Morgunblaðið - 14.09.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.09.1999, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Helgi Símonarson á Þverá í Svarfaðardal varð 104 ára í gær HELGI Símonarson á Þverá í Svarfaðardal, elsti núlifandi karlmaður landsins, varð 104 ára í gær. Hann fæddist í Gröf í Svarfaðardal 13. september 1895. Helgi var hinn hressasti er blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti hann heim að Þverá sl. sunnudag, þar sem hann býr enn hjá Símoni syni sínum og dótturdóttur sinni Guðrúnu Lár- usdóttur, sem þar búa félagsbúi. Helgi sagðist vera við þokka- lega heilsu og þyrfti ekki að kvarta en sér hefði þó hrakað á árinu. Sjónin er farin að daprast og fætumir farnir að gefa sig en heyrnin er alveg þokka- leg. Hann sagðist kom- ast sinna ferða innan- húss en þyrfti aðstoð ef hann færi út úr húsi. Hann er hættur að horfa á sjónvarp og lesa blöð en hann fylgist enn vel með því sem er að gerast í gegnum útvarpið. Helgi átti ekki von á mörgum gestum í af- mæli sitt í gær enda ekki um neitt stórafmæli að ræða, eins og hann orð- aði það. Helgi sagði það ekki tmfla sig mikið að vera elstur íslenskra karlmanna og því síður að það héldi fyrir sér vöku. Helgi hefur verið mik- ill íþróttaáhugamaður alla tíð og hann eins og margir aðrir landsmenn fylgdist með því er KR- ingar lönduðu Islands- meistaratitlinum lang- þráða á laugardag. „KR- ingar hafa staðið sig mjög vel í sumar og þetta er því eðlileg niðurstaða og það er líka orðið ansi langt síðan þeir unnu titil- inn síðast.“ Helgi hefur einnig fylgst vel með góðum árangri ís- lenska knattspyrnulandsliðsins „og Guðjón (Þórðarson) hlýtur að vera ansi góður þjálfari. En það er búið að vera mikið um að vera á íþróttasviðinu þessa dag- ana og það er eins og þetta sé það eina sem skiptir máli.“ Knattspymulið Dalvíkinga hefiir einnig átt ágætu gengi að fagna í sumar og Helgi hefur fylgst með liðinu úr fjarlægð, enda hættur að fara á völlinn. „Ég hef nú ekki trú á því að liðið komist upp um deild en það yrði vissulega gaman. Liðinu hefur gengið upp og ofan en það er eitthvað sem vantar." Til stóð að rétta í Tungurétt í Svarfaðardal á sunnudag en Eg er við þokkalega heilsu og þarf ekki að kvarta Morgunblaðið/Kristján Helgi Símonarson, elsti núlifandi karlmaður landsins, fær sér kaffi heima á Þverá með Laufeyju Kristjánsdóttur, fjögurra ára stúlku frá Akureyri, en hún er hundrað ámm yngri en Helgi. réttum var frestað um viku vegna veðurs. Helgi hefur oftast farið á Tungurétt en hann var ekki alveg viss um hvort hann færi á þessu hausti, það færi m.a. eftir veðri. „Það hefúr ver- ið leiðindaveður að undanförnu með mikilli rigningu á hveijum degi. Við höfum ekki farið var- hluta af riðuveiki og það er því fátt fé í dalnum en Tungurétt er vel sótt af fólki.