Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Landsteinar gera samning við Adidas og Hagkaup um smíði hugbúnaðarkerfis
Samningurinn
metinn á um
300 milljónir
Morgunblaðiö/Ásdís
í GÆR undirrituðu fulltrúar ís-
lenska hugbúnaðarfyrirtækisins
Landsteina, Adidas AG í Þýska-
landi, Hagkaupsverslananna á ís-
landi og Navision Software AS í
Danmörku, samning um smíði hug-
búnaðarkerfis en samningurinn er
metinn á um 300 milljónir króna.
Samningurinn felur í sér að Land-
steinar taka að sér smíði nýrrar
hugbúnaðarlausnar fyrir Adidas og
Hagkaup í hugbúnaðarkerfinu Na-
vision Financials.
Jón Örn Guðbjartsson, markaðs-
stjóri Landsteina, segir umrætt hug-
búnaðarkerfi munu stýra vöruhúsa-
meðhöndlun Adidas og Hagkaups.
„Kerfinu er ætlað að stýra innkaup-
um og birgðameðhöndlun þar sem
sjálfvirkni verður ráðandi. Högun
kerfisins á að tryggja hagkvæmni
við innkaup, hún á að tryggja há-
marksafköst við vörumóttöku auk
GOLFEFNABUÐIN
Mikið úrval
fallegra flísa
Borgartún 33 • RVK
Laufásgata 9 • AK
öruggrar stýringar á birgðahaldi og
dreifingu vara til viðtakenda," segir
Jón Örn.
Hann segir ástæðu þess að samn-
ingur við bæði félögin er sameinað-
ur, að frumkröfur fyrirtækjanna hafi
verið áþekkar. „Það var því hag-
kvæmt fyrir þessa aðila að sameinast
og mynda sameiginlegar kröfur fyrir
eitt kerfi. Rekstur fyrirtækjanna er
þó ekki eins en það er margt sem
þau eiga sameiginlegt."
Kerfið sett upp í öllum
skrifstofum Adidas
Að sögn Jóns Arnar mun samn-
ingurinn skapa á annan tug ársverka
hér á landi. ,Auk aðlögunar á hug-
búnaði hefur samningurinn í för með
sér uppsetningu á sérstöku þjón-
ustuveri hér á landi til að mæta þjón-
ustuþörfum Adidas um allan heim.
Kerfi Adidas verður beintengt skrif-
stofum Landsteina við Grjótháls í
Reykjavík en það gerir hugbúnaðar-
fyrirtækinu kleift að vinna allar
Frá undirritun samningsins. Lars Bo Jörgensen, yfirmaður alþjóðavið-
skipta hjá Adidas, Jón Björnsson, forstjóri Hagkaups, Sturla Böðvars-
son, samgönguráðherra, Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, Sa-
bina Wölfel, yfirmaður upplýsingasviðs Adidas, og Aðalsteinn Valdi-
marsson, framkvæmdastjóri Landsteina.
breytingar og nýjungar frá íslandi,“
segir Jón Örn.
Þegar er byrjað að vinna við
samninginn að því leyti að þarfir fyr-
irtækjanna eru greindar, að sögn
Jóns Arnar. „Kerfið verður tilbúið
um mitt næsta ár og verður þá sett
upp í öllum skrifstofum Adidas víða
um heiminn. Hjá Hagkaupi verður
kerfið nýtt á sérvörulager fyrirtæk-
isins sem er einn fullkomnasti og
flóknasti lager landsins.“
Navision Financials er danskt við-
skiptakerfi að stofni til og er í dreif-
ingu um allan heim. Landsteinar
sérhæfa sig í smíði nýjunga í kerfinu
og í aðlögun þess fyrir heimsmark-
að. A meðal viðskiptavina félagsins
eru Ikea, DHL, TNT og Honda.
Landsteinar reka fyrirtæki um sölu
og aðlögun á grunnlausnum sem
danska fyrirtækið Navision
Software AS framleiðir. Engin
eignatengsl eru á milli Landsteina
og Navision Software, að sögn Jóns
Arnar.
