Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Leikskólarnir Sólbrekka og Mánabrekka eru frumkvöðlar í tölvuvinnu barna
Kennslan þótti
fráleit í upphafi
Á LEIKSKÓLUNUM Sól-
brekku og Mánabrekku
hefur á undanförnum miss-
erum verið unnið að þróun
verkefnis sem kallast
„Skapandi notkun tölvu í
ieikskólastarfí." Markmið-
ið með tölvuvinnu barna í
leikskólum er að veita
þeim forskot á framtíðina
og gera öllum kleift að
kynnast notkun tölvu á
uppbyggilegan og skap-
andi hátt. Notkun tölva í
leikskólastarfí er nýjung
hérlendis og eru leikskól-
arnir á Selfjarnarnesi
fnimkvöðlar á þessu sviði.
Að sögn Ásdísar Þorsteins-
dóttur aðstoðarleikstjóra á
Sólbrekku og verkefnis-
stjóra hefur vinnan gengið
sérlega vel, þó svo að ýms-
um hafi í upphafi þótt fá-
ránlegt að hefja tölvu-
kennslu í leikskólum.
Ásdís segir að Sólbrekka
og Mánabrekka séu einu
leikskólarnir sem hafi unn-
ið skipulega að þróun
tölvuvinnu meðal barna í
leikskólum fram að þessu.
Verkefnið fékk styrk frá
menntamálaráðuneytinu í
fyrravetur og framhalds-
styrk til að halda þróunar-
starfínu áfram í vetur.
Börnin áhugasöm
og læra mikið
„Þetta hefur gengið al-
veg rosalega vel og mikil
ánægja verið með verkefn-
ið, enda hefur það fengið
að þróast áfram hægt og
rólega,“ segir Ásdís. Hún
segir að áhersla sé lögð á
að tölvurnar séu ekki sett-
ar á sérstakan stall þar
sem börnin einangri sig í
einhverri tölvuveröld. Far-
ið er með tölvurnar eins og
hvert annað leiktæki og
börnin læra að vinna sam-
an á tölvurnar og umgang-
ast þær sem eðlilegan
Börn að leik í tölvuveri Sólbrekku. Þau vinna ævinlega tvö og tvö saman á tölvurnar.
því að vinna á tölvu og er
það eitt meginmarkmiðjð
með verkefninu, segir Ás-
dís. Hún segist ekki sjá
mun á strákum og stelpum
hvað tölvufærni varðar, en
hins vegar sjáist greinileg-
ur munur á börnum eftir
því hvort tölva er fyrir á
heimilinu eða ekki.
Soffía Guðmundsdóttir,
leikskólastjóri á Sól-
brekku, telur að tölvuvinna
barna á Ieikskólum sé hluti
af þeirri þróun sem eigi
sér stað f þjóðfélaginu.
„Fyrir nokkrum árum gat
enginn skilið af hverju
leikskólastjórar þyrftu
tölvur. Það sama var uppi
á teningnum þegar við
vildum fá tölvur fyrir
börnin. Þetta þótti alveg
fáránlegt. En þróunin er
bara svo ör allt í kringum
okkur, að við verðum að
fylgjast með,“ segir Soffía.
Morgunblaðið/Eiríkur P.
Evu Björk Davíðsdóttur og Hjalta Ragnarssyni þykir
skemmtilegt að vinna í tölvunni og voru áhugasöm. Arn-
ar Þór fylgdist vel með.
Hafnarfjördur
Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála
Frestun fram-
kvæmda við Fjarð
argötu hafnað
hluta umhverfisins. Börnin
hafa lært mikið, að sögn Ás-
dísar, og verið áhugasöm.
Þau kynnast því hvemig
tölvan starfar og hvemig
tölvuhlutirnar starfa saman
sem ein heild. Bömin læra
að kveilqa á tölvunni og
ganga frá henni eftir notkun.
Þau læra hvað táknin á skjá-
borðinu merkja og vita að
það er forrit á bak við hveija
táknmynd. Þá læra þau að
opna forritin og hvemig á að
vinna með þau. Þau læra að
vista verkefnin í möppur og
sækja þau aftur síðar. Ásdís
segir að áhersla sé lögð á að
bömin læri að fikra sig
áfram í stað þess að kenna
þeim hveija hreyfingu. í dag
em það aðeins elstu bömin í
leikskólanum sem nota tölv-
urnar reglulega.
