Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 21 Prímakov til forystu í öflugu kosningabandalagi Nýir tímar í rússn- eskum stjómmálum? Moskvu. Reuters. JEVGENÍ Prímakov, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, ákvað í gær að verða í forystu fyrir kosn- ingabandalagi Júrí Lúzhkovs, hins vinsæla borgarstjóra í Moskvu, og héraðsstjóranna. Með því hafa hugs- anlega orðið nokkur vatnaskil í rúss- neskum stjórnmálum og því er al- mennt spáð, að kosningabandalagið með Prímakov í -broddi fylkingar muni verða sigurvegari þingkosning- anna í desember. Akvörðun Prímakovs boðar ekkert gott fyrir Borís Jeltsín, forseta Rússlands, og kommúnista, sem nú eru ráðandi afl í Dúmunni, neðri deild þingsins. Hann nýtur meiri vin- sælda en nokkur annar rússneskur stjórnmálamaður og þær jukust fremur en hitt er Jeltsín rak hann úr embætti í maí sl. Þá er einnig talið líklegt, að hann muni bjóða sig fram í forsetakosningunum á næsta ári og geri hann það þarf Vladímír Pútín, núverandi forsætisráðherra, sem Jeltsín vill, að taki við af sér, ekki að gera sér neinar grillur um að hreppa embættið. Vinsældir Prímakovs byggjast ekki á því, sem hann hefur afrekað hingað til, heldur á þeim dulúð, sem umlyk- Jevgení Prímakov á frétta- mannafundi í Moskvu í gær. ur hann, og því orði, sem fer af hon- um fyrir gáfur og heiðarleika. Á Vest- urlöndum naut hann mikillar virðing- ar er hann gegndi embætti utanríkis- ráðherra og þótti allt hans fas ein- kennast af festu og áreiðanleik. Segja má, að Prímakov hafi verið dreginn nauðugur viljugur inn á sviðið og svo mikla áherslu lagði kosningabandalagið á að fá hann í sínar raðir, að Lúzhkov, sem hefur sjálfur stóra drauma um framtíð sína, lét honum fúslega eftir foryst- una. Prímakov lagði á sínum tíma stund á arabísk fræði og hann hafði mikil áhrif á stefnu Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins og síðar er hann reyndi án árangurs að koma í veg fyr- ir Persaflóastríðið 1991.1 fímm ár var hann yfirmaður þeirrar deildar leyni- þjónustunnar, sem hefur með að gera njósnir utanlands, en 1996 var hann skipaður utanríkisráðherra. Jók stöðugleikann Prímakov var tregur til að taka við forsætisráðherraembættinu en þótti vaxa mjög í starfi. Var hann raunar gagnrýndur fyrir að fara sér hægt í umbótum og daðra við aukna seðla- prentun en um það eru þó flestir sam- mála, að hann hafi komið á auknum stöðugleika í efnahags- og stjórnmál- um samtímis því að hafa stuðning Dúmunnar. Það hefur enginn annar rússneskur forsætisráðherra leikið eftir honum eftir hrun Sovétríkjanna. Prímakov er fæddur í Kíev eða Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, 29. okt. 1929 en ólst upp í Georgíu. Er margt á huldu um fjölskyldu hans en þó er vitað, að hann hefur misst bæði konu sína og son. Reuters Fælingarmáttur kjarn- orkuvopna í forgrunni INDVERJAR sögðu í gær að þeir myndu grundvalla lqarnorku- vopnaeign sína á fælingarstefnu, og að vopnaeign þeirra yrði ein- ungis hæfilega mikil til að hafa tilhiýðilegan fælingarmátt á hugsanlega óvini. Markmið slíkr- ar stefnumótunar væri að sann- færa hugsanlega árásaraðila um að Indverjar myndu svara af fullri hörku með kjarnorkuárás sem hefði það markmið að valda óvininum nægum skaða til að hann legði árar í bát. Mikil spenna hefur ríkt í sam- skiptum Indlands og Pakistans undanfarin misseri en bæði ríkin gerðu tilraunir með kjarnorku- Leiðtogar Bosníu sakaðir um að stela einum milljarði dala af alþjóðlegu hjálparfé Landlæg spilling sögð fæla erlenda fíárfesta frá Va.I, a d New York. AP. LEIÐTOGAR múslíma, Króata og Serba í Bosníu-Herzegóvínu hafa