Morgunblaðið - 18.08.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 18.08.1999, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ JARÐSKJÁLFTINN í TYRKLANDI Mikið mannfall og griðarleg eyðilegging í kjöifar öflugs jarðskjálfta í Vestur-Tyrklandi Flestir í fastasvefni er skjálftinn reið yfir Stúlka liggur föst undir rústum húss í Istanbúl í gær en hjálparstarfsmenn gera allt hvað þeir geta til að koma henni til bjargar. Reuters JARÐSKJALFTINN I TYRKLANDI Öflugur jarðskjálfti, sem mæfdist 6,7 á Richters-kvarðanum, olli gífurlegu manntjóni í Vestur-Tyrklandi aðfararnótt þriðjudags Istanbul A.m.k. fjörutíu létust. Golcuk Izmit Tuttugu sjómenn Upptök jarðskjálftans, fórust og tvö sem oili eyðileggingu hundmð lokuðust fjölda bygginga. Einnig inni í bækistöðvum braust út mikill eldur í 'rkneska sjóhersins. olíuhreinsistöð íborginni. Látnirskipta hundruðum. Sapanca Þjóðvegur 1 eyði- lagðist þegar brú yfír veginn hrundi. SVARTAHAF Borgir og bæjir þar sem mikill mannskaði og tjón varð. ‘Heimild: British Geological Survey Izmit, Ankara, Genf, Róm. Reuters. „SEGÐU mér að börnin mín séu enn á lífi,“ sagði einn óttasleginna borgarbúa Istanbúl við fréttamann Reuters rétt eftir að jarðskjálftinn reið yfir í fyrrinótt, sem kostaði a.m.k. á þriðja þúsund manns lífið. Hundruð manna sem svipað var ástatt um grófu með berum höndum í húsarústunum og leituðu ástvina. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í mörgum héruðum Tyrklands, en skjálftinn átti upptök sín á einu þéttbýlasta svæði landsins. Upptök skjálftans voru við iðnað- arborgina Izmit sem stendur við Marmarahaf, um 90 km suðaustur af Istanbúl. Reið hann yfir klukkan 3.02 að staðartíma, aðfaranótt þriðjudags, eða rétt eftir miðnætti að íslenskum tíma. Á þeim tíma voru flestir í fastasvefni og er það talið eiga stóran þátt í hinu mikla mannfalli. Að sögn tyrkneskra yfirvalda mældist styrkleiki skjálftans 6,7 á Richterskvarðanum, en mælitæki jarðvísindastofnana víða um heim sýndu allt að 7,8 stig á Richter. „Það er mögulegt að sami skjálftinn mælist missterkur, eftir því hvaða mælingabúnaður er notaður," sagði jarðfræðingur á Kandilli-jarðvís- indastofnuninni í Istanbúl, aðspurð- ur um ástæðumar fyrir þessari mis- munandi styrkleikamælingu. „Það er þetta sem virðist hafa gerst,“ sagði hann. Á síðastliðnum tveimur áratugum hefur aðeins einn jarð- skjálfti mælst sterkari en 7,8 á Richter, en það var 8,1 stiga skjálfti sem varð um 9.500 manns að bana í Mexíkó árið 1985. Mest mannfall í Izmit Áhrifa skjálftans gætti í Ankara, höfuðborg landsins, sem er í yfir 400 km fjarlægð í austur frá Izmit. Þá varð skjálftans einnig vart í Búlgaríu. Mesta mannfallið varð í Izmit en tyrkneskar fréttastofur greindu frá fórnarlömbum í borg- unum Istanbúl, Bursa og Eskisehir. Fréttamenn frá AFP urðu vitni að því er hundruð borgarbúa í Izmit leituðu að fólki í húsarústum skömmu eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Fjöldi bygginga hrundi til grunna og fólk, lífs og liðið, lá grafið í rústunum og virtust björgunar- flokkar ekki geta annað