Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fjárvangur fjárfestir í Plast- prenti FJÁRVANGUR hefur keypt 5,23% hlut í Plastprenti að nafn- virði 10.462.710 krónur, að þvi er fram kemur í tilkynningu til Verð- bréfaþings Islands. Um utan- þingsviðskipti er að ræða en gengi hlutabréfanna er ekki gefið upp. Lokagengi á hlutabréfum í Plast- prenti var í gær 2,40 og hækkaði um 20%. Viðskipti á Verðbréfa- þingi íslands námu 680.000 krón- um að nafnvirði. Hlutafé í Plastprenti var nýlega aukið um 15% eða um 30 milljónir króna að nafnvirði. Prentsmiðjan Oddi og Sigurður Bragi Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Sig- urplasts hf. eru meðal nýrra hlut- hafa og er Sigurður Bragi nýr framkvæmdastjóri Plastprents hf. Eðlileg hækkun Albert Jónsson hjá Fjárvangi segir Plastprent áhugaverðari fjár- festingarkost nú eftir aðkomu nýrra hluthafa. „Á undanfömum tveimur árum hafa verið erfíðleikar í rekstri Plastprents. Félagið skilaði tapi í fyrra og á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Ymsar spamaðaraðgerð- ir hafa verið notaðar til að ná betri rekstri og nú hefur náðst verulegur árangur síðastliðna þrjá til fjóra mánuði. Nýir aðilar hafa komið að rekstrinum, Prentsmiðjan Oddi og Sigurplast og hluthafahópurinn er því orðinn breiðari," segir Albert. I síðustu viku fór gengi hluta- bréfa í Plastprenti í 3 úr 1,50 en lokagengi var í gær 2,40. Albert segir gengi hlutabréfa félagsins hafa lækkað mjög síðustu 3-4 ár. „Gengi hlutabréfa í Plastprenti var um 8 fyrir þremur til fjóram áram en hefur síðan lækkað alveg niður í 1,50. Nú er félagið metið á um 500 milljónir og það er frekar lágt mat þegar til framtíðar er litið. Nú era komnir traustir aðilar að íyrirtæk- inu sem þekktir eru fyrir góðan rekstur. Það má því segja að útlitið sé bjart og fleiri hafa því sýnt fjár- festingum í Plastprenti áhuga,“ segir Albert. VIÐSKIPTI Richard A. Grasso, stjórnarformaður og aðalstjórnandi Kauphallarinnar i New York Morgunblaðið/Ásdís Richard A. Grasso, aðalstjórnandi Kauphallarinnar í New York, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti fslands, Ólafur Jóhann Ólafsson, forstjóri Advanta, og frú Dorrit Moussaiess. Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar, var meðal gesta í hádegisverðarboði forseta íslands á Bessastöðum en talið er að DeCode verði fyrst fslenskra félaga til þess að hljóta skráningu á bandarfskum hlutabréfamarkaði. Islancl ein af meginstoð- um mítímah agkerfis LEIÐTOGAFUNDUR Ronalds Reagans, for- seta Bandaríkjanna, og Mikhails Gorbatsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna, í Reykjavík árið 1986 gegndi mikilvægu hlutverki í þeirri alþjóðavæð- ingu sem nú ríkir í hagkerfí heimsins, segir Ric- hard A. Grasso, stjómarformaður og aðalstjóm- andi Kauphallarinnar í New York, New York Stoek Exhange, en hann snæddi hádegisverð á Bessastöðum í gær í boði forseta Islands, Olafs Ragnars Grímssonar. I erindi sem Grasso flutti í hádegisverðarboð- inu kom fram að Islendingar hafa átt þátt í að leggja granninn að meginstoðum nútímahagkerf- is. Ein þeirra hafi verið leiðtogafundurinn í Höfða fyrir þrettán áram og þær breytingar sem hafa