Morgunblaðið - 14.09.1999, Side 4

Morgunblaðið - 14.09.1999, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkomulag um reglur um sölu á hlut ríkisins 1 FBA Unnið að nán- ari útfærslu Fyrsta áætlunarflug Flugleiða með frakt til Norður-Ameríku Morgunblaðið/Kristinn Vélin fermd í Keflavík í gærkvöldi. Hún er máluð í nýjum litum Flugleiða. Flutningsgetan stóreykst NÝ fraktflugvél Flugleiða, Boeing 757-200F, með allt að 38 tonna burð- argetu, hóf áætlunarflug frá Kefla- víkurflugvelli í gærkvöldi. Vélin er sú fyrsta í fiota Flugleiða, sem máluð er í nýjum litum félagsins. Nýja vélin hefur tvíþætt hlut- verk. Hún mun annars vegar sinna reglulegum fraktflutningi til og frá íslandi. Hins vegar mun hún flytja hraðsendingar fyrir alþjóðahrað- sendingafyrirtækið TNT milli Liége og New York með viðkomu í Keflavík. Þetta er í fyrsta sinn sem flogið er beint til Norður-Ameríku i reglulegu áætlunarflugi með frakt. Flutningsgeta til og frá Banda- ríkjunum fyrir inn- og útflutning mun aukast um yfir 8.300 tonn á ári. Þá vega flutningar fyrir TNT mjög þungt en að jafnaði verða flutt á ári hverju yfír 10.000 tonn af hraðsend- ingum, bréfum og pökkum milli Evr- ópu og N-Ameríku fyrir fyrirtækið. Aukin tengigeta þýðingarmikil Pétur J. Eiríksson, framkvæmda- stjóri viðskiptasviðs Flugleiða, segir að aukin tengigeta félagsins báðum megin Atlantshafsins sé afar þýðing- armikil fyrir Flugfrakt Flugleiða. Verið sé að svara kröfum viðskipta- vina með því að bjóða tíðari ferðir og meiri flutningsgetu. Framvegis verður flogið sex sinn- um í viku milli Keflavíkur og Liége í Belgíu, og fímm sinnum í viku milli Keflavíkur og JFK-flugvalIar í New York í Bandaríkjunum. Nýja vélin, sem var smíðuð árið 1989, var tekin á leigu til fimm ára og leysir af hólmi Boeing 737-300F vél sem félagið hefur notað í hálft annað ár. FULLT samkomulag er með stjórnarflokkunum um fram- kvæmd sölunnarí Fjárfestingar- banka atvinnulífsins, að því er fram kemur í.yfirlýsingu frá for- sætisráðuneytinu í gær. Nánari út- færslu er hins vegar ekki lýst. Að sögn Finns Ingólfssonar viðskipta- ráðherra verða þær reglur sem gilda munu um söluna kynntar þegar einkavæðingarnefnd hefur lokið nánari útfærslu á þeim. „Það verður sem allra fyrst,“ sagði ráð- herra í samtali við Morgunblaðið í gær. I frétt Morgunblaðsins fyrir viku kom fram að unnið væri að undir- búningi forvals þar sem væntan- legir kaupendur að hlut ríkisins í FBA yrðu valdir. Hreinn Loftsson, formaður einkavæðingarnefndar, sagði þá að þeir sem áhuga hefðu á að bjóða í hlutinn gæfu sig fram. Viðkomandi þyrftu að uppfylla ákveðin skilyrði um skyldleika og tengsl og tilboð frá öðrum en þeim sem tækju þátt í forvalinu yrðu ekki tekin gild. Finnur Ingólfsson gefur ekki upp hvort ákveðið hafí verið að um forval verði að ræða. „Eins og seg- ir í yfírlýsingunni hefur ríkisstjói-n- in í meginatriðum náð saman um það hvernig standa á að sölunni á þessum 51% hlut í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins. Við höfum náð saman um að selja hlut ríkisins og fá sem hæst verð fyrir hann. Einkavæðingarnefndin er að vinna að frekari útfærslu á reglunum og þegar hún liggur fyrír, verður það kynnt,“ segir Finnur. í nefndinni sitja forsætisráð- herra, utanríkisráðherra, fjármála- ráðherra og viðskipta- og iðnaðar- ráðherra. I yfirlýsingu nefndarinn- ar segir: „Eignarhlutur ríkisins er í sameiginlegu forræði viðskipta- og iðnaðarráðherra og sjávarútvegs- ráðherra. Á grundvelli stjórnar- sáttmála ríkisstjórnarinnar starfar sérstök ráðherranefnd að stefnu- mörkun á sviði einkavæðingar. Nefndin hefur fyrir nokkru komist að samkomulagi um það hvernig staðið verði að sölu 51% hluta ríkis- ins í FBA. Fullt samkomulag er með stjórnarflokkunum um fram- kvæmd sölunnar. Á grundvelli þess er nú unnið að útfærsluatriðum er tengjast framkvæmd væntanlegrar sölu hlutafjárins. Stefnt er að því að salan fari fram síðar í haust. Framkvæmdin verður í fullu sam- ræmi við verklagsreglur um fram- kvæmd einkavæðingar, sem ríkis- stjórnin hefur sett sér, og í fullu samræmi við yfirlýsingar sem gefnar voru í tengslum við sölu þeirra 49% hluta ríkisins í FBA sem seldir voru í nóvember á síð- asta ári.