Morgunblaðið - 14.09.1999, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 23
Samtök norrænna
matvörukaup-
manna
Hvatt til
samræm-
ingar
SAMTÖK norrænna matvörukaup-
manna hvetja ríkisstjómir Norður-
landanna til að samræma virðis-
aukaskatt á matvælum og lækka
gjöld á öli og víni og öðrum vörum
svo að þau verði svipuð því sem al-
mennt tíðkast innan ESB. Sam-
þykkt var ályktun til stjómvalda í
löndunum þessa efnis á fundi full-
trúa samtaka norrænna matvöm-
kaupmanna sem haldinn var í
Kaupmannahöfn um síðustu helgi,
að því er fram kemur í Fréttapósti
Kaupmannasamtaka Islands (KI).
KÍ eiga aðild að umræddum sam-
tökum fyrir hönd Islands.
Þar segir einnig að Island búi við
nokkra sérstöðu, þar sem neytend-
ur kaupi nánast einungis sérvörur í
öðrum löndum. Háir skattar á þess-
um vömm hérlendis skekki sam-
keppnisstöðu íslenskrar verslunar
gagnvart erlendri verslun. Háir
skattar og gjöld á matvöru hér á
landi em sagðir hafa áhrif á sam-
keppnisstöðu atvinnurekstrar í
tengslum við þjónustu við erlenda
ferðamenn.
-------------
Nýir stjórn-
endur hjá
Amazon.com
NETSÖLUFYRIRTÆKIÐ Ama-
zon.com Inc. hefur nýverið tilkynnt
um ráðningu Warren Jenson, í
stöðu framkvæmdastjóra en Jenson
var áður fjármálastjóri hjá banda-
ríska flugfélaginu Delta Air. Ráðn-
ingin er liður í öflugu átaki til að
styrkja stjómunarþátt félagsins.
Áður hafði Jeffrey A. Wilke, frarn-
kvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækinu
Allied Signal’s gengið til liðs við
Amazon.com, nánar tiltekið í sept-
ember og í júní náði bóksölufyrir-
tækið til sín Joseph P. Galli, fyirum
forstjóra Black & Decker, eftir
harðan slag við Pepsi gosdrykkja-
framleiðandann.
Að sögn sérfræðinga munu
mannabreytingamar í stjóm fyrir-
tækisins verða til að styrkja rekst-
urinn til lengri tíma litið og skapa
því aukið traust á mörkuðum.
-----------------
Harrods á
Netið
London. Reuters.
FORSVARSMENN bresku versl-
unarinnar Harrods hafa tilkynnt
áfonn um að hefja sölu á vörum
verslunarinnar á Netinu. Netversl-
unin verður samstarfsverkefni Har-
rods og þýsku póstverslunarinnar
Otto Versand.
Netverslunin verður opnuð í nóv-
ember, í fyrstu í Bandaríkjunum og
Kanada. I mars á næsta ári verður
opnað í Bretlandi og ætlunin er að
önnur Evrópulönd, auk Japans, fái
aðgang um mitt ár 2000. Slóð net-
verslunarinnar er www.har-
rods.com.
GÓLFEFNABÚÐIN
Mikíð urval
fallegra flísa
Borgartún 33 • RVK
Laufásgata 9 • AK
Pfaff AG og móðurfélag þess Singer tekin til gjaldþrotaskipta
Hefur ekki áhrif
á Islandi
New York. AP.
STJÓRN saumavélaframleiðandans
Pfaff hefur sótt um að fyrirtækið
verði tekið til gjaldþrotaskipta.
Pfaff er dótturfyrirtæki Singer síð-
an á síðasta ári en Singer hefur nú
einnig sótt um að verða tekið til
gjaldþrotaskipta.
í yfirlýsingu frá félaginu segir að
framleiðsla haldi áfram en unnið sé
að endurskipulagningu fyrirtækis-
ins. Ástæðan er m.a. sögð óarðbær-
ar fjárfestingar í Rússlandi, Ví-
etnam, Kína og Brasilíu.
