Morgunblaðið - 14.09.1999, Page 14

Morgunblaðið - 14.09.1999, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Gengið frá lóð nunn- anna Hafnarfjörður Hafnarfjarðarbær er um þessar mundir að leita verktaka til þess að ganga frá stétt og kanti við lóð á húsi Karmelnunna við Olduslóð. Karmelnunnur óskuðu aðstoðar bæjarins við frágang lóðarinnar. Að sögn Kristins Ó. Magnús- sonar bæjarverkfræðings er áætlaður kostnaður við fráganginn um tvær millj- ónir króna. Til stendur að steypa stétt og gangstétt- arkant og er verið að leita að aðilum til að taka að sér verkið. Ef það tekst verður verkið unnið fyrir veturinn. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar um svæðisskipulag Tungubakkavöllur taki ekki við æfíngaflugi Mosfellsbær SKIPULAGSNEFND Mos- fellsbæjar hefur samþykkt drög að umsögn um svæðis- skipulag höfuðborgarsvæðis- ins þar sem m.a. kemur fram að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að Tungubakkaflugvöll- ur taki við hlutverki Reykja- víkurflugvallar sem æfinga- völlur fyrir litlar flugvélar og kennsluflug. Nefndin telur að aðstæður gagnvart byggð séu svipaðar á Tungubökkum og í Vatnsmýi-inni. Þá lýsir skipulagsnefndin sig samþykkan tillögum ráð- gjafa við vinnu svæðisskipu- lagsins um að einn stór mið- bæjarkjami verði í Reykjavík og síðan þrír minni kjamar í Hafnarfirði, Smáranum og Mosfellsbæ. Akveðinn hluti sérhæfðra starfa verði stað- settur í minni kjöraunum. Meðal annarra athuga- semda er að nefndin lýsir þeirri skoðun sinni að breikka þurfi Vesturlandsveg að Skarhólabraut, óháð byggðaþróun. „Umferðar- magn um veginn milli Reykjavíkur og Mosfellsbæj- ar er þegar umfram afkasta- getu vegarins. Bent er á að umferðarmagnið fer hratt vaxandi og mun vaxa þrátt fyrir tilkomu Sundabrautar,“ segir í umsögninni. Þá er áréttað að mikilvægt sé að fyrst sé byggt í tengsl- um við núverandi byggð, þ.e. á auðum svæðum milli sveit- arfélaganna á höfuðborgar- svæðinu, áður en farið er í uppbyggingu utan núverandi marka þéttbýlissvæða. Taka þurfi mið af því að uppbygging vegakerfa og þjónustumannvirkja verði sem hagkvæmust. Einnig þurfi að finna eðlilegt jafnvægi milli æskilegrar íbúaþróunar til norðurs og suðurs miðað við þau meginmarkmið sem sett eru fram um æskilega fólks- fjölgun, dreifingu starfa, hag- kvæma uppbyggingu, vega- kerfi og þjónustumannvirki þannig að sem best sátt megi ríkja milli sveitarfélaganna. Jafnframt því að leggja áherslu á vemdun hins græna baklands Mosfellsbæjar legg- ur neíhdin einnig áherslu á að tekið sé tillit til hugmynda sveitarfélaganna um nýtingu og vemdun strandlengjunnar. Morgunblaðið/Ásdís Vetrarstarfíð að hefjast Bessastaðahreppur VETRARSTARF og félagslíf í Bessastaðahreppi er að hefj- ast þessa dagana og fyrir skömmu hittust forsvarsmenn helstu félagasamtaka í sveit- arfélaginu á fundi til þess að bera saman bækur sínar og skipta með sér afnotum af samkomusal sveitarfélagsins íyrir veturinn. Að sögn Ómars Stefánssonar, íþrótta- og tóm- stundafulltrúa Bessastaða- hrepps, komu saman fulltrúar Ungmennafélags Bessastaða- hrepps, Skátafélagsins Svana, foreldra- og kennarafélagsins, Kvenfélags Bessastaða- hrepps, Listafélagsins Dægradvalar, Lionskiúbbs Bessastaðahrepps, Hesta- mannafélagsins Sóta, Félags eldri borgara til að skiptast á upplýsingum um áform félag- anna í vetur og koma sér sam- an um stundatöflu þar sem ein uppákoman rekst ekki á aðra. I sveitarfélagi eins og Bessa- staðahreppi, sem sameinar kosti dreifbýlis og þéttbýlis, era margir íbúar virkir þátt- takendur í starfí fjölmargra félagasamtaka og veltur því á miklu að félögin tali sig saman um