Morgunblaðið - 14.09.1999, Síða 43

Morgunblaðið - 14.09.1999, Síða 43
MORGUNB LAÐIÐ ________________________________ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 43 " VEÐREIÐAR FÁKS Kampakátir tóku þeir Logi Laxdal, til vinstri, og Mag’nús við verðlaunafénu í lok kapp- Leiser átti endasprett í 800 metrunum og sigraði nokkuð örugglega, knapi er Sylvía reiða. Logi með þá Hraða, Þormóð ramma og Oðin en Magnús situr Katrínu. Sigurbjörnsdóttir. Góðir tímar í skeiði - stökkhestamir þungir á sér Þegar hestamenn ættu undir öllum eðlileg- um kringumstæðum að vera að draga skeifur undan og koma hrossum sínum í hausthaga er verið að blása lífí í veðreiðar Fáks eftir rúmlega þriggja mánaða hlé. Aðrar veðreiðar ársins voru haldnar að Víðivöllum og voru þær að stærstum hluta sýndar beint á Sýn og nú í fyrsta sinn voru veðmálin rekin í samvinnu við Islenskar getraunir. Valdimar Kristinsson fylgdist framan af með í sjónvarpinu en fór síðan á vettvang og myndaði úrslitahlaupin. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Vinur, sem enginn veit hvaðan er, sigraði af öryggi í 250 metrunum og knapinn, Stígur Sæland, setja sig hér í réttu stellingarnar að loknu hlaupi og góðum sigri, sem skilaði 50 þúsund krónum. KAPPREIÐAVEKRINGAR lands- ins hafa haft úr ýmsu að moða í sumar en stökkhestarnir hafa feng- ið fá tækifæri til að etja kappi. Veð- reiðar Fáks báru þessa glögg merki. Skeiðhrossin skiluðu ágæt- um tímum meðan þungir stökkhest- arnir dóluðu sér í mark. Sérstak- lega virtust hrossin í 800 metrunum vera þung á sér í lok hlaupa. En nú eru kappreiðarnar komnar í fullan gang og ljóst að keppt verður næstu fjórar helgar, sem þýðir að enn lengist keppnistímabil hestamanna, sem nú endar um miðjan október. Keppnin var tvískipt, annarsveg- ar undanrásir þar sem einn riðill í hverri grein var veðhlaup og svo úr- slitasprettir þar sem veitt voru þrenn peningaverðlaun. 50 þúsund krónur fyrir fyrsta sæti, 25 þúsund krónur fyrir annað sæti og 15 þús- und krónur fyrir þriðja sæti. í veðriðlana voru valin saman hross með bestu tíma frá undangengnum kappreiðum og verður svo áfram þannig að tímar frá kappreiðum helgarinnar munu gilda á næstu kappreiðum við niðurröðun í veðriðla. Þegar veðmál hófust fengu hestarnir veðstuðla eftir því hversu mikið var veðjað á hvern þeirra. Því meira sem veðjað var á hest lækk- aði stuðull hans. Sex í riðli Nú voru í fyrsta sinn sex hestar í riðli í öllum greinum og mátti glöggt sjá að það veldur knöpum í skeiðinu vandræðum þegar sex hestar koma snarlega út úr boxun- um. Kom fyrir að hestar lentu í þvögu og slíkt gerir knöpum mjög erfítt fyrir með að ná hestunum á skeið. Þá kvörtuðu hlaupagæslu- menn yfír því að erfitt væri að henda reiður á hverjir liggi sprett- ina á enda þegar allt er í einni kös. Ein kæra kom fram eftir úrslita- sprett í 250 metra skeiði þegar knapi sagði að tveir keppinautanna hefðu hleypt fyrir sig og komið í veg fyi-ir að hann næði hrossinu niður. Kæran var ekki tekin til greina og við það sat. Það var örlítið kald- hæðnislegt að þegar upp komu ágreiningsatriði í úrslitasprettunum voru tökumenn Sýnar á bak og burt með tól sín og tæki til að mynda kvennafótbolta á Laugardalsvelli svo ekki var hægt að styðjast við upptökur. Allt upp í lofti í úrslitum Aðeins tvö hross lágu í hvorum úrslitaspretti í skeiðinu og því að- eins veitt fyrstu og önnur vei'ðlaun. Tímarnir vora mun lakari í úrslita- sprettunum en sigurinn í 250 metr- unum dæmdist Katrínu frá Kjarn- holtum sem Magnús skeiðmeistari Benediktsson sat. Rann Katrín sprettinn á 24,57 sekúndum en Oð- inn frá Efstadal, sem Logi Laxdal sat, var á 24,93 sekúndum. Logi var með tvo fljótustu hestana í 150 metra skeiðinu, reið sjálfur Hraða frá Sauðárkróki en þeir vora með næstbesta tímann, 17,16 sekúndur, en hann fékk Jón Gíslason til að sitja Þormóð ramma frá Stokk- hólma og náðu þeir besta tímanum, 15,30. Ósk frá Litladal er í feiknaformi þessa dagana, skeiðaði 250 metrana á 21,84 sekúndum, sem er næstbesti tími hennar á árinu og líklega næst- best tími hennar frá