Morgunblaðið - 14.09.1999, Side 33

Morgunblaðið - 14.09.1999, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 33 LISTIR Rammvillt kýr NOKKRIR Parísarbúar gjóa aug- unum á höggmyndina „Kýr uppi í tré“ sem breski listamaðurinn John Kelly, sem nú er búsettur í Ástralíu, skóp en styttan er hluti af sýningu sem kennd er við list ársins 2000. Sýningin hefst form- lega í vikunni og lýkur 14. nóv- ember. Að baki hinni rammvilltu kú má greina Sigurbogann. Minningartón- leikar í Fella- og Hólakirkju Minningartónleikar um Jóhann Pétur Sveinsson lögfræðing verða í Fella- og Hólakirkju annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 í tilefni þess að 18. þ.m. hefði Jóhann Pétur orðið fertugur, en hann lést árið 1994. Allur ágóði af tónleikunum rennur í minningarsjóð um Jóhann Pétur, sem stofnaður var við fráfall hans og hefur m.a. það markmið að styrkja fatlaða til náms. A tónleikunum koma fram Skag- firska söngsveitin í Reykjavík og sönghópurinn Veirumar, en með báðum þessum hópum starfaði Jó- hann um árabil. Þá koma fram fimm skagfirskir einsöngvarar: As- geir Eiríksson bassi, Margrét S. Stefánsdóttir sópran, Ólafur Sveinsson barítón, Óskar Péturs- son tenór og Sigurður Skagfjörð Steingrímsson barítón. Píanóleik- arar verða Sigurður Marteinsson og Björgvin Þ. Valdimarsson og Guðmundur Hafsteinsson leikur á trompet. Forsala aðgöngumiða er í Penn- anum Hallarmúla. A afmælisdaginn, 18. september, verða tónleikarnir endurteknir í Miðgarði í Skagafirði kl. 21, með þeirri breytingu að í stað Skag- firsku söngsveitarinnar koma Álftagerðisbræður þar fram. Bach-tónleikar í Selfosskirkju JÓN Stefánsson, organisti Lang- holtskirkju, leikur á orgel Selfoss- kirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30 á Septembertónleikum kirkj- unnar. Jón leikur einvörðungu verk eftir Bach; orgelforleiki úr „Litlu orgelbókinni" og Prelúdíu og fúgu í D-dúr. ________________LANDMÆLING__________________________________ Námskeið í landmælingu, tækniteikningu og tilboðsgerð Fjölþætt og hagnýtt nám, sem stendur yfir í rúma 3 mánuði. Að loknu náini eiga þátttakendur að vera færir um að vinna sjálfstætt við mælingar og tilboðsgerð. Helstu þættir námsins eru: Hallamælingar, málbandsmælingar, hornamælingar, byggðamæling, hnitakerfið, burðarhæfni jarðvegs, Autocad æfingar, tilboðsgerð í excel, vinna við alstöð, stærðfræði og verkefni leyst með stærðfræðiforriti. Hentugt nám fyrir þá sem vinna við mælingar og tæknistörf hjá verktökum, sveitarfélögum og byggingameisturum eða vilja kynna sér þessa tækni. Vel menntaðir kennarar með mikla reynslu af mælingum og kennslu. Vönduð námsgögn. Skráning og nánari upplýsingar í síma 551 5593. Stærðfræði- og tölvuþjónustan, Brautarholti 4. Hringið og við sendum bækling um hæl. Norrænir orgeldagar Fimm org- eltónleikar í Hallgríms- kirkju FIMM orgeltónleikar verða haldnir í Hallgi-ímskirkju dagana 16.-19. september, í tengslum við Norræna orgeldaga sem haldnh- verða í Hall- grímskirkju. Á öllum tónleikunum verður noiTænni orgeltónlist gert hátt undir höfði. Mótið verður sett kl. 20 á fimmtudag og mun Hörður Áskelsson, organisti Hallgríms- kirkju, flytja tvö norræn orgelverk eftir Kjell Mprk Karlsen og Jón Nordal við setninguna. Fjórir gestir koma frá Norður- löndunum: dómorganisti frá Þránd- heimi og kennarar frá tónlistarhá- skólunum í Stokkhólmi, Helsinki og Piteá. I hádegi föstudagsins 17. septem- ber mun Kaj-Erik Gustafsson, lekt- or við Sibeliusarakademíuna í Helsinki, spila hálftíma orgelandakt í kirkjunni og um kvöldið mun pró- fessor Anders Bondeman frá Stokk- hólmi leika á orgelið. I hádegi laugardagsins 18. sept- ember verða stuttir tónleikar þar sem Per Fridtjov Bonsaksen, org- anisti dómkirkjunnar í Niðarósi, flytur tvö verk eftir fyrh-rennara sinn við dómorgelið í Niðarósi, ásamt prelúdíu og fúgu Bachs í G- dúr. Að kvöldi laugardags verða tónleikar þar sem Hans-Ola Erics- son frá Piteá flytur Livre du Saint Sacrement (Bókin um heilagt sakramenti) eftir Olivier Messiaen. Verkið tekur um tvo tíma í flutn- ingi. Orgeldagarnir eru nokkurs konar þing fyrir kirkjuorganista hérlendis og á hinum Norðurlöndum og eru haldnir í framhaldi af orgeldögum sem fram fóru í Östersund í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Ákveðið var þá að stefna að því, að þetta mót yrði endurtekið reglulega eða á tveggja ára fresti, og einnig var ákveðið að Reykjavík mundi taka á móti org- anistum haustið 1999. Norrænir orgeldagar 1999 eru samstarfsverkefni Listvinafélags Hallgrímskirkju og Félags ís- lenskra organleikara. Frábært fyrirtæki itt þekktasta framköllunarfyrirtæki borgarinnar til sölu. Fram- kallar, innrammar, tekur myndir, stækkar og selur filmur og skyldar vörur. 10 ára gamalt fyrirtæki sem selst af sérstökum ástæðum og er laust strax. Vel staðsett. Mjög gott dæmi fyrir þá sem vilja hafa frábæra tekjumöguleika. Sérkunnátta ekki nauðsynleg. Sérstaklega mikið tækjaúrval. Þið sem hafið verið að leita eftir góðum fyrirtækjum sem gefa góðar tekjur ættu að skoða þetta dæmi. Það er svo sannarlega þess virði. Mikið af fyrirtækjum á skrá. Þú ert ávallt velkominn. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. CAB-kuldaskór með ekta lambsull Tegund: 9147 m/riflás Litir: Svartir/gráir Stærðir: 30-35 Verð: 4.350 Tegund: 8673 m/rennilás innanfótar Litir: Rauðir/svartir Stærðir: 22-35 Verð: 4.390 Kringlunni, 1. hæð, sími 568 9345 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Léttur og meðfærilegur með innbyggðuin prentara Les allar tegundir greiðslukorta sem notuð eru á íslandi Er með lesara fyrir Hlíðasmára 10 Kópavogi Sími 544 5060 Fax 544 5061 snjallkort og segulrandarkort Hraðvirkur hljóðlátur prentari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.