Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 54
FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
•Fulltrúi í framkvæmda-
stjórn Alþýðubandalagsins
ÁRNI Pór Sigurðs-
son skrifaði merkilega
grein hér í blaðið hinn
28. september sl. sem
ég á erfitt með að
skilja. Ama er mikið
niðri fyrir um það að
^•forysta Alþýðubanda-
lagsins (ABL) ætli að
hunsa vilja aukalands-
fundar flokksins og
fara að stofna nýjan
stjómmálaflokk.
Pama finnst mér að
Ami ætti að horfa á
hlutina í réttri röð.
Það ætti að vera aug-
ljóst hverjum manni
að þessi flokksstofnun er nú þegar
komin á fulla ferð úti í kjördæmun-
um og verður ekki stöðvuð. Það er
að sjálfsögðu Landsfundur ABL
sem tekur ákvörðun um formlega
aðild flokksins að nýjum stjóm-
málaflokki, um framhaldslíf eða
^dauða ABL og fleiri spumingar,
um það deilir enginn. En þegar til
landsfundar kemur munu mjög
margir fulltrúar þar þegar verða
orðnir aðilar að þessum nýju
stjómmálasamtökum úti í sínu
kjördæmi og það án þess að forysta
flokksins á landsvísu hafi nokkuð
komið þar að. Staðreyndir málsins
era einfaldlega þær að forysta
flokksins á landsvísu er ekki ger-
andinn í þessu máli. Það era kjör-
dæmin sem ganga á undan og því er
það ekki sanngjamt að ráðast á for-
^■"ystu ABL með þessum hætti.
Hveijir eru
vinstrimenn?
Meginástæða þess að ég ákvað
að skrifa þessa grein var sú ótrú-
lega pólitíska einfeldni sem Árni
setur fram í lok greinar sinnar þar
sem hann telur upp þrjú atriði sem
hann telur að Samfylkingin (S) geti
ekki orþið samnefnari vinstri-
manna. Ég mun fara yfir þessi at-
riði hér á eftir. Mér finnst hins veg-
ar spumingin um hverjir
vinstrimenn era í þessu samhengi
vera áleitin. Samanburðurinn á
milli Vinstri-grænna
(U) og S svífur yfir
vötnunum í skrifum
Áma. Ég heyri oft þá
kenningu að meðlimir
U séu mun vinstris-
innaðri en meðlimir S
og stefna U hreinni og
betri. I þessu sam-
bandi hefur mér oft
þótt skondið að ýmsar
þær konur, sem ekki
gátu hugsað sér að
kvennalistinn yfírgæfi
femínísk sjónarmið sín
og færi til vinstri með
öðram öflum í sam-
fylkingarleikinn, ák-
váðu að yfirgefa Kvennalistann til
þess að fara síðan yfir í U. Eru
þessar konur tákn hinnar tæra
vinstristefnu? Hvað er vinstri og
hvað er hægri í þessu sambandi
finnst mér ekki vera ljóst.
Utanrfldsmálin
Ami segir að S geti ekki orðið
samnefnari vinstrimanna um stefn-
una í utanríkismálum. Árni minn,
bjóst þú einhvem tíma við því?
ABL náði þessu markmiði ekki
einu sinni innan síns þrönga hóps.
Umræður innan ABL um utanrík-
ismál seinni árin vora mjög grimm-
ar á tíðum. Ég viðurkenni að ég og
ýmsir félagar mínir hafi verið í
minnihluta með okkar sjónarmið
t.d. í sambandi við EES-samning-
inn og Evrópumálin. Ég fullyrði
hins vegar að sá minnihluti var mun
stærri en flestir töldu, en eins og í
svo mörgum öðram málum kusu
menn að láta ekki reyna á styrk
fylkinganna í ABL í þessum mál-
um. Ég tel reyndar að á síðustu ár-
um hafi ABL komið sér í slíkt
öngstræti í utanríkismálum, t.d. í
sambandi við andstöðu við EES-
samninginn, að menn hefðu hlotið
að stoppa við og breyta kúrsinum
og reyndar vora löngu komin fram
greinileg merki um slíkt. Hin svo-
kallaða vinstristefna að vera á móti
hvers konar nálgun og samstarfi
við evrópsk nágrannaríki okkar gat
Ari Skúlason
5
Bekstrarþrýstingur MPa (10bar)
(slenskur staðall. ÍST EN 442.