upphafí. Sigur- björn Bárðarson náði henni ekki niður á skeið í úrslitasprettinum og sagði hann að hleypt hefði verið fyr- ir sig á niðurtökukaflanum. En ár- angur Óskar var tvímælalaust besti árangur kappreiðanna. Þótt stökk- hestamir væru ekki í góðu formi var nokkur spenna í flestum hlaup- um. Má þar nefna veðriðilinn í 800 metranum þar sem Lýsingur og Leiser háðu harða rimmu. Ætla má að stökkhestamir mæti sprækari til leiks um næstu helgi og bæti við sig fram að síðustu kappreiðum. Hestar- /fólk ■ LOGI Laxdalgerði góða ferð í Víðidalinn. Vann hann hundrað þúsund krónm' inn á vekringana sem hann mætti með til leiks. ■ ÞORMÓÐUR rammi frá Stokkhólma skilaði fimmtíu þúsundum fyrir fyrsta sæti í 150 metra skeiði en Jón Gísla- son sat hann á úrslitasprettin- um. ■ LOGI sat sjálfur Hraða frá Sauðárkróki, sem skilaði tutt- ugu og fimm þúsund krónum. ■ ÓÐINN frá Efstadal skilaði einnig tuttugu og fimm þús- und krónum fyrir annað sæti í 250 metra skeiðinu. ■ FREYJA frá Efstadal, móðir Óðins, var skráð til leiks í 150 metranum og skil- aði vegalengdinni á 16,76 sek- úndum en hún er nú 25 vetra gömul. ■ FREYJA gat sér fyrst frægð er hún öllum á óvart sigraði í 250 metra skeiði á hvítasunnumóti Fáks fyrir um tíu árum. ■ JÓHANN Valdimarsson eigandi Freyju sat hryssu sína um helgina eins og á mótinu fyrir tíu áram. En þá skeiðaði hún á tíma vel undir 23 sek- úndum. ■ STJARNI frá Efstadai, sem keppti í 800 metra stökki, er sonur Freymóðs frá Efstadal, sem Logi Laxdal fór með á heimsmeistaramótið í sumar. En hér birtast úrslit í 350 og 800 metra stökki og bestu tímar hross- anna úr undanrásum og í úrslitum. Fyrri tölurnar sýna tímann úr und- anrásum en seinni tölur eru tímar í úrslitum. Röð vekringanna er eins og hún var eftir undanrásir, aðeins einn tími. Skeið 250 metrar ^ 1. Ósk frá Litladal, eig. og kn.: Sig- urbjörn Bárðarson, 21,84 sek. 2. Óðinn frá Efstadal, eig.: Jóhann Valdimarsson, kn.: Logi Laxdal, 22,27 sek. 3. Glaður frá Sigríðarstöðum, eig.: Hafsteinn Jónsson, kn.: Sigurður V. Matthíasson, 22,52 sek. 4. Skjóni frá Hofi, eig.: Hjörtur Bergstað, kn.: Sigurður V. Matthí- asson, 23,22 sek. 5. Framtíð frá Runnum, eig.: Ragn- ar Valsson, kn.: Sveinn Ragnarsson, 23,54 sek. * 6. Katrin frá Kjarnholtum, eig.: Eygló Gunnarsdóttir, kn.: Magnús Benediktsson, 24,24 sek. Skeið 150 metrar 1. Hraði frá Sauðárkróki, eig. og kn.: Logi Laxdal, 14,39 sek. 2. Gunnur frá Þóroddsstöðum, eig.: Bjarni Bjarnason, kn.: Þórður Þor- geirsson, 14,63 sek. 3. Ölver frá Stokkseyri, eig.: Haf- steinn Jónsson, kn.: Sigurður V. Matthíasson, 14,75 sek. 4. Þormóður rammi frá Stokk- hólma, eig. og kn.: Logi Laxdal, 14,94 sek. 5. Gasella frá Hafnarfirði, eig.: Arn- ar Bjarnason, kn.: Guðmundur Jónsson, 15,12 sek. ** 6. Von frá Steinnesi, eig.: Hjörtur Bergstað, kn.: Tryggvi Bjömsson, 15,17 sek. Stökk 800 metrar 1. Vinur, eig.: Kristinn J. Einars- son, kn.: Stígur Sæland, 25,59/24,77 sek. 2. Sproti frá Árbakka, eig.: Ingimar Jónsson, kn.: Aníta Aradóttir, 26,42/26,10 sek. 3. Gáska frá Þorkelshóli, eig.: Hall- dór P. Sigurðsson, kn.: Kolbrún S. Indriðadóttir, 26,33/26,11 sek. 4. Gullrass frá Komsá, eig.: Magnús Einarsson og Logi Laxdal, kn.: Daníel I. Smárason, 26,24/26,77 sek. 5. Brúða frá Akureyri, Gunnar Hall-^_ dórsson, kn.: Gígja D. Einarsdóttir, 26,70/26,83 sek. 6. Snerpa frá Brekku, eig.: Smári Adolfsson, kn. í undanr.: Daníel I. Smárason, kn. í úrsl.: Sigurjón Björnsson, 26,81/27,40 sek. Stökk 800 metrar 1. Leiser frá Skálakoti, eig.: Axel Geirsson, kn.: Sylvía Sigurbjöms- dóttir, 64,69/65,75 sek. 2. Trausti frá Hvítárholti, eig. og kn.: Sigurður S. Pálsson, 66,20/66,99 sek. 3. Lýsingur frá Brekku, Piltur og stúlka, kn.: Stígur Sæland,^ 64,60/67,19 sek. 4. Frigg frá Breiðabólstað, eig.: Halldór P. Sigurðsson, kn.: Sigur- þór Sigurðsson, 69,66/68,99 sek. 5. Kósi frá Efri-Þverá, eig.: Halldór P. Sigurðsson, kn.: Kolbrún S. Ind- riðadóttir, 65,47/69,74 sek. 6. Stjami frá Efstadal, eig. og kn^f. Valdimar Á. Kjartansson, 70,56/71,78 sek.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.