“ Símon og Guð- rún á Þverá tóku lömb á ný í fyrrahaust, eftir að hafa verið ljárlaus í fjögur ár vegna riðu. Forseti Islands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti Dalvíkurbyggð sl. vor og Helgi var einn af þeim fjölmörgu sem hittu hann að máli. Helgi hefur þekkt Ólaf Ragnar frá árinu 1965 er þeir voru saman á sam- komu framsóknarmanna á Þing- völlum. „Við Ólafur Ragnar lentum saman á herbergi og okkur varð svo skrafdrjúgt að við sofnuðum ekki fyrr en undir morgun. Hvorgur okkar hefur gleymt þessari nótt. Mér féll af- skaplega vel við þennan unga mann, hann var heilbrigður í skoðunum og mikil áhugamaður um framfarir og framkvæmdir á ýmsum sviðum. Við Ólafur Ragnar höfum hist annað slagið eftir þetta og spjöllum þá sam- an,“ sagði Helgi er hann riljaði upp kynni sín af forseta fslands. Nær til hjartans að finna þessa vináttu Helgi fær annað slagið heim- sóknir og sérstaklega hafa gamlir nemendur hans heimsótt hann í seinni tíð, þar á meðal fólk sem hann hefur ekki hitt í mörg ár. Hann hefur átt sam- verustund með gömlum ferm- ingarbörnum og gömlum nem- endum og fengið kveðjur í bundnu máli frá fermningar- börnum í Upsasókn árið 1939 og frá nemendum sinum fæddum 1927 og 1928. „Það hefur verið minn sólargeisli að fá að hitta þetta fólk og það nær til hjart- ans að finna alla þessa vináttu." Helgi kom inn á fátækt í sam- tali við blaðamann og sagði að það væri mikill munur á fátækt í dag og um og upp úr aldamótun- um. Sjálfur ólst hann upp í fá- tækt en hann missti föður sinn 1897 en hann drukknaði um vor- ið, er Helgi var á sínu öðru ári. Eftir Iát föður Helga, skaut afi hans skjólshúsi yfir hann og móður hans. „Fátæktin á þess- um tíma var alveg gríð- arleg og það er í raun al- veg furðulegt hvernig fólk hreinlega lifði af, þar sem fátæktin var sem mest. Og aðeins þeir sem áttu eignir og voru auðmenn gátu stundað nám. Mig langaði snemma að læra eitt- hvað en ég var aldrei í barnaskóla og fékk nán- ast enga kennslu fyrir fermingu." Líkaði vel í kennslunni í fyrstu ferð sinni til Akureyrar sá Helgi hvar Gagnfræðaskóli Akureyrar blasti við á Brekkunni. Hann hreifst mjög af skólan- um og hét því þá að ef hann einhvern tíma færi í skóla yrði það Gagn- fræðaskólinn á Akur- eyri. Og þaðan útskrif- aðist Helgi árið 1919 ásamt 20 öðrum nemendum. Eftir það stundaði hann kennslu, þar til hann fór í Kennaraskólann 1922. Hann tók kennarapróf árið eftir og stundaði siðan kennslu í 20 ár, eitt ár á Árskógsströnd og 19 ár á Dalvík og lét sig ekki muna um að ganga til Dalvíkur á þeim tíma. „Ég kenndi lengst af við barnaskólann á Dalvík og likaði það starf afskaplega vel.“ Helgi bjó á parti af jörðinni Völlum frá 1914 til 1930 að hann keypti Þverá. Á Völlum kynntist hann konu sinni, Maríu Stefaníu Stefánsdóttur, og giftu þau sig árið 1927. „Við vorum jafngömul, ég fæddur í septem- ber en hún í nóvember. Saman eignuðumst við sex börn en að- eins Símon er á lífi. María var ákaflega glaðvær og góð kona, sem vildi hjálpa öllum sem áttu í erfiðleikum." Unnið að stofnun hlutafélags um rekst- ur Snæfells í Hrísey Nýtt hlutafélag verði skuldlaust FORSVARSMENN sjávarútvegs- fyrirtækisins Snæfells, þeir Eirík- ur Jóhannsson stjórnarformaður og Magnús Gauti Gautason fram- kvæmdastjóri, áttu í gær fund með fulltrúum Hríseyjarhrepps. Eins og fram hefur komið liggur fyrir að færa pökkun á frystum afurðum írá frystihúsi Snæfells í Hrísey til Dalvíkur. Þrettán manns hafa starfað við pökkunina í eynni og ljóst að þeir munu flestir missa vinnuna, nema eitthvað annað komi til. Unnið að úttekt á stöðu atvinnumálanna