Morgunblaðið - 14.09.1999, Síða 39

Morgunblaðið - 14.09.1999, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Útikennsla í Selásskóla bitni á minni skólum á landsbyggð- inni. „Það er takmarkað hvað er hægt að bjóða upp á marga áfanga í hverri grein. Litlu skólamir þurfa vafalaust að takmarka kjörsviðin. Þetta bil verður þó að einhverju leyti brúað með fjamámi. „Augljós- lega verður þó sumt námsframboð aðeins í 1-2 skólum, eins og t.d. tanntæknanám, svo ég taki nú dæmi úr mínum skóla, sem takmarkast við hversu margir komist í starfsþjálfun. Einnig er hagkvæmast að hafa kjarnaskóla (móðurskóla) í starfsgreinum, en það vantar enn reglugerðir um þá.“ Sjálfstæði skóla í svigum Aðalnámski-áin tekur mið af lög- um sem nýlega hafa verið sett í þjóðfélaginu, t.d. um stjórnsýslu og upplýsingar o.fl. Námskráin kveð- ur m.a. skýrar á um almenn rétt- indi og skyldur hvers og eins í skóla. Núna verða til dæmis tveir yngstu árgangarnir í framhalds- skóla ekki sjálfráða fyrr en við 18 ára aldur (áður 16) og því ber öllum kennurum skylda að veita foreldr- um upplýsingar um nemendur og ber að eiga samskipti við heimilin. Hlutverk námsráðgjafa öðlast einnig aukið vægi vegna þessa. Skólar hafa breyst í að vera sjálf- stæðar stofnanir í eigin málum. Gerðir eru skólasamningar um innra starf skólans við menntamál- aráðuneytið og kveðið á um kennslu og fjárframlög. Skólar fá greitt eftir því hvað margir nem- endur fara í próf, og ýmsum öðrum þáttum. Sölvi segir að líkanið sem notað er til að reikna fé til skóla sé gallað, enda nýtt og lítil reynsla komin á það. „Menntamálaráðherra og embættismönnum er þetta ljóst og ég vænti þess að fjárveitingavaldið fallist á röksemdir þeirra til að rekstur skóla geti verið í góðu horfí.“ „Segja má að sjálfstæði skóla sé í ósýnilegum svigum meðan þetta ástand varir,“ segir hann, „þótt tölvukostur geti t.d. verið góður, vantar e.t.v. fé og tæknimenn til að halda honum við. Ráðheira hefur fullan skilning á þessu, en fínna þarf meira fé í skólana." Sölvi ber skólana saman við jafnfjölmenn fyrirtæki og nefnir að í þeim eru oft 2-3 stöðugildi í starfsmannahaldi. Skólar eru undirmannaðir miðað við fyrirtæki. Nefna má ennfremur að staða stjórnenda í framhalds- skólum hefur breyst og fer núna minni tími í nemendur því margvís- leg umsýsla rekstursins er á þeirra herðum. Hörð samkeppni um góða starfskrafta Sölvi segir að ný skólaskipan muni hafa áhrif á kjarasamninga kennara og spáir nýjungum strax í næstu samningum. „Skólinn hefur breyst, kröfurnar eru aðrar og þjónustan við nemendur meiri, t.d. vegna margvíslegra sérþarfa. Skóli sem sjálfstæð stofnun verður að gæta þess að mannauðurinn nýtist nemendum sem best og að kennar- ar beri sanngjörn laun úr býtum.“ Hann bendir á að núna séu allir með eins samninga og geri það sama. Hver kennari sé sérfræðing- ur í sinni grein, en önnur störf dreifíst jafnt á alla. „Ég vil valfrelsi þannig að þeir kennarar sem vilja fylla starfsskyldu sína einungis með kennslu og innra starfí ná- tengdri henni fái að gera það. Einnig vil ég að skólar fái peninga í sérstök verkefni og geti kallað menn í tímabundin störf. Það vant- ar sveigjanleika að þessu leyti í skólastarfíð. Kennarar hafa held ég einir stétta rígskorðaðan vinnu- tíma, en nýr kjarasamningur og hagnýting upplýsingatækni geta breytt því.