stolið allt að einum milljarði banda- ríkjadala, rúmlega 70 milljörðum ís- lenskra króna, af því alþjóðlega hjálparfé sem borist hefur til lands- ins, að því er bandaríska stórblaðið The New York Times greindi frá í gær. Svo rammt kveður að spillingu í Bosníu að hjálparstofrianir og erlend sendiráð hafa að sögn blaðsins reynt að gera lítið úr þjófnaðinum af ótta við að hræða í burtu erlenda fjár- festa. I skýrslu sérstakrar nefndar sem kannað hefur spillingu í Bosníu, og sem The New York Times hefur komist yfir, eru nafngreindir nokkr- ir embættismenn í stjórnkerfinu, sem allir hafa tengsl við þá stjórn- málaflokka sem fara með völd í Bosníu, og þeir sakaðir um að hafa grætt persónulega á þjófnaðinum. Halda flestir þeirra enn um stjórn- artaumana í landinu þótt að vísu hafí fimmtán verið vísað úr starfí af fulltrúa Vesturveldanna eða þeim meinað að sinna opinberu starfi. I skýrslunni, sem ekki hefur ver- ið gerð opinber, er greint frá einu tilfelli þar sem tíu erlend sendiráð og hjálparstofnanir töpuðu meira en tuttugu milljónum dollara, um fjórtán hundruð milljónum ísl. króna, sem lagðir höfðu verið inn á bankareikning í Bosníu. Einungis svissneska sendiráðið hefur hins vegar opinberlega gengist við tap- inu. Nefndin, sem starfar á vegum full- trúa Vesturveldanna í Bosníu, rann- sakar nú 220 tilfelli þar sem talið er að spilling hafi átt sér stað. Sjóðirn- ir, sem stolið hefur verið úr, áttu að fjármagna endurreisn landsins eftir hörmungar Bosníustríðsins; m.a. átti að búa til vegi, byggja hús og skóla, og fjármagna rekstur ýmissa opin- berra stofnana í þorpum og bæjum landsins. Skaðlegt lýðræðisþróun í Bosníu Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, og aðrir leiðtogar þjóðemishópanna þriggja, sem ráða hver sínum hluta landsins, hafa neitað ásökunum um svo víðtæka spillingu, en The New York Times fullyrti í frétt sinni að þrátt fyrir að Bosnía hefði hlotið rúmlega fimm milljarða bandaríkja- dala, um 350 milljarða ísl. króna, til uppbyggingarstarfs frá lokum Bosn- íustríðsins 1995 hefði landlæg spill- ingin fælt frá fjölda erlendra fjár- festa. vopn á siðasta ári, og hafa komið sér upp safni kjarnorkuflug- skeyta. Lá við að stríð brytist út milli landanna í sumar vegna hinnar langvinnu Kasmír-deilu en Vesturveldin hafa á hinn bóg- inn hvatt bæði ríki til að gerast aðilar að alþjóðasáttmálum um notkun kjarnorkuvopna, og til að skilgreina sérstaka stefnu í mál- um er varða kjarnorkuvopn. Meðal annars hefur McDonalds ákveðið að hefja ekki rekstur veit- ingahúsa í Bosníu eftir að embættis- menn gerðu kröfu um að þeim yrðu greiddar mútur og einnig hugleiðir Volkswagen-bílaframleiðandinn þýski nú alvarlega að hætta allri starfsemi í Sarajevo enda hefur rík- isstjórn Bosníu svikið nánast öll lof- orð sem hún gaf fyrirtækinu í upp- hafi, stungið undan fé og neitað að kaupa bíla af Volkswagen þótt fyrir- tækið hefði sett skilyrði þar að lút- andi er það samþykkti að hefja starf- semi í borginni. Hafa menn miklar áhyggjur af spillingunni enda þykir hún skaða mjög tilraunir manna til að koma á lýðræði í Bosníu og um leið tilraunir til að tryggja frið í landi þar sem enn kraumar undir niðri eftir blóðugt borgarastríð. aud-íimmtud. 10-18 Föstudaga 10-19 Laugardaga 10-18 12 - 17 Vestfjarðaleið Ferðaskrifstofa Skógarhlíð 10 arl®9d/ Æ Qt John s * Ný verslunarborg! ^Pafslasttii Brottíör frá Keflavík: "Xf 28.900,- eókanir he*. fcókanir he/ry. . Pr. mann t weg9ia matUiÚumoq aisting í tvær nætur a , Wtíðaö er viö aö terðin se greidd twrír 15. sept n.k, Sími 562-9950
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.