Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 1
222. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR1. OKTÓBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mannleg mistök ollu versta kjarnorkuslysinu sem orðið hefur í Japan Geislavirkni hefur minnk- að verulega Tokaimura, Tókýó, Washington. AFP, AP, Reuters. AP Móðir sækir börn sín í skólann nærri slysstaðnum í Tokaimura í gær. AP Ibúar í Mexíkóborg þustu út á götur í kjölfar jarðskjálftans. • • Oflugur jarð- skjálfti í Mexíkó Mexíkóborg, Oaxaca. AFP, AP, Reuters. AÐ minnsta kosti þrettán manns létu lífið er öflugur jarðskjálfti reið yfir mið- og suðurhluta Mexíkó í gær. Skjálftinn mældist 7,4 stig á Riehters-kvarða, en upptök hans voru í Kyrrahafinu, skammt undan strandbænum Puerto Angel. Svo virðist þó sem skjálftinn hafi ekki valdið verulegum skemmdum. Héraðið Oaxaca, um 400 km suð- austur af Mexíkóborg, varð verst úti í jarðskjálftanum. Þar létu að minnsta kosti sjö manns lífið og hundruð húsa skemmdust. Meðal hinna látnu var 12 ára gömul stúlka sem fékk hjartaáfall í kjölfar hrær- inganna. I Mexíkóborg titruðu hús af völdum skjálftans og þar lést einn maður af völdum hjartaáfalls. Þá bárust fregnir um að kona hefði látist í héraðinu Veracruz, eftir að hún datt vegna titringsins. „Allir voru skelfingu lostnir, þetta stóð lengi yfir,“ sagði Thalia Martinez, 27 ára íbúi í Mexíkóborg. En borgarbúar eru vanir jarð- skjálftum og bætti hún við að þessi skjálfti hefði verið „frekar lítill". íbúar þustu út á götu I Puerto Angel þökkuðu bæjaryf- irvöld sínum sæla fyrir að enginn hefði farist, en þar slösuðust um 20 manns. Að sögn lögreglustjórans í bænum greip mikil hræðsla bæjar- búa sem þustu út á götur og torg. Byggingar titruðu í skjálftanum, rúður brotnuðu og þök hrundu. Emesto Zedillo, forseti Mexíkó, kvaðst afar áhyggjufullur vegna ástandsins í Oaxaca. Björgunar- sveitir aðstoðuðu slasað fólk í gær og leituðu fómarlamba. Milli fjögur og tíu þúsund manns týndu lífi í jarðskjálfta í Mexíkó- borg árið 1985, en hann var 8,1 stig á Richters-kvarða. Þá létust 25 í skjálfta í miðhluta Mexíkó í júní, en skjálftinn nú er fimmti öflugi jarð- skjálftinn í heiminum á nokkram mánuðum. JAPANSKIR sérfræðingar sögðu í gærkvöldi að tekist hefði að stöðva keðjuverkun og að geislun væri að minnka veralega í kjölfar slyssins í úraníumvinnslustöð í bænum Tokai- mura í gærmorgun. Um er að ræða versta kjarnorkuslys í sögu Japans. Þrír starfsmenn voru fluttir á sjúkra- hús, sem er sérhæft í meðferð fólks sem orðið hefur íyrir geislun, og var óttast um líf tveggja þeirra í gær- kvöldi. Of mikið af úraníum I úraníumvinnslustöðinni, sem er í um 110 km fjarlægð frá Tókýó, er unnið eldsneyti fyrir kjarnorkuver. Talið er að alls hafi 34 orðið fyrir geislun, flestir starfsmenn í stöðinni. Um 150 menn voru fluttir burt frá vinnslustöðinni eftir slysið, og um 310 þúsund íbúum, er búa innanvið tíu kflómetra fjarlægð frá vinnslustöð- inni, var ráðlagt að halda sig innan- dyra. Helstu hraðbrautum inn í Tokaimura var lokað, og skiltum var komið íýrir við minni vegi, þar sem vegfarendur vora varaðir við hæt(> unni. Slysið varð er starfsmenn voru SÆNSKA akademían tilkynnti í gær, að Giinter Grass, þekktasti núlifandi rithöfundur Þjóðverja. sem hlaut frægð í einu vetfangi fyrir skáldsöguna „Blikktromm- una“ árið 1959, hlyti bókmennta- verðlaun Nóbels í ár. „Þetta er mér ósegjanleg ánægja, ekki aðeins fyrir mig sjálf- an heldur fyrir þýzkar bókmenntir almennt, sem eru heiðraðar með mér,“ tjáði Grass blaðamönnum fyrir utan vinnustofu sína í Liibeck. I æviverki sínu hefur Grass tek- izt á við nokkur af mest krefjandi viðfangsefnum 20. aldarinnar - frá þjáningum nazistatímans til þess skeiðs vonar og erfiðra sátta sem á að blanda úraníum og saltpéturs- sýra, og gerðu þau mistök að setja of mikið af úraníum í tankinn. Olli það kjarnahvörfum, en að sögn embættismanna var úraníum- vinnslustöðin ekki hönnuð til að koma í veg fyrir útbreiðslu geislun- ar. I gær mældist geislunin mest um 15 þúsund sinnum meiri en eðli- legt er. Þess var freistað í gærkvöldi að tappa vatni af kælibúnaði tanks í stöðinni, svo draga mætti úr frekari kjamahvörfum. Kjarnahvörf eiga sér stað þegar neftrónur rekast á úraní- um og valda því að atóm klofna, með þeirri afleiðingu að gífurleg orka myndast. Er það í raun hið sama og á sér stað þegar kjarnorkusprengja springur. Vatnið örvar