Pfaff á Islandi hefur verið í eigu
sömu fjölskyldunnar síðan árið
1929 og er þriðji elsti umboðsaðili
Pfaff í heiminum. Kristmann
Magnússon, stjórnarformaður fyr-
irtækisins, segir fréttirnar ekki
hafa áhrif hér á landi. „Starfsemi
verksmiðjunnar í Þýskalandi fer
væntanlega í gang aftur í þessari
viku. Dómarinn sem kvað upp úr-
skurðinn sagði þetta ekki endalok
heldur nýja byrjun. Félagið hefur
lent í hremmingum vegna fjárfesta
sem hafa dregið mikið fé út úr fyr-
irtækinu og virðast ekki bera hag
þess fyrir brjósti. Til þess að geta
byrjað á nýjan leik var sú ákvörðun
tekin að sækja um gjaldþrota-
skipti,“ segir Rristmann.
Iðnaðarvélasala hefur minnkað
Að sögn Kristmanns mun starf-
semi í heimilistækjaverksmiðjunni
nú þegar vera hafin eða hefjast á
næstu dögum en einhver töf verður
á að iðnaðarvélaverksmiðjan komist
í gang. „Eg er bjartsýnn á framhald-
ið og við vonum að þetta sé ný byij-
un. Saumavélamarkaðurinn hefur
verið nokkuð góður upp á síðkastið,
þetta er sveiflukennt og fer til dæm-
is eftir verðlagi á efnum. Eftirspum
hefur alls ekki farið minnkandi, fólk
saumar ennþá heima og nú er búta-
saumur til dæmis vinsæll. Aftur á
móti hefur iðnaðarsalan minnkað
mikið,“ segir Kristmann, „Fyrir tíu
áram var hún 30% af veltu okkar en
er nú innan við 1%.“
Að sögn Kristmanns munu nýir
fjárfestar koma inn í þýska fyrir-
tækið, a.m.k. í heimilisvéladeildina
en erfiðara gæti reynst að selja iðn-
aðai’véladeOdina. „Þarna koma ann-
að hvort nýir aðilar inn með fjár-
magn eða einhver af keppinautun-
um mun kaupa þrotabúið."
Nýr stoður fyrir
notoðo bflo
Bílaland B&L er ein stærsta bílasala landsins með notaða bíla af öllum stærðum og
gerðum. Bílaland er í nýja B&L húsinu við Grjótháls 1 (rétt ofan við Select við
WrHyundai Coupé 7★, Vesturlandsveg) og þú gengur inn frá Fosshálsi
V árg. 05/97, 2000, 5 g. ~
d., gulur, ek. 30 þ. km.
Hyundai Accent GLSI.
árg. 98, 1500,
ssk., 4 d., rauóur..
BgRfev ek. 45 þ. km.
BMW318Í, árg. 06/98,
1800, 5 g.,4d., blár,
ek. 20 þ. km.
Veró 1.470 þús
Renault Megane Williams,
árg. 07/97, 2000,
5 g., 3 d. gulur,
ek. 25 þ. km.
Daihatsu Charade
5x, árg. 03/98, 1500,
5 g., 4 d., grár, ek.
16 þ. km.
Land Rover Discovery V-8
XS, árg. 03/97, 3500 SL,
. ssk., 5 d., blár,
ek. 47 þ. km.
Verð 1.590 þús
Hyundai Accent Isi,
árg. 01/98, 1300, 5 g.,
d., hvítur, ek. 23 þ. km,
BMW 316 Compact,
árg. 03/99, 1600,
5 g., 3 d., svartur, a
ek. 10 þ. km.
Volvo S40, árg. 04/99,
2000, ssk., 4 d., grár, ek.
10 þ. km.
Verð 1.890 þús.
Renault Clio 7★, árg.
í|||^04/97, 1400, 5 g., 3 d.,
hvítur, ek. 40 þ. km.
Verð 980 þús,
Hyundai Elantra Wagon, árg.
02/98, 1600, 5 g., 5 d., ^
blár, ek. 24 þ. km.
Verð 2.490 þús,
Range Rover DSE,
árg. 10/98, 2500
diesel, ssk., 5 d., grár,
ek. 24 þ. km.
Verð 5.350 þús,
Grjóthálsi 1, sími 575 1230
notaóir bílar