“ Afkoma ríkissjóðs mun hagstæðari en gert var ráð fyrir í fjárlögum Tekjur geta orðið 10 milljarðar umfram fjárlög Ólafsvík Bátur eyði- lagðist í eldi SEX tonna plastbátur er gjörónýt- ur eftir að kviknaði í honum í höfn- inni í Ólafsvík síðdegis í gær. Feð- gamir Svavar Pétursson og Pétur Svavarsson voru að setja bátinn Árna Jónsson KE 109 í gang í gær þegar eldurinn kviknaði. Magnað- ist hann hratt upp þar sem olía slettist um allan bátinn. „Við vorum að setja í gang þegar eldurinn blossaði upp. Báturinn er gjörsamlega ónýtur þótt hann fljóti ennþá, en það á að taka hann upp úr höfninni," sagði Pétur í samtali við blaðið. Feðgarnir reyndu að slökkva eldinn en fengu ekki við neitt ráðið. Þeir komust í land áður en báturinn varð alelda og sakaði ekki. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. TALIÐ er að tekjur ríkissjóðs geti orðið allt að 10 milljörðum króna umfram áætlun fjárlaga á þessu ári miðað við rekstrarafkomu ríkissjóðs á fyrstu sex mánuðum ársins. Ut- gjöldin eru hins vegar talin geta aukist um 5 milljarða króna en sam- kvæmt þessu má ætla að rekstrar- afgangur ríkissjóðs geti orðið ná- lægt 7,5 milljörðum króna á árinu öllu, eða 5 milljörðum umfram fjár- lög. Miðað við þessar forsendur er gert ráð fyrir að lánsfjárafgangur ríkissjóðs verði um 20 milljarðar kr. miðað við 16,5 milljarða í fjárlögum. Rekstrarafgangur ríkissjóðs var 8,6 milljarðar króna á fyrri helm- ingi ársins og er það 6,9 milljörðum meira en reiknað var með í fjárlög- um. Heildartekjur ríkissjóðs á tímabilinu voru 90,6 milljarðar og heildgjöld 81,9 milljarðar. Frávikið kemur nær alfarið fram í auknum ríkistekjum, sem er 7,1 milljarði króna hærri en áætlað var. Lánsfjárafgangnr aldrei meiri I ljósi greiðsluuppgjörs fyrstu mánaða ársins hafa afkomuhorfur ríkissjóðs verið endurmetnar, en í fjárlögum ársins 1999 var gert ráð fyrir 2,4 milljarða króna rekstraraf- gangi ríkissjóðs. Fjármálaráðherra kveðst ánægður með þessar niður- stöður þegar á heildina sé litið: „Lánsfjárafgangurinn, sem er sú stærð sem er til ráðstöfunar til upp- greiðslu lána og þess háttar er stærri en nokkru sinni fyrr, eða upp undir 20 milljarðar. Það eru gríðar- lega miklir peningar og mikilvægt að ráðstafa þeim skynsamlega. Borga upp lán bæði innanlands og utan eða búa með öðrum hætti í haginn fyrir framtíðina eins og til dæmis með því að grynnka á skuld- bindingum í Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins og fleira. Þetta gef- ur okkur mikil tækifæri og nauð- synlegt er að halda rétt á spöðun- um,“ segir íjármálaráðherra. Mikill fjármagnstekjuskattur umfram áætlun Fjármagnstekjuskattur skilaði verulegum tekjum umfram áætlun, eða um 1.400 m.kr. Spurður um ástæður mikillar hækkunar á fjár- magnstekjuskatti bendir fjármála- ráðherra á að hér sé að hluta til um að ræða millifærslu innan ársins þar sem greiðslur lögaðila ganga að hluta upp í álagðan tekjuskatt síðar á árinu. Þá bendir hann á að arð- greiðslur til almennings hafi farið vaxandi. Meira sé um að fólk versli með hlutabréf, og innleysi sölu- hagnað en áður. „Fjármagnstekjuskatturinn sem slíkur kallaði fram ýmsar breyting- ar á hegðun manna. Fólk fór að leysa út söluhagnað sem það hefði ALLHARÐUR árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsvegar og Breiðholtsbrautar seinni hluta dags í gær. Fólksbifreið var ekið í veg fyrir sendibifreið sem kom akandi eftir Suðurlandsveginum og kastaðist fólksbifreiðin út af veginum þegar ellegar ekki gert vegna þess að hin almenna prósenta var það há. Þar fyrir utan hækkar þessi skattur eitthvað með almennum vexti í hag- kerfinu," segir Geir. Ráðherra bendir á að tekjuskatt- ur einstaklinga hafi hækkað tölu- vert og það sé í samræmi við þær tekjubreytingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu og virðast vera meiri en von var á. Tekjuskattur einstak- linga var 750 milljónir króna um- fram áætlun fjárlaga. bifreiðamar skullu saman. Kalla varð út tækjabifreið Slökkviliðs Reykjavíkur til að ná út ökumanni hennar og var hann fluttur á slysa- deild með sjúkrabifreið. Ökumaður reyndist þó ekki alvarlega slasaður. Bifreiðin skemmdist hins vegar töluvert. Þjónusta númer eitt! Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 948 laugardagar kl. 12-16 , BÍLAÞING HEKLU /VvWk e-'rtf í nofaZvm mlvw! Laugavegi 174.105 Reykjavik, sími 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is 'il sölu VW Passat 1600 Sasicline, nýskr. 10.1998. Ekinn 1.000 km, 17“ álfelgur, Goodyear lekk, spoiler að framan og aftan. 'oretex púst, kastarar að framan, lardína í afturglugga. Ásett verð ;r. 1.880.000. Nánari uppl. hjá lílaþingi Heklu í síma 569 5500. Morgunblaðið/Ingvar Slasaðist í árekstri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.