Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir 'iu væri að fara. yfingarinnar telp- lan? kostlega grunn sem kirkjan byggði á ríkti ójafnrétti og sundrung innan kirkjunnar". Sagði hún m.a. að því færi fjarri að kvenprestar ættu sömu möguleika og karlprestar á að kom- ast í eftirsóknarverð embætti innan kirkjunnar, til að mynda að verða sóknarprestur í stóru sóknunum í Reykjavík. „Pað þykir frekar við hæfi og huggulegra að kvenprestarn- ir gegni stöðu sem er ögn neðar í pýramídanum, til dæmis sem aðstoð- arprestar." Ninna Sif lagði m.a. áherslu á að svara þyrfti spurningunni um það hvort konur og karlar ættu sama rétt í kirkjunni. „Pessi spuming gengur í raun miklu lengra og spyr um það hvers konar Guð það er sem við trú- um á og hvernig kh’kja það er sem við tilheyrum. Hún spyr um það hvort við tökum mark á því sem stendur í Gamla testamentinu að Guð hafi skapað karl og konu í sinni mynd. Hún spyr líka um það hvort orð Jesús um valdið og samskipti hans við fólkið sem hann umgekkst sé kirkjunni raunveruleg fyrirmynd. Þessum spurningum þurfum við að svara og það eru svörin við þeim sem eiga að gefa tóninn fyrir starf kirkj- unnar á nýrri öld. Umræða á þeim nótum væri glæsilegur hluti þúsund ára afmælis [kristnitökunnar]. Kvennakirkjan hefur sem hópur inn- an þjóðkirkjunnar sýnt henni þá vin- áttu og umhyggju að svara þessum --------- spurningum fyrir sitt leyti. Við þurfum að breyta. Guð treystir okk- ur til þess og við skulum treysta henni.“ Að síðustu tók til máls í þessum umræðum séra Yrsa Þórðardóttir. jm i ifél- i/efn- a sem vel“ Kvaðst hún m.a. vilja að kai'lmenn en ekki bara konur þerðust fyrir því að allir fengju jafnan rétt. Þá benti hún á mikilvægi mannréttindasátt- mála ýmiss konar og kvaðst vilja að orð þeirra væru alltaf gild. I lok fundarins ræddu þátttakendur m.a. um nauðsyn þess að umræðan um stefnu kvennahreyfingarinnar héldi áfram og voru sumar á því að það vantaði einhvern sameiginlegan vett- vang fyrir konur hér á landi til að ræða um og berjast áfram fyrir jafnri stöðu kynjanna. FÖSTUDAGUR 1. OKTÓMBER 1999 39 ------------------------------------------------------------------------ Fimmtíu ár liðin frá stofnun kínverska alþýðulýðveldisins „Nýtt velmegrmarskeið er að hefjast í Kína“ í dag fagna Kínverjar, fjölmennasta þjóð veraldar, stofnun alþýðulýðveldisins fyrir 50 árum. Wang Ronghua, sendiherra Kína á Islandi, segir í samtali við Auðun Arnórsson að á þessum tímamótum sé þjóð sín að hefja nýtt velmegunarskeið. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Wang Ronghua, sendiherra Kína á Islandi. A veggnum hangir ljóð eftir sendiherrann urn Gullfoss, sem hann sjálfur hefur skrautskrifað að forn- um kínverskum hætti. FYRIR 50 árum var Kína markað af stórhörmungum, vanþróað, fátækt land, og þjóðfélagið mótað af ný- lendustjórn og lénsveldi. En nú, hálfri öld síðar, er Kína að byrja að blómstra, nýtt velmegunarskeið er hafið.