Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR The Times fjallar um samband forseta íslands og Dorrit Moussaieff: Elskar hún mig, elskar hún mig ekki, elskar hún... Gylfi Guðjónsson með urriðann stdra. Glæðist í Grenlæk og nágrenni FYRIR nokkru gerðist það að það glæddist mjög veiði í Grenlæk fyrir landi Seglbúða. Raunar fundu menn fyrir veiðibata á fleiri svæðum, bæði í Grenlæk og öðrum ám í nágrenn- inu. Til marks um aflabrögðin var tveggja daga holl á Seglbúðasvæðinu með 33 birtinga á fjórar stangir. Það er ekki langt frá kvótanum, sem er 40 birtingar. Umræddur hópur land- aði stærst 8 punda fískum, en fregn- ir herma að enn stærri fiskar hafí áunnið sér frelsi á ný með því að slíta flugutauma og hafa með sér flugur veiðimanna. Það fylgir sögunni að góðar göngur hafí komið og hleypt lífí í veiðiskapinn. Veiði hefur örlítið dalað í Tungufljóti í Skaftártungum. 22. september voru komnir 152 birting- ar á land, þar af milli 20 og 30 í maí. Þetta er með lakara móti, en þó er talsvert af físki í ánni og ævinlega þegar nýr fiskur gengur inn í Vatna- mótin við Eldvatn, eða færir sig það- an upp í á, glæðist veiðin. Stóra Laxá komin í þriggja stafa tölu Hinn 15. september voru komnir 163 laxar á land úr Stóru Laxá og er óhætt að segja að lengi framan af sumri leit ekki út fyrir að það næð- ust 63 laxar úr ánni, hvað þá 163. Haustið hefur hins vegar verið nokk- uð drjúgt, sérstaklega á svæðum 1 og 2 þar sem víða er físk að finna. Hefur svæðið haldist alfarið í hendur með Iðusvæðinu í Hvítá, eins og svo oft áður. Vesturdalsá stingur í stúf Vesturdalsá í Vopnafírði gaf að- eins tæplega 70 laxa, að sögn Hauks Geirs Garðarssonar, sem stundar þar jafnan veiðar ár hvert. Sagði Haukur þetta slaka útkomu, en bót í máli að flest eða öll holl voru þó að fá einhverja laxa þótt ekki hefðu þeir verið margir. „Saman við var svo mjög góð bleikjuveiði og hún var væn í sumar. Þetta voru einhver hundruð af sjóbleikju og hún er dýr- mætur fískur þegar laxinn er treg- ur,“ sagði Haukur. Slök útkoma Vesturdalsár stingur nokkuð í stúf við stóiu nágrannaárn- ar Hofsá og Selá, sem báðar gáfu vel yfir 1.000 laxa. Risaurriði úr Þingvallavatni Þótt fjallað sé um stangaveiði í þessum fréttaþætti verður ekki und- an því vikist að segja frá þeim stærsta urriða sem veiðst hefur í Þingvallavatni um árabil, en hann veiddist í net síðastliðinn laugardag í veiðirétti Króks í Grafningi. Það var Gylfi Guðjónsson ökukennari sem veiddi fiskinn í bleikjunet. „Hann var bara fastur á kjaftinum og þvílík dj... læti þegar ég reyndi að ná honum í bátinn. Við erum með tunnu til að geyma físk lifandi þarna og ég þurfti að vefja urriðanum ínn í úlpu til að koma honum áfallalaust í tunnuna,“ sagði Gylfi. Hann bætti við, að um- ræddur urriði, sem var 16 pund, hefði verið úr sleppingu á vegum Veiði- málastofnunar árið 1992. Það hafa veiðst vænir fískar úr sleppingunni síðustu ár og í sumar, en þetta er sá stærsti. Fiskurinn var 12 sentímetra langur og 70 grömm er honum var sleppt fyrir sjö árum. Hann var hængur og hafði tvisvar tekið þátt í hrygningu, samkvæmt upplýsingum sem Gylfi hafði frá Veiðimálastofnun. Námstefna um breytingaskeið kvenna A krossgötum! Álfheiður Steinþórsdóttir / MÁNUDAGS- /\ KVÖLD verður i. ^haldin námstefna um breytingaskeið kvenna í Norræna hús- inu og hefst hún klukkan 20. Fyrir námstefnunni standa þær Álfheiður Steinþórsdóttir og Guð- finna Eydal sálfræðingur og auk þeirra heldur þar fyrirlestur kvensjúk- dómalæknirinn Anna In- ger Eydal. Álfheiður var spurð hvort eitthvað nýtt kæmi þarna fram. „Við ætlum að kryfja þetta skeið í ævi kvenna til mergjar, bæði hvað snertir sálræna þáttinn og hinn líkamlega. Ymis- legt nýtt kemur fram, t.d. ætlar Anna Inger Eydal að lýsa nýjustu rannsókn- um á hormónameðferð kvenna og segja frá með- og mótrökum fyrir þeirri meðferð. Hún hefur fylgst vel og stöðugt með því sem nýjast er að gerast í þessum fræðum erlendis. Hún ætlar líka að ræða ýmis svokölluð feimnis- mál, svo sem breytingar á kyn- lífí kvenna á þessum tíma sem fólk gerir sér oft óljósar hug- myndir um.