Morgunblaðið - 14.09.1999, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 14.09.1999, Qupperneq 43
MORGUNB LAÐIÐ ________________________________ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 43 " VEÐREIÐAR FÁKS Kampakátir tóku þeir Logi Laxdal, til vinstri, og Mag’nús við verðlaunafénu í lok kapp- Leiser átti endasprett í 800 metrunum og sigraði nokkuð örugglega, knapi er Sylvía reiða. Logi með þá Hraða, Þormóð ramma og Oðin en Magnús situr Katrínu. Sigurbjörnsdóttir. Góðir tímar í skeiði - stökkhestamir þungir á sér Þegar hestamenn ættu undir öllum eðlileg- um kringumstæðum að vera að draga skeifur undan og koma hrossum sínum í hausthaga er verið að blása lífí í veðreiðar Fáks eftir rúmlega þriggja mánaða hlé. Aðrar veðreiðar ársins voru haldnar að Víðivöllum og voru þær að stærstum hluta sýndar beint á Sýn og nú í fyrsta sinn voru veðmálin rekin í samvinnu við Islenskar getraunir. Valdimar Kristinsson fylgdist framan af með í sjónvarpinu en fór síðan á vettvang og myndaði úrslitahlaupin. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Vinur, sem enginn veit hvaðan er, sigraði af öryggi í 250 metrunum og knapinn, Stígur Sæland, setja sig hér í réttu stellingarnar að loknu hlaupi og góðum sigri, sem skilaði 50 þúsund krónum. KAPPREIÐAVEKRINGAR lands- ins hafa haft úr ýmsu að moða í sumar en stökkhestarnir hafa feng- ið fá tækifæri til að etja kappi. Veð- reiðar Fáks báru þessa glögg merki. Skeiðhrossin skiluðu ágæt- um tímum meðan þungir stökkhest- arnir dóluðu sér í mark. Sérstak- lega virtust hrossin í 800 metrunum vera þung á sér í lok hlaupa. En nú eru kappreiðarnar komnar í fullan gang og ljóst að keppt verður næstu fjórar helgar, sem þýðir að enn lengist keppnistímabil hestamanna, sem nú endar um miðjan október. Keppnin var tvískipt, annarsveg- ar undanrásir þar sem einn riðill í hverri grein var veðhlaup og svo úr- slitasprettir þar sem veitt voru þrenn peningaverðlaun. 50 þúsund krónur fyrir fyrsta sæti, 25 þúsund krónur fyrir annað sæti og 15 þús- und krónur fyrir þriðja sæti. í veðriðlana voru valin saman hross með bestu tíma frá undangengnum kappreiðum og verður svo áfram þannig að tímar frá kappreiðum helgarinnar munu gilda á næstu kappreiðum við niðurröðun í veðriðla. Þegar veðmál hófust fengu hestarnir veðstuðla eftir því hversu mikið var veðjað á hvern þeirra. Því meira sem veðjað var á hest lækk- aði stuðull hans. Sex í riðli Nú voru í fyrsta sinn sex hestar í riðli í öllum greinum og mátti glöggt sjá að það veldur knöpum í skeiðinu vandræðum þegar sex hestar koma snarlega út úr boxun- um. Kom fyrir að hestar lentu í þvögu og slíkt gerir knöpum mjög erfítt fyrir með að ná hestunum á skeið. Þá kvörtuðu hlaupagæslu- menn yfír því að erfitt væri að henda reiður á hverjir liggi sprett- ina á enda þegar allt er í einni kös. Ein kæra kom fram eftir úrslita- sprett í 250 metra skeiði þegar knapi sagði að tveir keppinautanna hefðu hleypt fyrir sig og komið í veg fyi-ir að hann næði hrossinu niður. Kæran var ekki tekin til greina og við það sat. Það var örlítið kald- hæðnislegt að þegar upp komu ágreiningsatriði í úrslitasprettunum voru tökumenn Sýnar á bak og burt með tól sín og tæki til að mynda kvennafótbolta á Laugardalsvelli svo ekki var hægt að styðjast við upptökur. Allt upp í lofti í úrslitum Aðeins tvö hross lágu í hvorum úrslitaspretti í skeiðinu og því að- eins veitt fyrstu og önnur vei'ðlaun. Tímarnir vora mun lakari í úrslita- sprettunum en sigurinn í 250 metr- unum dæmdist Katrínu frá Kjarn- holtum sem Magnús skeiðmeistari Benediktsson sat. Rann Katrín sprettinn á 24,57 sekúndum en Oð- inn frá Efstadal, sem Logi Laxdal sat, var á 24,93 sekúndum. Logi var með tvo fljótustu hestana í 150 metra skeiðinu, reið sjálfur Hraða frá Sauðárkróki en þeir vora með næstbesta tímann, 17,16 sekúndur, en hann fékk Jón Gíslason til að sitja Þormóð ramma frá Stokk- hólma og náðu þeir besta tímanum, 15,30. Ósk frá Litladal er í feiknaformi þessa dagana, skeiðaði 250 metrana á 21,84 sekúndum, sem er næstbesti tími hennar á árinu og líklega næst- best