Einu ofnarnir sem hlotið hafa vottun frá
Rannsóknastofu byggingariðnaðarins á
íslandl.
DMX
Kemst bangoð
sem hinir komast
DMXM rbrjótvrinner ekkií
öflugur vinnuþjorlcur og
afar fyrirferSarlítill. DMX Múrbrjótvrinn kemst þangoð sem hinir
lcomast elcki, t.d. inn um venjuleg hurðarop. DMX Múrbrjótvrinn
klippir allt að 40 cm þykkan múr. DMX Múrbrjótvrinn gengur ó
gúmmíbeltum og er afar lipur og þægilegur í meðförum.
Sala & leiga
—Sími 577 5177^
Ofnasmiðja Reykjavíkur
VagnhBfSi 11*112 Reykl'avík • Slmi 577 5177
Fax 577 5178 • http://www.simnet.is/fbor
Samfylkingin
Hvað og hver er
samnefnari vinstri-
manna? spyr Ari
-------------------7---
Skúlason í svari til Arna
Þórs Sigurðssonar,
auðvitað aldrei gengið upp til
lengdar. Ef samnefnari vinstri-
manna er þessi örþrota gamla
stefna sem ÁBL hafði uppi er Ijóst
að margir heltast úr lestinni.
Umhverfismál
Ég skil ekki hvað Árni á við þeg-
ar hann segir að S geti ekki orðið
samnefnari vinstrimanna í um-
hverfismálum. Sé t.d. litið á stefnu
S og U í þessum málaflokki á ég
erfitt með að sjá hvor er meira til
vinstri, enda er stefnan nokkuð
svipuð. Hver heilvita maður sér að
skoðanir fólks á umhverfismálum
dagsins ganga þvert á lífsskoðanir
þess að öðra leyti og aðild þess að
stjómmálaflokkum. Skoðanir Aust-
firðinga á virkjunum eystra og
Snæfellinga á veg yfir Vatnaheiði
fara ekki nema að litlu leyti eftir því
hvað þetta fólk kaus í síðustu kosn-
ingum. Ég hygg líka að ýmsar
ákvarðanir hafnarstjórnar Reykja-
víkur sem Árni hefur komið að séu
ansi umdeildar meðal þeirra sem
kalla sig umhverfissinna. Ég á erf-
itt með að sjá að ein umhverfis-
stefna sé hreinni en önnur og á enn
erfiðara með að sjá að ein umhverf-
isstefna sé vinstrisinnaðri en önn-
ur. Hvar er þessi svokallaði samn-
efnari fyrir vinstrimenn sem Árni
Þór auglýsir eftir hjá Samfylking-
unni?
Einkavæðing opinberrar þjón-
ustu og fyrirtækja
Mér finnst það ekki mikil snilld
hjá Árna að finna út að S geti ekki
orðið samnefnari vinstrimanna
varðandi afstöðuna til einkavæð-
ingar oginberrar þjónustu og fyrir-
tækja. Ég spyr sjálfan mig og aðra:
Hefur þessi samnefnari verið til áð-
ur og verður hann einhvern tíma
til? ABL var að mínu mati aldrei
þessi samnefnari. Hér finnst mér
Ami vera kominn langt út í horn.
