Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samstarf Islands og Kan- ada um kvikmyndagerð Morgunblaðið/JEG Hrönn Kristinsdóttir frá íslensku kvikmyndasamsteypunni, Ágúst Guðmundsson leikstjóri og Þorfinnur Ómarsson framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs Islands voru meðal þeirra sem tóku þátt í ráðstefnu um samstarf Norðurlanda og Kanada á sviði kvikmyndagerðar. „NORÐURLÖNDIN og Kanada eiga vel saman þegar kemur að kvikmyndaframleiðslu. Við eigum margt sameiginlegt, bæði varðandi innihald kvikmynda og fjármögnun. Við vissum það ekki fyrirfram og þetta er mjög jákvæð niðurstaða“ sagði Jan Miller að lokinni ráð- stefnu sem haldin var á Atlantic kvikmyndahátíðinni í Halifax í síð- ustu viku. Tiigangur ráðstefnunnar var að leiða saman kvikmyndaframleið- endur frá Kanada og Norðurlönd- unum með það að markmiði að koma á samstarfsverkefnum milli landanna. Hópur íslenskra kvikmyndagerð- armanna tók þátt í ráðstefnunni og voru þeir á einu máli um að góður grundvöllur sé fyrir samstarfi ís- Iands og Kanada á sviði kvikmynda- gerðar. Þorfinnur Ómarsson fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs Is- lands sagði að íslenskar kvikmyndir hefðu um langt árabil verið háðar erlendu fjármagni og vart væri gerð sú íslensk kvikmynd í fullri lengd sem ekki hefði nokkra erlenda með- framleiðendur. „Það að opna dymar hingað til vesturs hlýtur að þýða að við getum fjármagnað myndir okkar betur og með fjölbreyttari hætti en hingað til, og það er mjög mikilvægt,“ sagði Þorfinnur. „Það eru nú þegar komin drög að samvinnu um einhverjar myndir og það hafa verið gerðar heimilda- myndir í samvinnu íslands og Kanada. Það er stutt síðan sam- starfssamningur var undirritaður milli landanna sem auðveldar með- framleiðslu. Það að við erum komin þetta langt á veg í samstarfinu sýn- ir að það er vilji frá báðum aðilum að vinna enn meira saman.“ „Þeir íslensku kvikmyndafram- leiðendur sem hingað komu voru með góð verkefni í farteskinu. Þetta er byrjun á samstarfi sem á vonandi eftir að blómstra" sagði Jan Miller sem skipulagði ráðstefnuna. „Island er ekki nema fjóra tíma í burtu frá Halifax og það er ein af ástæðum fyrir góðum samstarfsmöguleik- um.“ „Það er mikil eftirspum eftir góð- um kvikmyndum hér í Kanada eins og öðrum löndum. Að vísu búa ekki nema um þrjátíu milljónir í Kanada en hér er góður markaður fyrir meira en Hollywood-myndir. Mynd- ir eins og Cold Fever eftir Friðrik Þór Friðriksson hafa náð mikilli út- breiðslu hér. Það er mikill áhugi á því að fá fleiri íslenskar myndir á þessa hátíð á næsta ári. Ég hef rætt við Kvikmyndasjóð íslands um það og vonandi tekst okkur að láta það verða að veruleika. Dansinn eftir Ágúst Guðmundsson var sýnd á þessari hátíð og hún fékk mjög góð- ar móttökur. Góðar myndir komast alltaf áfram,“ sagði Jan. Morgunblaðið/Golli Vann ferð í Notting Hill- leik á mbl.is GÍFURLEGA góð þátttaka var í Notting Hill-leik á Netinu en um 10.000 innsendingar bárust. Hafa yfir 52.000 manns séð myndina hér á landi. Dregið hefur verið í Notting Hill-leiknum sem Morgunblaðið á Netinu stóð að ásamt Háskólabíói, Nýja bíói, Laugarásbíói, Vero Moda, Max Factor, Hard Rock, Adidas, Coca Cola, Stjörnupoppi og Mónó. Leikurinn var í tilefni frumsýningar á kvikmyndinni Notting Hill og gekk út á að svara spurningum á Netinu. Vinningar í Ieiknum voru íjölmargir. Aðalvinninginn ásamt miðum á myndina hlaut Helga Benediktsdóttir (t.h.) sem á myndinni er í faðmi Vilhjálms Sifredi, markaðsfulltrúa Háskólabíós, eftir viðtöku gjafabréfs upp á ferð til Lundúna. Morgunblaðið/Þorkell Fundargestir fylgdust áhugasamir með umræðum um stofnun tækniháskóla. Stofnun tækniháskóla rædd á opnum fundi Verkfræðideild vill ræða við Samtök iðnaðarins Björn Bjarnason menntamálaráðherra sagði ágreininginn sem ríkti um stofnun tæknihá- skóla alvarlegan. STOFNUN tækniháskóla var rædd á opnum fundi í gær- morgun, en ekki ríkir sátt um hvemig staðið skuli að rekstri skólans. Fram kom þó á fund- inum að á deildarráðsfundi verkfræðideildar var nýlega samþykkt að rætt yrði við Samtök iðnaðarins um rekstur skólans. Námsbrautir, staðsetning og rekstrarform tækniháskól- ans voru tekin fyrir á fundin- um í gær. Frummælendur voru Sigurður Brynjólfsson, prófessor við Háskóla Islands, Bjarni Thoroddsen, tækni- fræðingur og framkvæmda- stjóri hjá Stálverktaki, og Björn Bjamason menntamála- ráðhema. í máli Sigurðar kom fram að margt væri sameiginlegt með tæknifræði- og verkfræðinámi. Hagræðing fælist í því í að sam- keyra þessar námsbrautir að ein- hverju leyti og