Morgunblaðið - 14.09.1999, Page 40

Morgunblaðið - 14.09.1999, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Kirkjan og samkynhneigð ÞJOÐKIRKJAN verður fyrir ómaklegri og ástæðulausri gagn- rýni í grein sem Olafur Þ. Stephensen skrifar í Lesbók Morgun- blaðsins 4. september sl. Mér finnst að mér ijeri nokkur skylda til 'að svara þessari gagn- rýni og rangfærslum, sem koma fram í greininni. Flestir prestar landsins svo og kirkjuleg yfirvöld láta slíka gagmýni oft- ast sem vind um eyru þjóta, svara engu, al- ger þögn, því að engan má styggja! Lesendur sitja þá uppi með gagnrýnina og taka að álykta, að hún sé réttmæt og á rökum reist. í grein sinni segir Ólafur: „Vand- ræðagangur þjóðkirkjunnar við að taka afstöðu til þess hvort blessa megi hjónaband samkynhneigðra er farinn að verða henni heldur til *'minnkunar.“ I fyrstu er manni tæp- lega ljóst hvað höfundur er að fara. Blessa hjónaband samkyn- hneigðra? Hvað er það? Svo heldur höfundur áfram: „Vegna þess að kirkjan vill ekki blessa þessi hjóna- bönd, finnst hinum samkynhneigða hann lítt velkominn innan kirkjunn- ar og að hún flokki samkynhneigða sem annars flokks trúbræður." Það er svo ekki fyrr en í lok greinarinnar, sem skilst hvað höf- undur er að fara, en þar segir hann ajþerum orðum: „I þessu máli á kirkjan að ganga á undan, en ekki að drattast á eftir. Sjálfsagt og eðli- legt fyrsta skref er að leyfa og hvetja til hjónavígslu samkyn- hneigðra í kirkjunni." Svo mörg eru þau orð. Ég veit ekki hvernig prest- ar landsins og söfnuðir líta á slíka Ragnar Fjalar Lárusson kröfu, slíka „hjóna- vígslu". Hún á a.m.k. ekki biblíulega skír- skotun, því að hin kristilega og kirkju- lega hjónavígsla er byggð á orðum Jesú um hjónabandið. Orð Jesú í Matteusarguð- spjalli hljóða svo: „Hafið þér eigi les- ið, að skaparinn frá upphafi gjörði þau karl og konu og sagði: Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móð- ur og búa við eigin- konu sína, og þau skulu verða einn mað- ur. Það sem Guð hefir tengt saman nrm eigi maður sundur skilja." Á þessum orðum Jesú byggist hjónavígsla kirkjunnar. Svo einfalt Samkynhneigð Kristin kirkja, segir Ragnar Fjaiar Lárus- son, mun aldrei for- dæma neinn fyrir þann sjúkdóm sem hann gengur með. er það. Karl og kona. Þessum grundvelli verður aldrei haggað, hversu hátt sem samkynhneigðir og handbendi þeirra hrópa. En þó að kirkjan vilji ekki né geti hróflað við þeim grundvelli, sem hjóna- vígslan er byggð á, þá er það ósann- gjamt og alls ekki rétt að hún hafi á einhvern hátt lokað dyrum sínum fyrir samkynhneigðum. Þeir hafa að sjálfsögðu verið boðnir velkomn- ir í kirkju og beðið er fyrir þeim og þeir blessaðir eins og allir aðrir sem í kirkju koma. Ýmislegt fleira er athugavert í áðurnefndri grein svo sem þessi orð: „Samkynhneigð er jafn nátt- úruleg og gagnkynhneigð." Hvað á höfundur við með orðinu „náttúru- leg“? Er það sama og orðið „eðli- leg“? Ef svo er, er greinarhöfundur annað hvort algjörlega blindur eða handbendi samkynhneigðra. Hann heldur áfram: „Samkynhneigð er partur af sköpunarverkinu og þar af leiðandi hlýtur hún að vera Guðs vilji.