Hann hefur sjálfur verið einn helsti
forystumaður R-listans í Reykjavík
um árabil. Þar hafa verið gerðar
ýmsar breytingar á samfélagsþjón-
ustunni sem tengjast einkavæð-
ingu. Ég hef aldrei heyrt annað en
að Ámi hafi tekið fullan og einarð-
an þátt í þeim breytingum, væntan-
lega í nafni vinstristefnu. AUir vita
líka að aðalforystumaður U í
Reykjavík, Ögmundur Jónasson,
heftir haft veralegt horn í síðu R-
hstans og aðgerða hans á undan-
Handvaldir
EKKI ALLS fyrir
löngu ýtti sjávarút-
vegsráðherra úr vör
könnun á því hvaða
áhrif lögin um Kvóta-
þing og Verðlagsstofu
skiptaverðs hafa haft
á íslenskan sjávarút-
veg. Eins og flestum
ætti að vera kunnugt
vora umrædd lög af-
greidd frá Alþingi á
sama tíma og í við-
hengi við lög til þess
að leysa kjaradeilu
milli sjómanna og út-
vegsmanna í mars
1998.
f sjálfu sér er ekk-
ert við það að athuga að þessi könn-
un sé gerð. Hins vegar má hafa á
því skoðun hvers vegna sjávarút-
vegsráðherra feli einum tilteknum
einstaklingi verkið. Ráðherra hefur
nefnilega handvalið Dr. Birgi Þór
Runólfsson, dósent í hagfræði við
Háskóla íslands til þess að semja
skýrslu um niðurstöður könnunar-
innar sem leggja á síðan fyrir Al-
þingi fyrir lok þessa árs.
Það er enginn tilviljun að Dr.
Birgir er handvalinn til verksins,
enda hefur hann haft frammi afar
einarðlegar skoðanir sem veija
kvótakerfið í bak og fyrir. Sem
skeleggur málaliði sægreifavalds-
ins hefur hann taiað fyrir takm-
arkalausu framsali veiðiheimilda og
tæpitungulaust rætt um nauðsyn
þess að „fullkomna eignarrétt“
sægreifanna á auðlindum hafsins
kringum ísland. Skoðanir Dr. Birg-
is ber hins vegar að
virða eins og skoðanir
annarra einstaklinga á
kerfi um stjórn físk-
veiða. En þetta hand-
val sjávarútvegsráð-
herra mun að öllum
líkindum leiða til þess
að niðurstöður skýrsl-
unnar muni skorta
jafnvægi, þar sem
hætta er á að um
einhliða frásögn verði
að ræða í samræmi við
sannfæringu höfund-
ar. Til að tryggja jafn-
vægi í könnuninni, á
jafn viðkvæmu máli
sem hér um ræðir,
hefði þurft að fá fleiri einstaklinga
til að vinna verkið, þannig að jafn-
ræði ríkti hvað varðar hin ólíku
sjónarmið sem snerta málið. Eins
og nú er um hnútana búið má
reikna með því að niðurstaða Dr.
Birgis endurspegli fremur hags-
muni sægreifanna en hagsmuni sjó-
manna.
Nýlega skipaði sjávarútvegsráð-
herra aðra nefnd til þess að endur-
skoða lög um stjórn fiskveiða.
Nefndinni er sérstaklega upp á lagt
að gera tillögu um breytingar sem
gæti leitt til víðtækari sáttar meðal
landsmanna um kvótakerfið.
Nefndin er fjölskipuð með fimm al-
þingismönnum, einum embættis-
manni og einum háskólaborgara.
Formaður nefndarinnar, Friðrik
Már Baldursson, prófessqr við
Hagfræðistofnun Háskóla íslands
er handvalinn af sjávarútvegsráð-
herra. Þetta handval ráðherrans er
ekki síður valið af kostgæfni en í
hinni nefndinni. Friðrik Már hefur
nefnilega gert trúarjátningu sína á
kvótakerfið í viðtali fréttabréfs
samtaka útvegsmanna sem birtist
fyrir einu ári. Þessi skoðun Frið-
riks Más er án allra fyrirvara, enda
virðist ekki fara mikið fyrir vísinda-
legri efahyggju hjá þeim háskóla-
borguram sem hafa játað rétta trú í
þessum efnum.
Samsetning nefndarinnar og
handval sjávarútvegsráðherra á
Guðjón A.