staðsetja tæknihá- skólann á lóð Háskólans. Bjami taldi slíkt hins vegar fela í sér hættu á miðjumoði fyrir báðar námsbrautir, jafnframt því sem hætt væri við að tæknifræðinámið liði fyrir samkeyrsluna. Þá minnti hann á að ekki mætti gleyma frum- greinanámi því sem nú er kennt við Tækniskólann. Menntamálaráherra sagði ágreininginn sem ríkti um stofnun skólans alvarlegan. Samkeyrsla vissra faga fæli í sér töluverða hagræðingu og ekki kæmi til greina að kljúfa verkfræðideOd frá Háskólan- um. Hann hvatti menn tO að komast að sameiginlegri nið- urstöðu og sagðist nú bíða nánari útfærslu Samtaka iðn- aðarins á hvemig þau geti hugsað sér að koma að tækni- námi og tækniháskóla. En tO greina komi að Samtök iðnað- arins taki yfir rekstur Tækni- skólans og komi námi þar yfir á háskólastig. Davíð Lúðvíksson, sem hef- ur ásamt fleirum unnið að til- lögum Samtaka iðnaðarins að stofnun tækniháskóla sem séreignastofnunnar, svaraði ráðherra og sagði að þessa stundina stæðu yfir viðræður við Háskóla Islands og eins hefðu menn hug á að hefja viðræður við Við- skiptaháskólann um rekstur tækni- háskóla. Svar myndi berast menntamálaráðuneytinu að þeim loknum. Slökkviliðsmenn á Keflavrkurflugvelli Urskurði kaup- skrárnefndar mótmælt SLÖKKVILIÐSMENN á Keflavík- urflugvelli mótmæla harðlega nýj- um úrskurði Kaupskrárnefndar varnarsvæða og lýsa vantrausti á störfum hennar í ályktun sem fund- ur í deOd Landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna á Keflavíkurflugvelli samþykkti í gær. Kaupskrárnefnd varnarsvæða hefur það verk með höndum að úr- skurða um launahækkanir tO handa íslenskum starfsmönnum Banda- ríkjahers. DeOan snýst um greiðslu reykköfunarálags á árabilinu 1991- 1997, en árið 1991 fengu slökkvi- liðsmenn í Reykjavík inn í samn- inga sérstakar greiðslur vegna reykköfunar og töldu slökkviliðs- menn á Keflavíkurflugvelli að bæri að úrskurða þeim sambærilegt álag, samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Vignis Óskarssonar, for- manns Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Kaup- skrárnefnd hafnaði því hins vegar í tveimur úrskurðum, sem að end- ingu voru kærðir til Hæstaréttar, á þeirri forsendu að það væri inni- falið í 25% álagi á grunnlaun sem slökkviliðsmenn á Keflavíkurflug- velli sömdu um vegna sérstakra verka meðal annars við forvarnir árið 1987, að sögn Guðmundar Vignis. Reykköfunarálagið kom inn í laun slökkviliðsmanna á Keflavík- urflugvelli í úrskurði kaupskrár- nefndar árið 1997, en krafa þeirra er að fá það frá því það kom inn í samninga slökkviliðsmanna í Reykjavík. Því hafnaði kaupskrár- nefnd í úrskurði sínum nú. í ályktun fundar slökkviliðs- manna á Keflavíkurflugvelli er það einnig átalið að fulltrúi launamanna í kaupskrárnefnd hafi neitað að mæta á fund með slökkviliðsmönn- um til þess að rökstyðja afstöðuna. „Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi fallist á sjónarmið Landssambands- ins og fellt úr gildi tvo fyrri úr- skurði kaupskrárnefndar í sama máli endurtekur nefndin sömu af- stöðu með þriðja úrskurði sínum í stað þess að stuðla að sátt í mál- inu,“ segir síðan. Einhliða rofín sátt Þá segir að með úrskurðinum hafi nefndin einhliða rofið sátt um það starfsfyrirkomulag sem gilt hafi hjá slökkviliðinu á Keflavíkur- flugvelli m.a. um aukastörf og síð- ast var undirritað með samkomu- lagi 1987 af aðilum. „Slökkviliðs- menn hafa lagt mikinn metnað í störf sín og nýverið hlotið því tO staðfestingar æðstu viðurkenningu allra slökkviliða starfandi á vegum Bandaríkjahers fyrir árangursríkt forvarnastarf á þjónustusvæðinu. í stað þess að leggja jákvætt mat á slíka starfsþætti er forsenda þess- arar sérstöðu hvergi getið í úr- skurði kaupskrárnefndar heldur þvert á móti má sldlja af úrskurðin- um að fleiri eldar á þjónustusvæði viðmiðunarhóps megi telja þeim síðarnefnda sérstaklega til tekna,“ segir síðan. Jafnframt samþykkir fundurinn að skoðað verði hvort hætta beri aukastörfum náist ekki sátt í mál- inu, en forsenda þess er það mat fundarins að með úrskurði sínum hafi kaupskrárnefnd einhliða rift samkomulaginu um starfsfyrir- komulag frá 1987. Guðmundur Vignir sagði að Landssambandið tæki undir þá af- stöðu sem kæmi fram í ályktun fundar deildarinnar á Keflavíkur- flugvelli í þessum efnum. Lands- sambandið væri að láta skoða stöðu sína lögfræðilega og yrðu næstu skref í málinu ákveðin í því Ijósi. Niðurstaða kaupskrárnefndar sé óviðunandi og þeir muni ekki sætta sig við hana. Ná þurfi sátt í málinu, en óljóst sé hver standa eigi fyrir því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.