tími hennar frá upphafí. Sigur- björn Bárðarson náði henni ekki niður á skeið í úrslitasprettinum og sagði hann að hleypt hefði verið fyr- ir sig á niðurtökukaflanum. En ár- angur Óskar var tvímælalaust besti árangur kappreiðanna. Þótt stökk- hestamir væru ekki í góðu formi var nokkur spenna í flestum hlaup- um. Má þar nefna veðriðilinn í 800 metranum þar sem Lýsingur og Leiser háðu harða rimmu. Ætla má að stökkhestamir mæti sprækari til leiks um næstu helgi og bæti við sig fram að síðustu kappreiðum. Hestar- /fólk ■ LOGI Laxdalgerði góða ferð í Víðidalinn. Vann hann hundrað þúsund krónm' inn á vekringana sem hann mætti með til leiks. ■ ÞORMÓÐUR rammi frá Stokkhólma skilaði fimmtíu þúsundum fyrir fyrsta sæti í 150 metra skeiði en Jón Gísla- son sat hann á úrslitasprettin- um. ■ LOGI sat sjálfur Hraða frá Sauðárkróki, sem skilaði tutt- ugu og fimm þúsund krónum. ■ ÓÐINN frá Efstadal skilaði einnig tuttugu og fimm þús- und krónum fyrir annað sæti í 250 metra skeiðinu. ■ FREYJA frá Efstadal, móðir Óðins, var skráð til leiks í 150 metranum og skil- aði vegalengdinni á 16,76 sek- úndum en hún er nú 25 vetra gömul. ■ FREYJA gat sér fyrst frægð er hún öllum á óvart sigraði í 250 metra skeiði á hvítasunnumóti Fáks fyrir um tíu árum. ■ JÓHANN Valdimarsson eigandi Freyju sat hryssu sína um helgina eins og á mótinu fyrir tíu áram. En þá skeiðaði hún á tíma vel undir 23 sek- úndum. ■ STJARNI frá Efstadai, sem keppti í 800 metra stökki, er sonur Freymóðs frá Efstadal, sem Logi Laxdal fór með á heimsmeistaramótið í sumar. En hér birtast úrslit í 350 og 800 metra stökki og bestu tímar hross- anna úr undanrásum og í úrslitum. Fyrri tölurnar sýna tímann úr und- anrásum en seinni tölur eru tímar í úrslitum. Röð vekringanna er eins og hún var eftir undanrásir, aðeins einn tími. Skeið 250 metrar ^ 1. Ósk frá Litladal, eig. og kn.: Sig- urbjörn Bárðarson, 21,84 sek. 2. Óðinn frá Efstadal, eig.: Jóhann Valdimarsson, kn.: Logi Laxdal, 22,27 sek. 3. Glaður frá Sigríðarstöðum, eig.: Hafsteinn Jónsson, kn.: Sigurður V. Matthíasson, 22,52 sek. 4. Skjóni frá Hofi, eig.: Hjörtur Bergstað, kn.: Sigurður V. Matthí- asson, 23,22 sek. 5. Framtíð frá Runnum, eig.: Ragn- ar Valsson, kn.: Sveinn Ragnarsson, 23,54 sek. * 6. Katrin frá Kjarnholtum, eig.: Eygló Gunnarsdóttir, kn.: Magnús Benediktsson, 24,24 sek. Skeið 150 metrar 1. Hraði frá Sauðárkróki, eig. og kn.: Logi Laxdal, 14,39 sek. 2. Gunnur frá Þóroddsstöðum, eig.: Bjarni Bjarnason, kn.: Þórður Þor- geirsson, 14,63 sek. 3. Ölver frá Stokkseyri, eig.: Haf- steinn Jónsson, kn.: Sigurður V. Matthíasson, 14,75 sek. 4. Þormóður rammi frá Stokk- hólma, eig. og kn.: Logi Laxdal, 14,94 sek. 5. Gasella frá Hafnarfirði, eig.: Arn- ar Bjarnason, kn.: Guðmundur Jónsson, 15,12 sek. ** 6. Von frá Steinnesi, eig.: Hjörtur Bergstað, kn.: Tryggvi Bjömsson, 15,17 sek. Stökk 800 metrar 1. Vinur, eig.: Kristinn J. Einars- son, kn.: Stígur Sæland, 25,59/24,77 sek. 2. Sproti frá Árbakka, eig.: Ingimar Jónsson, kn.: Aníta Aradóttir, 26,42/26,10 sek. 3. Gáska frá Þorkelshóli, eig.: Hall- dór P. Sigurðsson, kn.: Kolbrún S. Indriðadóttir, 26,33/26,11 sek. 4. Gullrass frá Komsá, eig.: Magnús Einarsson og Logi Laxdal, kn.: Daníel I. Smárason, 26,24/26,77 sek. 5. Brúða frá Akureyri, Gunnar Hall-^_ dórsson, kn.: Gígja D. Einarsdóttir, 26,70/26,83 sek. 6. Snerpa frá Brekku, eig.: Smári Adolfsson, kn. í undanr.: Daníel I. Smárason, kn. í úrsl.: Sigurjón Björnsson, 26,81/27,40 sek. Stökk 800 metrar 1. Leiser frá Skálakoti, eig.: Axel Geirsson, kn.: Sylvía Sigurbjöms- dóttir, 64,69/65,75 sek. 2. Trausti frá Hvítárholti, eig. og kn.: Sigurður S. Pálsson, 66,20/66,99 sek. 3. Lýsingur frá Brekku, Piltur og stúlka, kn.: Stígur Sæland,^ 64,60/67,19 sek. 4. Frigg frá Breiðabólstað, eig.: Halldór P. Sigurðsson, kn.: Sigur- þór Sigurðsson, 69,66/68,99 sek. 5. Kósi frá Efri-Þverá, eig.: Halldór P. Sigurðsson, kn.: Kolbrún S. Ind- riðadóttir, 65,47/69,74 sek. 6. Stjami frá Efstadal, eig. og kn^f. Valdimar Á. Kjartansson, 70,56/71,78 sek.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.