Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Viðbrögð talsmanna banka og sparisjóða við hugmyndum
um samstarf á sviði greiðslumiðlunar
S;
UMIR telja hugmynd þá
sem greint var frá í Morg-
| unblaðinu í gær um að inn-
leiða hér hliðstætt greiðslu-
miðlunarkerfi og Danir hafa þróað
með góðum árangri, vel til þess
fallna að mæta markmiðum um auk-
ið rekstrarhagræði. Danska kerfið
sem um ræðir sérhæfir sig í raf-
rænni greiðslumiðlun og upplýs-
ingaflutningum og sendir sjálfvirk-
ar greiðslur á milli heimila, fyrir-
tækja og hins opinbera, án þess að
mannshöndin komi nokkurs staðar
nálægt.
Aðrir sjá hins vegar færi á að
sameina þá miðstýrðu þjónustu sem
Danir hafa yfir að ráða, við þær
hagræðingarleiðir sem bankar og
sparisjóðir hafa unnið að hver fyrir
sig.
Verður að hafa samvinnu
um greiðslumiðlunina
Þór Gunnarsson, sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Hafnarfjarðar og for-
maður sambands íslenskra Spari-
sjóða, telur dönsku fyrirmyndina
mjög athygliverða og ekkert ofsagt
hjá Guðmundi Haukssyni, spari-
sjóðsstjóra SPRON, að kerfið
muni leiða til gífurlegrar hag-
ræðingar fyrir alla aðila.
Hann segir það í raun til
vansa að þetta greiðslumiðl-
unarkerfi hafí ekki verið tekið
upp fyrir löngu. „Þetta yrði
mikið og gott innlegg í þá
þjónustu sem við veitum og
almenningur myndi spara
mikinn tíma og mikla fyrir-
höfn ef kerfið yrði tekið upp.“
Þór bendir á að menn hafi
reynt að fara svipaða leið fyr-
ir nokkrum árum en þá hafi
þessi þáttur verið skilgreind-
ur sem samkeppnismál. Það
hafi verið mikill misskilning-
ur og tafið frekari þróun
málsins. „Þá lögðu sparisjóð-
imir það til að þetta yrði unn-
ið sameiginlega í gegnum
Reiknistofu bankanna, en því
var hafnað á þeim forsendum
að málið væri samkeppnisat-
riði. Síðan hefur hver og einn
verið að hnoða í sínu homi með hálf-
máttlaus greiðslumiðlunarkerfi sem
em meira og minna handunnin. Nú
er það hins vegar að renna upp fyrir
mönnum að það verður að hafa sam-
vinnu um greiðslumiðlunina."
Hann segir kerfið sem slíkt í raun
ekkert samkeppnismál. „Við emm
svo lítill markaður að það að taka
upp svona kerfi sameiginlega er
bara skynsemi. Það er stórlega
sparandi í fé og fyrirhöfn og auð-
veldar öllum okkar viðskiptavinum
aðkomu að einföldu, öraggu og
mjög góðu greiðslumiðlunarkerfi."
Þó að hér á landi hafi náðst hlut-
fallslega lítill árangur í þessu sam-
bandi bendir Þór á að hliðstætt fyr-
irkomulag sé til staðar á miklum
meirihluta allra heimila og fyrir-
tækja á Norðurlöndunum. „Þar er
venjulegur viðskiptavinur að koma
kannski 4-7 sinnum á ári ---------
í bankann á meðan Is-
lendingar eiga þangað
erindi allt að 2-3 í viku.“
Ljóst er að ef til þess
kæmi að ráðist yrði í
rekstur sameiginlegs
greiðslumiðlunarkerfis, myndi það
kalla á umtalsverða samhæfingu og
samtengingu. Þór segist ekki vita
hversu langt hafi verið gengið í að
skoða tæknilega útfærslu málsins.
Þó leiki enginn vafi á um að
greiðslumiðlunarkerfin séu geysi-
lega viðamikil og flókin. „Ef þetta
kerfí kæmist á laggimar með þeim
ágætum sem það er rekið á Norður-
löndum, þá kæmi mér ekki á óvart
að innan tiltölulega skamms tíma
yrði búið að fækka um 25% í af-
greiðslusölum banka og sparisjóða
og síðan stigfækkandi eftir það. Þá
er ég að gefa mér að viðbrögð al-
mennings verði hliðstæð og á Norð-
urlöndum. Ef við tökum sem dæmi
stærri sparisjóðina á Reykjavíkur-
svæðinu, þá era þeir með 8-10
gjaldkera á meðan sambærileg
Ólíkar
áherslur til
úrbóta
Talsmenn banka og sparisjóða hér á landi
eru allir á einu máli um að þörf sé á endur-
bótum og auknu hagræði í greiðslumiðlun-
arkerfínu: I samantekt Elmars Gíslasonar
kemur fram að þeir eru þó ekki á einu
máli um hvaða leið sé best til þess fallin
að ná þeim marmkiðum.
