Morgunblaðið - 18.08.1999, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Nýi leikskólinn í Garðinum er T-laga, liðlega 330 fm að flatarmáli.
Frágangur hússins sem og umhverfi þess er hið vandaðasta.
Nýr glæsilegur leikskóli
tekinn í notkun í Garðinum
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Snæfell
í felu-
búningi
Vaðbrekku, Jökul-
dal - Snæfellið er
stapi þegar það sést
úr suðri og er þá ekk-
ert ólíkt Herðubreið
að sjá. Algera auðn
er að sjá sunnan frá
Vatnajökli þar sem
jökullinn býr til alls-
konar listaverk í sam-
spili við aur og gijót
þegar hann bráðnar
og hopar.
Garði - Nýr liðlega 330 fm leikskóli í
Garðinum var vígður sl. sunnudag.
Hinn nýi skóli er tveggja deilda og
geta 44 börn verið samtímis í vistun.
Aætiað er að skólinn sé tvísetinn og
að sögn forsvarsmanna eru nú engir
biðlistar eftir skólavist.
Nýja byggingin hefur risið með
ógnarhraða. Fyrstu skóflustungumar
voru teknar 10. nóvember sl. af yngri
borgurum bæjarins en síðan tók
Húsagerðin hf. við sem aðalverktaki.
Áætlaður heildarkostnaður bygging-
ar, lóðar og tóla var 48,5 milljónir og
að sögn Jóns Hjálmarssonar, for-
manns byggingamefndar, virðast
þær áætlanir ætla að standast
í vígsluathöfninni sl. sunnudag var
margmenni. Sigurður Ingvarsson
oddviti setti hátíðina. Þá rakti Jón
Hjálmarsson_ byggingarsögu húss-
ins, prestur Útskálasóknar, sr. Björn
Sveinn Björnsson, blessaði húsið og
margir ungir söngvarar og lista-
menn skemmtu gestum. Þá bámst
skólanum margar góðar gjafír og má
þar nefna 150 þúsund kr. gjöf frá
kvenfélaginu Gefn sem mjög svo hef-
ur sett mark sitt á leikskólarekstur
Mikill fjöldi gesta var við vígsluna sl. sunnudag.
byggðarlagsins í 30 ára sögu hans.
Kvenfélagið Gefn hóf rekstur leik-
skóla í Garðinum 10. júní 1971 í 60
fm byggingu sem reist var í sjálf-
boðavinnu. Þær byggðu síðan við
skólann níu áram síðar og var sú við-
bygging tekin í notkun 14. septem-
ber 1980. Leikskólann ráku Gefnar-
konur til ársins 1986 að hreppurinn
yfírtók reksturinn.
I byggingarstjórn skólans sátu Jón
Hjálmarsson, Einvarður Albertsson
og María Anna Eiríksdóttir. Núver-
andi rekstraraðili skólans er Hafrún
Víglundsdóttir en hún hefur verið
rekstraraðili skólans í árafjöld.
Hraðfrystihúsið hf. Hnífsdal
Úr milliuppgjöri 1999 ^ ' ta*- i- i
iTCfflBnnraa JAN.-JUNl
Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna 912,0 855,3 +6,6%
Rekstrargjöld 765,1 721,8 +6,0%
Hagnaður fyrir afskriftir 146,9 133,5 +10,0%
Afskriftir fastafjármuna -81,5 -82,3 ■1,0%
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) -8,5 -5,9 +44,6%
Reiknaður tekjuskattur -17,8 -3,1 +469,1%
Hagnaður (tap) af reglulegri starfsemi 39,0 46,7 -16,4%
Aðrar tekjur og gjöld 4,6 3,4 +34,4%
Hagnaður ársins 43,6 50,1 -12.9%
Efnahagsreikningur 30.06.99 31.12.98 Breyting
1 Bgnio 1
Fastafjármunir Milljónir króna 2.142,4 2.117,7 +1,2%
Veltufjármunir 699,1 641,4 +9.0%
Eignir samtals 2.841,5 2.759,0 +3,0%
1 Skuldir Ofl eiqið fé: |
Eigið fé 614,2 574,6 +6,9%
Tekjuskattsskuldbinding 81,8 50,9 +60,8%
Langtímaskuldir 1.607,5 1.673,4 -3,9%
Skammtímaskuldir 538,1 460,2 +16,9%
Skuldir og eigið fé samtals 2.841,5 2.759,0 +3,0%
Sjóðstreymi 1999 1998 Breyting
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 94,9 79,8 +18,9%
Hraðfrystihusið hf. í Hnífsdal
Hagnaður nam
43,6 milljónum
HRAÐFRYSTIHÚSIÐ hf. í Hnífs-
dal skilaði 43,6 milljóna króna
hagnaði á fyrstu sex mánuðum
þessa árs en hagnaður á sama
tímabili í fyrra nam 50 milljónum.