öllum verk- efnum sínum. Þá virtust borgarbúar vera yfir- bugaðir af skelfingu. Lagðist fólk þó á eitt um að bjarga eins mörgum mannslífum og unnt var. Tumar bænahúsa höfðu oltið um koll og vegir og stræti voru yfirfull af fólki sem reyndi að flýja hamfarirnar. Sjónvarpsmyndir sýndu móður reikandi um stræti Izmit með látið bam sitt í höndunum. Tugir manna létust í Istanbúl og hundruð vora slösuð eftir að hafa stokkið fram af svölum íbúðarhúsa í geðshræringu. Þá sýndi tyrkneska ríkissjón- varpið loftmyndir frá bænum Golcuk þar sem heilu húsalengjum- ar lágu sem jafnaðar við jörðu. Nauðsyn á sérþjálfuðum leitarsveitum Ahmet Sagar, yfirstjómandi sam- ræmdra björgunaraðgerða, sagði í gær að stjómvöld yrðu að fá sér- þjálfaða leitarhunda og tæknibúnað svo unnt yrði að staðsetja þá sem enn væru í rústunum. Sagði hann jafnframt að stjómvöld ættu nægar birgðir af matvælum og tjöldum fyrir þá sem verst urðu úti. Alþjóðlegar hjálparstofnanir sögð- ust í gær vera reiðubúnar að grípa til aðgerða en enn væri beðið eftir formlegri beiðni ríkisstjómar Tyrk- lands þess efnis. Ríkisstjómir Sviss, Rússlands, Austurríkis og Svíþjóðar, meðal annarra, buðu fram sérþjálf- aða leitarhunda og leitarflokka og sagði Sergio Piazzi, yfirmaður Evr- ópuskrifstofu Mannúðaraðstoðar Sa- meinuðu þjóðanna (OCHA) í Genf, að ef tyrknesk stjómvöld færa fram á aðstoðina yrði hún veitt um hæl. Sagði hann að Tyrkir væra vel í stakk búnir til að takast á við afleið- ingar náttúrahamfara en ef aðstoðar yrði þörf mundi alþjóðleg aðstoð berast slq'ótt. Tyrkneski Rauði hálfmáninn hefur sett upp fjórar neyðarstjórn- stöðvar á þeim svæðum er verst urðu úti og sjúkrahús í ferða- mannabænum Yalova við Marm- arahaf. Hin gríðarlega eyðilegging vegna skjálftans er rakin til þess hve upp- tök hans vora grannt í jarðskorp- unni eða um 10 km undir yfirborði jarðar. Hafa jarðskjálftafræðingar varað við því að hörmungarnar kunni ekki að vera að baki því búist er við röð eftirskjálfta sem kunni að verða harðir. Litla Asía, skaginn sem Tyrkland nær yfir, er lítill jarðskorpufleki sem er á milli tveggja annarra, gríð; arstórra, og færist í vesturátt. Á svæðinu era jarðskorpuhreyfingar tíðar og síðan 1939 hafa ellefu öflug- ir skjálftar riðið yfir svæðið. Síðasti öflugi skjálftinn sem átti upptök sín við Izmit varð árið 1967 og mældist hann 7,1 á Richter. Jarðfræðingar höfðu varað við því að öflugur skjálfti kynni að ríða yfir og árið 1992 voru sagðar 12% líkur á að tO slíkra náttúruhamfara myndi koma fyrir árið 2020. Jarðskjálftafræðingar sem BBC ræddi við í gær töldu að hægt hefði verið að koma í veg fyrir svo mikið mannfall ef opinberir embættismenn hefðu ekki sniðgengið reglugerðir sem kveða á um byggingarstaðla til að koma í veg fyrir manntjón. Dr. Polat Gulkan, prófessor við Middle East Technical University, í Ankara sagði í samtali við frétta- stofu BBC að hann og aðrir hefðu varað við ástandi bygginga á svæði því sem verst varð úti í gær. Sagði hann öran flutning fólks til þéttbýl- issvæðisins vera eina ástæðuna en talið er að byggingaverktakar