“ Margt í sköpunarverkinu, mannlífinu, eins og það kemur okk- ur fyrir sjónir, er ekki vilji Guðs. Hvað er að segja um syndafallið, þ.e.a.s. fráhvarf mannsins frá Guði? Höfundur talar um að andstæð- ingar hjónavígslu samkynhneigðra í kirkjunni komist í rökþrot. Telur hann það rökþrot að vilja ekki koll- varpa þeim grundvelli sem kristin hjónavígsla er byggð á? Þá talar hann um svonefnda „kirkjunnar menn“ sem segi að kynhegðun sam- kynhneigðra sé syndsamleg. Ég vil ekki nota orðið „syndsamleg" um þessa kennd, heldur er hér um að ræða einhvers konar brenglun, sjúkdóm, sem viðkomandi getur ekki ráðið við. Kristin kirkja mun aldrei fordæma neinn fyrir þann sjúkdóm sem hann gengur með. Ég hef fulla samúð með samkyn- hneigðum, lít ekki niður á þá og styð samtök þeirra að vissu marki. En af áðurgreindum ástæðum mun kristin kirkja aldrei taka upp hjónavígslu samkynhneigðra, því að þá hættir hún að vera kirkja sem byggir á orðum Jesú Krists. Höfundur er prestur. Skólinn er vinnustaður barnanna GRUNNSKOLAR landsins tóku til starfa nú í byrjun septem- ber. Börn og ungling- ar flykkjast af stað, vonandi sem flestir til- búnir til að takast á við ný verkefni sem bíða þeirra. Með ein- setningu skólanna er verið að mæta þörfum barnanna með sam- felldum vinnudegi. Víða er vel staðið að heimalærdómsað- stöðu, þannig að börn- in geta verið búin að ljúka sínum vinnudegi þegar heim er komið, og þar með farið að sinna öðru. Nestisaðstöðu þarf að bæta Vinnustaður barnanna (skólinn) hugar að ýmsum þörfum þeirra, svo sem læknisskoðunum, tann- læknaskoðun svo eitthvað sé nefnt. Einnig er til fyrirmyndar hvernig brugðist hefur verið við aukinni umferð í kringum skólana með því að hafa skólaliða til að hjálpa börn- unum. Allt þetta er af hinu góða. Ef við hins vegar lítum á hvemig stað- ið er að mataraðstöðu barnanna á vinnustöðum þeirra kemur í ljós að á flestum stöðum er hún ekki við- unandi. Yngstu börnin koma með nesti að heiman, og þurfa að geyma það í skólatöskunni þar til kemur að kaffi- og matartimum. Ekki er boðið upp á að geyma nesti í kæli. Drykkurinn sem drukkinn er með nestinu er yfirleitt keyptur í skól- anum. Oft er þar ým- islegt í boði, s.s. sykr- aðir djúsdrykkir, kókómjólk, ávaxta- drykkir og mjólk. Frá næringarlegu sjónar- miði og tannheilsu- sjónarmiði ætti ein- göngu að vera boðið upp á mjólk og vatn í skólunum. Skólarnir ættu að sýna fordæmi og hafa hollustu í fyr- irrúmi. Reynslan sýn- ir að mjólkin er oft síð- asti valkostur Guðrún barnanna. Ungling- Stefánsdóttir arnir eiga oft kost á því að kaupa nesti í skólanum. Það er sjálfsagt mis- munandi eftir skólum hversu hollt og næringarríkt það nesti er sem nemendur geta keypt þar. Hins land á þig“ Á ÞESSU ári, undir lok tuttug- ustu aldarinnar, hafa farið fram um- ræður um eignarhald og umráða- rétt á Islandi. Þessar umræður hafa ekki einvörðungu snúist um fjár- hagslegt vald og umráðarétt stjóm- valda yfir landinu, heldur einnig vald þeirra yfir þjóðinni, sem á þetta land - og ekki önnur lönd. Hér hef ég í huga Eyjabakkana og það sem rætt er um sem nýtingu lands og fallvatna. Ég mun ekki ræða hér um hagkvæmni, né heldur lögfræðilegan rétt til nýtingar, hvort sem sá eigna- og lagaréttur er Uilinn fullgildur í þessu sambandi, ~ ’eða ekki. I þessu tilviki er, hins vegar um vilja, eða ásetning