“ „Kennsla er gefandi starf en skólar eiga í harðri samkeppni um góða starfskrafta," segir hann, „þess vegna þarf að bæta sam- keppnisstöðu þessara stofnana. Þær eru ekki einungis þjóðhags- lega hagkvæmar, svo klisjan sé nú hent á lofti, heldur lífsnauðsynlegar í bráð og lengd. Skólamir eru fjár- festingabanki framtíðarinnar.“ DAGANA 8.-17. september er skólastarf í Selásskóla í Selás- hverfi helgað umhverfísmennt og er kennt að miklu leyti utan skólans. Yngstu nemendurnir verða fyrst og fremst á skólalóð- inni við ýmiss konar störf og verkefni, 3. bekkur fer um skóla- hverfið, 4.-6. bekkir fara vítt og breitt um nágrenni hverfísins að Rauðavatni, í Rauðhóla og um Elliðaárdal og 7. bekkur fer í gönguferð um íjöllin sem blasa við hverfinu í austri. 011 verkefn- in sem nemendur leysa af hendi þessa daga eru byggð á áfanga- og þrepamarkmiðum nýrrar að- alnámskrár. Haustið 1998 hófst við Selás- skóla þróunarverkefni við að efla umhverfismennt og úti- kennslu við skólann. Skólanum var mörkuð umhverfisstefna og leitast var við að flétta úti- kennslu inn í sem flestar náms- greinar og sérstök áhersla lögð á útiverkefni samhliða kennslu í upplýsingatækni. Vorið 1999 kom fram tillaga um að helga tvær vikur í upphafi skólaárs útikennslu og umhverfismennt og var það einróma samþykkt á myndmennt ■ MYND-MÁL myndlistaskóli Málun, leiknun. Undirstöðuatriði og tækni. Byrjendur og framhaldsfólk. Upplýsingai og innritun kl. 15—21 alla daga. Símar 561 1525 og 898 3536. Rúna Gísladóttir, listmálari. ________tungumál___________ ■ Þýskunámskeid Germaniu Námskeiðin hófust á ný 13. september og er kennt (stofum 204 og 205 í Odda, Háskóla íslands. Boðið er upp á byrj- endahóp, þrjá framhaldshópa og tvo tathópa. Enn er hægt að bæta við þátt- takendum í alla flokka. Upplýsingar eru veittar í síma 551 0705 kl. 16.30—17.45 á virkum dögum en hægt er að leggja skilaboð inn á símsvara kl. 12.00—20.00. Geymið auglýsinguna. Stjórn Germaniu kennarafundi í skólanum. í sum- ar var unnið að því að þróa hug- myndir að lientugum verkefnum fyrir alla árganga skólans og semja kennsluleiðbeiningar sem umsjónarkennarar einstakra bekkja fengu í hendur þegar þeir mættu til starfa í haust. Snemma sumars var ákveðið að Selásskóli yrði einn af s.k. móðurskólum í náttúrufræði í Reykjavík sem þýðir að aðrir skólar eiga að geta leitað þang- að með hugmyndir að kennslu í þeirri grein. Verkefnin sem nemendur leysa af hendi á um- hverfis- og útikennsluvikunum taka því ekki aðeins mið af um- hverfisstefnu skólans heldur byggjast þau öll á þrepamarkm- iðum og áfangamarkmiðum í nýrri aðainámskrá í flestum námsgreinum, ekki síst náttúr- ufræði, samfélagsfræði og líf- sleikni. Umhverfis- og útikennsluvik- urnar í Selásskóla hófust 8. sept- ember og standa til 21. septem- ber. Verkefnisstjóri er Sigrún Helgadóttir kennari og