vetrarstarfið. Fornleifarannsóknir á minjum tengdum akuryrkju að hefjast Leita merkja um kornrækt í Akurey Akurey FORNLEIFAUPPGRÖFT- UR er að hefjast í Akurey í Kollafirði innan tveggja vikna. Þetta er hluti af verk- efni sem hefur að markmiði að sannreyna gildi fomra sagna um akuryrkju hér á landi, að sögn Garðars Guð- mundssonar, fornleifafræð- ings hjá Fornleifastofnun ís- lands. Hann hefur forgöngu um uppgröftinn, sem einnig mun fara fram á Garðskaga, í Dyrhólahreppi og Fagradal í Hvammshreppi í Mýrdal. „Verkefni okkar felst í því að fara á þessa fjóra staði suðvestanlands og reyna að sjá hvort þetta hafi í raun verið akrar og hvað hafi verið ræktað í þeim og á hvaða tíma,“ sagði Garðar í samtali við Morgunblaðið. „Það era tU örnefni og heimildir í fornbréfasöfnum og annars staðar en í raun er hvergi full vissa um að þessir staðir hafí verið notaðir sem akrar,“ sagði Garðar. Heimildir era í íslenska fornbréfasafninu um að kirkjan hafi haft sáðlönd í Akurey árið 1397. Þá bendir staðamafnið Akurey til að reynd hafi verið þar akur- yrkja. „í þriðja lagi þykjast menn hafa séð þarna leifar af einhverju sem gæti hafa ver- ið akur,“ segir Garðar. „Þama koma þessi þrjú at- riði saman og það gerir þenn- an stað áhugaverðan." Garðar sagði að víða um land væra garðreitir, sem mótar fyrir í landi, t.d. að sunnanverðu í brekkum. „Oft er um að ræða seinni tíma rækt en verið getur að eitt- hvað af þessu hafi verið akur- lönd. Meðan við vitum ekki hvað hefur verið akurlönd og hvað ekki er erfitt að gera sér grein fyrir hvað akuryrkja hafi verið þýðingarmikið fyrir viðurværi fólks hér á landi. Það era mjög fáar staðreyndir sem veita fuUvissu fyrir um að hér hafi verið komrækt fyrir utan skriflegar heimildir. Merkasta heimildin um það, að mínu viti, era kolaðar leyf- ar af byggi frá uppgreftrinum á Bergþórshvoli 1927.“ Garðar sagði að akramir sem tengjast verkefni hans yrðu skoðaðir og mældir upp. Grafnir verði prufu- skurðir og reynt að aldurs- greina með gjóskulagafræði. Síðan verða tekin sýni til frjógreiningar, sem Margrét Hallsdóttir hjá Náttúru- fræðistofnun mun annast, til að sjá hvað hafi verið ræktað í akrinum. Einnig verða tek- in fræði til örformgerðar- rannsókna (micromorp- hologia) í jarðvegsfræði. Tekin er heil kaka úr jarð- veginum, dælt í hana pólý- esterlausn, hún hert og síð- an tekin þunn snið til smá- sjárrannsókna þar sem hægt er að kanna uppbyggingu jarðvegsins með það í huga að finna ummerki um röskun af völdum plæginga og slíks. Jafnhliða verða tekin jarð- vegssýni til efnagreiningar þar sem kemur í ljós hvort borið hafi verið á svæðið og hvers konar áburður hafí verið notaður. Vettvangsrannsóknir verða unnar í þessum mánuði en síðan tekur við vinna við sýnagreiningu. Búist er við einhverjum niðurstöðum snemma á næsta ári. Verkefnið skiptist í tvennt. Auk vettvangsrannsókna og sýnatöku verða akrar skoð- aðir og mældir upp úr lofti og af landi. Þá fjarkönnun ann- ast Kolbeinn Ámason hjá Raunvísindastofnun Háskól- ans. Mjöll Snæsdóttir, forn- leifafræðingur, tekur þátt í fomleifarannsóknum með Garðari, Margrét Hallsdóttir hjá Náttúrafræðistofnun annast frjógreiningar og Magnús Sigurgeirsson, jarð- fræðingur, annast gjósku- lagarannsóknir. Skoskur sér- fræðingur, Ian Simpson, annast örformgerðarfræði- rannsóknir. Hann hefur unn- ið að uppgreftrinum að Hofs- stöðum í Þingeyjarsýslu og hefur skoðað ummerki um akuryrkju í Orkneyjum og Norður-Noregi. „Það verður forvitnilegt að skoða íslenska akra í samhengi við það sem hefur verið að gerast í lönd- unum í kringum okkur,“ seg- ir Garðar Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.