“ Þessi orð Wangs Ronghua, sem verið hefur sendiherra Kína á Is- landi í rúmlega eitt og hálft ár, eru mælt af mikilli sannfæringu. Sem dæmi um þær efnahagslegu framfarir sem orðið hafa í Kína á síð- ustu árum nefnir Wang að nú taki það kínverskan meðallaunþega 12 daga að vinna sér inn sömu upphæð og voru meðalárslaun árið 1949, að framreikn- uðu verðgildi. Gífurlegar framfarir hafa orðið á lífskjörum almennings í Kína. Lýðræðisþróun Þessar efnahagsframfarir eiga upp- tök sín í þeirri ákvörðun Dengs Xiaop- ings árið 1978 að stefna að „sósíalísk- um markaðsbúskap" og opnun lands- ins fyrir viðskiptum. En hafa lýðrétt- indi Kínverja þróazt að sama skapi í frelsisátt? Þegar stjórnmálaástandið í Kína á þessum tímamótum kemur til tals nefnir Wang fyrst að á kínverska þinginu, sem samkvæmt stjórnar- ski'ánni er æðsta valdastofnun ríkis- ins, sitji fulltrúar annarra stjórnmála- flokka en Kommúnistaflokksins, full- trúar þjóðernisminnihlutahópa og fag- samtaka. Þingið er löggjafarstofnun kín- verska ríkisins, útnefnir menn í opin- ber embætti og hefur eftirlit með framkvæmdavaldinu. „Sumir halda að í Kína séu engir lýðræðisflokkar,“ segir sendihen’ann. „Raunin er sú, að við höfum átta lýðræðisflokka sem all- ir eiga fulltrúa á þjóðþinginu. Þeir voru allir stofnaðir fyrir 1949. Nú hafa þeir öðlazt marga nýja meðlimi, nýtt blóð með nýjar hugmyndir.“ Wang segir lýðræðisflokkana svokölluðu koma að kínverskum stjórnmálum með ýmsu móti. Fulltrú- ar þenra séu kjörnir og skipaðir í sveita- og héraðsstjórnir. Og Komm- únistaflokkurinn - sem einn myndar ríkisstjórnina - hefur komið á um- ræðuvettvangi, þar sem ráðamenn úr röðum Kommúnistaflokksins hlýða á tillögur fulltrúa lýðræðisflokkanna. Sum ráð þeirra séu tekin til greina. Þá segir Wang að meðal mikil- vægra umbóta sem gerðar hefðu verið á þessu ári væri breyting á stjórnar- skránni sem samþykkt var í marz. „Þá var bætt inn klausu í 5. grein stjórnar- skrárinnar, þess efnis að í Kína skuli vera réttarríki, þar skuli unnið að upp- byggingu sósíalísks réttarsamfélags." Þetta hafi mikla þýðingu. „AHir stjórn- málaflokkar, þar á meðal Kommún- istaflokkurinn, verða að haga sér inn- an ramma stjórnarskrárinnar og lag- anna.“ Ennfremur hafi Kína gerzt á árinu aðili að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um pólitísk og borgaraleg réttindi. Wang segir Deng Xiaoping, sem hóf þá opnunarstefnu sem Kínastjórn fylgir enn, hafa sagt: „Ef ekkert er lýðræðið er eng- inn sósíalismi." Stefnan sé að byggja upp lýðræðis- legt, siðmenntað, sósíalískt hagsældarþjóðfélag. Umb- ætur á stjórnkerflnu haldi sífellt áfram. „Við höldum ekki að við séum fullkomn- ir,“ segir Wang, en það sé ekki þar með sagt að takmarkið með umbótum á stjórnkerfi Kína sé að taka upp þingræði eins og það tíðkast á Vestur- löndum. „Við lítum á kjarna málanna, ekki aðeins form þeirra." Almennt um arfleifð Dengs segir Wang að Kommúnistaflokkurinn og ríkisstjórnin fylgi nú „kenningu Dengs Xiaopings". Kjarni hennar gangi út á að byggja upp sósíalískt þjóðfélag með kínverskum einkennum. Fyrir leiðina að þessu takmarki sé frelsun hugans mikilvægust. I tíð Dengs sjálfs hefði liður í þessu verið að ógilda nokkrar rangar ákvarðanir Maós Tse-tungs. Hugmyndir Dengs um sósíalískan markaðsbúskap væru meðal