Navision Software mun nýta af-
rakstur vinnu Lándsteina við hug-
búnaðarkerfið og mun kei'fið verða
staðlað og fara í dreifingu um allan
heim. Því má ætla að Landsteinar
fái fjölmörg verkefni á næstu miss-
erum sem tengjast uppsetningu
kerfisins hjá öðrum fyrirtækjum en
þeim sem tengjast samningnum sem
undirritaður var í gær, að sögn Jóns
Arnar.
Islenska hugbúnaðarfyrirtækið
Landsteinar er stærsta samstæða
hugbúnaðarfyrirtækja í eigu ís-
lenskra aðila og stærsta samstæða
navision-fyrirtækja í heiminum. Fyr-
irtækið rekur skrifstofur í fjórum
löndum utan Islands; Danmörku,
Englandi, Jersey og Þýskalandi. St-
arfsmenn eru 80 á Islandi og alls 80
utan Islands.
Landsteinar voru í öðru sæti yfir
þau félög sem uxu hraðast miðað við
veltu á árinu 1998, að sögn Jóns
Arnar. Hann segir fyrirtækið mjög
líklega verða í fyrsta sæti á þessu
ári. Félagið er nú metið á 1,2 millj-
arða íslenskra króna og er þá horft
til síðustu fjárfestinga í félaginu,
segir Jón Örn. Þar er um að ræða
fjárfestingar Rafmagnsveitnanna á
Jersey í 10% hlut og íslenska hug-
búnaðarsjóðsins í 5% hlut. Eigendur
Landsteina eru íslenski hugbúnað-
arsjóðurinn með um 25% hlut, Raf-
magnsveiturnar á Jersey með um
10% og innan við tíu lykilstarfsmenn
Landsteina sem allir eru Islending-
ar.
Nýherji annast hugbúnaðargerð
Schengen-upplýsingakerfísins
AÐ undangengnu forvali og útboði
á vegum dómsmálaráðuneytisins
hefur verið samið við Nýherja hf.
um að taka að sér hugbúnaðargerð
Frábær leikföng!
Góðar afmælisgjafir!
Nýjar vörur!
" feykirófa
Skólavörðustíg 1a, sími 561 6620
Fróbært verð
kr. 4.995
Full búð af
nýjum vörum
Svart leður
St.: 36-41
Póstsendum samdægurs
£
vegna upplýsingakerfis,
sem sett verður upp
vegna þátttöku íslands í
Schengen-samkomulag-
inu, en kerfið tengist
miðlægum gagnagrunni
og eftirlitskerfi, sem
rekið er sameiginlega af
aðildarríkjum Schengen-
samkomulagsins. Samn-
inginn undirrituðu Sól-
veig Pétursdóttir, dóms-
málaráðherra og Frosti
Sigurjónsson, forstjóri
Nýherja, í gær.
Skráningarstofan hf.
sá um útboðið með að-
stoð Verk- og kerfis-
fræðistofunnar hf., sem
hefur veitt ráðgjöf og
aðstoðað við gerð kröfu-
Morgunblaöið/Júltus
Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra og Frosti Sigur-
jónsson, forstjóri Nýherja hf., undirrita samkomulagið um
hugbúnaðargerð vegna Schengen-upplýsingakerfisins.
Kringlunni, 1. hæð
sími 568 9345
D
lýsingar, framkvæmd forvals og út-
boðs og mun einnig sinna ákveðnu
eftirlitshlutverki við framkvæmd
verksins. Að undangengnu forvali
voru fimm aðilar fengnir til þess að
bjóða í verkið: EJS hf., Kögun hf.,
Skýrr hf., Tölvumyndir hf. og Ný-
herji hf. Tilboð í verkið voru opnuð
30. ágúst sl. og reyndist Nýherji hf.
eiga hagstæðasta tilboðið og jafn-
framt það lægsta. Samið hefur ver-
ið við Nýherja hf. um að taka að
sér verkið, sem felst í því að af-
henda fullbúið og fullprófað hug-
búnaðarkerfi. Um er að ræða
hönnun, smíði og afhendingu sér-
smíðaðs hugbúnaðar vegna
Schengen-samstarfsins.