Hluti af þróun
þjóðfélagsins
Á leikskólanum vinna
börnin með tölvurnar sem
skapandi leiktæki en
heimafyrir hafa þau oft
kynnst tölvum í gegnum
stríðsleiki og ofbeldisleiki.
Með tölvuvinnu á leikskól-
um er einnig stefnt að því
að jafna stöðu barnanna á
þann hátt að allir kynnist
ÚRSKURÐARNEFND
skipulags- og byggingar-
mála hefur hafnað kröfu um
að framkvæmdir við bygg-
ingu hússins Fjarðargötu 19
verði stöðvaðar meðan
nefndin leggur efnislegt mat
á kæru 16 Hafnfirðinga
vegna málsins.
Nokkrir nágrannar og
eigendur nálægi-a húsa
kærðu ákvörðun bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar frá
29. júní sl. um að samþykkja
breytingu á deiliskiplagi
miðbæjar hvað varðar
Fjarðargötu 19 og veitingu
byggingarleyfis á lóðinni og
kröfðust þess að þær yrðu
felldar úr gildi. Síðar kröfð-
ust kærendur þess að fram-
kvæmdir yrðu stöðvaðar en
jarðvinna á lóðinni er hafin
og framkvæmdir við bfla-
kjallara og undirstöður
hússins.
Kærendur telja að
grenndarkyningu hafi verið
áfátt og að ekki sé fullnægt
kröfum um bílastæði fyrir
nýbygginguna, auk þess sem
formaður skipulagsnefndar
bæjarins og nefndarmaður í
byggingamefnd hafi verið
vanhæfir í málinu.
Meiri kynning
en Iögskylt var
Úrskurðarnefnd skipu-
lags- og byggingarmála hef-
ur kæruna enn til efnislegr-
ar meðferðar en felldi á mið-
vikudag úrskurð þar sem
kröfunni um stöðvun fram-
kvæmda var hafnað. I niður-
stöðu nefndarinnar segir að
sú málsástæða kærenda að
grenndarkynningu hafi verið
áfátt eigi ekki við í málinu en
í kynningu á tillögunni, sem
fram fór samkvæmt auglýs-
ingu, hafi m.a. verið sýndir
deiliskipulagsuppdrættir
svæðisins fyrir og eftir aug-
lýsta breytingu. Kynningar-
fundur með nágrönnum hafi
verið haldinn, umfram það
sem lögskylt er. „Er það álit
úrskurðarnefndarinnar að
kynning umræddrar breyt-
ingar á deiliskipulagi hafi
fullnægt ákvæðum greinar
5.5. í skipulagsreglugerð nr.
400/1998 um form og efni,“
segir í niðurstöðunni.
Þá segir: „Við mat á því
hverjar kröfur um bflastæði
eigi að gera vegna hinnar
umdeildu nýbyggingar verð-
ur að líta til þess að sam-
kvæmt gildandi deiliskipu-
lagi miðbæjar Hafnarfjarðar
er almennt ekki gert ráð fyr-
ir því að bflastæðum sé ætl-
aður staður á lóðum ein-
stakra húsa á svæðinu norð-
an Lækjargötu og vestan
Strandgötu heldur er þeim
komið fyrir á opnum svæð-
um í eigu bæjarins. Slíkt fyr-
irkomulag er heimilt að
ákveða í deiliskipulagi og
verður ekki talið að með
samþykkt umdeildrar ný-
byggingar hafi, svo augljóst
sé, verið gengið gegn ákvæð-
um skipulagsreglugerðar
eða skilmálum gildandi deili-
skipulags. Verður ákvörðun
um stöðvun framkvæmda
því ekki reist á þessum
ástæðum, en úrskurðar-
nefndin mun við efnisúr-
skurð í málinu taka afstöðu
til þess hvaða áhrif aukið
byggingarmagn á lóðinni nr.
19 við Fjarðargötu kunni að
hafa á kröfur um fjölda bfla-
stæða miðbæjarsvæðisins og
að hvaða marki líta beri til
ákvæða skipulagsreglugerð-
ar nr. 400/1998 við ákvörðun
um fjölda stæða á svæðinu.