“ - Tekur kynlíf kvenna ein- hverjum hreytingum á þessu skeiði? „Það hefur komið fram að það getur bæði orðið betra og verra og einnig engum breytingum tekið. Þótt það sé margt sem konur eigi sameiginlegt þá er mikilvægt að vita að það er sjaldgæft að konur fínni ná- kvæmlega sömu einkenni á breytingaskeiði, hvort sem þau eru sálræn eða líkamleg. Þess vegna er það ánægjulegt að geta gert þessu skil í námstefnuformi þar sem margar raddir koma fram með spurningar. Þess má geta að við höfum verið beðnar að halda námstefnuna bara fyrir konur svo þær geti rætt frjáls- lega um sín mál og við höfum orðið við þeim tilmælum. Konur geta skráð sig til þátttöku hjá Sálfræðistöðinni í síma 5623075 eða á faxi 5521110.“ -Hvað ætlið þið Guðfínna að tala um á námstefnunni? „Við ætlum að tala um sálræn einkenni sem tengjast þeim lík- amlegu en sérstaklega ætlum við að tala um þær krossgötur sem konur standa gjarnan á í líf- inu á þessum tíma. Þær þurfa oft að endurmeta stöðu sína gagnvart sér sjálfum, fjölskyldu, starfí og vinum. Konur fá gjarn- an ólík hlutverk á þessum aldri t.d. þurfa þær oft að takast á við versnandi heilsu eigin foreldra, þær verða ömmur, börnin flytja að heiman, breyting- ar verða á innri tengslum t.d. í hjóna- bandi. Á þessu tíma- skeiði þarf konan því gjaman að hugsa sinn gang og ákveða hvernig hún getur farið af stað með þetta endurmat, við gefum í þeim efnum svolítinn vegvísi." - Gera konur nægilega mikið af því að skyggnast undir yfír- borðið hvað snertir bæði um- hverfí og eigin skynjun og til- fínningar? „Nei, m.a. vegna þess að konur reyna gjarnan að uppfylla svo mörg hlutverk og lifa oft svo hröðu lífi þar sem þær verða bæði að uppfylla eigin metnað og vera alltaf í svarandi stöðu gagnvart þörfum og kröfum annarra. Það vantar ekki að ►Álfheiður Steinþórsdóttir fæddist í Reykjavík 1946, hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1966 og embættisprófí í sálfræði frá Uppsalaháskóla 1975. Hún starfaði fyrst að námi loknu á Kleppsspítala og var einnig sálfræðingur hjá Félagsmála- stofnun. Hún hefur einnig unn- ið við stundakennslu við Há- skóla Islands og hefur rekið eigið fyrirtæki, Sálfræðistöð- ina, ásamt Guðfinnu Eydal, frá 1983. Þær hafa skrifað fjölda greina og bækur um sálfræði- leg efni. Álfheiður er gift Vil- hjálmi Rafnssyni, lækni og pró- fessor í heilbrigðisfræði við Háskóla ísiands. Álfheiður eignaðist tvo syni og á þijú stjúpbörn. konur vilji gera vel en vegna alls þess sem á þeim hvíhr láta þær mæta afgangi að taka áttir öðru hvoru og athuga hvert þær stefna. En það jákvæða er að konur eru miklu upplýstari en þær voru áður. Þær taka miklu frekar frumkvæði og eru dug- legri að ná sér í fræðslu, ég sé mikinn mun í þessum efnum frá því ég hóf störf hér. Hér á landi eru um 22 þúsund konur á aldr- inum 40 til 54 ára. Þetta fímmt- án ára skeið er hið svokallaða breytingaskeið. Oft fá konur fyrstu einkenni breytingaskeiðs- ins fljótlega eftir fertugt og jafn- vel fyrr, en þær átta sig hins vegar ekki á þessu og leita lækn- inga á kvillum sínum og fara jafnvel í alls konar meðferðir sem hjálpa ekki, enda kemur svo í ljós að einungis er um eðlilega kvilla breytingaskeiðsins að ræða.“ - Er algengt að taki að hrikta í hjónaböndum á þessu æviskeiði fólks? „Já, það er oft að þá tekur verulega í, breytingar verða í starfí og oft er tals- vert ósætti milli hjóna vegna ýmis- legrar lífsreynslu í einkamálum, svo sem framhjá- haldi. Fólk finnur sig svikið og situr uppi með brostnar vonir. Ef fólk er í hjónabandi á það á þessu tímabili allt í einu meiri tíma til vera saman - hvað á það þá að gera við þennan tíma? Álls konar valmöguleikar opnast. Þá koma oft upp togstreituerfiðleik- ar, sem á hinn bóginn geta verið tímabundnir meðan verið er að leysa úr málunum. Konur vilja kannski leita út á við meðan maðurinn vill leita inn á við og sinna einkalífinu meira og vera meira með konunni.“ Ætlum að kryfja þetta æviskeið til mergjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.