þess sem nú vísaði veginn fram á við. Hvað sem þessu líður segir Wang Kínverja hafa mikinn áhuga á að læra af öðrum löndum. Til dæmis segist Wang sannfærður um að aðalsaksókn- ari Kína stjórnist af þessu hugarfari er hann kemur til Islands, en von mun vera á honum hingað bráðlega. Aðspurður um hlutverk svokallaðra andófsmanna í stjómmálum Kína seg- ir Wang að óþarflega mikið sé gert úr þeirra hlut. „Allir þeir [svokölluðu andófsmenn] sem hafa verið hand- teknir hafa allir þegið fé og/eða aðstoð erlendis frá við undirróðursstarfsemi sína,“ segir Wang. „Þetta eru menn sem tjalda ekki nema til einnar nætur“ í hugsun sinni. Vilji menn koma lög- mætri gagnrýni á ríkis- stjómina á framfæri sé fyllilega nægilegt svigrúm til þess t.d. innan lýðræðri- flokkanna svokölluðu. A þjóðþinginu komi oft fram hvöss gagnrýni og harkalega skipzt á skoðunum. Endursameiningu Hong Kong og Kína segir Wang hafa heppnazt mjög vel. „Með henni hefur loksins tekizt að þvo burt smánarblett aldargamallar nýlenduauðmýkingar Kína.“ Að svo vel skyldi hafa tekizt til við að færa Hong Kong undan brezkum yfirráð- um undir kínversk lofaði góðu um endursameiningu Macao og Kína, en Macao, sem um aldir hefur verið ný- lenda Portúgals, verður aftur hluti Kína hinn 20. desember nk. Segir Wang vel heppnaða endursameiningu Hong Kongs og Macao við Kína muni einnig nýtast til að auðvelda lausn deilunnar um Taívan. „Tvö kerfí í einu landi“ hefur heppnazt vel „íbúar Hong Kong sjá sjálfir um stjórnsýslu Hong Kong. Þeir halda eigin kerfí og lögum - við okkai'. Við „blöndum ekki vatninu í branninum við vatnið í ánni“,“ segir Wang. Þessa reglu segir Wang geta hjálp- að til við að sameina Taívan megin- landinu á ný. Eins og kunnugt er flúði Guomindang-hreyfing kínverskra þjóðernissinna undir forystu Tsjangs Kai-sheks hershöfðingja til Taívan er hún laut í lægra haldi fyrir kommún- istum undir forystu Maós formanns er borgarastríðinu lauk í Kína árið 1949. Alla tíð síðan hafa stjórnvöld i Peking haldið fast við að Taívan sé óaðskiljanlegur hluti Kína, þótt Taívanbúar hafi eigin ríkisstjóm og her. Þegar árið 1982 segir Wang að Deng Xiaoping hafi komið fram með hugmyndina um „Eitt ríki - tvö kerfi“ með það fyrir augum að auðvelda sameiningu Taí- vans og Kína. Árið 1995 setti Deng fram tillögu um sameininguna í átta liðum. Aðalatriðin séu fjögur: að halda fast við að Kína og Taívan séu eitt land, að eftir sameiningu fái Taívanar að halda sínu kerfi óái'eittir, þeir fái að njóta mikillar sjálfstjórnar - þar með talið eigin her - og að deilumál séu leyst með friðsamlegum viðræð- um. „Við viljum ekki „gleypa Taívan“ og Taívan getur að sjálfsögðu ekki gleypt okkur,“ segh' sendiherrann. Lánsamur að lenda á íslandi Ohætt er að segja að samskipti Kína og annarrar eyju, sem liggur öllu fjær Peking en Taívan, séu í öllu betri farvegi. „Eg tel mig mjög lánsaman'* að hafa verið útnefndur sendiherra á Islandi," segir Wang Ronghua. „Is- lendingar eru heiðarlegir, blátt áfram og mjög umhyggjusamir,11 segir hann og rekur dæmi úr einni ferð sinni úti á landi, þegar vömbílstjóri nokkur gerði sér það