Ekki verður heldur fallist á
að vanhæfi nefndarmanns
eða nefndarmanna leiði hér
sjálfstætt til þess að fallast
beri á kröfu kærenda um
stöðvun framkvæmda, en
nánar verður fjallað um þá
málsástæðu kærenda í efnis-
úrskurði.11
Seltjarnarnes
Foreldrar motmæla hækkun leikskólagjalda
Vitanlega hrekkur fólk
við, segir bæjarstjóri
Seltjarnarnes
FORELDRAR á leikskólan-
um Mánabrekku á Seltjarn-
arnesi héldu fund í gær til að
mótmæla 20% hækkun leik-
skólagjalda, sem taka gildi í
dag. I ályktun fundarins er
þess krafist að hækkunin
verði dregin til baka. „Þessi
hækkun er að mati fundar-
manna úr öllum tengslum
við eðlilega þróun verðlags
hér á landi síðastliðin miss-
eri,“ segir í ályktuninni. Þá
segir m.a. að ekkert sveitar-
félag á landinu hafi eins háar
útsvarstekjur á hvern greið-
anda og Seltjarnarnes og því
hljóti að vera hægt að hlífa
þeim fjölskyldum sem eru
viðkvæmastar fyrir hækkun-
um sem þessum. Einnig
kemur fram í mótmælunum
að foreldrafélagið óskar eftir
fundi með bæjarstjórn til að
finna farsæla lausn á málinu.
„Vitanlega hrekkur fólk við
þegar það sér svona tölur.
Það gerðum við líka,“ sagði
Sigurgeir Sigurðsson bæjar-
stjóri í samtali við Morgun-
blaðið aðspurður um mót-
mæli foreldranna.
I Morgunblaðinu í gær
gagnrýndi Hermann Vals-
son, formaður foreldrafé-
lagsins, hækkunina, m.a. á
þeim forsendum að ekki hafi
verið haft samráð við for-
eldra, sem eigi að bera helm-
ing rekstrarkostnaðarins, og
vegna hins að útsvarstekjur
Seltjarnarness hefðu hækk-
að svo mikið að eðlilegt væri
að bærinn tæki á sig stærri
hluta hækkunarinnar.
Skil sjónarmið foreldra
„Ég skil sjónarmið for-
eldra mæta vel en eins og
fram hefur komið höfum við
verið að reyna að auka gæði
þjónustunnar sem voru að
vísu ágæt fyrir en alltaf er
hægt að bæta um betur,“
sagði Sigurgeir Sigurðsson
bæjarstjóri í samtali við
Morgunblaðið. „Við höfum
fjölgað þarna verulega fag-
lærðu fólki og gert viðbótar-
kjarasamninga, við faglært
starfsfólk og ófaglært, sem
hefur fengið töluverðar
hækkanir út úr nýju starfs-
mati. Þannig að þetta er sá
blákaldi veruleiki sem við
horfðumst í augu við.“
í ályktun foreldra segir að
bæjarstjórninni hafi borið að
hafa samráð við foreldra áð-
ur en ráðist var í kostnaðar-
auka vegna þeirrar hefðar
að foreldrar beri helming
rekstrarkostnaðar við leik-
skólann á móti bænum.
„Samráð er ágætt,“ sagði
bæjarstjórinn, „og á vissu-
lega fullan rétt á sér en ég
held að það sé mjög óalgengt
í svona rekstri að það sé haft
vegna þess að þarna erum
við að selja ákveðna þjón-
ustu og þetta eru okkar við-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Foreldrafundur var haldinn á Mánabrekku vegna hærri leikskólagjalda.
skiptavinir þótt þeir séu eig-
endur fyrirtækisins líka.“
Um þá gagnrýni foreldra
að Seltjarnarnesbær hafi
hæstar útsvarstekjur á
hvern greiðanda á landinu
og hafi aukið útsvarstekjur
sínar um 52% frá 1996 og
hefði því átt að geta tekið á
sig hækkunina sagði Sigur-
geir að hækkunarþörfín
hefði verið metin 29,8% en
bærinn hefði tekið á sig
þriðjung. Um útsvarshækk-
anirnar sagði hann málflutn-
inginn bera vott um þekk-
ingarleysi á málefninu: „Á
árinu 1997 þegar aðalhækk-
unin er tekur bæjarsjóður,
eins og aðrar sveitarstjórnir,
við rekstri grunnskólans og
þá fáum við frá ríkinu 2,70%
skattstig til að standa undir
kostnaði við rekstur gi-unn-
skólans. Það er inni í þessari
mynd og skekkir hana veru-
lega. Sá hluti, sem bæjar-
sjóður hefur tekið með eigin
skattlagningu, hefur verið
óbreyttur allan þennan tíma.
En vitanlega hrekkur fólk
við þegar það sér svona töl-
ur. Það gerðum við líka.“