Morgunblaðið - 18.08.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 18.08.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 49 Veggjalist setur svip á bæinn Hávær tónlist barst frá vegamótum Miklu- brautar og Háaleitisbrautar á laugardag- inn þar sem hópur fólks var samankominn að fylgjast með fæðingu skrautlegrar veggjamyndar. Ddra Osk Halldórsdóttir rann á hljóðið og spjallaði við listamennina sem segja krot vera fyrir kjána en „graffiti“ sé list sem lífgi upp á borgina. Morgunblaðið/Jim Smart Það var fjör í fólki þegar graffiti-listamennirnir og tónelskir vinir þeirra stilltu sór upp fyrir ljósmyndara á laugardaginn. VEGFARENDUR um Miklubrautina á laugar- daginn var urðu varir við veislustemmningu mikla sem ríkti á vegamótum Miklubraut- ar og Háaleitisbrautar, nánar tiltek- ið á túninu fyrir framan vegg nokkum sem margir kenna við Fönn, enda hefur auglýsing frá fyr- irtækinu prýtt vegginn um árabil. Eflaust hefur einhver haldið að þar væri að sannast að ekkert taumhald væri á ungdómi þessa lands, sem slægi bara upp veislu á næsta grasbletti og væri þar að auki að mála einhverja óáran yfir veggi borgarinnar, örugglega i leyf- isleysi. En þeir sem kynntu sér mál- ið nánar hafa eflaust séð að enginn krass-hópur var þarna á ferðinni heldur ungt fólk sem saman voru að búa til veggjalistaverk sem ætti frekar að sýna fjölbreytileika mann- lífsins í borginni en að vera merki um virðingarleysi við umhverfið. Morgunblaðið/Sverrir Graffiti-verkið fuilbúið þar sem sex listamenn lögðu hönd á plóg. Frumkvæði listamannanna Sex ungmenni máluðu verkið á vegginn á laugardaginn og hafa þeir allir komið nálægt veggjalist eða „graffiti" áður, gerðu m.a. vegginn fyrir Bflanaust. Nú er umhverfið ut- andyra vettvangur þeirra sem stunda „graffiti" og þurfa þeir því að vera í góðu sambandi við húseig- endur til að geta stundað list sína. Hópurinn fékk þá hugmynd að skreyta vegginn á vegamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar andi að fá að leggja íslenskum veggjalistamönnum lið. Stuðningur borgaryfirvalda Hópurinn hafði heyrt af verkefni á vegum borgarinnar sem kallast Reykjavík í sparifótin og haft var samband við borgaryfirvöld um hvort vegglistaverkið við Miklubraut væri ekki liður í því verkefni. Það varð úr að borgaryfirvöld borguðu flugmiðann fyrir þýska listamanninn til landsins og segir Ása Hauksdótth' að með því sýni borgaryfirvöld „að þau styðji jákvætt framtak og frum- kvæði ungra graffiti-listamanna þeg- ar verið er að fegra borgina, en ekki að krota í óleyfi". Á menningarnótt verður veggur- inn formlega vígður en þá verða all- ir graffiti-listamennirnh' á staðnum, utan Neck þess þýska, frá kl. 17.30-19 og munu svara fyrirspum- um frá forvitnum borgarbúum og segja frá tilurð verksins. Víst er að þá mun tónlistin óma í hverfinu og stuðningsmenn „graffiti“-listar vera á staðnum eins og þegar verkið var búið tfl á laugardaginn. Sroart Morgun' ib\aSið/l'n' > og hafði samband við Ásu Hauks- dóttur, verkefnastjóra menningar- sveitar Hins hússins, og í samráði við hana voru möguleikamir skoð- aðir. Fannarveggurinn á Miklu- braut þótti henta vel undir graffiti- verk enda keyra þúsundir manna fram hjá veggnum daglega. Hópur- inn hafði samband við Ara Guð- mundsson, framkvæmdastjóra Fannar, sem tók vel í hugmyndina og gerði enn betur því ákveðið var að styrkja hópinn með máln- ingu sem fengin var hjá fyrirtæk- inu Arvík sem að auki lánaði stiga til verksins. Einn úr hópnum, Trausti Skúla- son, fékk þá hugmynd að fá þekkt- an erlendan „graffiti“-listamann til liðs við hópinn og hafði samband við graffiti-listamann sem kallar sig Neck og er þekktur í heima- borg sinni Dusseldorf og er þar að auki með myndir af mörgum verka sinna á Netinu. Trausti sendi Neck tölvupóst og var hann himinlif- Trausti Skúlason hefur stundað „graffiti" frá árinu 1993. „Mér finnst graffiti vera list og eiga ekkert skylt með kroti á veggi.“ Hann bætir við að mögu- leikar þeirra sem eru að byrja í veggjalist séu oft takmarkaðir vegna þess að nánast cngin svæði eru lögleg til þeirra verka. „En ég held að „graffiti" sé komið til að vera og mun vænlegra sé fyrir borgar- yfirvöld að hafa einhver ákveðin svæði lögleg fyrir „graffiti" enda er það alþekkt víða í Evrópu. Trausti segir að veggmyndin við Miklubraut hafi verið Iauslega skipulögð fyrirfram á pappír, enda séu margir sem komi að verkinu. Aðspurður um hvort eitthvert stef hafi verið haft í huga í upphafi segir hann það ekki svo en þó hafi verið ákveðið að nota mest gráa, hvíta og rauða liti. „Það er vonandi að maður fái að gera fleiri svona verk því þau verða þá alltaf betri og betri,“ segir Trausti. „Mér fannst frábært að heyra að á íslandi væru til „graffiti“-listamenn,“ segir Neck sem segir algjört ævintýri að koma til íslands. Hann segir að borgar- yfirvöld í Dilsseldorf hafi lagt til þrjá stóra hús- veggi þar sem „graffiti“-málarar geti iðkað list sína. En hvað er svona merkilegt við „graffiti"? „Þetta er ákveðin aðferð við að tjá sig og setja sitt mark á umhverfið. Nafn þess sem gerir „graffiti“ skiptir líka miklu máli og aðrir í bransanum geta strax séð hverjir eru á ferðinni hvar.“ Neck segir að vissulega hafi fólk mismunandi skoðanir á „graffiti" en margir séu samt farnir að sjá hvað það getur lífgað upp á umhverfið og sé fallegra en t.d. gráir steypuveggir. Neck segist alltaf hafa haft áhuga á teiknun. Hann er að læra grafíska hönnun í DUsseldorf og segir að nú sé hann búinn að gera „graffiti“-verk í næstum því tíu ár. Kjartan Páll Sveinsson segist hafa kynnst „graffiti" fyrir tíu árum úti í Svíþjóð og að hann hafi stundað það undanfarin 4-5 ár. „Það er miklu meira um „graffiti" í Sviþjóð heldur en hérna heima. Það er fullt af stöðum í borginni sem eru forljótir og væri miklu meira vit í því ef borgaryfirvöld leyfðu okk- ur að gera þar flottar myndir sem yrðu síðan látn- ar í friði.“ Kjartan bætir við að þeir sem kroti úti um allan bæ sé hópur sem eyðileggi orðspor þeirra sem stunda „graffiti" af alvöru. „Graffiti" er hluti af ákveðnum lífsstíl. Hip-hop-tónlistin spilar stórt hlutverk, breikið og margt fleira. Þetta er ákveðin menning sem hefur náð fótfestu hérna af því að hún er skemmtileg. Og við erum komin til að vera,“ segir Kjartan að iokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.