náttúruf- ræðingur en skólastjóri í Selás- skóla er Hafsteinn Karlsson. ■ FULLORÐINSFRÆÐSLAN SCHOOL OF ICELANDIC, GERÐUBERGI 1, R. Sfðdegis- og kvöldnámskeið hcfjast 20. sept. í ensku, spænsku, frönsku, sænsku, þýsku. Morgun- og kvöldnámsk. í íslensku fyrir útlcndinga. Sími 557 1155. __________nudd ■ www.nudd.is ýmislegt ■ Frá Heimspekiskólanum Fjölbreytt námskeið fyrir 5—14 ára nem- endur. Upplýsingar og innritun í símum 562 8283 og 899 2283. www.islandia.is/~hskoli/ Nýjar bækur • AUKIN gæði náms - Skóla- þróun í þágu nemenda er komin út hjá Rannsóknarstofnun Kenn- araháskóla Islands. Bókin er byggð á grunni þróunarverkefn- isins Aukin gæði náms - AGN sem er enskt að uppruna en stuðst hefur verið við það í nokkrum skólum hér á landi síð- an 1995. I bókinni er lýst forsendum og meginhugmyndum AGN- verkefnisins og fjallað ítarlega um þau skilyrði umbóta og þró- unar sem leitast er við að skapa bæði innan kennslustofunnar og í stjórnskipulagi skóla. Bókin skiptist í þrjá hluta. I fyrsta hluta er gerð grein fyrir uppruna AGN-verkefnisins og megin- hugmyndir þess kynntar. Jafn- framt er lýst skipulagi og vinnu- brögðum. I öðrum hluta er dregin upp mynd af lykilþáttum í stjórnskipulagi skóla. Þar er rætt um mikilvægi forystu, sam- starf og samábyrgð, starfsþróun meðal kennara, athuganir og mat, þróunar- og framkvæmda- áætlanir og samhæfingu starfa í skólum. I þriðja hluta er sjónum beint að starfínu í kennslustof- unni. Þar er fjallað um sérfræði- þekkingu kennara, samskipti og sjálfsmynd nemenda, markvissa bekkjarstjórnun, fjölbreyttar kennsluaðferðir, leiðir til að upp- fylla einstaklingsbundnar þarfir nemenda og undirbúning og sjálfsmat kennara. Ritstjóri bókarinnai' er Rúnar Sigþórsson. Aðrir höfundar eru Börkur Hansen, Jón Baldvin Hannesson, Ólafur H. Jóhanns- son, Rósa Eggertsdóttir og Mel West. Höfundar bókarinnar hafa allir tengst AGN-verkefninu. Mel West, kennari við Cambrid- geháskóla, er einn af frumkvöðl- um verkefnisins og var hann ráð- gjafi við skipulag þess á Islandi fyrstu tvö árin. Jón Baldvin Hannesson, Rósa Eggertsdóttir og Rúnar Sigþórsson hafa starf- að sem ráðgjafar í þeim skólum sem tekið hafa þátt í verkefninu. Börkur Hansen og Ólafur H. Jó- hannsson eru báðir kennarar við Kennaraháskóla Islands og rannsökuðu þeir framgang og ár- angur vekefnisins um tveggja ára skeið. Aukin gæði náms - Skóluþró- un íþágu nemenda erætluð skól- astjórnendum, kennurum og öðru áhugafóiki um bætt skóla- starf. Rannsóknarstofnun Kenn- araháskóla Islands gefur bókina út. Hún er221 bls. ogfæst íBók- sölu kennaranema, Bóksölu stú- denta, stærri bókaverslunum og hjá útgefanda. skólar/námskeið ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 39 ___j Léttar í spori enn betra verfl ®?Ofnasmiðjan Háteigsvegur 7, sími 5111100 Háteigsvegur slóð: www.ofn.is — netfang: ofnasmidjan@ofn.is Hentugar fyrir heim- ili, verslun, iager, eldhús, svefnher- bergi og nánast hvar sem er. Hipmktuf ifsins ( húS'Mmm Lattu okkurvita ef Húsgagnarhallarlistinn erekki kominn til þín

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.