Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 23 Samtök norrænna matvörukaup- manna Hvatt til samræm- ingar SAMTÖK norrænna matvörukaup- manna hvetja ríkisstjómir Norður- landanna til að samræma virðis- aukaskatt á matvælum og lækka gjöld á öli og víni og öðrum vörum svo að þau verði svipuð því sem al- mennt tíðkast innan ESB. Sam- þykkt var ályktun til stjómvalda í löndunum þessa efnis á fundi full- trúa samtaka norrænna matvöm- kaupmanna sem haldinn var í Kaupmannahöfn um síðustu helgi, að því er fram kemur í Fréttapósti Kaupmannasamtaka Islands (KI). KÍ eiga aðild að umræddum sam- tökum fyrir hönd Islands. Þar segir einnig að Island búi við nokkra sérstöðu, þar sem neytend- ur kaupi nánast einungis sérvörur í öðrum löndum. Háir skattar á þess- um vömm hérlendis skekki sam- keppnisstöðu íslenskrar verslunar gagnvart erlendri verslun. Háir skattar og gjöld á matvöru hér á landi em sagðir hafa áhrif á sam- keppnisstöðu atvinnurekstrar í tengslum við þjónustu við erlenda ferðamenn. ------------- Nýir stjórn- endur hjá Amazon.com NETSÖLUFYRIRTÆKIÐ Ama- zon.com Inc. hefur nýverið tilkynnt um ráðningu Warren Jenson, í stöðu framkvæmdastjóra en Jenson var áður fjármálastjóri hjá banda- ríska flugfélaginu Delta Air. Ráðn- ingin er liður í öflugu átaki til að styrkja stjómunarþátt félagsins. Áður hafði Jeffrey A. Wilke, frarn- kvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækinu Allied Signal’s gengið til liðs við Amazon.com, nánar tiltekið í sept- ember og í júní náði bóksölufyrir- tækið til sín Joseph P. Galli, fyirum forstjóra Black & Decker, eftir harðan slag við Pepsi gosdrykkja- framleiðandann. Að sögn sérfræðinga munu mannabreytingamar í stjóm fyrir- tækisins verða til að styrkja rekst- urinn til lengri tíma litið og skapa því aukið traust á mörkuðum. ----------------- Harrods á Netið London. Reuters. FORSVARSMENN bresku versl- unarinnar Harrods hafa tilkynnt áfonn um að hefja sölu á vörum verslunarinnar á Netinu. Netversl- unin verður samstarfsverkefni Har- rods og þýsku póstverslunarinnar Otto Versand. Netverslunin verður opnuð í nóv- ember, í fyrstu í Bandaríkjunum og Kanada. I mars á næsta ári verður opnað í Bretlandi og ætlunin er að önnur Evrópulönd, auk Japans, fái aðgang um mitt ár 2000. Slóð net- verslunarinnar er www.har- rods.com. GÓLFEFNABÚÐIN Mikíð urval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK Pfaff AG og móðurfélag þess Singer tekin til gjaldþrotaskipta Hefur ekki áhrif á Islandi New York. AP. STJÓRN saumavélaframleiðandans Pfaff hefur sótt um að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Pfaff er dótturfyrirtæki Singer síð- an á síðasta ári en Singer hefur nú einnig sótt um að verða tekið til gjaldþrotaskipta. í yfirlýsingu frá félaginu segir að framleiðsla haldi áfram en unnið sé að endurskipulagningu fyrirtækis- ins. Ástæðan er m.a. sögð óarðbær- ar fjárfestingar í Rússlandi, Ví- etnam, Kína og Brasilíu. Pfaff á Islandi hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar síðan árið 1929 og er þriðji elsti umboðsaðili Pfaff í heiminum. Kristmann Magnússon, stjórnarformaður fyr- irtækisins, segir fréttirnar ekki hafa áhrif hér á landi. „Starfsemi verksmiðjunnar í Þýskalandi fer væntanlega í gang aftur í þessari viku. Dómarinn sem kvað upp úr- skurðinn sagði þetta ekki endalok heldur nýja byrjun. Félagið hefur lent í hremmingum vegna fjárfesta sem hafa dregið mikið fé út úr fyr- irtækinu og virðast ekki bera hag þess fyrir brjósti. Til þess að geta byrjað á nýjan leik var sú ákvörðun tekin að sækja um gjaldþrota- skipti,“ segir Rristmann. Iðnaðarvélasala hefur minnkað Að sögn Kristmanns mun starf- semi í heimilistækjaverksmiðjunni nú þegar vera hafin eða hefjast á næstu dögum en einhver töf verður á að iðnaðarvélaverksmiðjan komist í gang. „Eg er bjartsýnn á framhald- ið og við vonum að þetta sé ný byij- un. Saumavélamarkaðurinn hefur verið nokkuð góður upp á síðkastið, þetta er sveiflukennt og fer til dæm- is eftir verðlagi á efnum. Eftirspum hefur alls ekki farið minnkandi, fólk saumar ennþá heima og nú er búta- saumur til dæmis vinsæll. Aftur á móti hefur iðnaðarsalan minnkað mikið,“ segir Kristmann, „Fyrir tíu áram var hún 30% af veltu okkar en er nú innan við 1%.“ Að sögn Kristmanns munu nýir fjárfestar koma inn í þýska fyrir- tækið, a.m.k. í heimilisvéladeildina en erfiðara gæti reynst að selja iðn- aðai’véladeOdina. „Þarna koma ann- að hvort nýir aðilar inn með fjár- magn eða einhver af keppinautun- um mun kaupa þrotabúið." Nýr stoður fyrir notoðo bflo Bílaland B&L er ein stærsta bílasala landsins með notaða bíla af öllum stærðum og gerðum. Bílaland er í nýja B&L húsinu við Grjótháls 1 (rétt ofan við Select við WrHyundai Coupé 7★, Vesturlandsveg) og þú gengur inn frá Fosshálsi V árg. 05/97, 2000, 5 g. ~ d., gulur, ek. 30 þ. km. Hyundai Accent GLSI. árg. 98, 1500, ssk., 4 d., rauóur.. BgRfev ek. 45 þ. km. BMW318Í, árg. 06/98, 1800, 5 g.,4d., blár, ek. 20 þ. km. Veró 1.470 þús Renault Megane Williams, árg. 07/97, 2000, 5 g., 3 d. gulur, ek. 25 þ. km. Daihatsu Charade 5x, árg. 03/98, 1500, 5 g., 4 d., grár, ek. 16 þ. km. Land Rover Discovery V-8 XS, árg. 03/97, 3500 SL, . ssk., 5 d., blár, ek. 47 þ. km. Verð 1.590 þús Hyundai Accent Isi, árg. 01/98, 1300, 5 g., d., hvítur, ek. 23 þ. km, BMW 316 Compact, árg. 03/99, 1600, 5 g., 3 d., svartur, a ek. 10 þ. km. Volvo S40, árg. 04/99, 2000, ssk., 4 d., grár, ek. 10 þ. km. Verð 1.890 þús. Renault Clio 7★, árg. í|||^04/97, 1400, 5 g., 3 d., hvítur, ek. 40 þ. km. Verð 980 þús, Hyundai Elantra Wagon, árg. 02/98, 1600, 5 g., 5 d., ^ blár, ek. 24 þ. km. Verð 2.490 þús, Range Rover DSE, árg. 10/98, 2500 diesel, ssk., 5 d., grár, ek. 24 þ. km. Verð 5.350 þús, Grjóthálsi 1, sími 575 1230 notaóir bílar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.