um eyðileggingu að ræða. Því hljótum við að spyrja okkur sjálf, hvort við séum nú svo hart leikin af náttúruöflunum, eða erlendri áþján, að við þurfum að nota skinnhandrit í skæði, eða jafn- vel leggja okkur þau til munns. Hver er „réttur" manna til eyði- leggingar á verðmætum, huglægum eða áþreifanlegum. Hver var „rétt- ur“ þess fátæka og fávísa manns sem bar bréf og kvæði Jóhanns jpjónssonar á bál. Hver er „réttur" þeirra sem nú vilja sökkva Eyja- bökkum. Þú er hér einnig spurt hvort við séum ein þjóð á okkar eylandi, eða hvort við ætlum að vekja upp hrepp- aríg á tímum þegar mannflutningar, vöruflutningar og orkuflutningar eru auðveldir og virkir í landinu. Pjóð sem er ung og fámenn í stóru landi í úthafinu, hefur ævinlega ver- ið hreyfanleg. Við höfum einnig endurbyggt svæði sem eyðst hafa í náttúrulegum hamförum. Fyrri tíma stjómvöld ráku fátækt fólk úr landi til þess að létta á fóðrunum. En nú koma fram leiftrandi hug- myndir og kröftugt átak til breyt- Stóriðja Á1 og stál, segir Þórunn Magnúsdóttir, er í mikl- um mæli haft til að tor- tíma lífí, verðmætum, náttúrunnar og menn- ingarfjársjóðum. inga og framvindu í atvinnulífi á N orð-Austurlandi. Ég vil nú víkja að því mikilvæga atriði til hvers ætlunin sé að nýta þá dýrkeyptu orku, sem fást mundi úr virkjunum norðan Vatnajökuls. Þá kemur til athugunar þvort og hvemig orkuþörf okkar Islendinga er varið og hvort við höfum mannvit og mannafla til að nýta þá orku sem við getum beislað, án þess að valda landskemmdum. Um þau mikil- vægu atriði hef ég ekki næga þekk- ingu til að rökræða, en það er skylda okkar kynslóðar að rasa ekki um ráð fram og við hljótum að hugleiða til hvers við teljum sæmandi að leggja okkar náttúmauðlindir og mannauð. I tengslum við um- ræðuna um atvinnumál hafa stjómmála- og fjármálamenn oft otað fram verksmiðju- rekstri og stóriðju á sviði ál- og málm- bræðslu, sem óska- verkefni og ákjósan- legum kostum, þó mengun lofts og láðs sé þá i veði. Við hefðum jafnvel svo yfrið nóg af heilnæmu lofti að við gætum gert okkur mengunarkvóta, að féþúfu. Skóga gætum við einnig ræktað til mótvægis við málm- Þórunn Magnúsdóttir bræðslur í Hvalfirði og Reyðarfirði. En mér er spum. Vora þeir Gutt- ormur, Sigurður Blöndal og skáldið Þorsteinn Valdimarsson að gróð- ursetja í Hallormsstaðaskógi, tfi þess að auðvelda okkur hinum að svína út í kringum okkur án kinn- roða. Ljúflingurinn Þorsteinn var að jafnaði ekki háðskur, en í Fiðrilda- dansi er þessi napra vísa hans. Blygðun Pað ákvað að erlendum sið, hið íslenzka viðreisnarlið, að frelsi sé stál og faræld sé ál, - aðeins flibbamir roðnuðu við. Hvar hafa félagsmálaforkólfar og skólamenn fyrir austan hitt ungt fólk sem á þann óskaldraum að mega vera verkafólk í málmbræðslu og verða æviráðið við háofninn. Eða er það aukaatriði í þessu sambandi, því eins og megi flytja inn fátækl- inga til þeirra starfa, ef til kæmi, eins og við höfum hér Pólverja og Albani í fiskvinnslunni og Filippsey- inga á skipum Eimskipa. Þó gerir mynd Jakobínu Sigurðardóttur ráð fyrir því að það yrði Jón og Guð- mundur sem stæðu á verksmiðju- gólfinu. „Beygðu þig, mað- ur, beygðu þig - eins og þú sért að svipast um eftir rasli, eða sópa. Það er Þjóð- verjadjöfullinn, sem er að læðupokast aftan við okkur. Hann er tuttugu sinnum verri en Snati, tíu sinnum verri en Kani.