ómak að gera við bíl sendiherrans og afþakkaði greiðslu fyrir. „Við eigum kínverskt orðtak um að jarðvegur og vatn hvers lands fóstri þá þjóð sem á því lifir. Eftir kynni mín af Islendingum langaði mig til að kanna hvers konar jarðvegur og vatn það er sem fóstrar íslenzku þjóð- ina,“ segir Wang. Hann hefur því ferðast víða um landið frá því hann tók við embætti snemma árs 1998. Því sem hann sér og s kynnist á þeim ferðum hefur hann gjarnan haldið föstu í bundnu máli. „Ég hef samið um það bil 20 ljóð frá því ég kom hingað. Ég áleit það einmitt einn kostinn við að starfa á Is- landi að hér vonaðist ég til að geta átt tíma aflögu til að sinna ljóðagerð og æfa skrautskrift. Þetta tvennt fer saman, ljóðagerð og skrautskrift, enda hvort tveggja hluti ævafornrar menn- ingararfleifðar Kína,“ segh- Wang. Á veggnum fyrir ofan stólinn sem sendiherrann situr í hangir innramm- að skrautskrifað ljóð eftir hann. Það ’ fjallar um Gullfoss. Teljum okkur geta lært margt af Islendingum Um ástand samskipta Islands og Kína segist Wang búast við því að þau eigi í nánustu framtíð eftir að þróast mjög og dafna og færast út til fleiri sviða. „Engin alvarleg ágreiningsmál era í veginum," segh- Wang. „Við telj- um ísland og Kína hafa margt að bjóða hvort öðru, sem bætir hvort annað upp.“ Islendingar séu að reyna að auka fjölbreytni í sínu efnahagslífi og í því sambandi geti Kína komið inn með ýmsu móti, með auknum viðskipt- um og samstarfi við íslenzka aðila. Kínverskir ráðamenn hafa á liðnum missemm sýnt í verki áhuga sinn á Is- landi. Á þessu ári hafa kínverski íþróttamálaráðherrann og vararáð- herra heilbrigðismála lagt leið sína hingað. Eins og áður sagði hugðist yf- irsaksóknari Kína koma hingað fyrr á árinu en kemur síðar. Sendiherrann upplýsti, að í næsta mánuði væri von á mjög háttsettum manni til viðbótar, en það er formaður flokksdeildar kín- verska Kommúnistaflokksins í Sjang- hæ sem sæti á í stjórnmálanefnd mið- stjórnar flokksins. í þeirri nefnd eiga aðeins 22 menn sæti og mynda svo að segja kjarna mestu áhrifamannanna í forystu Kommúnistaflokksins. „Við teljum okkur hiklaust geta lært margt af Islendingum,“ segir Wang aðspurður um ástæður þess að * kínverskir ráðamenn sýndu Islandi þann áhuga sem raun ber vitni. „Islendingar hafa náð mjög langt á skömm- um tíma. Og þetta háa þróunarstig sem þeir hafa náð á flestum sviðum er mjög jafnt hvar sem litið er á landinu. Það eru þess- ar félagslegu framfarir sem okkur þykir sérstaklega skoðun- arverðar," segir sendiherrann. „Jiang Zemin [núverandi flokks- leiðtogi og forseti Kína] hefur sagtj. „RíkisstjórnkKína álítur mjög mikil- vægt að eiga góð samskipti við Is- land. Kínverska þjóðin er áhugasöm um að eiga virk og gefandi samskipti við íslenzku þjóðina á hinum ýmsu sviðum. Við viljum rækta vinskap þjóðanna." Það er þetta hlutverk, að hlú að vinskap Kínverja og íslend- inga, sem ég hef helgað mig,“ sagðþ Wang Ronghua að lokum. „Stefnum að lýðræðislegu, sósíalísku hagsældar- þjóðfélagi.“ „Ég hef samið um það bil 20 Ijóð frá því ég kom hingað.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.