Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.09.1999, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Skákþing Islands 1999 Nr. Nafn Titill Stiq 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. Röð 1 Helqi Ass Grétarsson SM 2521 % 1/2 1 1 54 1 1 1 1 1 1 91/2 1.-2. 2 Hannes H. Stefánsson SM 2584 IB 1 1 54 1 1/2 1 1 1 1 1 91/2 1.-2. 3 Jón Garðar Viðarsson FM 2352 0 1 0 0 1 1 1 0 1 1 61/2 3.-4. 4 Róbert Harðarson FM 2331 0 0 0 1 1 1/2 1 1 0 1 1 61/2 3.-4. 5 Þröstur Þórhallsson SM 2489 0 1/2 1 0 '/2 '/2 54 '/2 54 1 1 6 5. 6 Jón Viktor Gunnarsson AM 2411 54 0 1 0 54 0 1 0 54 0 1 454 6.-10. 7 Sævar Biarnason AM 2309 0 1/2 0 54 1/2 1 0 '/2 1 0 1/2 41/2 6.-10. 8 Davlð Kiartansson 2154 0 0 0 0 ’/4 0 1 0 1 1 1 41/2 6.-10. 9 Berqsteinn Einarsson 2241 0 0 0 0 54 1 '/2 1 54 54 '/2 454 6.-10. 10 Siqurbiörn Biörnsson 2254 0 0 1 1 54 1/2 0 0 54 54 54 454 05 \ O 11 Biörn Þorfinnsson 2195 0 0 0 0 0 1 1 0 1/2 1/2 ^jj o 3 11. 12 Braqi Þorfinnsson 2260 0 0 0 0 0 0 1/2 0 54 '/2 1 2’/4 12. p u - immimmm 1 unnes fílíiíir Hjiirn Hannes teflir við Björn í síðustu umferð mótsins. Helgi Ass og Hann- es Hlífar sigra í landsliðsflokki SKAK Reykjavík SKÁKÞING ÍSLANDS 31.8.-11.9. 1999 HELGI Áss Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson komu hnífjafnir í mark í landsliðsflokki á Skákþingi Is- lands. Helgi Áss, sem hafði haft forystu síðustu umferðimar gerði jafntefli við Jón Garðar Við- arsson í síðustu umferð. Hannes Hlífar náði hins vegar að sigra Bjöm Þorfinns- son eftir langt og strangt tafl og ná þannig Helga að vinningum. Þeir Helgi og Hannes höfðu mikla yfírburði á mótinu og vom hvorki meira né minna en þremur vinningum fyrir ofan næstu kepp- endur, eins og sjá má á meðfylgj- andi töflu. Frammistaða annarra keppenda var ansi sveiflukennd, en þegar upp er staðið geta þeir Ró- bert Harðarson og sérstaklega Da- víð Kjartansson verið ánægðir með frammistöðuna þegar tekið er tillit til skákstiga. Á hinn bóginn veldur frammistaða þeirra Jóns Viktors, Þrastar Þórhallssonar og Braga Þorfínnssonar vonbrigðum. Stórmeistaramir Helgi Áss og Hannes Hlífar tefldu þunga bar- áttuskák í 10. umferð Skákþingsins. Helgi var í efsta sætinu, hálfum vinningi fyrir ofan Hannes, þannig að sá síðamefndi lagðist þungt á ár- ar. Eftir 55 leiki var Helgi kominn í óvirka vörn, en spumingin var, hvort Hannesi tækist að vinna. Hvíti kóngurinn er lokaður úti og ef svartur nær að koma kóngi sinum til d6 eða c5, þá vinnur hann með því að leika Bxd2, ásamt Kc4 og Kb3. 56. Bb4 - Kf5 57. Bc3 - Ke6 58. Kgl - Kd5 59. e4+! - Eftir 59. Kg2? - Bxd2 60. Bxd2 - Kc4 61. Kf2 - Kb3 62. Be3 - a3 vinn- ur svartur. 59. - Ke6 60. Kg2 - Kf7 Helgi finnur nú mjög snjalla vöm. 61. Rbl! - Bxc3 62. Rxc3 - d2 63. Kf2 - dlD 64. Rxdl - Bxdl 65. Ke3 - Ke6 66. Kd2 - Bb3 67. Kc3 - Ba2 68. Kc2 - Ke5 69. b4! - Það er slæm staða svarta kóngsins og peðið á e4, sem bjargar hvíti í stöðunni. Ef peðið á e4 væri fallið og svarti kóngurinn stæði á d5, þá væri staðan unnin fyrir svart: 69. a3 70. Kc3 - Kc6 71. Kc2 - Kb5 72. Kc3 - Ka4 73. Kc2 - Kxb4 74. Kdl - Kc3 75. Kcl - Kb3 76. Kdl - Kb2 og svarta peðið rennur upp i borð og endurfæðist sem drottning. 69. - axb3+ 70. Kb2 - Kxe4 Keppendur sömdu um jafntefli. Hvítur leikur kóngnum fram og til- baka á milli al og b2 og ef svarti kóngurinn nálgast, á a3, c3 eða cl, þá er hvítur patt. Ef svartur reynir að fórna biskupnum gæti skákinni lokið á eftirfarandi hátt: 71. Kal - Kd4 72. Kb2 - Kc4 73. Kal - Bbl 74. Kxbl - Kc3 (74. Kb4 75. Kb2) 75. Kcl - b2+ 76. Kbl - Kb3, patt=jafntefli. Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson I DAG VELVAKAMPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sælir eru einfaldir ÉG ER að velta því fyrir mér hvers vegna skuldir heimilanna hækka um fjóra og hálfan milljarð út af bensínverði, en lækka ekki þegar matvæli bjóð- astá tilboðsverði. Ég undra mig líka á 10-12 þúsund Islending- um sem hafa sagt sig úr gagnagrunninum. Af hverju? Fólk í felum? Ég veit það ekki. Er virkilega svona mikið til af samkyn- hneigðum landsmönnum að ónafngreindum við- skiptavinum, pörum, hjón- um Rauða torgsins, sem auglýsa í smáauglýsinga- dálkum Dagblaðsins eftir 3 eða 4 bólfélögum? Eða eins og ung stúlka í leit að ástinni sagði mér um dag- inn: Nú er ekki lengur spurt: Hvað ertu búin að vera með mörgum? heldur hvað ertu með mörgum í einu? Hvað þessar síðari vangaveltur snertir, eiga stjórnendur fjölmiðla stóra sök, hvort sem eru rit- stjórar tímarita eða dag- skrárstjórar sjónvarps. Ástin er ekki alfarið fyrir neðan nafla. Smáskot á læriföður gagnagrunnsins: Hvernig í ósköpunum er hægt að rekja genin í Islendingum, þrátt fyrir góða viðleitni trúfélags mormóna, þegar við eigum met hvað snertir fólksfjölda í kjörbörnum, ófeðruðum eða rang- feðruðum, sem sagt óekta börnum, vegna sultarára einstæðra mæðra, án bamabóta, sem áttu engan kost? Að lokum, gæludýraeig- endum til íhugunar. Menn og dýr tjá sig með ólíkum hætti. Hvoragt skilur ann- að fyrr en eftir áralanga reynslu. Eitt er víst, aldrei skyldi hundaeigandi berja sinn hund til hlýðni, loka hann inni daglangt, segja sittu, stattu, eða éttu þetta eða éttu hitt, sem hús- bóndinn myndi aldrei leggja sjálfur sér til munns úr skítugu íláti. Hvað köttinn snertir: Kettlingur sem minnist spena móður sinnar er öll- um heillum horfinn. Hann er ekki velkomið leikfang barna þeirra sem pússa betur bíl en barn. Guðrún Jacobsen, Bergstaðastræti 34. Þakka skrifin ÉG þakka Sigurði Jóns- syni hjartanlega fyrir skrifin um hundana sem birtust í blaðinu 10. sept- ember. Ég er honum hjartanlega sammála. Hvers á fólk að gjalda? Önnur konan er á fyrstu hæð og ein og þetta er hennar öryggi. Ég veit að þessi fjögur dýr sem deilt er um í húsinu eru til fyr- irmyndar. Ég er svo lánsöm að búa í Kópavogi í tvíbýli en þótt ég sé með sameiginlegan inngang við sambýlisfólk mitt hefur aldrei neitt komið upp á enda þykir þeim eins væpt um dýrin mín og mér. Ég tek þetta fram þvi í Síla- kvísl era allir með sérinn- gang. Ég þekki vel til þarna og veit að þessi reiða kona vissi ósköp vel af hundun- um þegar hún flutti í þetta hús. Hefði hún verið svona á móti dýrunum átti hún aldrei að fara í sambýli þar sem dýr eru. Ég vona að allt fari vel þvi annað er grimmd sem dregur dilk á eftir sér. Heilbrigt fólk þolir ekki svona álag hvað þá fólk sem gengur ekki heilt til skógar. María Kristinsdóttir, Löngubrekku 7. Tapað/fundið Barnaskór týndist SVARTUR barnaskór með grænu og dökkrauðu skrauti, uppreimaður, nr. 24, týndist líklega á leið- inni frá Bogahlíð að sund- laugunum í Laugardal. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 553 4502. Svart peninga- veski týndist SVART peningaveski týndist sunnudagsmorgun- inn 5. september, hugsan- lega í leigubíl frá miðbæn- um í Fossvoginn. I bílnum var einnig stúlka á leið upp í Breiðholt. I veskinu var m.a. Garfield-símabók og skilríki. Skilvís finnandi hafi samband í síma 698 1644. Fundarlaun. Krissi er týndur KRISSI, sem er gulbrúnn fress, týndist í Kópavogi 19. ágúst sl. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 896 6353. Kettlingar fást gefíns ÞRÍR kettlingar fást gef- ins, kassavanir og vel upp aldir. Upplýsingar í síma 898 2973 eða 554 3973. SKAK limfijún Margcir Pétursson tapar hann drottningunni til baka. Shabalov sigraði ör- ugglega á mótinu með 8 vinninga, en Hrascek, Tékk- landi og Lesiege, Kanada, komu næstir með 7 v. STAÐAN kom upp á sterku opnu móti í Koszalin í Pól- landi í ágúst. Alex- ander Shabalov (2.566), Bandaríkj- unum, hafði hvítt og átti leik gegn Skripehenko (2.456), Moldavíu. 29. Dxg6!! - fxg6 30. Bd5+ - He6 31. Bxe6+ og svartur gafst upp, þvi eftir 31. - Kf8 32. Rh7+ - Ke7 33. Bg5+ HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI „þetia. er ný/etsé:i- /ej/ujrjnsi' faan-s 'y Víkverji skrifar... VIÐMÆLANDI Víkverja, sem býr í litlu fjölbýlishúsi á höfuð- borgarsvæðinu, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við Landssímann hf. Um mitt síð- asta ár réðst fjarskiptafyrirtækið í lagningu breiðbandsins í húsið. Ibú- um var tilkynnt bréfleiðis að fram- kvæmdimar stæðu til og að þeim kæmi til með að fylgja nokkur upp- gröftur og jarðrask á lóðinni við húsið, sem þá var nýmálað. Það fylgdi hins vegar ekki sög- unni að öllum uppgreftrinum yrði meira og minna mokað upp að ný- máluðu húsinu og þá aðallega bíl- skúrshurð viðkomandi eins og raun- in varð þannig að stórsá á. Hann var að vonum frekar óhress með hlutskipti sitt og hringdi í höf- uðstöðvar Landssímans og sagði farir sínar ekki sléttar. Eftir mikla leit hafðist uppá manni sem taldi sig bera ábyrgð á verkefninu. Hann sagði félagið hafa ráðið til sín verk- taka í umrædda vinnu en lofaði að ganga í málið og sjá til þess að mál- að yrði yfír skemmdimar. Til að gera langa sögu stutta, þá liðu dagar, vikur og mánuðir, án þess að nokkuð væri að gert. í heilt ár hefur viðmælandi Víkverja sett sig reglulega í samband við Lands- símann og reynt að fá skemmdirnar lagfærðar. Jafn oft hafa starfsmenn Símans lofað úrbótum, án þess að nokkuð hafi gerst. Svo gerðist það í sumar að hurðin var loks máluð en einungis að hluta og í vitlausum lit. Þá var þolandan- um nóg boðið og hringdi enn á ný og jós úr skálum reiði sinnar yfir því að þurfa að eyða tíma sínum og fjármunum í símtöl til Landssímans vegna skemmda á fasteigninni sem þeir bæm fulla ábyrgð á. Sem fyrr var tekið fyllilega undir kvartanir íbúans og nú um daginn, mörgum vikum síðar, var hurðin loks máluð í heOd sinni, en viti menn, í sama vit- lausa litnum. Víkverji efast um að notendur kæmust upp með að standa í van- skilum með símreikning sinn hjá Landssímanum í vel á annað ár og af ofangreindu máli að dæma er nokkuð ljóst að ímyndin um gamla og þunglamalega ríkisbáknið Póst og síma, sem forsvarsmenn Lands- símans hafa svo mikið reynt að losna við, á greinUega ennþá við nokkur rök að styðjast. X x x LÍTIL frétt á forsíðu Morgun- blaðsins á fimmtudag vakti at- hygli Víkverja en fyrirsögn fréttar- innar var: ,,Sókn gegn franskri karl- rembu“. í fréttinni er sagt frá frönsku félagi sem ætlar að berjast gegn karlrembulegum ummælum um konur í stjórnmálum og atvinnu- lífi. Þar kemur fram að oft sé gefið í skyn að framakonur hafi komist áfram með því að sænga hjá yfir- mönnum og að þær þurfi oft að þola að vera dæmdar á grundvelli útlits og klæðaburðai-. Fréttin vakti Víkverja til um- hugsunar um hvemig fjallað er um konur í íslenskum stjórnmálum og atvinnulífi. Og því miður er raunin oft svipuð og í Frakklandi hérlend- is. Vonandi er ástandið ekki jafn slæmt hér og því er lýst í Frakk- landi. En ljóst er að þetta er eitt- hvað sem ekki á að þekkjast í nú- tímasamfélagi, að fólki sé mismun- að eftir kynferði frekar en kyn- þætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.