orðið í pólitísku og efnahagslegu umhverfi heimsins í kjölfar hans. Grasso sagði að önnur ríki gætu horft til íslands vegna þess hve efna- hagsástandið á Islandi er traust og stöðugt. Þær breytingar sem hafi átt sér stað á íslenskum fjár- málamarkaði undanfarinn áratug sýni hversu hröð þróunin geti verið. Margfalt styttri tíma hafi tekið fyrir um helming íslenskra heimila að verða virkir þátttakendur á hlutabréfamarkaði, eða einungis tíu ár, en í Bandaríkjunum hafi þessi þróun tekið hátt í öld. Heimamarkaðurinn mikilvægastur Ekkert íslenskt félag er skráð á bandarískan hlutabréfamarkað en að sögn Grassos hefur út- lendum félögum fjölgað mjög í Kauphöllinni í New York á undanfömum áram og era þau orðin tæplega fjögur hundruð talsins. Hið sama gildi um bandarísk félög en yfir tvö þúsund af þeim rúmlega þrjú þúsund félögum sem era skráð í Kauphöllinni í New York vora ekki komin á markað fyrir áratug. Að sögn Grassos er ásókn útlendra félaga á bandarískan hlutabréfamarkað ánægjuleg en það megi samt aldrei gleyma því að heimamarkaður- inn sé mikilvægastur. Kauphöllin í New York er sú stærsta í heimi og er veltan þar meiri en samanlögð velta þeirra fimm kauphalla sem koma næstar. Að sögn Grasso getur þetta breyst eins og allt annað og tók hann sem dæmi þær breytingar sem hafa átt sér stað í Tokýó en velta Kauphallarinnar þar hefur minnkað tii muna vegna þeirra efnahags- erfiðleika sem ríkt hafa í Asíu. Miklar tækniframfarir hafi auðveldað öll við- skipti með verðbréf í heiminum og segii- Grasso að í dag skipti litlu hvar menn séu staddir í heim- inum þeir geti alltaf tekið þátt i kauphallarvið- skiptum á helstu mörkuðum heims. Á sama tíma hafi verð hlutabréfa verið á hraðri uppleið og markaðsvirði margra skráðra hlutafé- laga hækkað og viðskipti með þau aukist. w Verð áðurkr. 272.B0II- Verðnu kr. 199.000,-stgr. Síðumúla 20, sími 568 8799 Raðgreiðslur til allt að 36 mán. Chateaufl’flx 3+1+1, teg: 327 Stjórn Baugs íhugar 50% fjárfestingu í Bon- us dollar stores Yerslanir í anda Bónus á Flórída BAUGUR hf. hefur nú til athugunar að kaup 50% hlutafjár í Bonus dollar stores, keðju verslana sem verið er að setja upp á Flórída, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Baugi. Baugur hefur tryggt sér kauprétt á 50% hlutafjár og hefur fylgst með uppbyggingu fyrirtækisins frá upp- hafi, en þegar hafa verið opnaðar 6 verslanir. Hugmyndafræðin er að byggja upp einfaldar verslanir í anda Bónuss á Islandi, sem selja 70% sér- vöra og 30% matvöra. Uppsetning á verslununum hefur verið í höndum Jim Schafer, sem m.a. hefur unnið fyrir K-Mart og Wal- Mart, að því er fram kemur í fréttatil- kynningunni. Þriggja ára viðskiptaá- ætlun gerir ráð fyi'ir 50 verslunum undir merkjum Bonus dollar stores á Flórídasvæðinu og reiknað er með 30 milljóna króna hagnaði af starfsem- inni á næsta ári. Kostnaður við upp- setningu á hverri verslun mun nema sem svarar 11 milljónum íslenskra kr. í tilkynningunni kemur fram að Baugur hyggist setja upp verslanir undir Bónusnafninu víða um heim. Nú er verið að kanna uppsetningu á verslunum í samstarfi við Rema 1000 í Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.