Minnkandi hagnaður milli ára
skýrist einkum af auknum skött-
um, sem vora 17,8 milljónir á fyrri
hluta þessa árs samanborið við 3,1
milljón á sama tímabili í fyrra, og
minnkandi tekjum af hlutdeildarfé-
lögum, sem voru engar á fyrri
hluta þessa árs en 4,5 milljónir á
fyrri hluta síðasta árs.
Rekstrartekjur jukust þó milli
ára, vora 912 milljónir nú en voru
855 milljónir fyrri hluta síðasta árs.
Rekstrargjöld hækka úr tæpum
722 milljónum í fyrra í rúmar 765
milljónir nú. Hagnaður fyrir af-
skriftir var 147 milljónir en var 134
milljónir fyrstu sex mánuði síðasta
árs. Hagnaður af reglulegri starf-
semi fyrir skatta nam 56,8 milljón-
um nú en var 49,7 milljónir á fyrri
hluta síðasta árs.
Hagstæð afla-
samsetning
Ingólfur Áskelsson hjá greining-
ardeild Kaupþings Norðurlands
segir að aflasamsetning fyrirtækis-
ins sé mjög hagstæð um þessar
mundir og mikið um bolfisk. „Um
60% af heildarverðmæti afla er
þorskur, veiðin hefur verið góð og
verð haldist hátt. Afkoman er hins
vegar lakari nú en á sama tíma í
fyrra vegna þess að félagið borgar
meiri skatt á þessu ári. Framlegð
fyrir afskriftir er svipuð og allt árið
í fyrra, eða um 17%, en framlegð
fyrir skatta hefur aukist úr 2,25% í
6,23% milli ára. Þetta lofar því
góðu,“ segir Ingólfur.
í júní síðastliðnum undirrituðu
stjórnir Hraðfrystihússins hf. og
Gunnvarar hf. áætlun um samein-
ingu félaganna. Áætlunin gerir ráð
fyrir að samruninn muni verða með
þeim hætti að hlutabréf í Hrað-
frystihúsinu verði veitt í skiptum
fyrir hlutabréf í Gunnvöra. Fyrir-
hugað er að sameiningin gildi frá 1.
janúar 1999 og munu skiptihlutföll-
in byggja á efnahag í árslok 1998
að teknu tilliti til afkomu félaganna
á tímabilinu janúar til maí 1999.
Búist er við því að hluthafafundir
taki endanlega ákvörðun um sam-
einingu á næstunni.
Eigið fé Hraðfrystihússins var
614 milljónir í lok fyrri hluta þessa
árs og er nú 22% af heildareignum
fyrirtækisins en alls nema þær
rúmlega 2,8 milljörðum króna.
Fjárfestingar félagsins á tímabil-
inu námu 98 milljónum og vora
endurbætur á skipum langstærsti
hluti þeirra.
Tilboðsdagar
frá 18.-21. ágúst
Mikill afsláttur
Gluggatjaldabútar í úrvoli
Komið og gerið góð kaup!
epcil
Skeifunni 6,
sími 568 77 33.
Reynolds Metals
Co. hafnar Alcoa
Richmond. AP.
REYNOLDS Metals Co. hefur
hafnað 5,6 milljarða dollara tilboði
Alcoa Inc. í fyrirtækið. Sérfræðing-
ar segja þáttaskil nú verða og ólík-
legt að Reynolds verði áfram sjálf-
stætt fyrirtæki, heldur aukist nú
líkurnar á öðrum tilboðum. Því hef-
ur einnig verið haldið fram að ef til-
boð Alcoa er reiknað út, nemi það
ekki nema 4,2 milljörðum dollara.
Alcoa gerði tilboðið á miðvikudag
í síðustu viku og tveimur dögum
síðar kom tilboð frá fjárfestingar-
fyrirtæki í Chicago, Michigan
Ávenue Partners, sem að sögn tals-
manna þess var staðgreiðslutilboð
en upphæðir voru ekki gefnar upp.
Talsmenn þess fyrirtækis hafa þó
látið hafa eftir sér að það sé mikil-
vægt að Reynolds haldi sjálfstæði
sínu gagnvart Alcoa.
Stjórn Reynolds hélt fund um
helgina þar sem tilboð Alcoa var
rætt. í yfirlýsingu frá stjórninni
segir að tilboð Alcoa hafí verið ófull-
nægjandi og að stjórnin hafí ein-
róma samþykkt að kanna til hlítai’
alla möguleika með arðsemi að leið-
arljósi, þ.m.t. að selja fyrirtækið.
Sumir sérfræðingar hafa lýst því
yfir að tilboðið sé of lágt og tilboðs-
stríð sé nú í uppsiglingu. Þeir segja
einnig að Alcoa sé líklega tilbúið til
að fara hærra.