reisi oft hús á methraða án þess að skeyta miklu um gæðin. Talið er að í Istanbúl einni, en þar búa um tólf milljónir manna, uppfylli aðeins um helmingur bygginga í smíðum stranga öryggisstaðla. Svalirnar björguðu Muzaffer Yarla Istanbul, Reuters MUZAFFER Yarla, miðaldra fjögiirra barna föður, varð það til bjargar að hann dvaldi stutta stund á svölum íbúðar sinnar í sjö hæða fjölbýlishúsi í fátækrahverfi í Istanbul í morg- unsárið þegar jarðskjálftinn reið yfir borgina. Húsið hrundi eins og spilaborg en svalirnar féllu í heilu lagi niður á götu. Kona Yarla, þrjú börn þeirra og tengdadóttir grófust undir rústunum. Urðu fátækrahverfi stórborganna Istanbúl og Izmit verst úti af völdum skjálft- ans. í borginni Izmit, 90 kílómetrum austur af Istanbul, sem er mun nær upptökum skjálft- ans, jöfnuðust heilu hverfin við jörðu. Fjöldi fólks hefur nú þegar yfirgefið borgina en fyrir þá er eftir sitja hafa verið reistar tjaldborgir. Fahrettin Duman er einn sjálfboðaliðanna er börðust allan daginn við að lyfta múrbrotum og veggjarbrotum til að komast að fólki lífs eða liðnu í rústunum. „Við töldum átta manns sem virðast sitja undir þungum vegg við inn- gang eins hússins. Við náum þeim ekki út, ekki einu sinni með því vélarafli sem við höfum. í byijun heyrðum við lifsmark en nú ríkir þar þögnin ein,“ sagði Duman í viðtali við blaða- mann Reuters. Fjölskylda í Istanbul bjargaðist fyrir heppni þegar húsið þeirra féll á hliðina, en þeim tókst að halda sér réttum megin. „Ég vil fá mömmu mína,“ hrópaði Muhammed, fimm ára strákur, sótsvartur í framan í rykugum náttfötum, þegar slökkviliðsmaður bjargaði honum úr rústum hússins. Nágrann- arnir höfðu stuttu áður komið móður hans og systur til bjargar sem brustu í grát þegar þær sáu litla drenginn. Heimilislausir búa sig nú undir langa bið en yfírvöld hafa einnig varað fólk við að halda til í ótraustum byggingum þar sem þær gætu hrunið af minnsta tilefni. Fólk sást nálægt slys- stöðunum bera nestiskörfur og bækur í átt að almenningsgörðum og fjaldbúðum. Reuters Ibúi í Istanbúl rótar í rústum fimm hæða byggingar, sem hann bjó í, en jarðskjálftinn í gær jafnaði húsið við jörðu. Mannskæðir jarðskjálftar MANNSKÆÐUSTU jarðskjálftar tuttug- ustu aldarinnar, raðað upp eftir stað, dag- setningu, hversu öflugir á Richters-skalanum þeir vora og fjölda látinna. • Tangshan í Kína; 28. júlí 1976; 7,8 til 8,2 á Richter; 240.000 fórust. • Yokohama í Japan; 1. september 1923; 8,3 á Richter; 200.000 fórust. • Gansu í Kína; 16. desember 1920; 8,6 á Richter; 100.000 fórust. • Norður-Perú; 31. maí 1970; 7,7 á Richter; 70.000 fórust. • Norðvestur-íran; 21. júní 1990; 7,3-7,7 á Richter; 50.000 fórust. • Austur-Tyrkland; 26. desember 1939; 7,9 á Richter; 33.000 fórust. • Chillan í Chile; 24. janúar 1939; 8,3 á Richter; 28.000 fórust. • Norðvestur-íran; 16. september 1978; 7,7 á Richter; 25.000 fórust. • Norðvestur-Armenía; 7. desember 1988; 6,9 á Richter; 25.000 fórust. • Guatemala; 4. febrúar 1976; 7,5 á Richter; 22.778 fórust.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.