírs- ins virði. Það verður því stór dagur þegar við flyljum starf- semina í húsið,“ segir hún. í nýju miðstöðinni verða rekn- ir námsflokkar og boðið upp á grundvallarheilsugæslu, áfalla- hjálp og lögfræðiaðstoð. „Þarna eiga konur að geta tileinkað sér kunnáttu, sem kemur þeim að haldi í atvinnulífinu," útskýrir Vilborg. „Markmiðið er að skapa konum athvarf og hjálpa þeim til að fóta sig í nýjum veruleika sem fyrirvinnur og einstæðar mæð- ur.“ Einnig nefnir Vilborg að í Bosníu hafi verið reynt að setja á stofn kvennaathvörf sem fórnar- lömb nauðgana geti leitað tii. „Bosnískar konur vilja ekki fara í slík hús því þá vita allir hvað hef- ur gerst. í kvennamiðstöðina okkar eiga margir erindi hvort sem er á saumanámskeið, ensku- námskeið eða annað og því þarf enginn að vita hver leitar sér áfallahjálpar eftir svo skelfilega lífsreynslu." Ánægð með áhuga íslendinga Vilborg segist leita liðstyrks allsstaðar þar sem hún telur möguleika á honum. „Það var mjög nærtækt fyrir mig að leita eftir stuðningi heim til Islands, i:- Í: iSífp?*5": | Stórhöfða VÍ, við Gullinbrú, I afani 567 4844 og hér hafa allir tekið þessu mjög vel.“ fslensk stjórnvöld og íslensk kvenfélög eru meðal þeirra sem styrktu uppbyggingu kvennamið- stöðvarinnar í Sarajevo. „Við höfúm fengið 1.950 þúsund frá ís- lenskum aðilum og það hefur dugað til þess að stytta skulda- halann verulega," segir Vilborg. „Stuðningur þeirra kom sér af- skaplega vel og ég var undrandi á því hversu lítil kvenfélög úti á landi voru rausnarleg.“ Hún kveður áhuga íslendinga á mál- efninu mikinn og til marks um það nefnir hún að til standi að stofna íslandsdeild BISER. Hún nefnir einnig að Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra hafi heimsótt húsið 19. júní síðastlið- inn. „Hann var í Sarajevo í erind- um Evrópuráðsins, en hann var formaður ráðherranefndar þess. Mér þótti nyög gaman að hann skyldi kíkja á okkur, en þetta var í fyrsta skipti í manna minnum sem svo háttsettur maður hefur komið og beðið gagngert um að fá að tala við kvenfélag,“ segir hún brosandi. Vilborg kveður konur í Bosniu að mörgu Ieyti í svipuðum spor- um og íslenskar konur voru í upphafi þessarar aldar. „í raun og veru er tilkoma BISER ámóta viðbragð við vandamálum tímans og þegar að íslenskar konur, sem eitthvað höfðu til að miðla, settu á stofn húsmæðraskólana," segir hún. Norðurlandabúa segir hún sér- staklega vel liðna í löndum fyrr- verandi Júgoslaviu. „Á Norður- löndum er ekki til siðs að not- færa sér neyð fólks heldur að hjálpa fólki upp úr henni, „ segir hún og bætir við að yfirvöld í Sarajevo hafi spurt hver ætlaði að græða á þessari kvennamið- stöð, eftir að BISER konur höfðu kynnt þeim verkefnið. „Embætt- ismenn ætluðu ekki að trúa því að enginn ætti að græða á þessu, nema flóttakonur. En þess má geta að spilling er landlæg á Balkanskaganum," segir Vilborg og bætir við: „Þetta starf byggist á hugsjón, og hugsjónin er sú að bundinn verði endi á ofbeldi og kúgun gagnvart konum, að minnsta kosti í þessum heims- hluta - og það verður best gert með því að mennta konur og styrkja þær til þess að byggja upp lýðræði í sínu samfélagi." Vilborg segist ætla að halda ötullega áfram að safna fyrir bosnískar konur og bendir á að bankareikningur BISER er í Landsbankanum nr. 0111-26- 2000 Pantaðu núna * 555 2866 Kays - Argos - Panduro B.Magnússon Fax 565 2866 • bm@vortex.is Dýpkun Grindavík- urhafnar að ljúka FRAMKVÆMDIR við dýpkun innsiglingar Grindarvíkurhafnar ganga vel og eru verklok áætluð í þessari viku eða snemma í þeirri næstu. Síðan í lok apríl hefur sænska verktakafyrirtækið Skanska Dredging unnið að mynd- un rennu út frá höfninni en með til- komu hennar verður hægt að sigla beint inn til hafnarinnar. „Við höfum lokið dýpkun innsigl- ingarinnai’ og nú fara fram mæl- ingar til þess að staðfesta hvort réttu dýpi sé alls staðar náð,“ segir Juhani Naukkarinen, verkefna- stjóri fyrirtækisins Skanska Dredging. Sprengt á 160 stöðum Hann kveður verklok vera á æskilegum tíma en samkvæmt út- boðsgögnum voru þau áætluð 15. október. Sprengt var fyrir renn- unni á 160 stöðum og notað til þess níutíu þúsund kfló af sprengiefni. „Kraftur hverrar sprengingar var ekki mjög mikill,“ segir hann en þrátt fyrir það komu þær fram á jarðskjálftamælum Veðurstofu Is- lands. Samkvæmt upplýsingum frá Grétari Sigurðssyni, vaktstjóra Gr- indavíkurhafnar, vinna starfsmenn fyrirtækisins nú að borun fyrir leiðarmerkjum sem sett verða í rennuna þar sem hún þrengist, sjó- farendum til glöggvunar. Einnig hefur Skanska tekið að sér minni- háttar aukaverkefni við dýpkun innan hafnar. „Þeir hafa gríðarlega öfluga gröfu og eru að leika sér að því sem aðrir hefðu ekki möguleika á að framkvæma," segir Grétar. Eftir er að byggja brimgarða við Grindavíkurhöfn og verður ráðist í það verk næsta sumar eða árið 2001. ------»♦♦----- Kópavognr Ovenju mikið um hraðakstur RÚMLEGA þrjátíu voru teknir fyrir of hraðan akstur á Nýbýla- veginum í Kópavogi í gær og að sögn lögreglu mældist hraði eins ökumanns 97 km á klukkustund sem þýðir að hann missir ökuskír- teinið í einn mánuð og fær auk þess 20 þúsund króna sekt. Áð sögn lögreglunnar í Kópavogi eru venjulega teknir um 10 öku- menn á dag fyrir of hraðan akstur en undanfarna daga hefur sú tala þrefaldast og síðastliðna viku hafa um 30 verið teknir að meðaltali á dag. Lögreglan sagði að rekja mætti þessa aukningu að stórum hluta til þess að ríkislögreglustjóri hefði verið með myndavélabfl við störf í bænum á umræddu tímabili. ------♦♦♦------ Bátur vélar- vana í Faxa- flóanum RÉTT fyrir klukkan átta á mánu- dagskvöldið varð bátur frá Reykja- vík vélarvana í Faxaflóanum. Báts- verjar óskuðu eftir aðstoð Slysa- varnafélagsins og var björgunar- skipið Henry A. Hálfdansson sent á vettvang skömmu síðar. Báturinn var dreginn í land og reyndist um vélarbflun að ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.