Almenningur
myndi spara
mikinn tíma
og fyrirhöfn
stofnun á Ráðhústorginu í Kaup-
mannahöfn er með 2-3.“
En af hverju era menn þá ekki
búnir að setjast niður ef öllum er
ljóst hversu mikið hagræði slíkt
kerfi hefur í för með sér?
Þór segir það eiga sér rætur í því
að þegar hugmyndin var í umræð-
unni síðast, vildu ákveðnir aðilar í
hópnum, sem höfðu meiri „slag-
kraft“ en sparisjóðimir, að þetta
yrði skilgreint sem samkeppnis-
verkefni og þ.a.l. fóru menn ekká
sameiginlega í það. „Eg tel þó mikið
vatn hafa rannið til sjávar síðan og
meiri vilja til verksins en áður,“
sagði Þór.
Tæknileg samvinna
árangursríkust
Bjöm Líndal, framkvæmdastjóri
markaðssviðs Landsbanka íslands,
telur þörf á mikilli hag-
ræðingu í greiðslumiðl-
unarkerfi banka og
sparisjóða, sem sé vissu-
lega dýrt í rekstri. Hann
segir þó rétt að minna á
að nú þegar er starfandi
á vegum banka, sparisjóða og
kortafyrirtækja undirbúningshópur
sem vinnur að stofnun sérstaks fyr-
irtækis fjölgreiðslumiðlunar sem
ætlað er að sjá um smágreiðslumiðl-
un á næstu árum. „Þessi undirbún-
ingshópur, sem er undir forystu
Sigurðar Geirssonar, endurskoð-
anda hjá Landsbankanum, mun
væntanlega Ijúka verkinu á vormán-
uðum og ætla má að þetta nýja fyr-
irtæki, sem menn kjósa að kalla
Fjölgreiðslumiðlun (FGM), verði
með svipaða meginstarfsemi og
danska PBS-fyrirtækið. Því má
ætla að þróun innan fjölgreiðslu-
miðlunar verði svipuð því og gerst
hefur í Danmörku," sagði Bjöm.
„Varðandi þann þjónustuþátt
PBS, sem gerður var að umtalsefni
í Morgunblaðinu í gær, er líka rétt
að benda á að kortafyrirtækin hér
bjóða upp á svipaða þjónustu og
hafa gert um nokkurt skeið. Eg er
þeirrar skoðunar að það sé heppi-
legast og hagkvæmast, m.t.t. smæð-
ar íslensks samfélags, að hér eigi
sér stað frekari tæknileg samvinna
aðila á því sviði sem um ræðir, þótt
vafalaust kunni að koma upp önnur
sjónarmið þess efnis að menn vilji
þróa sín eigin kerfi,“ segir Bjöm
Líndal.
Kostnaðarhlutdeild allra
fyrírliggjandi
Stefán Pálsson, bankastjóri Bún-
aðarbankans, staðfesti að þessi mál
hefðu verið til sameiginlegrar
skoðunar hjá bönkum og sparisjóð-
um um nokkurn tíma m.t.t. kostn-
aðar og hagræðis. „Sú vinna er að
baki og nú er það verkefni hvers
banka fyrir sig að átta ---------
sig á hvað slíkt kerfi
hefði í för með sér. Það
er hins vegar alveg ljóst
að aukin sjálfvirkni hlýt-
ur að leiða til aukins
sparnaðar fyrir alla að-
ila og að því era menn að keppa.“
Að sögn Stefáns liggur þegar fyr-
ir hver kostnaðarhlutdeild allra
banka og sparisjóða yrði í sameigin-
legu greiðslumiðlunarkerfi. Nú era
allir aðilar að vinna úr þeim málum
hver fyrir sig og hvert framhaldið
verður leiði tíminn einfaldlega í ljós.