Pétur Bolli Jóhannesson sveitar- stjóri sagði að menn hefðu farið yf- ir málin en að ekkert nýtt væri í stöðunni. Hann sagði að menn væru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig við að búa til eitthvað nýtt og að Snæfellsmenn væru í þeim hópi. Starfsmaður á vegum Atvinnuþró- unarfélags Eyjafjarðar er að gera úttekt á stöðu mála og sagði Pétur Bolli að sú skýrsla yrði væntanlega tilbúin um miðja vikuna. Þá er gert ráð fyrir að fulltrúi frá Byggða- stofnun, fulltrúai’ hreppsins og full- trúar Snæfells komi að frekari vinnu í kjölfarið. „Það er þó búið að ákveða að stofna hlutafélag í kringum þá vinnslu sem eftir er og þær eignir sem Snæfell á í eynni og er gert ráð fyrir að það verði skuldlaust fé- lag. Annað gengur ekki upp,“ sagði Pétur Bolli. Málin rædd á lokuðum borgarafundi Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvenær pökkunin verður ílutt frá Hrísey en Pétur Bolli taldi að það yrði aldrei fyrr en eftir ára- mót, þar sem byggja á nýtt hús- næði yfir pökkunina á Dalvík. „Það er þó ekki eftir neinu að bíða og tímabært að vinda sér í að skapa eitthvað nýtt.“ I gærkvöld var haldinn lokaður borgarafundur í Hrísey og sagði Pétur Bolli mjög þarft fyrir alla eyjarskeggja að taka þátt í þessari umræðu enda menn bæði hundfúlir og reiðir. Fleiri ferðir til Akureyrar Enn eykur íslandsflug þjónustu sína. Nú höfum við bætt við fjórðu ferðinni í síðdegisflugi til Akureyrar alla virka daga. Frá Reykiavík Frá Akureyri nýtt 07:40 11:40 15:40 18:40 08:45 12:45 16:45 19:45 ISLANDSFLUG Qorlr fíoirum fært aö ffjúga www.islandsflug.is sími 570 8090 Breytingar á rekstri Snæfells ekki tilkynntar til verkalýðsfélagsins Snertir marga fé- lagsmenn í eynni BJÖRN Snæbjörnsson formaður Verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju í Eyjafirði sagði að sú ákvörðun sjávarútvegsfyrirtækisins Snæfells að færa pökkun á frystum afurðum frá Hrísey til Dalvíkur, hafi ekki verið tilkynnt til félagsins. Þó sé hér um að ræða mál sem snerti stóran hluta félagsmanna verka- lýðsfélagsins í eynni. Björn sagði að þau fyrirtæki sem vildu vera í góðu samstarfi við verkalýðsfélögin settu menn inn í málin og ræddu þau. „Við er- um alltaf tilbúnir til viðræðna en ég verð var við mikla reiði meðal Hríseyinga enda hér um stóra að- gerð að ræða. Ég á í raun mjög Fundað með starfsfólki Snæfells í dag erfitt með að trúa því að Snæfells- menn ætli að gera þetta og kippa þannig grundvellinum undan byggðarlaginu. Það hlýtur líka að vera ábyrgðarhluti hjá fyrirtæki sem er búið að vera þarna í svo langan tíma, að labba í burtu einn góðan veðurdag. Það er ekki þetta sem menn sáu fyrir sér þegar unnið var að því að endurskipu- leggja rekstur Snæfells á sínum tíma.“ Peningahyggj' an orðin svo mikil Björn sagði að það geti vel verið hagkvæmara að hafa pökkunina á Dalvík en að fyrirtækið hefði ákveðnar skyldur gagnvart þessu fólki í Hrísey. „Hins vegar er pen- ingjahyggjan orðin svo mikil að það skiptir ekki máli hvernig ein- staklingnum líður.“ Porsvarsmenn Einingar-Iðju funda með starfsfólki Snæfells í Hrísey í dag, þriðjudag, þar sem farið verður yfir stöðu mála, að sögn Björns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.