nifteindaflugið og ýtir því undir kjamahvörf. Bandaríkjamenn bjóða aðstoð Bill Clinton sagði í gærkvöldi að Bandaríkjastjóm myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að hjálpa Japönum að bregðast við slysinu. Bill Richardson, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við CNTV-sjónvarpsstöðina að Banda- eftir fylgdi. Nýjasta verk hans, sem kom út í sumar, ber einmitt titilinn „Oldin mín“ og er eins kon- ar skýrsla höfundarins um 20. öld- ina í skáldskaparformi. Grass fagnaði verðlaunaveiting- unni með eiginkonu sinni, Ute Grunert, í vínbúð nágranna síns á fyrstu hæðinni í sama húsi og hann er með vinnustofu. Fyrr um dag- inn, áður en hann fékk upphring- inguua frá Stokkhólmi, hafði hann málað vatnslitamálverk. Grass er þriðji Þjóðverjinn sem hlýtur verðlaunin, eftir Thomas Mann árið 1929 og Heinrich Böll árið 1972. ■ Mjög pólitiskur/31 ríkjamenn og Rússar væru tilbúnir að senda lið kjamorkusérfræðinga og tæknibúnað til Japans, ef þess væri óskað. Slysið varð til þess að Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, frestaði fyrirhugaðri uppstokkun á ríkisstjóm sinni í gær. Töluverðar áhyggjur Hulda Þóra Sveinsdóttir, sem er í doktorsnámi í stjómmálafræði og býr skammt norðan við Tókýó, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, eða snemma morguns að japönskum tíma, að fólk í Japan hefði töluverðar áhyggjur af slysinu. .Astandið virðist RÚSSNESKI herinn hóf í gær tak- markaðar aðgerðir innan landamæra Tsjetsjníu. Ekki hafa borist fregnir af bardögum, en innrás Rússa í landið virðist vera yfirvofandi. Rússar vísa áhyggjum erlendra ríkja á bug á þeim forsendum að um sé að ræða innan- ríkismál. Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði í gær að rússneskir hermenn hefðu náð fjallasvæði innan Tsjetsjníu á sitt vald. Rússneskir embættismenn vildu ekki skýra ná- kvæmlega frá því hvar hersveitir hefðu haldið innreið sína í landið, en ínterfax-fréttastofan hafði eftir tj- setsjenskum embættismönnum í gær að rússneski herinn hefði haldið allt að 10 km inn í landið, en hörfað aftur um á að giska fimm km. Pútín ítrek- aði í gær að Rússar gætu hvenær sem væri sent herlið inn í Tsjetsjníu, enda væri Iandsvæðið hluti af Rúss- landi. Loftárásir Rússa á Tsjetsjníu héldu áfram í gær, áttunda daginn í röð. Heyra mátti sprengjugný í höfuð- borginni Grosní, þótt ekki hafi borist fregnir af því að skotmörk hafi verið hæfð í borginni sjálfri. Evrópusambandið, Frakkland, Þýskaland og Ítalía lýstu í gær yfir vera mjög alvarlegt og á sjónvarps- stöðvum hafa verið birtar stanslausar fréttir af slysinu," sagði Hulda. „Það er áhyggjuefni að keðjuverkun hefur farið af stað og þegar við fóram að sofa í gærkvöldi hafði geislavirknin ekkert minnkað. Tókýó er meira en 100 km í burtu, þannig að ég held að fólk þar hafi ekki miklar áhyggjur, en það fer að verða spuming um aðrar borgir sem era nær Tokaimura." Hulda sagði að svo vildi tfl að hún og maður hennar hefðu ætlað að flytja í dag til borgarinnar Mito, sem er aðeins í 12 km fjarlægð frá slys- staðnum. Þau áform myndu því lík- Iega breytast. áhyggjum af því að loftárásimar gætu stefnt stöðugleika í þessum heims- hluta í hættu, og hvöttu til þess að við- ræður yrðu hafnar við leiðtoga Tsjet- sjníu. Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að áhyggjur erlendra ríkja af ástandinu skiptu máli, en ítrekaði að um væri að ræða innanrfldsmál Rússlands. Tsjetsjnía lýsti einhliða yfir sjálfstæði árið 1996, í kjölfar stríðs við Rússa, en tilheyrir Rússlandi enn formlega og engin þjóð hefur viðui'kennt ríldð. Flóttamönnum Qölgar Ráðuneyti almannavama og neyð- araðstoðar í Rússlandi skýrði frá því í gær að um 78 þúsund manns hefðu flúið loftárásirnar á Tsjetsjníu. Hafa flesth- haldið til rússneska nágranna- héraðsins Ingúsetíu, en embættis- menn hafa lýst því yfir að ekki séu fyrir hendi úrræði til að takast á við vandann. jAstandið er hræðilegt. Tjöldin standa á berri jörð og það eru engin salerni,“ sagði Tamara Demurzijeva, læknir í flóttamannabúðum við landa- mæri Ingúsetíu. „Brátt fer að kólna í veðri og ég veit ekki hvað við geram þá.“ Reuters Kurt Thaler, nágranni þýzka rithöfundarins Gunter Grass, faðmar Nóbelsverðlaunahafann í gær. Giinter Grass fær bók- menntaverðlaun Nóbels Stokkhólmi. Reuters. Innrás Rússa í Tsjetsjníu er yfírvofandi Grosní, Moskvu. AFP, AP, Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.