Kristjánsson
fþrnum árum. Ég hef sjálfur heyrt
Ögmund flytja margar ræður um
íhalds- og afturhaldssemi R-listans
og ég veit að hann mun hvenær sem
er standa við öll þau orð. Nú virðist
mér sem Árni sé að gefast upp á S
og sé að hugsa um að ganga yfir tO
U. Hann íhugar sem sagt að hlaupa
yfir í fangið á Ögmundi, sem er ósk-
oraður leiðtogi flokks Vinstri-
grænna ýReykjavík. Mínar spurn-
ingar til Ama í þessu sambandi eru
einfaldlega þessar: Eru það skoð-
anir Árna Þórs og R-listans eða
skoðanir Ögmundar sem era best
til þess fallnar að vera samnefnari
vinstrimanna um þessi mál? Hver
er sú stefna sem er líkleg til að geta
verið samnefnari vinstrimanna?
Þolinmæði er
nauðsynleg
Það er stundum skotið yfir jnark-
ið í pólitík. En þessi skot Árna í
grein hans era tæplega fólki bjóð-
andi. Þær kröfur sem Ámi ætlar S
að ná á fyrstu mánuðum starfstíma
síns, í rauninni áður en þetta fyrir-
bæri nær að verða til sem stjórn-
málaafl, eru algerlega út í hött. Ég
er hins vegar viss um að takmarkið
um að verða samnefnari vinstri-
manna næst með tíð og tíma. Það
var vissulega áfall þegar hluti fé-
laga okkar úr ABL kaus að vera
ekld með í þessari ferð. Róm var
hins vegar ekki byggð á einum degi
og það var ABL reyndar ekki held-
ur. Mér finnst það miður að Árni og
fleiri hafi ekki þolinmæði tO þess að
þrauka og vinna þá grannvinnu
sem nauðsynleg er til þess að ár-
angur geti náðst. Tækifærisstefna í
pólitík borgar sig aldrei til lengdar,
það er seiglan, þrautseigjan og þol-
inmæðin sem sigrar að lokum.
Höfundur er framkvæmdastjórí ASI.
menn
Kvótinn
Og eftir sem áður verð-
ur til staðar sundruð
þjóð, segir Guðjdn A.
Kristjánsson, sem gæti
orðið forskrift að meiri
háttar þjóðfélagsátök-
um í framtíðinni.
foiTnanni nefndarinnar tryggir
meirihluta með minnsta kosti fimm
á móti tveimur varðandi afstöðu til
kvótakerfisins. Stjórnvöld hafa þar
að auki ákveðið að útiloka aðOd
Frjálslynda flokksins að nefndinni.
Líkt og í hinni nefndinni virðist
fyrirfram búið að tryggja niður-
stöðu sem leiðir tO þess að tillögur
nefndarinnar muni litlu sem engu
breyta því lénsskipulagi sjávarút-
vegsins með forréttindi sægi-eif-
anna og atvinnulegu óöryggi og
niðurlægingu þeirra sem búa í sjáv-
arbyggðum landsins. Spurningin er
hvað vakir í raun og veru fyrir
stjórnvöldum með skipun nefndar-
innar.
Skipun nefndarinnar endur-
speglar sýndarlýðræði af verstu
tegund, þar sem almenningur er
blekktur með göfugu markmiði, en
fyrirfram er búið að ákveða niður-
stöðuna. Stjórnvöld telja að tíminn
vinni með þeim í að festa kvótakerf-
ið í sessi. Þess vegna mun nefndin
sennilega gera tillögu um lágan
auðlindaskatt til málamynda sem
gerir ekkert annað en að festa for-
réttindi sægreifanna enn betur í
sessi. Þessi málamyndatilbúnaður
mun ekki leiða til víðtækari sátta
meðal landsmanna um kvótakerfið.
Og eftir sem áður verður til staðar
sundruð þjóð sem gæti orðið for-
skrift að meiri háttar þjóðfélagsá-
tökum í framtíðinni.
Höfundur er alþingismaður.