Snýst um að auka
hagkvæmni
Ásmundur Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Islandsbanka,
segir þessi mál ekki ný af nálinni,
þau hafi verið í skoðun um langan
tíma og séu enn. Hann segir nokkuð
til í því að íslensku bankarnir hafi
verið seinir að tileinka sér greiðslu-
þjónustu, samanborið við mörg önn-
ur lönd, en bendir jafnframt á að
síðustu ár hafi mikill vöxtur átt sér
Stærstur hluti
greiðslna
verði í raf-
rænu formi
stað í þessum efnum og að margir
nýti sér greiðslumiðlunarþjónustu í
dag. „Það sem skiptir mestu máli
varðandi hagræðinguna er að reyna
að ná því fram að sem stærstur
hluti greiðslna verði í rafrænu formi
þannig að dregið verði úr skráning-
arstarfinu og bréfaskriftum í kring-
um þær. Með öðram orðum, að sem
flest fyrirtæki afgreiði þetta tölvu-
tækt til bankanna."
Ásmundur telur það ekki skipta
höfuðmáli hvaða leið verði farin til
að ná þessum markmiðum. Hvað
dönsku leiðina varðar, telur hann
kosti hennar felast í einfaldleika,
en bendir jafnframt á að hún setji
mark sitt á kerfið að því leyti að
greiðslumiðlun allra banka og
sparisjóða verði steypt í eitt mót
sem gæti bitnað á þjónustuþróun-
inni. I því efni hefur það ákveðna
kosti að hver aðili fyrir sig geti
þróað þjónustuna eins og hann tel-
ur viðskiptavinum sínum fyrir
bestu þannig að kostir samkeppn-
innar fái að njóta sín, án þess að
það verði á kostnað hagræðingar.
„Það má því varpa fram þeirri
spurningu hvort ekki sé hægt að ná
fram hagræðingaráhrifum úr
báðum kerfunum, þ.e. mið-
stýrða kerfinu í Danmörku og
þeirri leið sem bankar og spari-
sjóðir hafa verið að þróa hér á
landi. Ég hugsa að yfir helming-
ur íslenskra fjölskyldna nýti sér
greiðsluþjónustu í sínum við-
skiptabanka í dag. Málið snýst
því ekki fyrst og fremst um að
draga fólk inn í kerfið heldur
frekar að gera það hagkvæmara
og færa það í rafrænt form á
sem stystum tíma.“
Reiknistofan vel
i stakk búin
Helgi H. Steingrímsson, for-
stjóri Reiknistofu bankanna,
segir banka og sparisjóði hér á
landi þegar með kerfi sem annist
hliðstæða þjónustu og menn hafa
verið að horfa til í Danmörku.
„Danska útfærslan byggist á fyr-
irframgerðum samningi um að
greiða skuld á tilteknum degi.
Dæmi um slíkt era sjálfvirkar
skuldfærslur vegna skuldabréfa- og
víxlalána sem bankar og sparisjóðir
veita. Annað dæmi af sama meiði er
greiðsluþjónustukerfi kreditkorta-
fyrirtæýanna Visa og Europay, þai-
sem hægt er að semja um greiðslur
á tilteknum degi vegna fastra samn-
inga, t.d. útvarp, rafmagn og hita.
Hins vegar era svo kerfi þar sem
viðskiptamaður ákveður sjálfur
hvenær hann innir greiðslu af hendi
og dæmi um slíkt er þjónustusími
banka og sparisjóða, heimabankar
og beinlínutenging fyrirtækja við
bankakerfið."
Að sögn Helga hafa menn verið
að skoða það að undanförnu hvort
ekki væri unnt að senda út sameig-
inleg greiðsluyfirlit til einstaklinga
sem innihalda umsamdar greiðslur
til skuldfærslu, hliðstætt því sem
________ gert er hjá PBS í Dan-
mörku. Hann segir í
raun sama hvaða leið
menn kjósa að fara í
sambandi við greiðslu-
miðlunarþjónstu í fram-
... tíðinni. Reiknistofa bank-
anna gæti hæglega sinnt þeirri
þjónustu með frekari þróun núver-
andi greiðsluþjónustukerfis.
Kæmi fyrir Samkeppnis-
stofnun
Ljóst er að náist samkomulag
meðal umræddra fjármálastofnana
hér á landi um samstarf á sviði
greiðslumiðlunar, þyrfti Samkeppn-
isstofnun að taka afstöðu í málinu.