Samkvæmt upplýsingum frá mörku.
dómsmálaráðuneytinu hefst vinna
við verkefnið strax eftir að samn-
ingurinn við Nýherja hf. hefur verið
undirritaður, og verður kerfíð tilbú-
ið til prófunar í byrjun mars á
næsta ári. I byrjun maí fer kerfið í
uppsetningu og er ráðgert að hefja
prófanir sem gerðar verða samhliða
prófunum í öðrum Schengen-lönd-
um. Kerfið á að vera tilbúið tO notk-
unar síðari hluta ársins 2000.
rekstri Schengen-upp-
lýsingakerfa eru Ríkis-
lögreglustjórinn og Út-
lendingaeftirlitið. Not-
endur kerfanna verða í
upphafi um 350 við lög-
regluembætti og
landamæravörslu, aðal-
lega í Leifsstöð.
Norðurlöndin fimm
hafa ákveðið að láta
vinna ákveðinn hluta
upplýsingakerfisins sam-
eiginlega. Sá hluti kerfis-
ins sér um öll samskipti
við miðlægan hluta þess
sem staðsettur er í
Strassborg í Frakklandi.
Hefur þegar verið gengið
tO samninga um þennan
hluta við IBM í Dan-
Byggist sá sameiginlegi
hluti á lausn sem IBM í Austurrfld
vann fyrir austurrísk yfirvöld.
Treystir samvinnu
lögregiu landanna
KINVERSK LJOSMYNDASYNING
í Þjóðarbókhlöðunni 2.-5. október 1999
Sýning á kínverskum Ijósmyndum sem nefnist „Stórkostleg för um farinn veg“, verður haldin í Landsbóka-
safni íslands — Háskólabókasafni (Arngrímsgötu 3) 2.-5. október. Ljósmyndirnar sýna árangur kínversku
þjóðarinnar á þeim 50 árum sem liðin eru síðan Kínverska alþýðulýðveldið var stofnað.
Sýningin er skipuiögð af Kínverska sendiráðinu, Kínversk-íslenska menningarfélaginu, Islensk-kínverska
viðskiptaráðinu og Félagi Kínverja á íslandi.
Sýningin er opin
2.—3. október kl. 11—17. 4.—5. október kl. 10—22
VERIÐ VELKOMIN
&
Skráningarstofan hf.
sér um verkefnastjórn
Dómsmálaráðuneytið fer fyrir Is-
lands hönd með framkvæmd
Schengen-samningsins og hefur
ráðuneytið samið við Skráningar-
stofuna hf. um að sjá um verkefna-
stjórn varðandi undirbúning, þróun
og uppsetningu tölvuvæddra upp-
lýsingakerfa vegna Schengen-sam-
starfsins. Skráningarstofan hf. mun
einnig annast rekstur þessai’a upp-
lýsingakerfa. Helstu aðilar aðrir
sem koma að uppbyggingu og
Við undirritun samningsins við
Nýherja sagði Sólveig Pétursdóttir
dómsmálaráðherra að með
Schengen-samkomulaginu væri leit-
ast við að tryggja frjálsa för fólks
um innri landamæri Schengen-ríkja
og í því fælist mikið hagræði, en
samstarfið miði ekki síður að því að
treysta samvinnu lögreglu landanna
með það að markmiði að ná betri ár-
angri í baráttunni gegn glæpum.
„Eg er sannfærð um að Schengen-
upplýsingakerfið hér á landi á eftir
að skfla verulegum árangri fyrir lög-
reglu tO að uppræta og koma í veg
fyrir afbrot. Vegna umræðu undan-
farið um fíkniefnamál vfl ég nota
tækifærið og geta þess að Schengen-
upplýsingakerfið á vafalaust eftir að
koma að góðum notum við rannsókn
fíkniefnamála," sagði Sólveig.
Gili, Kjalarnesi,
s. 566 8963/892 3091
MARGT SJALDSÉÐRA HLUTA
GOTT URVAL
B0RDST0FUHÚSGAGNA
Eitthvert besta úrval landsins
af vönduðum gömlum dönskum
húsgögnum og antikhúsgögnum
Opið lau.-sun. kl. 15.00-18.00
Ath. einunais ekta hlutir 0g þri. og fimkvöld kl. 20.30-22.30
eða eftir nánara samkomulagi. Ólafur.