“ - „En að Hringnum dytti nokkumtíma í hug að gera íslendinga að for- stjóra héma - kemur ekki til greina - kemur sko aldrei til greina.“ Snaran bls. 7-8. Brenglað verðmætamat Tæknivæðing, þekking, fram- leiðni era tískuorð og hugtök í dag. Þessi fyrirbæri eiga ekki að stjórna okkur. Á1 og stál er í miklum mæli haft til þess að tortíma lífi, verð- mætum nátturannar og menningar- fjársjóðum. Öldin sem í hönd fer á ekki að verða nýöld tæknilegs „cannibalisma“. Hvar er nú Sigríður í Brattholti sem gerir okkur ljóst að við höfum merku hlutverki að gegna sem menningarþjóð með matvælafram- leiðslu sem aðalatvinnugrein. Við höfum heilnæmt hráefni úr sjó og af landi, hreint vatn, hita og kulda, orku og fólk. Látum ekki skammsýni og truflað verðmæta- mat hindra fæmi okkar til að gerast hæfari en nokkru sinni til þess að starfa sem mönnuð og verkfær þjóð við matvælaframleiðslu fyrir hungr- aðan heim. Allt það sem ég hef hér reynt að segja er þó sagt af heitastri sann- færingu og ljúfustum rómi af Guð- mundi Böðvarssyni í kvæði hans Fylgd í bókinni Kristallinn í hlynum. Höfundur er sagnfrædingur. Heilbrigðismál Skólarnir ættu að sýna fordæmi og hafa holl- ustu í fyrirrúmi, segir Guðrún Stefánsdóttir. Reynslan sýnir að mjólkin er oft síðasti valkostur barnanna. vegar ættu ekki að vera i boði sæt- indi, sætabrauð og sykraðir drykk- ir. Vinnudagurinn er langur hjá börnunum og þau verða svöng. Þau falla fyrir sætindum og kaupa gjarnan snúð eða annað sætabrauð sem skilar lítilli næringu en þó- nokkurri orku í formi sykurs. Þetta verður til þess að þau spennast upp í skamman tíma en verða fljótt þróttlaus og illa upplögð til að fylgjast með og nema það sem kennarar hafa fram að færa. Óhófleg sykurneysla er skaðleg heilsu Nýlega var sýnd í Sjónvarpinu mynd frá Danmörku. Myndin sýndi hvaða áhrif neysla sætinda, sætabrauðs og gosdrykkja hefur á börn og unglinga. I myndinni kom fram að börn og ungmenni sem neyta sætinda í miklum mæli bera einkenni beinþynningar. Sérfræð- ingar töldu að þetta einhæfa og ófullnægjandi mataræði drægi úr eðlilegum vexti og þroska. Enginn getur sagt til um hvaða önnur áhrif þetta hefur þegar til lengri tíma er litið, en sérfræðingarnir voru áhyggjufullir. Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvort ástandið sé nokkuð betra hér á landi. Vitað er að sykurneysla barna og unglinga á Islandi er mjög mikil, með því mesta sem þekkist í heiminum. Ætla má að heilsa barna og unglinga hér sé álíka og jafnaldra þeirra í Dan- mörku. Skólinn þarf að setja sér markmið sem eru í anda manneld- isstefnu yfirvalda. Bæta verður mataraðstöðu nemenda í mörgum grannskólum landsins. Tannfræðingar hafa frætt börn- in í grunskólum landsins um tann- heilsu og nauðsyn þess að borða holt nesti. Tannfræðingar hafa einnig lagt á það áherslu að börn og unglingar drekki mjólk og vatn í stað sætra drykkja. Foreldrar þurfa að getað gert þá kröfu á skól- astjórnendur að þeir sýni gott for- dæmi, og hafi hollustu í fyrirrúmi fyrir nemendur sína. Höfundur er formaður íslenskra tannfræðinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.