Georg Olafsson, framkvæmdastjóri
Samkeppnisstofnunar, sagðist í
samtali við Morgunblaðið ekki get-
að svarað til um meðferð eða niður-
stöðu slíks málatilbúnaðar að svo
stöddu. Hann sagði þó ljóst að ef til
þess kæmi, þyrfti Samkeppnisstofn-
un augljóslega að fjalla um málið og
þá í tengslum við aðra hluti sem era
í skoðun hjá bönkunum.
Bill Gates
kaupir hlut í
silfurfyrirtæki
Seattle. Reuters.
BILL GATES, forstjóri Microsoft,
hefur keypt 10,3% hlut í námafélag-
inu Pan American Silver Corp. og
fer þannig að dæmi vinar síns, fjár-
festisins Warren Buffett, sem
hefusr einnig f járfest í silfri.
Fjárfestingarfélag Gates,
Cascade Investment LLC, fór að
kaupa silfur fyrir alvöru í febrúar sl.
og á nú 3,15 milljónir hlutabréfa í
fyrirtækinu, sem hefur aðsetur í
Vancouver.
Pan American Silver á 760 millj-
ónir únsa af silfurbirgðum. Hlutur
Gates er metinn á um 21 milljón
dollara. Hann greiddi að meðaltali
5,25 dollara á hlutabréf og heildar-
fjárfesting hans nam 16,5 milljónum
dollara að sögn fyrirtæksins.
Fjárfestirinn Warren Buffett,
„vitringurinn frá Omaha“ í Nebr-
aska, olli fjaðrafoki í fyira þegar
hann tilkynnti að hann hefði keypt
130 milljónir únsa af silfri, eða 20%
af árlegum birgðum heims.
Gates er auðugasti maður heims.
Auk þess sem hann á 72 milljarða
dollara í Microsoft-hlutabréfum er
áætlað að hann eigi 5 milljarða doll-
ara í öðram eignum eftir nokkurra
ára fjölþættingu. Þar af mun um
70% vera í skammtíma ríkis- eða
fyrirtækjaskuldabréfum. Um 10%
era í opinberlega skráðum bréfum
eins og í Pan American.
M&S rekur
tvo stjóra í
viðbót
London. Reuters.
MARKS & Spencer Plc, sem hefur
sent frá sér nýja hagnaðarviðvörun,
hefur ennfremur skýrt frá upp-
stokkun í stjórn fyrirtækisins, sem
felur í sér að tveir framkvæmda-
stjórar láta af störfum, til að gera
stjórn fyrirtækisins kleift að taka
skjótari ákvai-ðanir.
Síðustu breytingarnar fela í sér
að yfirmaður smásölusviðs í Bret-
landi, Andrew Stone, og James Ben-
field markaðsstjóri fara á eftirlaun í
árslok eftir meira en 60 ára starf
samanlagt í þágu fyrirtækisins.
M&S, mesti fatasali Bretlands,
verður hér eftir undir stjóm sjö
framkvæmdastjóra, sem munu
stjórna aðaldeildum fyrirtækisins og
heyra beint undir Peter Salsbury
aðalframkvæmdastjóra.
Þetta er önnur meiriháttai' upp-
stokkunin í stjórn M&S á þessu ári.
Hagnaður fyrirtækisins minnkaði
um helming í fyrra vegna óvenju-
mikils sölusamdráttar.
Salsbury sagði Reuters að endur-
skipulagningin væri liður í því að
einfalda stjórn fyrirtækisins. Fram-
kvæmdastjóram M&S hefur fækkað
í átta úr fimmtán frá því í nóvember
í fyrra.
James Mur-
doch fær
stöðuhækkun
New York. Reuters.
NEWS Corp. fjölmiðlafyrirtækið
hefur skýrt frá því að það hafí skip-
að James Murdoch, yngsta son
Ruperts Murdoch aðalforstjóra,
varaaðalstjórnanda og við það eykst
ábyrgð hans á netumsvifum fyi’ir-
tækisins um allan heim.
James Murdoch er 27 ára og hef-
ur verið æðsti stjórnandi News
America Digital Publishing, þar sem
hann stjórnaði umsvifum á sviðum
stafrænnar fjölmiðlunai' í Norður-
Ameríku.
Við þessu starfi tekur Jon
Richmond, sem hefur verið æðsti
stjórnandi Fox Interactive. Rich-
mond mun heyra undir Murdoch,
sem mun heyra undir Peter Chern-
in, aðalrekstrarstjóra News Corp.
Nafni deildarinnar hefur verið
breytt í News Digital Media til að
leggja áherzlu á að stafræn starf-
semi fyrirtækisins nái til alls heims-
ins.